Morgunblaðið - 20.09.1990, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 20. SEPTEMBER 1990
23
IRA stóð að áras a
fyrrum landsstjóra
London. Reuter.
ÍRSKI lýðveldisherinn (IRA) lýsti í gær ábyrgð á hendur sér á skotárá-
sinni á Sir Peter Terry marskálk, fyrrum landssijóra á Gíbraltar.
Hann særðist alvarlega í skotárás á heimili hans í Staffordskíri á
Englandi í fyrrakvöld en var úr
skotsár.
Margaret Thatcher forsætisráð-
herra fordæmdi árásina á Sir Peter
og sagði hryðjuverkamenn IRA vera
örgustu bleyður sem réðust á fólk
sem engum vörnum fengi við komið.
Sagði hún að breska stjórnin yrði í
ljósi þess að skoða hvernig betur
mætti stöðva aðgerðir IRA, hér
væri um skæruhernað að ræða.
Að sögn lögreglu sat Sir Peter
við bókalestur á heimili sínu er
skothríð var hafin með sjálfvirkum
byssum á húsið. Skotið var í gegnum
glugga á bókaherbergi hans en kon-
an hans, Betty, var í næsta herbergi
og slapp betur. Særðist hún þó af
skoti sem fór í gegnum tvo veggi
áður en það lenti á henni.
Sir Peter Terry var landsstjóri á
Gíbraltar og heimilaði sem slíkur
aðgerðir víkingasveitar breska hers-
ins gegn þremur hryðjuverkamönn-
um IRA.sem voru taldir undirbúa
sprengjuherferð í bresku nýlendunni
1988. Voru IRA-mennirnir felldir í
skotárás. Vitni að henni héldu því
fram að hermennimir hefðu enga
viðvömn gefið IRA-mönnunum og
þeir því ekki fengið tækifæri til að
lífshættu í gær. Kona hans hlaut
Sir Peter Terry
leggja niður vopn. Var árásin gagn-
rýnd sakir þess en opinber rannsókn-
amefnd komst að þeirri niðurstöðu
að réttlæta mætti ákvarðanir stjórn-
valda og framgöngu víkingasveitar-
innar.
EKKI PRÍLA!
NOTAÐU BELDRAY
Álstigarnir og tröppurnar frá
Beldray eru viðurkennd bresk
gæðavara - öryggisprófuð og
samþykkt afþarlendum yfir-
völdum.
Beldray er rétta svarið við vinnuna,
í sumarbústaðnum og á heimilinu.
Verðið er ótrúléga hagstætt -
gerðu hiklaust samanburð.
64.5cm 87,Ocm 10a5cm 132.0cm 154.5cm 177.0cm
Þriðjungur Norðmanna
vill að Syse segi af sér
Ósló. Frá Helge Sörensen, fréttaritara Morgunblaðsins.
SAMKVÆMT skoðanakönnun sem birt var í Noregi á þriðjudags-
kvöld er meirihluti landsmanna þeirrar skoðunar að óreiða sú sem
komið hefur í ljós í rekstri hlutafélaga, er Jan P. Syse forsætisráð-
herra var í forsvari fyrir, hafí veikt stöðu hans verulega. Megi marka
niðurstöður könnunarinnar telur þriðjungur landsmanna mál Syse það
alvarlegt að honum beri að segja af sér.
Á þriðjudagskvöld voru birtar í
sjónvarpsþættinum „Antenne ti“
niðurstöður Gallup-könnunar sem
gerð hafði verið á afstöðu Norð-
manna til máls Syse en komið hef-
ur í ljós að forsætisráðherrann hef-
ur á undanförnum árum þráfaldlega
gerst sekur um brot gegn norsku
hlutafélagalöggjöfinni. Sex af
hverjum tíu sem þátt tóku kváðust
telja að mál þetta hefði veikt stöðu
Syse. Þriðjungur aðspurðra sagðist
líta svo á að forsætisráðherranum
bæri að segja af sér en 40 prósent
vóru á öndverðri skoðun. Rúmur
fjórðungur þátttakenda kvaðst ekki
hafa gert upp hug sinn í máli þessu.
Syse hefur ekki viljað tjá sig um
niðurstöður þessar en Kjell Magne
Bondevik utanríkisráðherra sagði
að ljóst væri að staða forsætisráð-
herrans væri ekki jafnsterk og áð-
ur. Það þýddi þó ekki nauðsynlega
að stjórnarskipti væru ohjákvæmi-
leg í Noregi.
ÖMAR.HALU OG LADDI
sameina skemmtikraftana
/’ ’/ ’/' •/' •/'
1/Si lííi 1l/Si l/()
'Si l/Si l/S) l/S) 1/5)
5> l/S) l/5i 1/5) 1/5)
Si Ii5) l/Si 1/5) l/íi
l/Si l/Si l/Si 1/5) l/Si
r() l/Si l/Sl 1/5) 1/5)
FYRSTA SYNING
LAUGARDAGSKVÖLDIÐ 22. SEPT.
PANTIÐ TIMANLEGA
Uppselt var á allar sýningar
frá síöastliönum áramótum til vors.
OPINN DANSLEIKUR FRÁ KL. 23.30 TIL 3.
MÍMISBAR opinn frá kl. 19.
Miöaverð (skemmtun + veislumatur) 3.900 kr.
Tilboö á gistingu.
Nánaci upplýsingar í síma 91-29900.
b5) l/5i l<5> l<5> lí
liS) Ii5> liS) liS) l/S)
\k % \k i lí
l/S) l/S) lí) Ii5>
I/5) lií) Ii5) Ii5) l/í