Morgunblaðið - 12.10.1990, Qupperneq 12
12
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 12. OKTÓBER 1990
Sögiikennslu skamm-
degið í nýju ljósi
Um doktorsritgerð Þorsteins Gunnarssonar
eftir Stefán
Baldursson
i
Sjö árum eftir svonefnt „sögu-
kennsluskammdegi," sem markaði
upphafið að endalokum umfangs-
mestu námsefnisvinnu í íslenskri
skólasögu, er komin fram fræðileg
ritgerð um samfélagsfræðina og þá
deilu sem fram fór á síðum dag-
blaða og í sölum Alþingis veturinn
1983-84. í desember sl. varði Þor-
steinn Gunnarsson doktorsritgerð-
ina Controlling Curriculum Know-
ledge: A Documentary Study of the
Icelandic Social Science Curriculum
Project (SSCP) 1974-1984 við
Ohio-háskóla í Bandaríkjunum.
Verkið var unnið undir leiðsögn dr.
George Wood.
Ritgerðin er 319 blaðsíður fyrir
utan heimildaskrá og viðauka. Hún
skiptist í sjö kafla. I fyrsta kaflan-
um er gerð grein fyrir viðfangsefn-
inu, rannsóknaraðferðum og helstu
hugtök skýrð. Kafli tvö er stutt
yfirlit yfir íslenska - menningu,
stjórnmál og skólasögu. í þriðja
kafla lýsir Þorsteinn forsögu samfé-
lagsfræðiverkefnisins og í þeim
fjórða er lýsing á sögu og gerð
námsefnisins og greining á þeim
kennslubókum sem gefnar höfðu
verið út þegar verkefninu lauk árið
1984. í fimmta kafla er rakin deilan
um samfélagsfræðina frá árinu
1983. í sjötta kafla fer höfundur í
saumana á hugmyndum stríðandi
hópa um uppeldisfræðipg eðli þekk-
ingar í þessari deilu. í sjöunda og
síðasta kafla ritgerðarinnar dregur
Þorsteinn umræðuna saman jafn-
framt því sem hann dregur sínar
ályktanir af henni. Sjöunda kafla
lýkur síðan á því að höfundur setur
fram nokkrar ábendingar um náms-
efnisgerð og skólaþróunarstarf.
í stuttu máli má segja að mark-
mið Þorsteins sé að varpa ljósi á
þróun og afdrif sámfélagsfræðinnar
á fræðilegan hátt. Höfundur setur
samfélagsfræðina í menntapólitískt
samhengi með því að greina forsögu
hennar og forsendur, það kennslu-
efni sem verkefnið gaf af sér og
þau sjónarmið sem fram komu í
deilunni um verkefnið á síðum dag-
blaða og á Alþingi. Sú greiningar-
aðferð sem höfundur notar og nefn-
ir „documentary“ og „historicaT' er
þó mjög í anda túlkunarfræði og
byggir einkum á greiningu á
margvíslegum rituðum gögnum:
kennslubókum, kennsluleiðbeining-
um, blaðagreinum, Alþingistíðind-
um, viðtölum, o.fl.
II
Meginforsenda Þorsteins er sú
staðhæfing breska menntafélags-
fræðingsins Basil Bernsteins að
námsskrá og námsefni segi töluvert
um dreifingu valds í þjóðfélaginu.
Námsefni er ekki hlutlaus endur-
speglun þekkingar sem tiltæk er á
hveijum tíma heldur hlýtur náms-
efni að byggja á tilteknum forsend-
um um eðli náms, kennslu og þekk-
ingar. Þessar forsendur eru hvorki
sjálfgefnar né réttlætanlegar á
vísindalegum grunni einum saman.
Námsefni mótast af mörgum þátt-
um þar sem áhrifa-hagsmuna- og
valdahópa samfélagsins gætir á
ýmsan hátt.
