Morgunblaðið - 12.10.1990, Side 14

Morgunblaðið - 12.10.1990, Side 14
14 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 12. OKTÓBER 1990 Staðhæfingar _ eða staðreyndir Herði Bergmann svarað eftirHögna Oskarsson Það var líklega um miðjan síðasta vetur að mér veittist sú ánægja að hlusta á Hörð Bergmann flytja er- indi um bók sína „Umbúðaþjóðfé- lagið“, sem þá var nýkomin út. Fyrir utan mælsku Harðar þá voru það aðstæður, sem gerðu fundinn skemmtilegan. Erindið var flutt í kátum félagsskap annars alvarlega þenkjandi manna, sem koma saman öðru hvoru á laugardögum í hádeg- inu til að ræða hin aðskiljanlegustu mál. Höfuðeinkenni fundanna er, að býrókratískur hátíðleiki hvunndagsins og tilhneiging til rit- skoðunar eru skilin eftir heima, og Iáta menn því gjaman vaða á súð- um. í máli Harðar, sem og í bók hans, kom m.a. fram gagnrýni á heil- brigðiskerfið. í sjálfu sér góðra gjalda verð, en sett fram í stíl stað- hæfinga og gífuryrða, svo mjög, að gera varð snarpar athugasemdir við það, hversu illa Hörður renndi stoðum staðreynda undir málflutn- ing sinn. Voru tínd til ýmis dæmi þessu til stuðnings. Svar Harðar varð hið lær- dómsríkasta. Það leysti mig og marga kollega minna úr viðjum áleitinna heilabrota um hvað það væri, sem Hörður vissi um heil- brigðiskerfið og sem enginn annar vissi, hvorki læknar né stjórnendur í kerfinu. Þessi „vitneskja" hafði leyft Herði að setja fram fullyrðing- ar um kostnað, sukk og óráðsíu, sem enginn annar gat sannað, hvað þá hrakið, því allar tölulegar upp- lýsingar vantaði. En svar Harðar við gagnrýni og ábendingum um vandaðri vinnubrögð var eitthvað á þá lund, að hann hefði ekki hugsað sér að fjalla um þessi mál útfrá vísindalegum staðreyndum, heldur kvaðst hann setja fram staðhæfing- ar til að ná fram áhrifum. Þessi tilsvör komu mér í hug þegar ég las grein Harðar um ríkis- tryggðan einkarekstur í heilbrigðis- kerfinu í Morgunbiaðinu þ. 9. þ.m. Virðist Hörður trúr áður lýstri stefnu sinni varðandi umfjöllun staðreynda og verður ekki lengur komist hjá að leiðrétta verstu am- bögurnar í málflutningi hans. Sérfræðingar segja upp í upphafi getur Hörður ástæðna fyrir uppsögn á samningi sérfræð- inga á eigin stofum við Trygginga- stofnun ríkisins (TR) og hallar strax réttu máli. Samningnum var ekki sagt upp vegna óánægju með að þurfa að veita TR magnafslátt, þótt sú óánægja sé vissulega til staðar, heldur vegna þess að stund- um kæmi afslátturinn niður á miður réttlátan hátt og því þyrfti að end- urskoða afsláttarákvæðið. Að sjálf- sögðu eru ýmsar aðrar ástæður fyrir uppsögninni, bæði vanmat á ýmsum kostnaðarliðum og svo hug- myndir ýmissa ráðamanna um að herða enn meir að þessum þætti heilbrigðiskerfisins. Afleiðingar niðurskurðar Það virðist stundum gleymast, sérstaklega þegar menn eru komnir á bragðið í niðurskurðargleði sinni, að hér er ekki verið að skera niður fjáraustur í sérfræðinga, hér er verið að skera niður aðgang sjúkl- inga að nauðsynlegri þjónustu. Hörður gefur í skyn að aukin starf- semi sérfræðinga á eigin stofum undanfarin ár sé til óþurftar, skili engu. Þettaþarfnast athugunar við. Ein meginástæðan fyrir aukinni sérfræðistarfsemi utan sjúkrahúsa er sú, að fyrir 10 árum og svo aft- ur fyrir 7-8 árum var mestöll yfir- vinna sérfræðinga á sjúkrahúsum skorin niður. Ekki var gert ráð fyr- ir því í niðurskurðinum hvernig sinna bæri þeim læknisverkum, sem niður féllu. Þessari þörf fóru læknar því að sinna á eigin stofum. A síðasta áratug hefur þróunin einnig orðið sú, að