Morgunblaðið - 20.09.1990, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 20.09.1990, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 20. SEPTEMBER- 1990 Viðurgjörningur á hótelinu var eins og best verður á kosið. Ömmu pizzur, 3teg. Verð áður46^ aodcu 'rttou' Héðinn var yngstur á 600 manna skákhátíð í Biel Leikið eftir 14 mín. umhugsun. Ef strax hinn villti Rg4 þá 13. h3 - h5!? Ef Re5 þá jafnvel 14. Be2 til að halda pressunni á g7 og taka biskupaparið af svörtum eftir 15. Rd4! og nú getur hvítur jafnvel leik- ið 14. Bxg7 - Hg8, 15. Bb2' með hótuninni Bh7. 13. Rc4! Nú sést að eitthvað hefur farið úrskeiðis hjá svörtum. Ef Be7 þá Rce5 og hvítur stendur mun betur. 13. - Rg4 Sækir í flækjur. 14. Rxd6+! Mun öruggara en 14. h3 - Bh2+, 15. Khl - h5, 16. Ra5 þótt það sé líka ágætt fyrir hvítan. 14. - Dxd6,15. Be2 - Dc7,16. g3 Hótar fyrst og fremst Rd4. 16. - Bxf3, 17. Bxf3 - Rge5, 18. Bg2! Línur eru famar að skýrast. Hvítu biskuparnir eru gríðarlega sterkir en á móti kemur veikleiki á c4. Það kemur þó brátt í ljós hvort er mikilvægara. 18. - 0-0, 19. Dd4 - f6 Þvingað vegna f4. 20. De4 Nú eru peðin á b7 og e6 í sigti. 20. - Hab8, 21. f4 - Rc4, 22. Dxe6+ - Kh8, 23. Bd4 - Rdb6 Skárra var Hfe8 fylgt með Re3 þar sem svartur er „bara“ peði undir. 24. Hfel! - Rd2, 25. Bc5 - Hfd8, 26. a4!? - Hbc8, 27. a5 - Rd7, 28. Bxa7 - Dc3!?, 29. Bxb7 - Dxb4!?, 30. Bxc8 - Rf3+, 31. Kf2! Góður leikur. 31. - Rxel, 32. Hxel - Rf8, 33. Dc6 - Hd6 Leggur lúmska gildru 34. Bc5 er svarað með Hd2+! 34. Dc5 - Dd2+, 35. He2 - Dal, 36. Bb7 - h6, 37. Bf3 Og þar sem sýnt var að hvítur félli ekki á tíma gafst svartur hér upp. Texti og myndir: Fríða Asbjörnsdóttir Skákskýringar: Héðinn Steingrímsson HINNI stórbrotnu og marghátt- uðu skákhátíð í Biel í Sviss lauk laugardaginn 4. ágúst sl. Þar var teflt frá morgni til kvölds í mörg- um flokkum, sumum firnastórum með allt að 200 keppendum. Hæst bar að sjálfsögðu flokk stórmeistaranna, þar sem Karpov fyrrverandi heimsmeistari var skærasta stjarnan. Auk hans tefldu þar gamlir kappar eins og Hort, Miles, Polugaevski, Wahls og And- ersson. Eins og vænta mátti sigraði Karpov örugglega. Hlaut 9 ‘A vinn- ing af 14 mögulegum. Næstur kom Andersson með 8 og síðan Miles og Wahls með 7'A hvor. Ég sá Karpov aldrei utan skák- staðar, þar sem hann sat að tafli. Þar skar hann sig lítið úr hópi ann- arra keppenda, öll framkoma slétt og felld eins og velgreitt hárið. Þó fannst mér stafa meiri kraftur frá honum en almennt gerðist um kepp- endur. Annars er kappinn dulítið þokukennd persóna í vitund minni. Önnur skær stjarna á hátíðinni var heimsmeistari kvenna, hin rússneska Maja Tstjiburdanidse, afar alþýðleg stúlka, sem keppti í blönduðum flokki stórmeistara. Hún náði þar 2. sæti ásamt karl- mönnunum Campora frá Argentínu og Barlov frá Júgóslavíu með 6 ’/z vinning af 12 mögulegum. Héðinn Steingrímsson tefldi í opna flokknum „Sport“. I þeim flokki voru um eða yfir 20 stór- meistarar og 40 alþjóðlegir, auk fjölda af FIDE-meisturum. Tefldar voru 11 umferðir eftir Monrad- kerfi. Eftir 8 umferðir hafði Héðinn 6 vinninga og var þá í hópi 20 efstu manna. I 9. og 10. umferð tapaði lann en fékk 'A vinning eftir þá iíðustu. Lokastaða hans í Sport- lokknum varð nr. 35 með 6 ’/z vinn- ng. Næstur á eftir honum, en með ömu vinningatölu, varð austurrík- imaðurinn Josef Klinger, sem er /rrverandi heimsmeistari ungl- 'iga. Efstur í þessum flokki varð issneski stórmeistarinn Viktor axrikov með 9 vinninga. Skipulag og umsjón skákhátíðár- nar virtist að miklu leyti í höndum ns manns, herra Suri. Mætti hann skákstað í bítið á morgnana, með undinn sinn, „Lassy“ og rákvélina, fylgd eiginkonu og dóttur, sem r mikil málakona, og var þar jafn- n lengi dags eða fram á kvöld. lann sótti okkur