Morgunblaðið - 12.10.1990, Blaðsíða 10
10
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 12. OKTÓBER 1990
ar persónur sem verða á vegi
Kela s.s. lögregluþjón, strák með
bolta og gamlan mann. Hann virk-
aði svolítið stífur og þá helst þeg-
ar hann var í hlutverki lögreglu-
þjónsins en það helgast nú
kannski líka af því að texti hans
var eðlilega mun formlegri en
hinna.
Skærir litir og léttir hreyfanleg-
ir hlutir einkenna leikmyndina
enda verður að vera hægt að koma
henni fyrir í hinum ýmsu leikfimi-
sölum. Litagleði einkennir einnig
búningana og því verður strax
hressilegur blær yfir sýningunni.
Hann undirstrika svo lögin enn
frekar, þau eru ijörug og með
grípandi viðlögum. Því finnst mér
það galli að krökkunum skuli ekki
vera afhentir söngtextarnir fyrr
en eftir á, ég er viss um að þau
hefðu gaman að fá þá fyrr þannig
að þau gætu tekið undir með þeim
Völu og Kela.
Hvað um það börnin á frumsýn-
ingunni virtust skemmta sér vel
og tóku vel við sér þegar þau
voru spurð álits á umferðarregl-
unum. En þessi sýning er ekki
bara fræðsla um það hvenær
óhætt er að fara yfir götu, hún
er líka góð kynning á leikhúsi.
Því þetta er alvöru leikhús og það
eru ekki öll börn sem hafa tök á
því að komast í leikhús, fýrir svo
utan það að víða er ekki mikið
framboð á leikhúsefni fyrir börn.
Mér finnst þessi sameining skóla
og skemmtunar á Keli þó! hafa
tekist vel í alla staði og höfund-
arnir hafa gætt sín á því að láta
leikhúsið njóta sín og kynna þann-
ig fyrir yngstu kynslóðinni töfr-
ana sem það býr yfir.
„Uti á götu aldrei má leika sér“
Leiklist
Guðrún Þóra Gunnarsdóttir
Keli þó!
Höfundar: Iðunn og Kristín
Steinsdætur.
Leikstjóri: Sigi'ún Valbergs-
dóttir
Leikmynd og búningar: Gerla.
Tónlist: Ólafur Haukur Símon-
arson.
Útsetning og hljóðfæraleikur:
Gunnar Þórðarson.
Nú þegar dagarnir styttast og
skammdegismyrkrið leggst yfir
land og þjóð er oft hættulegt fyr-
ir litlar mannverur að fara í
skólann. Það er margt að varast
í glímunni við umferðarorminn og
betra að vera vel að sér í reglun-
um um rauðan kall og grænan.
Leiksýningin Keli þó! er sam-
starfsverkefni Alþýðuleikhússins,
Umferðarráðs og menntamála-
ráðuneytis og ætluð til þess að
sýna börnum á aldrinum 6-9 ára
hvað helst ber að varast í umferð-
inni. Leikritið verður sýnt í grunn-
skólum landsins á skólatíma öllum
krökkum að kostnaðarlausu.
Keli, strákurinn sem leikritið
segir frá, er hress og skemmtileg-
ur strákur og honum dettur margt
sniðugt í hug. Hann er nýfluttur
til Reykjavíkur að vestan og það
er ýmislegt sem kemur honum
spánskt fyrir sjónir einkum þó í
umferðinni. En hann er ekki af
Baltasar Kormákur leikur titil-
hlutverkið á líflegan og skemmti-
legan hátt. Hann er mjög liðugur
og átti auðvelt með að sýna ýms-
ar fimleikakúnstir á sviðinu við
góðar undirtektir yngstu áhorf-
endanna. Völu, vinkonu Kela,
leikur Steinunn Ólína Þorsteins-
dóttir og nær hún góðum tökum
á hlutverkinu. Samleikur hennar
og Baltasar er fínn, þau leika létt,
svona eins og af fíngrum fram,
og án allra öfga þó tilþrifin vanti
ekki. Steinunn leikur líka móður
Kela og gamla konu sem vill ekki
fara yfir götu og kemst einnig
vel frá þeim hlutverkum. Gunnar
Rafn Guðmundsson leikur nokkr-
Löggan komin til aðstoðar.
