Morgunblaðið - 20.09.1990, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 20.09.1990, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 20. SEPTEMBER 1990 41 Gloría Estefan knúsar hvolpa sína tvo. SLYSFARIR Kraftaverkakonan Gloria Estefan Meðal poppara vestan hafs er mikið talað um kraftaverk- ið og Gloriu Estefan, sem hrygg- brotnaði í alvarlegu umferðar- slysi í sumar. Fyrstu viðbrögð lækna eftir að Íiafa kannað meiðsli Gloriu voru á þá lund að trúlegast myndi stúlkan alltaf vera í hjólastól. Gloria, sem nýtur feiknahylli í Bandaríkjunum, var hins vegar ekki á því að bugast og ásetti sér að komast á fætur og að minnsta kosti geta staulast áfram við staf. Með fádæma elju stefnir ekki aðeins í að hún geti sungið á sviði á ný, heldur dans- að um það þvert og endilangt eins og hennar var vani á hljóm- leikum. Hún er staðin upp úr hjólastólnum. Bati hennar hefur verið slíkur að læknar og sjúkra- þjalfarar eiga ekki orð til að lýsa undrun sinni og hrifningu. Gloria verður styrkari með hverjum deginum og stefnir að því að byija aftur að koma fram eftir áramótin. Það myndi margur listamaður- inn glejrmast í margra mánaða fjarveru. Gloria þarf ekki að ótt- ast það. Aðdáendur hennar skipta milljónum og allir fylgjast með baráttu hennar við mótlætið. Bréfum og heillaóskum rignir yfir hana og ef nokkuð er hefur hún aldrei verið vinsælli. Þá hef- ur hléið orðið til þess að tími hefur unnist til að semja mikið af nýju tónlistarefni. Er beðið í eftirvæntingu eftir tilkynning- unni um hvenær og hvar Gloria Estefan muni syngja í fyrsta sinn eftir óhappið. OFSOKNIR Deilur geta komið sér vel Leikkonan Sharon Gless, sem lék annað aðalhlutverkanna í lög- reglutvíeykisþáttunum „Cagney and Lacey“ hefur ekki átt sjö dag- ana sæla síðustu tvö árin. Óður aðdáandi ritaði henni bréf daglega, og hringdi að minnsta kosti annað hvern dag. Um þverbak keyrði fyr- ir skömmu, er aðdáandinn, ung kona, braust inn til ungfrú Gless, grá fyrir járnum og settist að í húsi hennar. Ætlaði konan greini- lega að beita leikkonuna ofbeldi. Gless var ekki heima og fór viðvör- unarkerfið í gang. Hafði lögreglan handtekið hinn óboðna gest, þegar húseigandinn rann í hlað. Ef tilviljanir hefu ekki ráðið kynnu dagar Gless að vera taldir. Gless var úti að borða með unnusta sínum, þeim varð sundurorða með þeim afleiðingum að Gless' rauk á dyr og ók heim á leið. Hún átti aðeins um 500 metra ófarna til síns heima og í byssuhlaupið hjá „aðdá- andanum" er hún sneri við og fór til baka til þess að biðja unnustann afsökunar á gífuryrðunum. Hinn ofbeldisfulli aðdáandi heitir Joni Penn og er 30 ára. Var hún dæmd í 6 ára fangelsi fyrir innbrot og ólöglegan vopnaburð. Sharon Gless JAZZHLJOMSVEIT KONRÁÐS BE Ef þú hefur ekki verið í leikfimi í 100 ár - en ert á besta aldri þá er leikfimistími fyrir þig kl. 10.15 á þriðjudögum og fimmtudögum. Einnig eru fáein laus pláss í erfiðari leikfimi mánu- daga og miðvikudaga kl. 9 og 17.10 og þriðjudaga og fimmtudaga kl. 10.15 og 2.30. Aðeins 19 konur í Heitur pottur - hugguleg kaffistofa og mjög árangursríkar gólfæfingar. Kennari: Hanna Ólafs- dóttir Forrest 9 l li 9 C^IF / , ■ IVIatreióslumennirnir David Wallach gestur frá U.S.A. og Guómundur Pórsson CALIFORNIA MATUR EINS OC HANN GERIST BESTUR lYIatrcióslumaóurinn David Wallach heimsækir Hard Rock Cafe frá 20. til 30. sept. frá kl. 18 öll kvöld Á boóstólum veróur amerískur matur meó frönsku, ítölsku og austurlensku ívafi SÚPA ROAST GARLIC AND SWEET SMOKED ONION SOUP WITH FRESH BASIL OIL (RISTAÐUR HVÍTLAUKUR í SÆTREYKTRILAUKSÚPU) KR.295,- FORRÉTTIR GRILLED CHICKEN SAUSAGE WITH WARM LENTIL SALAD (GRILLAÐIR KJÚKLINGABITAR MEÐ VOLGU LINSUBAUNASALATI) KR.695,- SPICY THAILOBSTER TAILS WITH LEMON CUCUMBER SALAD (VEL KRYDDAÐIR HUMARH ALAR AÐ HÆTTITÆLANDS MEÐ SÍTRÓNU-GÚRKUSALATI KR.995,- ADALRÉTTIR PEPPER ROASTED LOIN OF LAMB, CRISPY RISOTTO CAKES (PIPARRISTAÐ LAMBAFILE MEÐ STÖKKRIÍTALSKRIHRÍSGRJÓN AKÖKU) KR. 1.490. EXOTIC WILD MUSHROOM PASTA WITH DUCK CONFIT AND FRESH SAGE (VILLISVEPPA PASTA MEÐ ANDARKJÖTSMAUKI) KR. 795.- SAMLOKA ROAST PORK LOIN SANDWICH WITH TOASTED ONION MARMALADE (GLÓÐUÐ GRÍSAHRYGGSAMLOKA MEÐ RISTUÐU LAUKMARMELAÐI) KR. 795.- GRILLED SALMON WITH WARM TOMATO GRILLED VINAIGRETTE (GRILLAÐUR LAX MEÐ RISTUÐUM TÓMÖTUM OG VINAIGRETTE SÓSU) KR.995.- DESERTAR JACK DANIELS CREME CARAMEL (JACK DANIEL KARAMELLUBÚÐINGUR) KR.425.- CARAMELIZED WALNUTICECREAM WITH CHOCOLATE CARAMELSAUCE (VALHNETU ÍS MEÐ SÚKKULAÐIKARAMELLUSÓSU) KR.490.- Þessi matur svíkur engan KOMIÐ - SJÁIÐ - SMAKKIÐ Elskum alla - þjónum öllum Velkomin á Hard Rock Cafe, sími 689888

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.