Morgunblaðið - 12.10.1990, Page 2
2
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 12. OKTÓBER 1990
Tilboð í hlutabréf Hrað-
frystihúss Olafsfjarðar
um 50% undir nafnverði
HLUTAFJÁRSJÓÐUR Byggðastofnunar auglýsti nýlega til sölu gegn
staðgreiðslu hlutabréf sjóðsins í Hraðfrystihúsi Ólafsfjarðar hf. Hluta-
bréfin eru að nafnverði 96 milljónir kr. sem er um 49% af hejldarhlut-
afé í fyrirtækinu. Tvö tilboð bárust í hlutabréfin, bæði frá Ólafsfirði,
og voru þau um 50% af nafnverði bréfanna. Þetta er í fyrsta sinn sem
hlutabréf Hlutafjársjóðs eru auglýst til sölu.
Hærra tilboðið barst sameiginlega Ólafsfírði að upphæð 48 milljónir kr.
frá Stíganda hf. og Sædísi hf. á Ói-
afsfirði að upphæð 48,5 milljónir kr.
Lægra tilboðið var frá Sæbergi hf.
Seyðisfjörður:
Síld fryst hjá
Dvergasteini
FISKVINNSLA hófst hjá nýju fyr-
irtæki, Dvergasteini hf., á Seyðis-
firði á miðvikudag en þá voru
fryst þar tæp 13 tonn af stórri og
fallegri síld, sem Skógey SF veiddi
í Mjóafirði aðfaranótt miðviku-
dags.
Síldin var fryst á Japansmarkað
en 93% af henni voru yfir 300
grömm, að sögn Þórarins Asmunds-
sonar verkstjóra hjá Dvergasteini.
„Við munum ejnbeita okkur að
síldarvinnslunni fram að áramótum,"
segir Svanbjöm Stefánsson fram-
kvæmdastjóri Dvergasteins. Svan-
bjöm segir að 50-60 manns muni
vinna hjá fyrirtækinu á síldarver-
tíðinni og því sé nú ekkert atvinnu-
leysi á Seyðisfírði. Hann upplýsir að
Dvergasteinn muni frysta sfld í Norð-
ursfld og Fiskvinnslunni, svo og verði
söltuð sfld í Norðursfld.
Tilboðsfrestur er útrunninn og stjóm
Hlutafjársjóðs tekur ákvörðun um
hvort hlutabréfín verða seld innan
hálfs mánaðar. „Við höfðum
ástæðu til að ætla að áhugi væri
fyrir þessum bréfum og af þeirri
ástæðu auglýstum við eftir tilboðum
í bréfin," sagði Guðmundur Malmqu-
ist, einn þriggja stjómarmanna í
Hlutafjársjóði, en auk hans eiga
sæti í sjóðnum Helgi Bergs formaður
sjóðsins og Helgi Þórðarson. Hann
sagði að lysthafendum bréfanna
hefði verið tilkynnt að tilboð þeirra
væru til athugunar hjá Hlutafjár-
sjóði.
Guðmundur sagði að óneitanlega
væru tilboðin sem borist hefðu í
hlutabréfin nokkuð lág, eða aðeins
helmingur af nafnverði þeirra, en
hafa bæri í huga að hér væri um
staðgreiðslu að ræða.
Hann sagði að þetta væri í fyrsta
sinn sem hlutabréf sjóðsins væru
þannig auglýst en hins vegar hefði
sjóðnum borist tilboð í hlutabréf hans
í fyrirtækinu Alpan síðasta vor. Því
tilboði var þó ekki tekið. Aðspurður
um hvort framhald yrði af slíkum
sölum á vegum sjóðsins sagði Guð-
mundur að samkvæmt lögum væri
sjóðnum alls ekki uppálagt að eiga
slík bréf til eilífðar.
ísafjarðardjúp:
Leggjatil 100% aukn-
ingu á rækjukvóta
ísafirði
„VIÐ leggjum til að heimilaðar
verði veiðar á 3.000 lestum af
rækju á komandi vetrarvertíð úr
ísafjarðardjúpi," sagði Guðmund-
ur Skúli Bragason forstöðumaður
Hafrannsóknastofnunar á ísafirði
við Morgunblaðið í gærkvöldi.
Hann fór til Reykjavíkur í gær-
morgun til fundar við Takk-nefndina
hjá Hafrannsóknastofnun með niður-
stöður úr haustleiðangri hafrann-
sóknaskipsins Drafnar á rækjumið-
unum á Vestfjörðum. Eftir daglang-
an fund nefndarinnar sem lýtur for-
sæti Sigfúsar Schopka fískifræðings
var ákveðið að leggja til við sjávarút-
vegsráðherra að leyfðar yrðu veiðar
á 3.000 lestum af rækju úr Djúpinu.