baki dottinn og ákveður að gerast
lögregluþjónn og aðstoða fólk í
umferðinni. A leið sinni niður í
bæ hittir hann Völu sem ratar
ekki lengur heim til sín og Keli
tekur hana auðvitað upp á sína
arma. Þeirra ferð endar svo á því
að vinsamlegur lögregluþjónn
keyrir þau bæði til síns heima.
Tvö rit frá Svíþjóð
Bókmenntir
Erlendur Jónsson
Gardar heitir árbók Sænsk-
íslenska félagsins í Lundi og Málm-
ey. Hún er nú komin út í 20. sinn.
Að umfangi er ritið ekki stórt, fjór-
ar arkir. Oft hefur þó birst í því
markvert efni, bæði skáldskapar og
fræðakyns, meira þó hið síðar-
nefnda. Svo er enn. Að þessu sinni
hefst Gardar á ferðasögu. Birgitta
og Eric Lilius segja frá Islandsferð.
Erindi þeirra var meðal annars að
líta á gömlu torfbæina og komast
að raun um hvort hér fyrirfyndust
leifar einhvers sem kalla mætti sam-
norrænt á því sviðinu, einhvers sem
ætti þá hliðstæður í heimalandi höf-
unda. Leiðin lá að Keldum, í
Glaumbæ og víðar, og birtar eru
skýringarmyndir og teikningar til
að ófróður megi betur átta sig á
því sem um er verið að ræða. At-
hyglisverður er þáttur þessi en
líklega fróðlegri fyrir Svía en íslend-
inga.
Næstur á blaði er Gösta Holm,
málfræðingur á efra aldri, virðing-
armaður í landi sínu, má ég segja.
Slíkur lærdómsmaður er að sjálf-
sögðu læs á »norrænu«. Hér fer
hann ofan í tiltekið sænskt örnefni
og leitar skýringa í íslenskum fom-
bókmenntum; ekki í fyrsta sinn sem
skandínavískir norrænufræðingar
róa á þau miðin. Vel er það rök-
stutt sem vænta mátti.
FRÆÐSLUMIÐSTÖÐ Rauða
kross íslands heldur námskeið
um starfslok að Hótel Lind, Rauð-
arárstíg 18, laugardaginn 13.
október. Námskeiðið er opið, en
fólk um og yfir sextugt sem býr
sig undir að ljúka starfsævinni
er sérstaklega boðið velkomið.
Á námskeiðinu verður víða komið
við, meðal annars fjallað um íbúða-
mál, trygginga- og lífeyrismál, þjón-
ustu við aldraða, ábyrgð á eigin
heilsu og íþróttir. Greint verður frá
Þriðja ritgerðin ber svo yfirskrift-
ina Keypt við margan, höfundur
Evert Salberger. Hann upplýsir að
sér hafi forðum-verið kennt að orð-
ið við væri þama forsetning og setn-
ingin merkti þannig verslað við
marga. Síðar hafí hann svo komist
að raun um að við mundi vera nafn-
orð og sé þá átt við timbur til húsa-
gerðar; við margan merki því mikið
timbur. Vafalaust er það líka sanni
nær.
Að lokum rekur svo ritstjórinn,
Lars Svensson, sögu félagsins og
minnir á að ritið heiti eftir Garðari
Svavarssyni. Þó Gardar sé ekki fyr-
irferðarmikill er efni hans gegnum
tíðina orðið bæði fjölbreytt og fróð-
legt. Alhliða nafnaskrár, sem taka
til ritsins frá upphafi, auðvelda leit
ef einhver hyggst kynna sér hvemig
sænskir fræðimenn fjalla um tiltek-
in íslensk efni.
