Morgunblaðið - 20.09.1990, Blaðsíða 38
38
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 20. SEPTEMBER 1990
t
Eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi,
ELIAS HALLDÓRSSOIM,
Grænukinn 11,
Hafnarfirði,
lést 18. september. Jarðarförin auglýst síðar.
Þuríður Gísladóttir,
Jónína G. Elíasdóttir Hamré, Bengt Hamré,
Gi'sli Þ. Elíasson, Þórey Ólafsdóttir,
Ingibjörg H. Elíasdóttir, Árni G. Sigurðsson,
Guðni K. Elíasson, Valgerður Sveinbjörnsdóttir,
Sigurbjörn Elíasson
og barnabörn.
t
Eiginmaður minn,
FRÍMANN ÍSLEIFSSON,
Fossöldu 3, Hellu,
fyrrum bóndi í Oddhól
á Rangárvöllum,
andaðist í Landspítalanum þriðjudaginn 18. september.
Fyrir hönd aðstandenda.
Marta Sigurðardóttir.
t
Bróðir minn,
SIGURÐUR KRISTJÁNSSON,
Hrafnistu,
Reykjavík,
andaðist að kvöldi 17. september.
Guðmunda Kristjánsdóttir
og aðrir aðstandendur.
t
Elskuleg dóttir okkar,
• HAFDÍS SIGRÍÐUR ALFREÐSDÓTTIR,
Gnoðarvogi 30,
verður jarðsungin frá Fossvogskirkju föstudaginn 21. sept. kl.
13.30.
Blóm afþökkuð. Þeir, sem vilja minnast hinnar látnu, láti Styrktar-
félag vangefinna njóta þess.
Fyrir hönd aðstandenda,
Jónína Jónsdóttir,
Alfreð Antonsen.
t
Ástkær eiginkona mtn og móðir okkar,
ODDNÝ LAXDAL,
Eikarlundi 16,
Akureyri,
sem lést í Borgarspítalanum 13. september, verður jarðsungin
frá Svalbarösstrandarkirkju mánudaginn 24. september kl. 14.00.
Jarðsett verður á Akureyri.
Fyrir okkar hönd og annarra ástvina,
Pétur Ásgeirsson,
Margrét Líney Laxdal,
Jóhanna Helga Pétursdóttir.
t
Útför föður okkar, tengdaföður, afa og langafa,
ALBERTS ÞORGEIRSSONAR
vélstjóra,
sem lést 16. september, verður gerð frá Fossvogskirkju, föstudaginn
21. september kl. 10.30.
Kristín E. Albertsdóttir, Garðar Gfslason,
Gerður Welander, Jan O. Welander,
Ester Albertsdóttir, Þorbergur Guðmundsson,
Sveinn Albertsson,
barnabörn og barnabarnabörn.
>
t
Þökkum af alhug þeim fjölmörgu sem létu í Ijósi samúð vegna
andláts
FRIÐJÓNS SVEINBJÖRNSSOIMAR
sparisjóðsstjóra
og vottuðu minningu hans virðingu við útförina.
Sérstakar alúðarþakkir til stjórnar og starfsmarina Sparisjóðs
Mýrarsýslu, Borgarnesi.
Björk Halldórsdóttir,
Sigríður Friðjónsdóttir,
Andrés Gunnlaugsson,
Margrét Friðjónsdóttir,
Halldóra Björk Friðjónsdóttir
og barnabörn.
Anna Guðmunds
dóttir - Minning
Fædd 3. júní 1916
Dáin 14. september 1990
Við vitum að vegir Guðs eru
órannsakanlegir og hann einn ræður
hvenær kallið kemur, til hvers og
eins okkar. Þetta kom í hug mér
þegar ég heyrði lát mágkonu minnar,
Önnu Guðmundsdóttur.
Anna fæddist 3. júní 1916 í
Hvarfsdal í Skarðshreppi í Dalasýslu,
dóttir hjónanna Sigríðar Helgu Gísla-
dóttur og Guðmundar Ara Gíslasonar
og var fimmta elst af fjórtán börnum
þeirra hjóna. Sex ára gömul fór hún
ti! hjónanna Jóns Sigurðssonar og
Sigrúnar Pálmadóttur að Reynistað
í Skagafírði, en hjá þeim dvaldist hún
til fermingaraldurs.
