Morgunblaðið - 20.09.1990, Blaðsíða 47
MORGUNBLAÐIÐ IÞROTTIR FLMMTUDAG.UR 20. SEPTEMBER 1990 47
KNATTSPYRNA / EVROPUKEPPNI BIKARHAFA
„Ég græt það ekki . . .
. . . að hafa gert tvö mörk ífyrsta Evrópuleiknum/1 sagði Jón Erling Ragnarsson eftir 3:0 sigur Fram á Djurgarden
ÍSLANDSMEISTARAR Fram
sýndu það og sönnuðu enn
frekar í gærkvöldi, hversu vel
þeir eru að titlinum komnir, er
þeir unnu sænsku bikarmeist-
arana Djurgárden sannfær-
andi, 3:0, ífyrri leik liðanna f
fyrstu umferð Evrópukeppni
bikarhafa á Laugardalsvelli.
„Ég græt það ekki að hafa
skorað tvö mörk ífyrsta Evr-
ópuleiknum," sagði Jón Erling
Ragnarsson sem skoraði
tvívegis með tveggja mínútna
millibili um miðjan síðari hálf-
leik. Pétur Arnþórsson bætti
þriðja markinu við tveimur
mínútum fyrir leikslok og inn-
siglaði öruggan sigur. Með
þessum úrslitum er Fram kom-
ið með annan fótinn í 2. umferð
i annað sinn á f imm árum og
verður það að teljast frækileg
fr3mmistaða.
Fyrri hálfleikur var tíðindalítill.
Fram hafði þó undirtökin á
miðjunni lengst af og lék yfirvegað,
en náði ekki að skapa sér marktæki-
færi — allar sókn-
artilraunir liðsins
brotnuðu á vöm
Djurgárden. Svíar
fengu besta mark-
tækifæri fyrri hálfleiks og reyndar
það eina á 35. mínútu. Peter Skoog
komst þá einn innfyrir vörn Fram
en Birkir varði meistaralega með
úthlaupi.
Æfingadæmið gekk upp
Það voru aðeins liðnar 11 mínút-
ur af síðari hálfleik er Jón Erling
ValurB.
Jónatansson
skrifar
Fram-Djurgárden 3:0
Laugardalsvöllur, Evrópukeppni bikar-
hafa - fyrri leikur, miðvikudaginn 19.
september 1990.
Mörk Fram: Jón Erling Ragnarsson 2
(54. og 56.), Pétur Amþórsson 88. mín.
Gult spjald: Viðar Þorkelsson, Fram.
Glenn Schiller, Niklas Karlström, Ken
Burvall, Mikael Martinsson, Djurgárd-
en.
Dómari: Wilfred Wallace frá Norður-
írlandi.
Línuverðir: G. McGrath og Oliver
Cooney frá Norður-írlandi.
Áhorfendur: 482 sem greiddu aðgang.
Lið Fram: Birkir Kristinsson, Kristján
Jónsson, Viðar Þorkelsson, Jón Sveins-
son, Anton B. Markússon, Baldur
Bjamason, (Pétur Amþórsson vm. 59.
mín.), Kristinn R. Jónsson, Pétur
Ormslev, Steinar Guðgeirsson, Jón
Erling Ragnarsson, (Haukur Pálmason
vm. á 72. mín.), Ríkharður Daðason.
Lið Djurgárden: Anders Almgren,
Kenneth Bergqvist, Stephan Kullberg,
Leif Nilsson, Glenn Schiller, Ken Bur-
wall, (Peter Mörk vm. á 80. mín.),
Jens Fjellström, Niklas Karlström,
(Krister Norden vm. 72. mín.), Tomas
Lundmark, Mikael Martinsson, Peter
Skoog.
MorgufibJaðið/Einar Falur
Jón Erling Ragnarsson var hetja Framara í leiknum gegn Djurgárden í gærkvöldi. Hann skoraði tvö mörk með tveggja mínútna millibili í síðari hálfleik. Hér
er honum vel fagnað af samherjum sínum, Ríkharði Daðasyni, Viðari Þorkelssyni og Baldri Bragasyni, eftir síðara markið.
Ragnarsson hafði komið knettinum
tvisvar í mark Dýragarðsmanna.
Fyrra markið kom eftir homspyrnu
Péturs Ormslevs frá vinstri sem
Viðar framlengdi með kollspyrnu
inn í markteig og þar kom Jón
Erling á fullri ferð og skallaði í
netið. „Við höfðum æft þetta fyrr
í sumar og nú gekk æfingadæmið
upp,“ sagði Jón Erling.
Síðara markið var mjög glæsilegt
og vel að því staðið. Pétur tók auka-
spymu rétt utan vítateigs hægra
megin. Ríkharður Daðason skallaði
í þverslána, þaðan hrökk knötturinn
út í vítateiginn þar sem Jón Erling
var og hamraði knöttinn viðstöðu-
laust frá vítapunkti upp í þaknetið.
