Morgunblaðið - 12.10.1990, Qupperneq 21

Morgunblaðið - 12.10.1990, Qupperneq 21
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 12. OKTÓBER 1990 21 Kasparov vann g’læsilegan sigur Skák Margeir Pétursson HEIMSMEISTARINN í skák, Gary Kasparov, vann enn einn glæsilegan og mikilvægan sig- ur er hann vann aðra skákina í heimsmeistaraeinvíginu við Anatoly Karpov, fyrrum heimsmeistara. Kasparov hef- ur þar með tekið forystu í 24 skáka einvíginu, sem hefst í New York, en seinni hlutinn verður tefldur í Lyon í Frakkl- andi. Taflmennska Kasparovs var óvenjulega glæsileg, auk þess sem hann tók forystuna náði hann að greiða Karpov mjög þungt högg, bæði frá skákfræðilegum og sálfræði- Iegum sjónarhóli. Það var nefnilega í eigin uppá- haldsafbrigði af spænska Ieikn- um, sem kennt er við hann sjálf- an og aðstoðarmann hans Za- itsev, sem Karpov beið algjört afhroð. Fyrstu 18 leikirnir voru tefldir mjög hratt, en þá kom Kasparov með rólega en sann- færandi áætlun sem færði honum greinilega stöðuyfirburði. Það var ljóst að Karpov yrði að leggjast í vörn, en í stað þess að þreyja hægfara stöðubaráttu fléttaði Kasparov stórglæsilega í 25. leik. Mikil uppskipti fylgdu í kjölfar hennar og hafði Kasparov hrók og peð gegn biskup og ridd- ara. Slíkur liðsmunur ætti að vera svörtum í hag, en Kasparov hafði séð að Karpov myndi ekki ná að skipuleggja vamir sínar í tíma. Til að geta lagt út í flétt- una þurfti heimsmeistarinn að meta mjög nákvæmlega stöðu sem upp kom sex leikjum síðar. Útreikningar Kasparovs reyndust réttir, í mörgum af- brigðum mátti ekki miklu muna að Karpov gæti bjargað sér, en hann fann enga leið til að ná samvinnu á milli manna sinna. Úrslitin voru því ráðin og Karpov gafst upp í 44. leik. Þrátt fyrir hrósyrði Kasparovs um taflmennsku tölva er ég hræddur um að það verði langt í að þær leiki slíka fléttu eftir honum. Það þarf reyndar nokkuð öflugan skákmann til að sjá frá 25. fram í 29. leik og þeir fáu sem geta reiknað svo langt myndu líklega telja að fléttan gengi ekki. Karpov var greinilega á því og er það vel skiljanlegt. Það voru ekki mistök hans sem skópu þetta meistaraverk, heldur snilld heimsmeistarans. Karpov er nú strax kominn í mjög erfiða aðstöðu. Hann er vinningi undir og heimsmeistar- inn heldur titlinum á jöfnu. Karpov þarf því að ná úrslitunum 12-10 út úr þeim skákum sem eftir eru, en hann hefur enn ekki náð að sýna nein tilþrif í þá átt. Eftir þessa skák verður heims- meistarinn fyrrverandi líklega að endurskipuleggja byrjanakerfi sitt með svöctu. Þriðja skákin verður tefld í kvöld og hefur þá Karpov hvítt. 2. einvígisskákin: Hvítt: Gary Kasparov Svart: Anatoly Karpov Spánski leikurinn 1. e4 - e5 2. Rf3 - Rc6 3. Bb5 - a6 4. Ba4 - Rf6 5. 