íslandspóstur (11. árg.) heitir
svo rit sem íslendingar búsettir í
Svíþjóð gefa út. Að útliti, og sum-
part líka að efni, minnir íslandspóst-
ur á galsafengið skólablað. Þarna
eru vísur ortar í hálfkæringi og
smápistlar settir saman of et sama
far. Að öðru leytinu er þessi íslands-
póstur virðulegt þjóðræknisrit með
forsetaávarpi og sendiherraspjalli.
Ungir höfundar, sem dveljast í
Svíþjóð um þessar mundir, setja
svip á ritið: Anton Helgi Jónsson,
Hafliði Vilhelmsson, Jóhann árelíuz,
Steinunn Jóhannesdóttir og fleiri.
Minnisverðast er það sem Steinunn
námskeiðum fyrir eftirlaunaþega í
bandarískum háskólum og kvöld-
námskeiðum við Háskóla Islands.
Fjallað verður um fjármál við starfs-
lok og félagsstarf.
Þess má geta að um tuttugu elli-
lífeyrisþegar frá Austfjörðum
þ.e.a.s. Eskifírði, Neskaupstað og
Reyðarfirði eru væntanlegir á nám-
skeiðið sem hefst kl. 10.00 og lýkur
kl. 16.00. Þátttökugjald er kr.
1.200.
(Fréttatilkynning)
Lars Svensson
hefur að segja. í kynningu eru talin
upp afrek hennar í ritlistinni en hún
er sem kunnugt er höfundur nokk-
urra bóka og leikrita sem almenn-
ingur hefur fengið að sjá og heyra.
Allt má það vera gott og blessað.
En snjöllust er Steinunn sennilega
sem dálkahöfundur. Pakkað í gám-
inn er notaleg hugleiðing um ekki
neitt. Áhugavert er líka viðtal
Kristínar Bjarnadóttur við Brittu
Gíslason sem hér var búsett á sjötta
áratugnum, gift Magnúsi Gíslasyni,
skólastjóra í Skógum og síðar nám-
stjóra í Reykjavík. Magnús starfaði
síðustu árin í Svíþjóð en er nú látinn
fyrir nokkrum árum. Britta horfír á
lífíð út frá sjónarhóli efri áranna,
rifjar upp minningar frá æskuárun-
um í Svíþjóð, minnist íslandsáranna
með hlýjum hug og getur þess sem
níu barna móðir að slík fjölskyldu-
stærð sé nú orðin fágæt í Svíþjóð
»nema hjá einstaka prestshjónum«.
Hreinskilni Brittu og hógværð má
vel vera fyrirmynd þeim sem svara
þurfa spumingum blaðamanns.
Lífsviðhorf hennar eru jákvæð en
jafnframt raunsæ.
Margar spurningar leita á hugann
við lestur þessara rita, einkum hins
síðamefnda. Hvað eiga Svíar og
íslendingar sameiginlegt nú á dög-
um? Hvers vegna sækja íslendingar
til Svíðþjóðar þessi árin fremur en
til annarra Norðurlanda? Hvað er
það / raun og veru sem togar land-
ann austur þangað? Er nú svo kom-
ið að Svíar séu okkur nákomnastir
frændþjóðanna? Svörin við þessum
spurningum liggja ekki á lausu. Að
minnsta kosti er þau hvergi að fínna
í þessum íslandspósti.
Rauði kross íslands:
Námskeið um starfslok
Björn Birnir í Listhúsi
________Myndlist_______________
Eiríkur Þorláksson
Nú stendur yfír í Listhúsi Vestur-
götu 17 sýning á málverkum eftir
Björn Bimir listmálara og yfírkenn-
ara við Myndlista- og handíðaskól-
ann. Hvort sem því ræður tilviljun
eður ei, eru verkin á veggjunum
17 talsins, og ganga öll undir heit-
inu „Myndir af sandinum". Lista-
maðurinn vinnur með mismunandi
efni í þessum myndum, því fímm
þeirra eru gerðar með olíulitum á
pappír, en hinar með akrýllitum á
striga; allar em þær frá síðustu
þremur árum.
