Morgunblaðið - 20.09.1990, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 20.09.1990, Blaðsíða 44
44 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 20. SEPTEMBER 1990 © 1990 Universal Press Syndcate „ Ég -óctpaéL /ooþ&suncUurHJri'L. Htrert {/erÉar okJra.r naestcL s/cref T " þegar þú stokkar spil- Með morgunkaffinu Það sem ég segi þér nú er rétt frásögn, en nöfnum barþjóna og annarra eigin- manna er þó breytt. HÖGNI IIREKKVÍSI Bjórinn og borgarstj órinn Til Velvakanda. Þótt allt of margir virðast láta sig litlu varða aukinn ófarnað í áfengismálum þjóðarinnar, verður ekki hjá komist að mótmæla, þegar borgarstjórinn í Reykjavík leyfir sér að fara með blekkingar og ósann- indi um þróun áfengismála hér á landi eftir að bjórsalan var leyfð, eins og hann gerði í viðtali við DV. 13. ágúst sl. Þar segir borgarstjórinn, að sér „virðist sem bjórstaðir og bjór- drykkja hafi haft góð áhrif frekar en slæm“. Tilefni þessara ummæla hans er sú skoðun lögreglustjórans í Reykjavík í sama blaði, að þær staðreyndir, að „vínveitingastöðum í Reykjavík hefði á síðustu 10-15 árum Ijölgað úr 10 í 80 og áfengis- neysla á sama tíma aukist mikið, ætti hugsanlega einhvern þátt í auknu ofbeldi og óróa“. Þótt borgarstjórinn virðist oft vera ákaflega ánægður með flestar sínar gerðir og skoðanir er það ekkert annað en haldlaus óskhyggja hjá honum andstæð veruleikanum að halda því fram, að bjórdrykkjan hafi orðið til góðs. Eða telur hann og hans fylgilið í bjórmálinu að eft- irfarandi staðreyndir um eftirköstin af því að leyfa bjórinn séu til hags- bóta og blessunar fyrir þjóðina: Á fyrstu sex mánuðum þessa árs var áfengisneyslan hér á landi 22% meiri en á sama tímabili 1988, þeg- ar ekki var leyfð sala bjórsins. Veit ekki borgarstjórinn, að því meiri sem heildarneysla áfengis er í hveiju landi þeim mun ipeira tjón hlýst af henni. Telur hann það virki- lega vera til góðs? Niðurstöður nýjustu kannanna, sem kynntar voru nú nýlega á ráð- stefnu hér um áfengisstefnu og þjóðfélagsbreytingar sýna, að ungl- ingspiltar neyta nú 63% meira af áfengi en áður en bjórinn var lög- leiddur. Það er í samræmi við fyrri kannanir, sem sagt var frá í Mbl. 23. maí sl. Þá er það samdóma álit þeirra, sem reyna að hjálpa þeim, sem áfengið hefur yfirbugað, að síðan bjórinn var leyfður, hefur fórn- arlömbum áfengis fjölgað verulega og margir fyrrverandi drykkjumenn hrasað á ný. Telur borgarstjórinn það vera til góðs? Ennfremur hefur bjóinn reynst vera, eins og spáð var, viðbót við annað áfengi og meira drukkið af sterkari drykkjum en áður sbr. Mbl. 23. maí sl. Og svo heldur sjálfur borgarstjór- inn í Reykjavík því fram að bjór- drykkjan hafi haft „góð áhrif frekar en slæm“, svo að aftur sé vitnað til orða hans. Er borgarstjórinn virkilega svo blindur gagnvart bjórnum sínum, að hann vilji ekki eða treysti sér ekki til að horfast í augu við stað- reyndirnar um þann aukna áfengis- vanda, sem þegar hefur leitt af bjór- sölunni og hans skoðanabræður á Alþingi í bjórmálinu eiga stærsta sök á?._ Árni Gunnlaugsson, hrl. Vestfirðingar á morgni aldarinnar Kæri Velvakandi! Mig fýsir að kunna skil á þeim herramönnum, sem sjást á þessari mynd, sem tekin er í Bolungarvík eða Isafirði snemma á þessari öld, trúlega á fyrsta áratugnum eða snemma á öðrum áratugnum. Ég þekki aðeins einn mann- anna, Sigurð Bárðarson, sjómann úr Bolungarvík [Hóli], sem situr t.v. En hveijir eru hinir? Vill ekki einhver glöggur eldri Vestfirðing- ur, sem þekkir viðkomendur, fræða mig og Velvakanda Morg- unblaðsins um það? Með fyrirfram þakklæti! Vestfirðingur Víkverji