3. júní 1936 var hamingjudagur í
lífi Önnu er hún giftist Einari Sigur-
jóni Magnússyni bifreiðastjóra hjá
Hreyfli, sem lést fyrir rúmu ári.
Þau eignuðust fjögur böm og ólu
auk þess upp dóttur Sigurjóns, sem
hann átti fyrir hjónaband þeirra og
var Anna henni eins og sínum eigin
börnum.
Anna var mikil atorkukona að
hverju sem hún gekk og auk heimilis-
starfa vann hún úti síðustu þijátíu
og tvö árin. Þar af sextán í Laugar-
nesskólanum þar sem hún var for-
stöðukona bamaathvarfins, en þar
naut hún sín hvað best og börnin
kunnu að meta hlýju hennar og vin-
áttu.
Anna var gestrisin kona, sem allt-
af var gott að koma til, hvernig sem
á stóð og við áttum margar ánægju-
stundir saman, enda var leiðin ekki
löng í Nóatúnið til hennar. Við viljum
þakka allt það sem Anna gerði fyrir
okkur og okkar fjölskyldu.
Að lokum vil ég kveðja hana með
þessum orðum sálmaskáldsins.
Far þú í friði,
friður Guðs þig blessi,
hafðu þökk fyrir allt og allt.
Gekkst þú með Guði,
Guð þér nú fylgi,
hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt.
(V. Briem.)
Erla
Lífsganga okkar á þessari jörð er
ekki svo ýkja ólík för dagsins frá
nótt til nætur.
Við komum inn í birtuna lítil og
vanburða og hverfum svo þegar kall-
ið kemur inn í nótt. hvíldar og friðar.
Anna Guðmundsdóttir, sem í dag
er kvödd, fæddist 3. júní 1916 í
Hvarfsdal í Dalasýslu, dóttir hjón-
anna Guðmundar Ara Gíslasonar
bónda og kennara og konu hans
Sigríðar Helgu Gísladóttur.
Anna fluttist með foreldrum sínum
til Skagafjarðar árið 1922 og fór þá
fljótlega í fóstur að Reynistað til
hjónanna Jóns Sigurðssonar bónda
og síðar alþingismanns og Sigrúnar
Pálmadóttur.
Til Siglufjarðarfór Anna árið 1933
og vann þar til 1934 er hún hélt til
Reykjavíkur en þar átti hún heima
alla tíð síðan.
Anna giftist árið 1936 Einari Sig-
uijóni Magnússyni bifreiðastjóra
fæddur 14. október 1906 og áttu þau
saman eftirtalin fjögur börn: Magn-
ús, fæddur 3. janúar 1937, aðstoðar-
yfírlögregluþjónn, kvæntur Ólöfu
Erlu Hjaltadóttur. Eiga þijú böm.
Gylfi, fæddur 13. janúar 1941, bók-
ari, kvæntur Ólöfu Cooper. Eiga tvö
börn. Guðmundur, fæddur 13. mars
1944, pípulagningameistari, kvænt-
ur Svönu Guðrúnu Guðjónsdóttur.
Eiga þijú böm. Sigrún, fædd 17.
apríl 1947, kennari, gift Kristni Jó-
hannssyni skurðlækni. Eiga þijú
böm. Auk þess ólu þau Einar upp
Erlu dóttur Einars fædda 15. nóvem-
ber 1934 en hún er gift Þormóði
Einarssyni bónda á Blábjörgum í
Suður-Múlasýslu. Eiga eitt bam en
auk þess á Erla eitt bam frá fyrra
hjónabandi.
Það gefur augaleið að oft hefur
verið ærið annasamt á stóm heimili
en þau hjón lágu ekki á liði sínu og
ósjaldan lá leið systkina Önnu að
heimili þeirra fyrst er þau komu til
Reykjavíkur og þar var ávallt gott
að koma og getur tengdafólk Önnu
tekið undir það af heilum hug enda
var Anna frábær húsmóðir. Þegar
aðstæður heimafyrir leyfðu fór Anna
að vinna utan heimilis og síðustu 16
árin vann hún við Laugarnesskólann
og varð að lokum forstöðukona at-
hvarfs skólans.