Þorsteinn kallar talsmenn samfé-
lagsfræðinnar þróunarsinna (devel-
opmentalists) og segir þá fylgja
skoðunum leiðandi valdahópa í vest-
rænum ríkjum á sjöunda áratugn-
um. Þróunarsinnar leggja áherslu á
náin tengsl iðnvæðingar, hagvaxtar
og menntunar. Nokkrar áhrifa-
mestu kenningarnar sem endur-
spegla þessa hugmyndafræði eru
kenningin um nútímavæðinguna
(Rostow) í hagsögu, fjármagns-
kenningin um manninn (Schultz) í
hagfræði og kenning um menning-
arskeið vitsmunaþroska barnsins
(Piaget/Taba) í þroskasálfræði og
námsskrárfræðum.
Á sjöunda áratugnum var
íslenskum þróunarsinnum orðið
ljóst hve hið staðnaða íslenska
skólakerfi var vanbúið til þess að
móta þjóðfélagþegna sem gætu
nýst iðnvæddu nútímasamfélagi og
í upphafi áttunda áratugarins heij-
ast þeir handa við að semja og
gefa út yfirgripsmikið námsefnis-
kerfi sem endurspeglaði afstöðu
þeirra til þekkingar, náms og sam-
Brýnasta verkefnið er
að endurvekja hagvöxt
eftir Láru Margréti
Ragnarsdóttur
Eitt brýnasta verkefni hagstjórn-
ar á næstp árum er að endurvekja
hagvöxt. Á undanfömum árum hef-
ur landsframleiðsla dregist veru-
lega saman hér á landi. Horfur eru
á að landsframleiðslan verði 4.5%
minni en árið 1987. Á sama tíma
hafa miklar framfarir og hagvöxtur
sett svip sinn á þróun efnahags-
mála í öðrum löndum. Landsfram-
leiðslan í aðildarríkjum OECD verð-
ur til dæmis 11,5% hærri á þessu
árin en 1987.
Þetta þýðir auðvitað að íslend-
ingar hafa dregist verulega aftur
úr aðildarríkjum OECD. Við saman-
burð á ráðstöfunartekjum kemur
frám að þær eru um það bil 15%
minni hér á þessu ári en 1987, á
sama tíma og ráðstöfunartekjur
hafa hækkað um 10% í aðildarríkj-
um OECD.
Þessari öfugþróun verður að snúa
við hið bráðasta og koma íslending-
um aftur í hóp þeirra þjóða sem
bestra lífskjara njóta í heiminum
um þessar mundir.
En hvernig á að snúa vörn í sókn?
Hér á eftir eru nokkur áhersluatriði
sem eru forsenda fyrir nýrri sóknar-
stefnu:
Stöðugleiki og jafnvægi
Að tryggja stöðugleika í rekstr-
arskiiyrðum atvinnuveganna og
jafnvægi í þjóðarbúskapnum, þann-
ig að atvínnulífið finni hag-
kvæmustu leiðir til framfara og
bættra lífskjara.
Frjáls utanríkisviðskipti
Að efla frjáls utanríkisviðskipti
sem eru forsenda góðra lífskjara
hér á landi. í því sambandi þarf að
athuga gaumgæfilega kosti og
galla aðildar að.Efnahagsbaþdalag-
inu (EB) og aðra möguleika íslands.
Starfsskilyrði sambærileg við
aðildarlönd EB
Að miða aðgerðir í efnahags- og
atvinnumálum á næstu árum að því
að laga starfsskilyrði íslenskra fyr-
„Sljórnmálamönnum
ber fyrst og fremst að
beita sér fyrir að skyn-
samlegar leikreglur
gildi í atvinnulífinu og
stöðugleiki ríki í þjóð-
arbúskapnum.44
irtækja sem mest að þeim ieikregl-
um sem munu verða ráðandi í Evr-
ópu framtíðarinnar. Þetta er nauð-
synlegt hvort sem ákvörðun verður
tekin um aðild að EB eða stefnt
verður að víðtækari viðskiptasamn-
ingi en nú er í gildi við EB. Mestu
máli skiptir þó samræming laga og
reglna á sviði skattamála, fjármála
og gjaldeyrismála.