legudögum á hvern innlagðan sjúkling hefur fækkað, greiningarvinna og eftir- meðferð er því unnin a.e.l. utan sjúkrahúsa, enda er það ódýrari kostur en ella. Á sama tíma hefur meðferð innan sjúkrahúsa orðið æ flóknari og mannfrekari, bæði hvað varðar lækna og aðrar stéttir. Hafa af þessum sökum enn fleiri læknis- verk flust út af sjúkrahúsum. Þetta er grunnurinn að auknum umsvif- um í stofurekstri sérfræðinga. Það má lesa það út úr grein Harðar, að stóran hluta vinnu sér- fræðinga gætu heimilislæknar sinnt. Hér er um misskilning að ræða; stórum hluta sjúklinganna er vísað af heimilislækni til sérfræð- ings vegna þarfar fyrir sérhæfða læknisþjónustu. Flestir þeirra, sem koma til sérfræðings án viðkomu hjá heimilislækni, koma til að fá sérhæfða þjónustu. Og sfðan er Afskipti af veitinga- húsinu á Laugavegi 22 Frá lögr eglustj óranum í Reykjavík Vegna umfjöllunar í fjölmiðlum að undanfömu um afskipti lögregl- unnar í Reykjavík af starfsemi veit- ingahússins á Laugavegi 22 vil ég biðja Morgunblaðið að birta nokkrar staðreyndir varðandi málið. Samkvæmt lögum um veitinga- og gististaðahald veitir lögreglu- stjóri leyfi til reksturs veitinga- staða. Áður en leyfi er veitt skal leita umsagnar sveitastjórnar, heil- brigðiseftirlits, vinnueftirlits og eld- varnareftirlits. Mæli einhver umsagnaraðila gegn umbeðnu leyfi er' lögreglu- stjóra óheimilt að veita það. Að sama skapi er lögreglustjóra skylt að stöðva rekstur veitingastaðar berist honum erindi frá umsagnar- aðila þess efnis, að ástand staðar sé þannig háttað, að hann fullnægi ekki lengur lagaskilyrðum. Eins og að ofan getur er eld- varnareftirlit á hveijum stað einn umsagnaraðilanna. Við eldvarna- skoðun er öryggismarkmið reglu- gerðar um brunavamir og bruna- mál haft að leiðarljósi. Gætt skal m.a. þeirra meginsjónarmiða, að hverfandi líkur séu á því að eldur komi upp, að viðráðanlegt sé, miðað við aðstæður, að slökkva eld í húsi og hindra að hann breiðist út frá því, að tryggt sé, svo sem framast er unnt, að þeir, sem í húsi dveljast komist út af eigin rammleik eða með aðstoð annarra, ef eldsvoða ber að höndum. Ljóst má vera að hér er fyrst og fremst verið að fyrirbyggja al- mannahættu og að mannslífum sé stefnt í voða. Embætti lögreglustjóra barst bréf frá Eldvarnareftirliti Reykjavíkurborgar, dags. 18. sept- ember sl., varðandi öryggisbúnað veitingahússins á Laugavegi 22, en þann sama dag hafði farið fram eldvamaskoðun í umræddu húsi. Niðurstaða skoðunarinnar leiddi í ljós, að efri hæð veitingahússins væri ekki í því ástandi á skoðunar- degi að samrýmdist ákvæðum reglugerðar um brunavarnir og brunamál. Á grundvelli bréfs eldvarnareftir- litsins tilkynnti embættið leyfishafa í bréfi, dags. 20. september, að með hiiðsjón af umsögn eftirlitsins væru ekki lagaskilyrði tii áframhaldandi veitingastarfsemi á efri hæð veit- ingahússins frá þeim degi að telja þar til fyrirmælum eftirlitsins um úrbætur hafi verið framfylgt að mati þess. Með hliðsjón af áðumefndum öryggissjónarmiðum ákveður eld- varnareftirlitið hámarksfjölda gesta fyrir hvern veitingastað fyrir sig. Ljóst er, að eitt alvarlegasta brot veitingamanns í rekstri veitinga- staðar er að virða að vettugi ákvörð- un eldvarnareftirlits um hámarks- fjölda gesta, þar sem sinnuleysi og vanræksla í þessum efnum getur haft hörmulegar afleiðingar í för með sér. Slíkt ber vott um algert ábyrgðarleysi veitingamannsins gagnvart gestum hússins. Er talning gesta fór fram í veit- ingahúsinu á Laugavegi 22 aðfara- ótt sunnudagsins 