Pétur kórónaði stórleik Fram
Framarar voru nær því að bæta
við þriðja markinu tíu mínútum
síðar er Steinar Guðgeirsson fékk
sendingu innfyrir frá Antoni
Markússyni, en var aðeins of seinn
í kapphlaupi við sænska markvörð-
inn. Pétur Arnþórsson kórónaði
síðan stórleik Framara er hann
bætti þriðja markinu við rétt fyrir
leikslok. Haukur Pálmason, sem
hafði komið inná sem varamaður í
síðari hálfleik eins og Pétur, vann
knöttinn á vítateigslínu og gaf inn-
fyrir vörnina á Pétur. Honum brást
ekki bogalistin, lék á markvörðinn
og skoraði af öryggi. „Ég gat ekki
annað en skorað þar sem ég var
„Við erum vanir þessu — þijú
mörk í síðari hálfleik!“
- sagði Ásgeir Elíasson, þjálfari íslandsmeistara Fram
Við erum vanir þessu — þrjú mörk
í síðari hálfleik," sagði Ásgeir
Elíasson, þjálfari Fram, eftir sigurinn
á Djurgarden. „Ég var sannfærður
um að við gætum unnið en átti kannski
ekki von á þessu. Svíarnir töldu sig
greinlega betri og voru hundsvekktir
i lokin og spiluðu mjög gróft.
Það er ekkert öruggt þrátt fyrir
þessi úrslit og það er hægt að tapa
stærra en 3:0. Við getum búist við
mikilli pressu á síðari leiknum og verð-
um að standast hana til að komast
áfram.“
Átti von á þeim sterkari
„Svíarnir komu mér á óvart og ég
átti von á þeim miklu sterkari. Þeir
áttu nánast engin færi og mér fannst
við leika mun betur,“ sagði Pétur
Ormslev, fyrirliði Fram. „Við byijuð-
um illa í síðari hálfleik og fengum á
okkur mikla pressu. Fyrsta markið
losaði okkur við hana og eftir það
réðum við ferðinni.“
Vissum að við gætum þetta
„Við vissum að við gætum þetta
og gerðum ráð fyrir liði sem væri svip-
að og þau bestu hér heima. Þeir léku
vel og þrátt fyrir mörkin brotnuðu
þeir ekki. En þijú mörk í síðari hálf-
leik er hreint ótrúlegt," sagði Anton
Björn Markússon.
Einn besti leikur okkar í sumar
„Þetta var einn besti leikur okkar
í sumar. Ég var að gæla við það fyrir
leikinn að við næðum að vinna en með
þriggja marka mun það hefði mig aldr-
ei getað dreymt um. Það var ekki er-
fitt að standa í markinu. Vörnin var
sterk fyrir framan mig og ég þurfti
aðeins tvívegis að taka á honum stóra
mínum. Ég var ákveðinn í að halda
hreinu og það tókst. Ég er bjartsýnn
fyrir síðari leikinn. Við ætlum okkur
að komast áfram,“ sagði Birkir Krist-
insson, markvörður Fram.
Spiluðum yfirvegað
„Við spiluðum yfírvegað og af þolin-
mæði. Við vissum að færin mundu
koma og það var bara að nýta þau.
Ég bjóst við þeim sterkari eftir að
hafa séð myndband með leik þeirra í
sænsku deildinni. Það er engin spurn-
ing við ætlum okkur í aðra umferð
við förum ekki að tapa niður þessu
forskoti sem við höfum náð,“ sagði
Jón Erling Ragnarsson.
kominn einn innfyrir og allt opið.
Það var mjög gaman að vinna
Svíana svona stórt því þeir voru
mjög sigurvissir fyrir leikinn," sagði
Pétur.
Framliðið átti einn besta leik
sumarsins og þegar sá gallinn er á
því getur það staðið í hvaða liði sem
er, og gott betur. Strákarnir létu
boltann ganga vel á milli manna,
léku yfirvegað og af miklum krafti
allan tímann. Vörnin var sterk og
miðjan einnig. Framlínan var bit-
laus í fyrri hálfleik en hún bætti
úr því í síðari hálfleik eins og svo
oft í sumar. Það má mikið útaf
bregða til að liðið nái ekki að kom-
ast í aðra umferð keppninnar. Allir
leikmenn Fram eiga hrós skilið fyr-
ir leikinn. Þó ber sérstaklega að
nefna frammistöðu Péturs
Ormslevs og Antons Markússonar,
sem voru yfirburðamenn á miðj-
unni. Þeir stjómuðu leik liðsins og
héldu boltanum vel.
Grenjandi Ijón
Mótspyma Framara fór mjög í
taugamar á Svíunum sem brutu oft
illa af sér. Þeir léku fast en léttleík-
inn hjá Fram bar þá ofurliði. Það
verður við ramman reip að draga í
síðari viðureigninni hjá Djurgárden
því Framarar em ákveðnir í að
koma sem grenjandi Ijón í „Dýra-
garðinn" og tryggja sér sæti í 2.
umferð keppninnar.
„Bjósl ekki við
þessum úrslvtum“
- sagði Lennart Wass, þjálfari Djurgárden
„ÉG bjóst ekki við þessum úrslitum fyrir teikinn. Ég kom hing-
að til að sjá Fram leika gegn Val, en nú léku þeir mun bet-
ur,“ sagði Lennart Wass, þjálfari Djurgárden.
Wass sagði að kraftmikill leikur Framara hafi komið sér á óvart.
„Við lékum einn okkar slakasta Ieik í Iangan tíma. Við náðum
aldrei að rífa okkur upp og ná að sýna þann kraft sem býr í iiðinu.
Dómarinn var á bandi heimamanna og lét Framara komast upp með
giúf brot.
Við erum ákveðnir í að selja okkur dýrt í síðari leiknum og það er
ekki óvinnandi vegiar að vinna upp þennan markamun þó það kunni
að reynast erfítt," sagði Wass. Hann sagði að Anton Bjöm Markússon
hafl verið besti leikmaður Fram.
IÞROTTIR EIIMIMIG A BLS. 35