0-0 - Be7 6. Hel - b5 7. Bb3 - d6 8. c3 - 0-0 9. h3 - Bb7 10. d4 - He8 11. Rbd2 - Bf8 12. a4 — h6 13. Bc2 — exd4 14. cxd4 — Rb4 15. Bbl — bxa4 Hér leiðir 15. — c5 til mun tvísýnni baráttu, en þannig tefldi Karpov í 14. og 16. einvígisskák- unum við Kasparov árið 1986. Þær skákir vann heimsmeistar- inn báðar, svo það er engin furða þótt Karpov vilji breyta til. 16. Hxa4 - a5 17. Ha3 - Ha6 18. Rh2 í þessari stöðu lék Timman hinum hörmulega leik 18. Rh4? í fyrstu einvígisskákinni við Karpov í Kuala Lumpur í vor. Því svaraði svartur með 18. — Rxe4! og náði frumkvæðinu. 18. - g6 19. f3! Hér hefur áður verið leikið 19. Rg4 — Rxg4 20. Dxg4 eins og Jóhann Hjartarson gerði í síðustu einvígisskákinni við Karpov í fyrra. Ivanchuk lék 19. f4!? gegn Karpov í Linares í fyrra, en með peðsfórninni 19. — d5! 20. e5 — Re4 náði svartur að jafna taflið. Með sínum rólega leik treystir Kasparov einfaldlega miðborðið og undirbýr áframhaldandi liðs- skipan með Rc4 og Be3. Karpov finnur enga virka áætlun gegn þessu. 19. - Dd7 20. Rc4 - Db5 21. Hc3 - Bc8 22. Be3 - Kh7 23. Dcl — c6 Það væri auðvelt að gagnrýna þennan leik, því án hans gengi ekki fléttan í 25. leik. En þetta er liður í herfræðilegri uppbygg- ingu Karpovs og án hans væri svarta staðan óneitanlega mjög döpur. 24. Rg4 — Rg8 Þetta undanhald hefur örugg- lega aðeins átt að verða tíma- bundið og líklega hefur Karpov reiknað fram í 29. leik og talið sig vera að leggja gildru fyrir Kasparov. En Karpov fær ekki tíma til að leika 25. — h5: 25. Bxh6!! - Bxh6 26. Rxh6 - Rxh6 27. Rxd6 — Db6 28. Rxe8 - Dxd4+ 29. Khl - Dd8 Vafalaust hefur Karpov séð þessa stöðu þegar hann gaf kost á 25. Bxh6, en ekki metið hana rétt. Liðsmunur er svarti ekki óhagstæður, í miðtafli eru tveir menn reyndar oftast betri en hrókur og peð. En Kasparov hef- ur greinilega kafað mjög djúpt í stöðuna. 30. Hdl - Dxe8 31. Dg5 - Ha7 Svarta liðið vinnur illa saman og hvítur hefur mjög sterk tök á stöðunni. Reynandi var 31. — Rg8, en því svarar hvítur með 32. Dh4+ - Kg7 33. Hd8 - De6 34. f4! — Ha7 35. f5 og svartur tapar manni, því við 35. — De7 á hvítur hið snotra svar 36. f6+! Svartur getur ekki hindrað 32. Hd8, því eftir 31. — Bd7 er 32. Hc5! mjög öflugt. 32. Hd8 - De6 33. f4! - Ba6 Það er hart að þurfa að eyða tíma í þennan leik, en á því sézt hversu framrásin f4-f5 er gífur- lega sterk, með henni ógnar hvítur svörtu kóngsstöðunni og biskupnum á c8 um leið. Hvítur vinnur því tíma í sóknina. Ef svartur gæti hér leikið 33. — Hd7 væri hann hólpinn, en því er ekki að heilsa: 34. f5 — gxf5 35. exf5 - Del+ 36. Kh2 - Hxd8 37. f6+ — Dxbl 38. Dg7 mát! Innskotið 33. — f6 34. Dg3 bjargar heldur ekki neinu. 