Morgunblaðið - 12.10.1990, Side 19
19
________________MORGUNBLAÐIÐ FOSTUDAGUR 12. OKTOBER 1990_
Leikhús o g gagnrýni
eftir Guðjón
Sigvaldason
Vegna umræðu sem átti sér stað
við gagnrýnendaskipti Mbl. og
gagnrýni núverandi gagnrýnanda
Mbl., Súsönnu S., langar mig til
að leggja nokkur orð í belg.
Leikur og leiklistargagnrýni eru
viðkvæm mál þar sem þau fjalla
um tilfínningar fólks til þess sem
það er að gera. Og einsog mann-
eskjumar eru margar svo eru og
tilfinningar þeirra og skoðanir.
Hlutverk leikhúss í dag er að
sýna þjóðfélagið með kostum þess
og gjöfum, gleði og sorg í smækk-
aðri mynd eða svo ætti allavega
að vera.
Leikhús á íslandi stendur á
tímamótum með tilkomu nýrra
leikhúsa (Borgarleikhúss og endur-
gerðs Þjóðleikhúss sem og fjöl-
breyttra hugsjónaleikhópa) sem og
stöðuskipta forsvarsmanna beggja
„stofnanaleikhúsanna" sem eiga
sér stað um þessar mundir.
Þetta er því að vissu leyti róstu-
samt tímabil og endurspeglar það
þjóðfélagið og veraldaruppbygg-
ingu dagsins í dag einsog vera á.
En hvernig eigum við að lifa af
ef við getum ekki tekið því mót-
læti sem á okkur heijar? Því miður
hefur stofnanaleikhúsi á íslandi
hrakað. Það gefur ekki lengur rétta
mynd af þjóðfélaginu. Leikhúsin
reyna að vísu að halda í forna
frægð með því að endurtaka fyrri
metsölustykki eða að setja á, svið
úrelta söngleiki sem fengnir eru
að láni svo og svo mörgum árum
eftir að þeir gerðu garðinn frægan
í London eða París.
Þetta skapar því ákveðna fírr-
ingu í leikhúsinu, fólk hættir að
fara í leikhús, fer að horfa meira
á myndbönd eða kvikmyndir sem
veita þeim þá tilfinningalegu útrás
sem það þarf til að geta lifað í
kapphlaupi nútímans. Og leikhús-
inu fer enn aftur.
Þó berst leikhúsið enn í bökkum,
endalausir leikhópar blómstra og
deyja við að reyna að færa leikhús
til nútímans. Þessir hópar eru skip-
aðir fólki sem vinnur oftast kaup-
laust, stundum skuldum vafíð við
að reyna að gera list úr því þjóðfé-
lagi sem það hrærist í. En hvað
gera stofnanaleikhúsin? Jú, þau
bæta fjölda íslenskra verka sem
sett eru á svið, sem er gott, en
leita samt í flótta þess sem á und-
an er gengið, ekki til þess sem er
nú. (Þetta á ef til vill eftir að breyt-
ast með nýjum mönnum í stjórnar-
stöðum þeirra.) í stað þess ættu
þau að leitast við að reyna að fá
nýja, unga eða aldna, óreynda höf-
unda til að taka upp þráð þess sem
er að gerast í dag. Nóg ætti að
vera af íslenskum höfundum miðað
við ævisöguflóðið sem endalaust
streymir yfir þessa bókmenntaþjóð
Guðjón Sigvaldason
„Leikhús þarf að nálg-
ast fólkið í landinu o g
fólkið í landinu þarf
líka að nálgast leik-
húsið.“
Norðurlandanna og ungu gorkúlu-
ljóðahöfundana sem sprottið hafa
síðustu ár.
Leikhús þarf að höfða til nú-
tímans, með öllum þeim nýjungum
sem honum fylgja. og ætti það að
vera mögulegt með þeim tækni-
búnaði sem leikhúsin hafa uppá
að bjóða. Og við það ætti skoðun
og umfjöllun um leikhús að breyt-
ast. Leikhús þarf að nálgast fólkið
í landinu og fólkið í landinu þarf
líka að nálgast leikhúsið. Leiksýn-
ing þarf að hræra við fólki, hvort
sem það er til gamans, reiði eða
alvarlegrar íhugunar og leiklistar-
gagnrýni ætti að endurspegla þá
tilfinningu, þ.e. „tilfinningu ein-
staklingsins“ eða „hlutlausa um-
íjöllun faglærðrar manneskju
byggða á forsendum þeim sem
leikhúsfólkið gefur sér í uppbygg-
ingu hverrar sýningar“.
En þetta er hægara sagt en
gert þar sem engum tveim þykir
það sama um eina leiksýningu og
aldrei eru tvær sýningar alveg eins
og ættu því allir tilfinningalegir
gagnrýnendur fjölmiðla að taka
fram í umfjöllun sinni „mér þykir
eða finnst“ ellegar að þekkja verk-
ið og fylgjast með æfíngu þess og
gagnrýna hlutlaust á forsendum
leiksýningarinnar.