Lækkun skatta á
framleiðslukostnað ^
Að lækka skatta á framleiðslu-
kostnað fyrirtækja sem er yfirieitt
meiri á íslandi en í öðrum löndum
og hvetja með skattabreytingum til
aukinna viðskipta með hlutabréf.
Hagkvæm þjónusta
peningastofnana
Að tryggja íslenskum fyrirtækj-
um aðgang að jafn hagkvæmri
þjónustu peningastofnana og erlend
fyrirtæki njóta. Mikilvægfur liður í
þessari stefnu er að breyta fjár-
málastofnunum ríkisins í opin
hlutafélög, fyrst fjárfestingarlána-
sjóðum og síðan ríkisbönkunum.
Afnám hafta á
gjaldeyrisviðskiptum
Að afnema höft á gjaldeyrisvið-
skiptum eins og þegar hefur verið
gert í nsé'r öllum mikilvægustu við-.
skiptalöndum íslendinga. Jafnframt
þarf að huga gaumgæfilega að
hvort skynsamlegt sé að gengi
krónunnar ráðist á fijálsum gjald-
eyrismarkaði í framtíðinni eða hvort
tenging við Evrópumyntina (Ecu)
skili meiri árangri.
Lausn álmálsins
Að leiða álmálið farsællega til
lykta. Ekki er vafi á því að þjóð-
hagslegur ávinningur er af Atlant-
áli en finna þarf bestu leiðir til að
lágmarka viðskiptalega áhættu
Landsvirkjunar af raforkusamn-
ingnum.
Takmörkun ríkisafskipta
Að takmarka bein afskipti ríkis-
ins af atvinnulífinu. Hlutverk ríkis-
ins á fyrst og fremst að vera
rammahlutverk á sviði fræðslu-
mála, rannsóknar- og þróunarstarf-
semi og að tryggja að fullt tillit
verði tekið til umhverfissjónarmiða
í starfsemi fyrirtækja og áformum
þeirra um nýja framleiðslu.
Þetta eru engar kraftaverka-
lausnir eins og loðdýrarækt eða
fiskeldi áttu t.d. að vera á sínum
Lára Margrét Ragnarsdóttir
sýnir. Stjórnmálamönnum ber fyrst
og fremst að beita sér fyrir að skyn-
samlegar leikreglur gildi í atvinnu-
lífinu og stöðugleiki ríki í þjóðarbú-
skapnum.
Þorsteinn Gunnarsson
„Það er Ijóst að dokt-
orsritgerð Þorsteins er
mikill hvalreki fyrir þá
sem að skólamálum
vinna og vilja hefja sig
upp yfir þá slagorða-
kenndu umræðu sem
allt of oft einkennir
umræðu um skólamál
hér á landi.“
félags. Námsefnisgerðin laut verk-
fræðilegu likani (critical path meth-
od), þar sem markmiðið var að
færa hefðbundnar námsgreinar í
nútímalegri búning, t.d. sögu, með
raunvísindalega vissuhyggju að
leiðarljósi. Islenskar skólahefðir
buðu upp á fábreytt aðföng í þessa
smíð en þróunarsinnar leystu þann
vanda með því að flytja inn þær
fyrirmyndir sem þeir töldu falla
best að hugmynda- og þekkingar-
fræðilegum ramma þein-a.