Héðin á brautar- töðina og ók okkur tii gististaðar fjallshlíð í fögru umhverfi. Hann iyndist okkur síðan hinn þægileg- asti maður í öllum samskiptum. Aðstæður á mótsstað voru ágæt- ar í upphafi, en á þriðja degi hófst nýtt mót í sama sal og á sama tíma með um 200 þátttakendum. Eftir það bar allmikið á hitasvækju og loftleysi, enda var mjög heitt í veðri, 38°C eða meira alla daga. Loftræsting virtist léleg eða engin. Einna verst var þetta uppi á sviði salarins, en þar tefldi Héðinn frá 5. umferð til loka. Nokkra eftirtekt virtist þátttaka Héðins í mótinu valda í Biel sakir æsku hans, en hann var lang yngst- ur þátttakenda á allri skákhátíðinni (um 600 manns), aðeins 15 ára. Myndir birtust af honum við skák- borðið á skjánum og nokkur um- fjöllun um hann með viðtali ásamt mynd í blaði á frönsku. Sá keppandi, sem verður mér minnisstæðastur frá mótinu, er rússneski stórmeistarinn Smagin frá Moskvu. Hann virtist ekki sæll ’ með jafntefli gegn stráknum, en erfði það ekki lengi og fylgdist grannt með honum upp frá því. Grunar mig að hann hafi komið við sögu, þegar Héðni barst boðsbréf að keppa á lokuðu móti í Moskvu í haust, þar sem lágmark stiga er 2.400, enda þótt Héðinn hafi aðeins 2.410 alþjóðleg stig. Héðinn varð undrandi. Þetta góða boð var þó afþakkað á stundinni, því Héðinn bytjar í menntaskóla nú þegar skólastarf hefst. Hver veit nema annað tækifæri gefist síðar, þegar betur stendur á. Þess má geta að Smagin fékk fegurðarverðlaun fyrir eina af skákum sínum á mótinu. Biel er hreinleg borg og fagur- lega í sveit sett. I útjaðri gamla hlutans, þar sem við Héðinn bjugg- um, var stutt í skóginn. Þar var unaðslegt að skokka eftir skóg- arstígunum og hlusta á hljóðlátar raddir náttúrunnar, laus við ys og þys borgarinnar. Þar sem landið er lægst breiðir Bielarvatn úr sér. Þar geta borgarbúar varpað sér til sunds, ef þeir vilja. Sá ljóður fannst mér þó á, að hundar þeirra fengu að baða sig þar líka. ■ Borgarbúar tala flestir þýsku eða frönsku. Fer þetta eftir uppruna og ætterni og er ekki að sjá, að það valdi vandræðum. Efnahagur virð- ist góður og sýnast borgarbúar una glaðir við sitt. Ekki tíðkast að mæður vinni úti frá börnum sínum, enda dagvistarstofnanir á vegum þess opinbera ekki mjög áhugaverð- ar fyrir börn sem dveljast þar að sögn heimamanna. Við Héðinn fórum frá Biel með góðar minningar og þakklæti í huga. Þar sem ég var tímabundin, vegna þátttöku minnar í námskeiði í Osló í Noregi, gátum við Héðinn ekki verið í Biel,_ þegar skákhá- tíðinni var slitið. Ég fékk því ekki að vita endanleg úrslit mótsins fýrr en ég kom heim. Því hefur dregist lengur en ég ætlaði að ganga frá fréttapistli þessum. Hér fer á eftir ein skák Héðins í mótinu með skýringum hans: 9. umferð: Héðinn að tafli við stórmeistarann Smagin frá Moskvu. Smagin kom því til leiðar að Héðni var boðið á inót í Moskvu. Hvítt: Héðinn Steingrímsson Svart: Liitke V-Þýskaland Frönsk vörn 1. d4 - e6, 2. e4 - d5, 3. Rd2 - c5, 4. exd5 - Dxd5, 5. Rgf3 - Rf6?! Ónákvæmni. Eftir hið eðlilega cxd4 þarf svarta drottningin bara að nota þijá ieiki til að komast til c7. Einnig er hvítur ekki lengur neyddur til að leika hið seinvirka Rd2 - b3 - d4 til að vinna peðið til baka. 6. Bc4 - Dd6, 7. dxc5 - Dxc5, 8. 0-0 - Bd7 Svartur lék þennan og þijá næstu leiki mjög hratt. 9. a3 - Dc7, 10. b4 - Bd6, 11. Bb2 - Bc6 Þá hefur svartur framkvæmt áætlun sína og vonar nú að honum takist að langhróka, fylgt eftir með Rg4 og h5. 12. Bd3! Sterkur leikur, hótar c2 - c4 - c5 þar sem drottningin myndi spjara sig vel á b3 og biskupinn gefa kóngsstöðu svarts gætur þar sem ekki væri ráðlegt lengur að lang- hróka. 12. - Rbd7 Græn vínber (ítölsk, grappoloni) 129 Verð áður^S^ pr. kg.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.