Björn Birnir stundaði sitt listnám
á þeim tíma þegar abstrakt mál-
verkið var að ryðja sér til rúms, og
mótaði um leið listrænan þroska
heillar kynslóðar. Sumir leituðu
síðan annað að sínum viðfangsefn-
um, en aðrir fundu í þessum stíl
þau vinnubrögð, sem þeir hafa þró-
að áfram og þroskað með sér alla
tíð. Bjöm er óumdeilanlega einn
þeirra síðamefndu.
Bjöm hefur mest starfað sem
myndlistarkennari í gegnum tíðina,
og ekki stundað sýningahald að
sama marki og margir af sömu
kynslóð. Engu að síður hefur hann
sýnt víða í gegnum tíðina, bæði hér
á landi og erlendis. Hann tók sig
síðan til, kominn á fimmtugsaldur-
inn, og hélt til framhaldsnáms í
Bandaríkjunum. Þar dvaldi hann
loks sem gestalistamaður við gamla
skólann sinn, Indiana State Uni-
versity, síðastliðið skólaár. Verkin
á sýningunni í Listhúsinu munu að
mestu afrakstur þeirrar dvalar.
Það sem áhorfandinn tekur fljótt
eftir við skoðun hinna stóru mynda
er mismunandi eðli efnanna sem
listamaðurinn notar. Á meðan olíu-
myndirnar eru málaðar dökkum,
þungum litum sem gefa mikla fyll-
ingu, eru akrýllitimir þynnri, og þar
með léttari, jafnvel gegnsæir. í
hverju verki eru fá form, þannig
að það eru fyrst og fremst litbrigð-
in sem bregða á leik í fletinum.'
Græn litabrigði eru áberandi í
mörgum verkannaj oft í jafnvægis-
leik við gula liti. I nokkrum verk-
anna eru þessir litir djúpir og kald-
ir, en í öðrum eru þeir skærir og
leikandi. Ef litið er tii þess að sam-
Björn Birnir: Mynd af sandinum.
1990
an heita verkin „Myndir af sandin-
um“, mætti vel hugsa sér að þarna
á veggjunum geti að líta veðra-
brigði náttúmnnar og hvernig þau
koma fram á söndunum sem blasa
við víða um landið. Þannig má lesa
myndir af þungri rigningu, léttri
þoku, brennandi litum sólarlagsins
og nístandi fjúki kalds vetrar yfir
sandana. Þannig kemur náttúran
sífellt í ljós sem sá bakhjarl sem
jafnvel hin óhlutbundna list leitar
stöðugt til í viðfangsefnum sínum.
I heildina er frekar þungt yfír
myndum Bjöms á veggjunum í List-
húsinu; birtan yfír fáeinum þeirra
undirstrikar þann heildarsvip enn
betur. Það er oft sagt að Island
sæki frekar á menn þegar þeir
dveljast erlendis, og einhvern veg-
inn eiga þessi verk betur við tilver-
una hér á Iandi en í grösugum,
björtum landbúnaðarhéruðum
miðríkja Bandaríkjanna. Þannig er
þessi heildarsvipur ósköp eðlilegur
fyrir myndefnið, því íslensk náttúra
og íslenskir sandar eru oftar dimm-
ir, dijúpandi og dularfullir en þeir
eru bjartir, titrandi og fagrir. Þann-
ig minna verk Björns Birnirs hér
áhorfendur á að landið á sér sann-
ari svip en þann glaðlega svip sól-
skins og hægra vinda, sem menn
vilja oft kynna eyjuna okkar með
erlendis.
Sýningin í Listhúsi Vestugötu 17
stendur til sunnudagsins 14. októ-
ber.
Þú svalar lestrarþörf dagsins
ásíöum Moggans!_____________<