12. ágúst sl. reyndist fjöldi þeirra 51,4% yfir leyfíleg mörk. Af þeim sökum voru áfengisveitingar bannaðar þar laugardagskvöldið 18. s.m. Aðfaranótt laugardagsins 25. ágúst fóm eftirlitsmaður með áfengisveitingahúsum og lögreglu- maður á veitingastaðinn. Við könn- un á gestafjölda var niðurstaða þeirra sú, að tala þeirra væri yfir leyfileg mörk. Vöktu þeir athygli eins forráðamanns hússins á þessu og bentu honum jafnframt á þá Böðvar Bragason hættu sem gæti skapast í húsinu við slíkar aðstæður með tilliti til eldhættu og rýmingarleiða. Aðfaranótt laugardagsins 1. september var talin ástæða til að telja gesti veitingahússins. Reyndist fjöldi þeirra 69% yfír leyfileg mörk. Vegna þessa brots voru áfengisveit- ingar bannaðar frá föstudeginum 7. s.m. til mánudagsins 10. Aðfaranótt laugardagsins 15. september fór enn fram talning gesta í húsinu. Fjöldi þeirra reynd- ist 33,3% yfír leyfileg mörk. Með hliðsjón af þessu broti svo og að um margítrekað brot var að ræða svipti embættið húsið skemmtana- Ieyfi frá 19. s.m. að telja til og með 3. október, sem felur í sér, að skemmtanahald var bannað eftir kl. 23.30 á umræddu tímabili. Böðvar Bragason Högni Óskarsson „Það virðist stundum gleymast, sérstaklega þegar menn eru komnir á bragðið í niðurskurð- argleði sinni, að hér er ekki verið að skera nið- ur fjáraustur í sérfræð- inga, hér er verið að skera niður aðgang sjúklinga að nauðsyn- legri þjónustu.“ nokkur hópur, sem engan aðgang hefur að heimilislækni og sækir því í neyð sinni almenna þjónustu til sérfræðings. Tekjur og kostnaður Staðhæfíng Harðar um að lækn- ar séu í hópi hinna tekjuhæstu í þjóðfélaginu er varla svaraverð. Grunnlaun aðstoðarlækna skv. samningum eru um kr. 74.000, og eru aldursflokkahækkanir og svo sérfræðingalaun lágt margfeldi af þessari tölu. Launahluti sérfræð- ingataxta á eigin stofu er miðaður við þetta. Rétt er, að með geysimik- illi vinnu getur einhver hópur lækna náð góðum launum. Svo er einnig um aðrar stéttir. Og þá eru það kostnaðarliðirnir. Hörður dregur í efa, reyndar stað- hæfír, að kostnaður fari íjarri því að ná 50% af brúttótekjum. Hér sem fyrr reynir hann ekki að nota stað- reyndir máli sínu til stuðnings, þó aðgengilegar séu, heldur býr hann til dæmi, en gleymir síðan að fínna niðurstöðu. En dæmið lítur svona út. Samkvæmt upplýsingum frá BHMR, þá er launakostnaður (or- lof, lífeyrissjóður, launaskattur, að- stöðugjald o.fl. o.fl.) um 30% af taxta. Er þá ekki reiknað með rekstrar-, slysa- og sjúkratrygg- ingu, sem fyrir sérfræðing í fullri vinnu á stofu kostar langt í 300 þúsund á ári, né er reiknað með leyfðum kostnaði af rekstri bíls eða annars smákostnaðar við rekstur, alls um 15%. Síðan kemur kostnað- ur vegna húsaleigu, móttöku og síma, sem vægt reiknað er um 15% af brúttótekjum. Hér erum við víst komin upp í 60% alls, og er þá eft- ir að taka tillit til stofnkostnaðar, sem er mjög mismunandi eftir sér- greinum, langt í einn tug milljóna fyrir dýrustu sérgreinar. Og má svo bæta við, að ýmis þessara sérfræði- verka krefjast aðstoðarfólks og sér- DREKAHÆÐ FYRIR OFAN / Laugavegi 28b, sími 16513 ... þar sem hið sérstæða austurlenska andrúmsloft gerir litlu árshátíðina þína einstaka, þá er Drekahæð staðurinn fyrir saumaklúbbinn, spilaklúbb- inn, litla leynifélagið og aðra hópa. Við bjóoum matseðil Sjanghæ eða að við röðum upp fyrir þig sérstökum hátíðarmatseðli. Velkomin á Drekahæð - Upplýsingar og borðapantanir í síma: 16513

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.