skrifar Víkveija hefur borizt eftirfar- andi bréf frá Gunnari Sæ- mundssyni í Hrútatungu: xxx IMorgunblaðinu 7. sept. sl. skrifar „Víkveiji“ um landbúnaðarum- ræðu, bæði á síðustu dögum og einnig hér fyrr á árum. Eftir áð hafa lesið þennan pistil vil ég fá að leggja nokkur orð í belg, ekki síst þar sem ég kem þarna við sögu. „Víkveiji“ fjallar um landbún- aðarumræðuna og segir svo: „Nýj- asta upphlaupið sem Víkveiji dags- ins vill nefna er samþykkt stjórnar Búnaðarsambands Vestur-Húna- vatnssýslu um vítur á formann sauðfjárbænda. Tilefnið var frétta- viðtal hér í blaðinu við Jóhannes Kristjánsson, þar sem hann sagði frá erfiðri stöðu sauðfjárbænda í búvörusamningum miðað við núver- andi stöðu mála.“ Rétt er það að stjórn Búnaðar- sambands Vestur-Húnavatnssýslu átaldi formann sauðljárbænda fyrir ummæli sín í fjölmiðlum. Þar var m.a. átt við viðtal við Jóhannes í Morgunblaðinu fimmtudaginn 23. ág. sl. Þá var einnig viðtal við Jó- hannes í Ríkisútvarpinu um sama leytí. I þessum viðtölum lýsir Jó- hannes því að staða sauðfjárbænda sé orðin allt að því vonlaus og þeir verði að taka því sem að þeim hafi verið rétt. Og þá segir hann bænd- ur og sláturleyfishafa hafa verið rólega og sinnulausa gagnvart því sem er að gerast. I umræðum á aðalfundi Stéttar- sambands bænda á dögunum um þessi ummæli sagði Jóhannes að hann hefði nánast meint allt annað en birtist í Morgunblaðinu, og þá er eðlilegt að spurt sé: Af hveiju lét Jóhannes ekki blaðið birta leið- réttingu á ummælum sínum á jafn áberandi hátt og fréttin var birt. Nú hefur formaður Landssam- bands sauðfjárbænda verið þátttak- andi í þeim umræðum sem fram hafa farið um nýjan búvörusamning og við í stjórn Búnaðarsambands Vestur-Húnavatnssýslu töldum ámælisvert að hann skyldi viðhafa þessi ummæli á fyrstu stigum samninga. Hvernig halda menn að þeim hefði orðið við ef t.d. forustu- menn íslands í viðræðum um nýtt álver hefðu lýst því yfir nánast í byijun á viðræðum við erlenda að- ila að staða Islendinga væri von- laus. Við værum búnir að virkja Blöndu með ærnum kostnaði og við hefðum lítið sem ekkert að gera við raforkuna eins og sakir stæðu. Þá væri atvinnuleysi yfirvofandi og því yrðum við að taka því sem okkur væri boðið. Meira að segja forustumenn Arn- arflugs létu ekki svona ummæli falla í þrengingum sínum. Ég held að „Víkveiji" ætti að tala við sauð- Ijárbændur heima á búum sínum um þessi ummæli formanns Lands- sambands sauðfjárbænda, þá gæti verið að hann fengi aðra skoðun en kemur fram í áðurnefndri grein. Annars er alltaf heldur leiðinlegt að þurfa að skrifa greinar til ein- hvers sem maður veit ekki hver er. Ég held að Velvakandi í Morgun- blaðinu birti ekki greinar nema fullt nafn fylgi. Það væri meiri reisn yfir „Víkveija" að setja nafnið sitt undir greinina, en skrifa ekki skæt- ing undir dulnefni. Ég hafna því að staða sauðfjár- bænda sé vonlaus. Ég hef meiri trú á forustu Stéttarsambands bænda og stjórnvöldum en að þeir ákveði að leggja stór landsvæði í auðn með ófyrirsjáanlegum afleiðingum fýrir land og þjóð og ráðamenn gera sér vonandi grein fyrir því hvað mat- vælaframleiðsla byggð á innlendri fóðuröflun er mikilvæg fyrir sjálf- stæði okkar. Að lokum vil ég benda „Víkvetja“ á vegna upphafsorða hans í áður- nefndri grein að einmanaleiki og sambandsleysi einstaklinga er í mögum tilfellum mun meira í þétt- býli en úti í sveitum. Þar virðist fólk nánast ekki þekkja þá sem búa handan við þilið. Hvað varðar þröngan sjóndeildarhring held ég að „Víkverji" mætti líta sér nær.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.