Eðlilega getur þetta sært metn-
að eða stolt leikhússtéttarinnar en
leikhúsfólk verður bara að taka
gagnrýninni einsog hún er, því til
hvers er ætlast ef einhver vinnur
við að smækka og gagnrýna þjóð-
félagið? Er þá ekki eðlilegt að
sæta gagnrýni sjálfur?
Hjá Mbl. hefur það yfirleitt ver-
ið leiklistarlega ófaglært fólk (að
undanteknum Hávari Siguijóns)
sem hefur gagnrýnt leiksýningar
og hefur það stundum verið svo
að gagnrýnin er órökstudd að
mati faglærðra, en leikhúsfólk vill
fá gagnrýni, uppbyggilega, svo úr
henni sé hægt að vinna og betrum-
bæta leikhúsið, en það er illmögu-
legt að vinna útfrá órökstuddri
gagnrýni. Afturámóti hefur gagn- .
rýni Mbl. oftlega verið byggð á
tilfinningu og skoðunum einstakl-
ingsins sem skrifar hana af bestu
sannfæringargetu og alltaf með
velvilja til leikhússins sem slíks (að
mínu mati) og vill þá brenna við
LEIKHÚSINU TIL HRÓSS, að það
hefur áhrif, því það skapar einsog
vera á afstöðu einstaklingsins á
sýningunni hvort sem er til gleði,
reiði eða íhugunar, en ætíð per-
sónulegs mats á sér, og eigin skoð-
unum.
Menning er öryggisventiil hverr-
ar þjóðar sem og sjá má af íslensk-
um bókmenntaarfi sem upphófst í
blóðugum bardögum innbyrðis
meðal þjóðarinnar og er það synd
og skömm að sjá menningu nú-
tímans farandi halloka fyrir ímynd-
uðu gæðakapphlaupi við einskis-
nýta, óþarfa hluti, meðan öryggis-
ventillinn líður sökum fjársveltis
og stöðnunar.
Að endingu, þakkir til fráfarandi
gagnrýnanda Mbl. Jóhönnu Krist-
jónsdóttur fyrir hennar tilstuðlan
að bættri leiídist á íslandi og bestu
óskir til núverandi gagnrýnanda
með von um það sama.
Höfundur er leikari og leikstjóri.
Gagnrýni eða dónaskapur
eftir Björn Emilsson
Lesendur Morgunblaðsins hafa
orðið vitni að grimmilegum orða-
skiptum leikara og gagnrýnenda
í tilefni sýningar í Þjóðleikhúsinu,
„Örfá sæti laus“.
Nú vill svo til að ég sá þessa
sýningu, og skal fúslega játa að
ýmislegt var þar með öðrum hætti
en ég hafði búist við, þó varð undr-
un mín meiri þegar ég las gagn-
rýni Súsönnu Svavarsdóttur um
þetta leikverk.
Þó að penninn leiki mér ekki í
hendi fæ ég nú ekki orða bundist,
ég vil skjóta því inn í þessa
hatrömmu orðræðu, að það eiga
fleiri um sárt að binda en leiklist-
arfólk af hendi gagnrýnenda.
Ég hef um nálega tveggja ára-
tuga skeið starfað fyrir sjónvarp,
gegnt þar mismunandi verkefnum,
auðnast að nema dagskrárgerð um
árabil vestur í Ameríku og hef í
starfí kynnst mörgum frábærum
listamönnum innan sjónvarpsins,
fastráðnum og lausráðnum til sér-
stakra verkefna.
Hversu oft hef ég lesið rétt-
mæta gagnrýni í pappírsmiðlun-
um, um störf þessara manna?
Sjaldan eða aldrei, því miður. Ég
kalla það ekki gagnrýni þegar ein-
hver sæmilega orðhagur blaða-
maður stingur niður penna, hleður
lofsyrðum á einn en heggur annan
í öngvit, rausar ákaft um þau
geðhrif sem mynd eða þáttur hef-
ur vakið honum, blandar inn í
þetta sundurlausa hjal hverskyns
undarlegum athugasemdum úr
óskyldum áttum.
Það er út af fyrir sig skiljanlegt
að dagblöð sem beijast í bökkum
skuli kasta til höndum við val á
gagnrýnendum, en það er ekki
forsvaranlegt að fokríkur fjölmið-
ill á borð við Morgunblaðið skuli
leyfa sér slík vinnubrögð.
Það er vert að minnast vinnu-
bragða sjónvarps í þessu sam-
bandi. Þar hafa verið fluttir kvik-
myndaþættir um skeið, fjallað um
það sem á boðstólum er í kvik-
myndahúsum landsins hveiju
sinni. Gagnrýnendur hafa ekki
verkhátta og verkaskiptingar.