Meðalafli síðustu ára hefur verið
um 1.500 tonn svo hér er um tvöföld-
un afla að ræða. Mesti afli sem til
þessa hefur fengist var á vertíðinni
1981-1982 en þá voru veiddar 3.100
lestir í andstöðu við tillögur físki-
fræðinga. Næstu vertíð féH aflinn í
1.000 tonn.
Ef sjávarútvegsráðherra fellst á
tillögur fiskifræðinga sem svo óvænt
eru um 100% yfír meðalafla síðustu
ára er reiknað með að veiðar hefjist
á þriðjudag í næstu viku. Talið er
að vikuskammtur báta verði aukinn
úr 6 í 8 lestir og má vænta þess að
öflugri bátamir nái þeim afia á einum
til tveim dögum.
- Úlfar
Morgunblaðið/Jón Sigurðsson
Hin veturgamla ær Fjalladrottning með syni sínum og Skollatungu Móra. I kindurnar heldur Sverr-
ir bóndi Haraldsson á Æsustöðum
Blönduós:
Síðasti afkomandi Skolla-
tungn-Móra kominn fram
Veturgömul ær skilar sér með lambi eftir 15 mánaða útigöngu
Blönduósi.
SEIGLA og þolgæði íslensku
sauðkindarinnar verður ekki
dregið í efa og eru af því marg-
ar sögur. Nýjasta dæmið sem
undirstrikar þennan afkomu-
vilja sauðkindarinnar er það að
á hreppaskilum í Langadal í
A-Hún. ekki alls fyrir löngu kom
fram veturgömul kind í eigu
Sverris Haraldssonar á Æsu-
stöðum með rígvænan lambhrút
sér við hlið og hafði hún gengið
úti allan síðastliðinn vetur sem
er einhver snjóþyngsti í manna
minnum. Þykir með ólikindum
hvernig þetta lamb framfleytti
lífi sínu siðastliðinn vetur auk
þess að skila vænum lambhrút.
Þijár aðrar gimbrar frá Bólstað-
arhlíð gengu einnig úti á svipuð-
um slóðum en þær voru allar
geldar i vor.
Þessi veturgamla kind mun að
sögn kunnugra manna í Langadal
og Blöndudal hafa fengið við hrút
einum sem gekk laus í Langadals-
fjalli sl. vetur. Hrútur þessi mun
hafa gengið undir nafninu Skolla-
tungu-Móri þó svo hann hafi verið
svarflekkóttur. Skollatungu-Móri
kom víða við á leið sinni suður
Langadalsfjall og er vitað með
vissu um þijátíu og einn afkom-
anda hans.
Að sögn heimildarmanna mun
Skollatungu-Móri ekki hafa þolað
þessa frygðarferð um húnvetnsk
fjöll og hafí hann drepist fljótlega
eftir að hann var handsamaður og
skilað til síns heima í Tungu (áður
Skollatunga) í Gönguskörðum.
Bróðir þessa hrúts gekk einnig laus
á sömu slóðum en mun hafa haldið
sig meira norðan til í fjallinu og
um áhrif hans á fjárstofn austur-
húnvetnskra bænda er ekki eins
mikið vitað. Þó segja heimildir að
litlu hefði mátt muna að hrúturinn
hefði haft áhrif á hveijir veldust í
sveitarstjórn í Engihlíðarhrepp sl.
vor. Jón Sig.
Fjárlagafrumvarp fyrir árið 1991:
Framlög til Byggingarsjóðs
ríkisins skorin alveg niður
Fjárhagsstaða ýmissa sjóða fær ekki staðist til lengdar, segir fjármálaráðherra
FRAMLÖG ríkisins til Bygging-
arsjóðs ríkisins, sem annast al-
menn útlán til íbúðakaupa, hafa
verið skorin niður í ekki neitt í
frumvarpi til fjárlaga næsta árs.
Ólafur Ragnar Grímsson fjár-
málaráðherra segir sjóðinn vera
dæmi um fleiri, sem þannig sé
fyrir komið, að fjárhagsleg staða
þeirra geti ekki gengið til lengd-
Þrotabú Stálvíkur:
Finnskt-norskt fyrirtæki
sýnir áhuga á eigninni
VERKTAKAFYRIRTÆKI í eigu finnskra og norskra aðila hefur í at-
hugun að leigja eða kaupa húseignir þrotabús Stálvlkur hf. í Garðabæ.