34. f5 - De7 35. Dd2 - De5 36. Df2! Enn einn öflugur leikur og nú er orðið ljóst að svartur er búinn að vera. Eftir 36. — He7 getur hvítur leikið 37. Hc5 — Dc7 38. fxg6+ - fxg6 39. Df8 - Rf7 og nú eru fallegustu lokin 40. Hh5+! — gxh5 41. e5+ — Bd3 42. Hxd3 og mát er óumflýjan- legt. 36. - De7 37. Dd4 - Rg8 38; e5! — Rd5 39. fxg6+ — fxg6 40. Hxc6! — Dxd8 41. Dxa7+ — Rde7 42. Hxa6 — Ddl+ 43. Dgl — Dd2 44. Dfl og svartur gafst upp. T-line getur enn sem fyrr fengið aðstöðu hjá okkur * — segir Ottar Proppé hjá Hafnar- fjarðarhöfn ÞAÐ HAFA öll skipafélög að- gang að Hafnarfjarðarhöfn, hvort sem um er að ræða T-line eða önnur félög,“ sagði Ottar Proppé forstöðumaður við- skiptasviðs hjá Hafnarfjarðar- höfn í samtali við Morgunblaðið í gær. En eins og kom fram í frétt Morgunblaðsins í fyrradag fékk skipaféíagið T-line í sept- ember sl. í hendur undirritun frá forráðamönnum Hafnar- fjarðarhafnar, þar sem staðfest er að félagið geti fengið aðstöðu við losun og lestun gáma ásamt bryggjuplássi og lóð, þar sem hægt er að geyma gámana. „Þetta tilboð stendur enn fyrir T-line og hefur ekkert breyst,“ sagði Óttar Proppé. Hann sagði ennfremur að um leið og HafnarfjarðarhÖfn útvegaði hafnaraðstöðu, þ.e. bryggju og athafnasvæði til þess að losa og lesta gámaskip, væru þeir búnir að tryggja að varningur kæmist í land eða út í skip. Þyrfti að fara rrieð þann varning í vörugeymslu, þyrfti sú geymsla ekki endilega að vera við bryggjuna, því hægt væri að aka gámunum á milli bryggju og vörugeymslu. „Þetta þekkjum við mjög vel hér í Hafnar- firði, þar sem Eimskip er með vöru- afgreiðslu. Stór hluti af þeim gám- um er landað í Reykjavíkurhöfn. Þess vegna sjáum við engin tor- merki á því, að gámum úr T-line verði landað hér. Við höfum nóg bryggjupláss til þess og höfum gefið vilyrði fyrir því að taka á móti skipunum. Ef mönnum finnst óhentugt að geyma gámana á þeirri lóð sem við höfum bént þeim á, eru líka til vörugeymsluhúsnæði hér í Hafnarfirði, sem standa laus,“ sagði Óttar Proppé. Lítil síldveiði BRÆLA hefur verið á síldar- miðum og lítil veiði. Tveir bátar fengu síld í Beru- fjarðarál aðfaranótt fimmtudags. Guðmundur Kristinn SU fékk 70 tonn, sem voru söltuð hjá Pól- arsíld á Fáskrúðsfirði og Hringur GK veiddi 30 tonn, sem voru fryst hjá Hraðfrystihúsi Eskifjarðar hf. Notaleg kvöldstund í Blómasal ★ Nýrsérréttamatseðill ★ Ljúf píanótónlist fimmtudag - sunnudags ★ Koníaksstofan - fyrir eða eftir máltíð FLUCLEIDIR iMIPJII íliHPJTniII R|! MIKLU MEIRA EN GOTT HÓTEL Opið alla daga Borðapantanir í síma 22321 ’ i co n uó co Metsölubloð á hvetjum degi! Þekktir bissnessmenn urðu ríkir af dópsölu. VSsion 2000 klúður í nafni Vigdísar Úr fjársvikum í dáleiðslufúsk Friðrik PállÁgústsson Skrýtlur um íslenska stjórn- málamenn, bæði góðar og vondar og sum- ar á mörkum velsæmis. Hvergi dýrari og hvergi fleiri en á íslandi - Lýtalækningar karla og kvenna GULA PRESSAN og fullt blað of slú...

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.