Oftlega leggja um það bil 35
manns hendur að einu sjónvarps-
verki, stundum miklu fleiri. Þegar
leikstjóri eða umsjónarmaður kem-
ur þar fyrst til starfa fær hann
að kynnast búningastúlkum, ljósa-
mönnum, tæknistjórum, förðunar-
fólki, hljóðmönnum, myndatöku-
mönnum, leikmyndamönnum,
sviðsmönnum, sviðsstjórum, smið-
um, teiknurum, leikmyndateiknur-
um, klippurum, dagskrárge'rðar-
mönnum, aðstoðarfólki þeirra
(skiptum), handritshöfundum og
svo mætti áfram telja.
Það þarf kunnáttumann til að
fjalla um störf þessa fjölda fólks
svo að eitthvert vit verði í, og það
er því miður borin von að hægt
sé að dubba einhvern mann í
skyndingu til riddara í þessum
efnum, fela honum það vandasama
verk á hendur að skrifa af skyn-
semd um alúðarverk annarra
manna á sviði sem hann ber ekk-
ert skynbragð á.
Við sem á sjónvarpi störfum
vitum gerst, að 95% af sjónvarps-
verki er unnið af fólki sem aldrei
sést, og það er ævinlega gleðiefni
þegar um handbragð þeirra er
fjallað af gagnrýnanda sem gjörla
þekkir til aðstæðna. Oftast eru
þessir menn þó afgreiddir með
einu orði, „tæknimenn" framlag
þeirra hvergi nærri metið að verð-
leikum og óeðlileg mörk dregin á
milli þeirra og hinna sem birtast
á skjánum.
Oftar en ekki fær aðeins leik-
stjóri myndar eða umsjónarmaður
þáttar einhveija umfjöllun,
frammistaða hans rakin og hann
einn gerður ábyrgur fyrir sýning-
unni. En í sjónvarpi er þetta
víðsfjarri öllum veruleika. Stund-
um hefur þessi eini maður aðeins
lagt til 2% af heildinni og verka
hinna, sem lögðu til 98%, er að
engu getið.
Því miður er það orðin lenska
í íslenskum dagblöðum, að þeir
sem um sjónvarp skrifa minnast
aðeins á yfirborðið, hrúga saman
einhverri sundurlausri orðaþvælu
sem engum viti bornum ritstjóra
erlendis dytti í hug að kalla gagn-
rýni.
Þessu verður að breyta.
í okkar veikburða samfélagi
má það ekki henda, að fákunnandi
blaðamenn ríði leikhússýningu að
fullu með fúkyrðum og dónaskap.
Það er ekki heldur við það un-
andi, að um sjónvarp sé fjallað af
virðingarleysi og slettirekuskap.
Höfundur er
dagskrárgerdarmadur hjá
sjónvarpinu.
Björn Emilsson
„Það er vandaverk að
skrifa af skynsamlegn
viti um leikhús, en
vandasamara þó að
fjalla um sjónvarp. Þar
er lífsnauðsynlegt að
gagnrýnandinn gjör-
þekki framleiðsluhætti,
kunni skil á þeim langa
og flókna aðdraganda
sem einkennir sjón-
varpsþátt, þekki til
verkhátta og verka-
skiptingar.“
verið af lakara tæinu, landskunnir
kvikmyndagerðarmenn með
víðtæka reynslu og menntun aðt
bakhjarli.
Það er vandaverk að skrifa af
skynsamlegu viti um leikhús, en
vandasamara þó að fjalla um sjön-
varp. Þar er lífsnauðsynlegt að
gagnrýnandinn gjörþekki fram-
leiðsluhætti, kunni skil á þeim
langa og flókna aðdraganda sem
einkennir sjónvarpsþátt, þekki til
RENAULT 21NEVADA 4x4
FJÓRHJÓLADRIFINN í FULLRI STÆRÐ. Rúmgóður ferðabíll fyrir þá sem gera miklar kröfur:
öflug og sparneytin 120 hestafla vél, fimm gírar, framdrif/aldrif með læsanlegu afturdrifi og
sjálfstæð, slaglöng fjöðrun, vökvastýri, fjarstýrðar samlæsingar, litað gler, rafdrifnar rúður,
fullkomlega stillanlegt bílstjórasæti, tvískipt og fellanleg aftursæti (’/a—2/3), farangursgrind.
Renault 21 Nevada 4x4 er traustur ferðabíll allt árið, hvernig sem viðrar. Reynsluakstursbíll
bíður þess að þú takir hann til kostanna. staðgreiðsluverð frá 1.495.000.- kr. skv. tollgengi í
september 1990. 3ja ára ábyrgð og 8 ára ábyrgð á ryðvörn
Bílaumboðið hf
KRÓKHÁLSI 1, REYKJAVlK, SlMI 686633
RENAULT
Fer á kostum l