Fyrirtækið beinir sjónum að verkefni í málmsmíði við væntanlega bygg-
ingu álvers í Keilisnesi og eru nokkrar líkur á því að það kaupi eða
leigi Stálvíkurhúsin ef þeir hljóta verkefni við byggingu álversins.
Fyrirtækið hefur verið í viðræðum við íslenska aðila um samstarf að
væntanlegu verkefni.
Hús Stálvíkur, sem eru þrjú að
tölu, eru alls um 4.000 fermetrar.
Skemman er þeirra stærst, en þar
er einnig skrifstofuhús og birgðahús.
Benedikt Sveinsson, bæjarfulltrúi í
Garðabæ, sem hefur verið í tengslum
við fyrirtækið, sagði að Garðabær
hefði að sjálfsögðu áhuga á því að
koma starfsemi í gang að ný og
þessi mannvirki verði nýtt á þann
hátt að af þeim skapist atvinna.
Benedikt sagði að rriálið væri
skammt á veg komið og of snemmt
að spá í framhald þessa máls. „Mál-
ið er á algjöru frumstigi og ef fyrir-
tækið fær ekki verkið verður ekki
neitt úr neinu,“ sagði hann.
Þrotabúíð hefur verið auglýst til
sölu og þrotabússtjórinn, Ingimundur
Einarsson, sagði að fulltrúar fyrir-
tækisins hefðu komið hingað til
lands, skoðað eignina og óskað eftir
frekari upplýsingum, það væri allt
og sumt. Af hans hálfu væru engar
þreyfingar í gangi. Hann kvaðst ekki
getað tjáð sig um verð eignarinnar
en til að fá fullt verð þyrfti söluverð-
ið að vera jafn hátt og áhvflandi
kröfur eru, eða yfír 300 milljónir kr.
ar. Hann nefnir einnig Lánasjóð
íslenskra námsmanna í sama
samhengi.
Byggingarsjóður ríkisins fékk á
fjárlögum þessa árs 150 milljónir,
sem síðan voru skornar niður í 50
milljónir. í fyrra átti hann að fá
1.050 milljónir, en þær voru skorn-
ar niður-í 550. Til Byggingarsjóðs
verkamanna eru ætlaðar 700 millj-
ónir króna, en hann fær 490 milljón-.
ir á þessu ári. LÍN fær samkvæmt
frumvarpinu á næsta ári 1.930
milljónir samanborið við 2.171 millj-
ón á þessu ári. LÍN er ætlað að ná
saman endum með lántökum, alls
3 milljörðum króna.
Ólafur segir að á undanförnum
10-15 árum hafi verið safnað upp
töluverðum óleystum vanda í þjóð-
félaginu, sem birtist fyrst og fremst
í því, að fjárhagsleg staða ýmissa
sjóða geti ekki staðist til lengdar.
Hann nefnir Byggingarsjóð ríkisins
og Byggingarsjóð verkamanna. „Ég
er þeirrar skoðunar að vandamál
þeirra verði ekki leyst með því að
ausa milljörðum af skattpeningum
almennings inn í þessa sjóði. Þau
verða ekki leyst nema með kerfís-
breytingum sem snúa að húsnæðis-
kerfinu sjálfu með breytingu á
vaxtagjöldum og öðrum slíkum
grundvallarþáttum í rekstri og
stöðu sjóðanna sjálfra. Það væri
flótti frá vandamálinu að ætla sér
að leysa það með því að dæla mill-
jörðum af skattpeningum almenn-
ings inn í þess sjóði.“
Hann nefndi einnig Lánasjóð
íslenskra námsmanna í sama sam-
hengi, Atvinnuleysistryggingasjóð,
Lífeyrissjóð starfsmanna ríkisins og
ennfremur verulega fjármuni í út-
flutningsbætur landbúnaðarafurða
og margvíslega þætti í útgjalda-
kerfí ríkisstofnana.
2,2% verðbólga
VÍSITALA framfærslukostnaðar
hefur síðastliðna tólf mánuði
hækkað um 10,1%. Undanfarna
þrjá mánuði hefur hún hækkað
um 0,6% og jafngildir sú hækkun
2,2% verðbólgu á heilu ári.
Vísitalan í október reyndist vera
147,2 stig eða 0,3% hærri en í sept-
ember. Verðhækkun ýmissa vöru-
og þjónustuliða olli þessari hækkun.
Þar- af stafaðj 0,2% af verðhækkkun
á fatnaði en á móti vóg lækkun fjár-
magsnkostnaðar um 0,1%,
frétt frá Hagstofu íslands.’
segir