Mikilvægur hluti af umijöllun
Þorsteins um samfélagsfræðina er
greining hans á því námsefni sem
samið var í tengslum við þessa
nýju kennslugrein. Greining hans
sýnir að námsefnið endurspeglar
mörg ólík þekkingarfræðileg sjón-
arhorn. Niðurstaða Þorsteins er að
námsefni samfélagsfræðinnar sé
allt frá því að vera ógagnrýnin eft-
iröpun af þjóðhverfri bandarískri
nútímahyggju til þess að vera mjög
athyglisverð tilraun um nýja túlkun
á skilningi íslendinga á þeim sjálf-
um, bömum þeirra, efnislegu um-
hverfi og fortíðinni. Sérstaklega
gagnrýnir höfundur svonefnt
Bruner-líkan í námsefnisgerð sem
hann telur hrynja þegar út í skóla-
starfið kemur sökum fræðilegs
þunga sem hvorki nemendur né
kennarar hafa forsendur til þess
Við viljum
eftir Hrafnkel A.
Jónsson
Sjónleiknum er lokið, tjaldið hef-
ur verið dregið fyrir. Iðnaðarráð-
herra hefur upplýst íslensku þjóðina
um lokasenuna í leikritinu sem
ríkisstjórnin skrifaði um staðsetn-
ingu álvers.
Niðurstaða stóriðjumálanna er
þyngsta höggið sem landsbyggðinni
hefur verið veitt í seinni tíð. Ef við
sem viljum búa á og byggja í hinum
dreifðu byggðum bregðumst ekki
við af skynsemi þá mun byggð í
landinu dragast saman og borgríkið
Island verður staðreynd innan ör-
skamms tíma.
Hvað er til ráða? Eigum við eitt-
hvert svar við þessu tilræði ríkis-
stjórnar Steingríms? Þessu svara
ég játandi, við getum snúið byggð-
aröskuninni við.
Okkur hefur verið tamt að gera
kröfur til samfélagsins, við höfum
„Hvað er til ráða? Eig-
um við eitthvert svar
við þessu tilræði ríkis-
stjórnar Steingríms?
Þessu svara ég játandi,
við getum snúið byggð-
aröskuninni við.“
sent frá okkur ótal ályktanir og
kröfugerðir þar sem ríkisstjórnin
er krafin um aðgerðir þar sem
Reykjavík er bölvað, þar sem ókost-
ir þess að lifa utan Reykjavíkur eru
málaðir sterkum litum, þar sem við
höfum sjálf flokkað okkur sem ann-
ars eða þriðja flokks fólk. Þetta er
okkar stærsta böl.
Það að gera kröfur til samfélags-
ins um aðgerðir og úrlausnir í stað
þess að hafa frumkvæði sjálfur,
hefur leitt til þess að forræði misvit-
urra embættismanna er lands-
byggðinni óbærilegt.
Viðhorfsbreyting er grundvallar-
skilyrði þess að við getum snúið
byggðaröskuninni við. í stað þess
að gera ályktanir sem byija og
enda á „við krefjumst" þá skulum
við breyta um stíl og segja „við
viljum", „við getum“.
Islendingar eru vel menntuð þjóð,
landið okkar er fullt af fyrirheitum
og við getum búið okkur framtíð
hvar sem er á landinu, aðeins ef
við megum vera að því að líta upp
úr kröfugerðarasmíðinni.
Austfirðingar eiga að nota tæki-
færið nú þegar þeim hefur enn' einu
sinni verið sýnt fram á haldleysi
hinnar opinberu forsjár. Snúum nú
bökum saman og byggjum Austur-
land upp án þess að „stóri bróðir“
sé spurður.
Við getum sýnt öðrum Islending-
um gott fordæmi. Við erum ein þjóð
og eigum tilverurétt okkar undir
því að við getum unnið saman. Þjóð-
in þolir ekki öllu meiri ríkisforsjá.
tíma. Það á heldur ekki að vera hlutverk stjórnmálamanna að stjórna atvinnulífinu. Aðrir eru bet- ur til þess fallnir eins og reynslan Htífundur er hagfræðingur og tekurþátt í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykja vík. að skilja, takast á við eða bæta við. Dæmi um námsefni þar sem námsefnishöfundar ná að áliti Þor- steins að skapa nýja sýn á raun-
'■H'M A A ^