Anna hafði næman skilning á þörf-
um bamanna og átti mjúkar hendur
til að hagræða hlutum þeim í hag.
Einar Siguijón maður Önnu lést
20. júní 1989 svo skammt varð á
milli þeirra.
Við sem horfum nú á eftir Önnu
þökkum samfylgdina og óskum henni
alls góðs í nýjum heimkynnum.
Margrét F. Guðmundsdóttir
og Ingólfur Jónsson
Það er erfitt að átta sig á því að
Anna er svo skyndilega horfin frá
okkur. Hún talaði um það í sumar
að hún væri eiginlega ekki búin að
ljúka starfsárinu. Hún hafði jú ætlað
að koma og vera með okkur í loka-
kaffinu og baka pönnukökur og
kleinur eins og hún hafði gert í svo
mörg ár við skólaslit og aðrar há-
tíðarstundir í skólanum en hún var
snillingur við baksturinn eins og svo
margt annað. Við vissum það á liðnu
vori að komið væri að kveðjustund,
en hún var að hætta störfum við
Laugarnesskóla vegna aldurs.
Því miður gátum við ekki þá kvatt
hana eins vel og við vildum því að
nokkrum dögum fyrir skólaslit datt
hún og fótbrotnaði. Það voru því
margir sem náðu ekki að kveðja
hana þá. Akveðið var að við skyldum
fá hana til að koma til okkar í skólann
á haustdögum svo við gætum þakkað
henni fyrir samstarfíð og allt sem
hún hafði gert fyrir bömin í skólan-
um.
Það kemur fram nú eins og svo
oft áður að mennirnir áætla en Guð
ræður. Hún Anna fór of langt til að
Legsteinar
Framleiðum allar
stærðir og gerðir
af legsteinum.
Veitum fúslega
upplýsingar og
ráðgjöf um gerð
og val legsteina.
S.HELGASON HF
STEINSMIÐJA
SKEMMUVEGI48. SIMI76677
t
Hjartans þakkir til allra er sýndu samúð og vinsemd við andlát
og útför bróður okkar,
ÞÓRARINS PÁLSSONAR,
Skeggjastöðum.
Fyrir hönd systkina og annarra vandamanna.
Aðaldís Pálsdóttir.
t
Útför mannsins míns,
TORFA GUÐMUNDSSONAR
frá Drangsnesi,
sem lést í Sjúkrahúsi ísafjarðar 12. þessa mánaðar, verður gerð
frá (safjarðarkapellu laugardaginn 22. september kl. 11.00.
Fyrir mína hönd og annarra aðstandenda,
Ása Marfa Áskelsdóttir.
t
Innilegar þakkir fyrir vinsemd og samúð vegna andláts
KRISTJÁNS JÓNSSONAR
frá Snorrastöðum.
Eli'sabet J. Sveinbjörnsdóttir,
Helga S. Sveinbjörnsdóttir,
Kristín S. Sveinbjörnsdóttir,
Jóhannes B. Sveinbjörnsson,
Haukur Sveinbjörnsson,
Kristján Benjamínsson,
Margrét J.S. Jóhannesdóttir.
Baldur Gíslason,
Indriði Albertsson,
Grétar Haraldsson,
Björk Halldórsdóttir,
Ingibjörg S. Jónsdóttir,
Hulda Guðmundsdóttir,
t
Innilegar þakkir til allra þeirra er sýndu okkur samúð og vinarhug
við andlát og útför eiginmar.ns míns, föður, tengdaföður og afa,
MAGNÚSAR GUÐMUNDSSONAR
frá Odda,
Reyðarfirði.
Unnur Gunnlaugsdóttir,
Þórunn A. Magnúsdóttir,
Yngvi G. Magnússon,
Helgi Þ. Magnússon,
Harpa Jónsdóttir
og fjölskyldur.