Morgunblaðið - 12.10.1990, Síða 24
24
Otítíl Jiyttol'wo rf'JOAi lUfSOM OfUA.tlt
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 12. OKTÓBER 1990
Fjórir foringjar sovésku öryggislögreglunnar;
KGB enn sem fyrrum
„skelfílegt“ flokksvopn
Moskvu. Daily Telegraph.
FJÓRIR foringjar hjá sovésku
öryggislögreglunni, KGB, birtu
opið bréf í dagblaðinu Komso-
molskaja Pravda á miðvikudag.
Þar staðhæfa þeir að stofnunin
sé „enn sem fyrr skelfilegt vopn
Reuter
Ur Clangor-diskótekinu í Santiago de Compostela sem gjöreyðilagð-
ist í sprengingu í fyrrinótt.
Spánn:
Þrír bíða bana í spreng-
ingu í diskóteki í Galisíu
Santiago de Compostela, Spáni. Reuter.
ÞRÍR menn biðu bana og um 50
slösuðust er sprengja sprakk á
diskóteki í borginni Santiago de
Compostela í Galisiu á norðvest-
urhluta Spánar í fyrrinótt.
ingarinnar í diskótekinu og hinna
tilræðanna.
í höndunum á flokksforystu sov-
éska kommúnistaflokksins í bar-
áttu hennar við sína eigin þjóð.“
Foringjarnir krefjast þess að
KGB verði leyst undan stjórn
flokksins. „Við erum sannfærðir um
engar jákvæðar breytingar geta
orðið í sovésku samfélagi fyrr en
róttæk endurskipulagning hefur
farið fram á KGB, vegna þess að
öryggislögreglan er enn sem fyrr
vopnuð sveit á vegum flokksins, eða
svo nákvæmara sé að orði kveðið,
vopnuð sveit flokksvélarinnar, “
segir í bréfi foringjanna.
I bréfinu er mjög tekið í sama
streng og hjá Oleg Kalugin, fyrrum
hershöfðingja hjá KGB, sem sagði
fyrir fjórum mánuðum að sjá þyrfti
til þess að KGB yrði ekki lengur
flokkstæki eða skipti sér af stjórn-
málum. Ásakanir hans um „óþokka-
verk“ og fullyrðing hans um að
KGB væri með höndina á öllum
þáttum sovésks þjóðlífs reittu
stjórnendur stofnunarinnar til reiði.
Kalugin, sem eitt sinn var háttsett-
ur KGB-foringi í Washington, var
sviptur öllum heiðurstitlum og eftir-
launum. Hann höfðaði mál gegn
fyrrverandi yfirmönnum sínum í
síðustu viku og er orðinn að eins
konar þjóðhetju. Hann var kosinn
á þing í septembermánuði.
Foringjamir fjórir sem skrifuðu
undir opna bréfið í Komsomolskaja
Pravda eru í miðju mannvirðinga-
stigans hjá KGB.
Reuter
Melina í borgarstjóraframboð
Bæjar- og sveitarstjórnakosningar fara fram í Grikklandi næstkom-
andi sunnudag og mun athyglin einkum beinast að kosningum í Aþenu
þar sem tveir fyrrum ráðherrar bítast um borgarstjórastólinn; Melina
Mercouri fyrrum kvikmyndastjarna og menningarmálaráðherra og
Antonis Tritsis, fyrmm tugþrautarhetja og umhverfis- og menntamála-
ráðherra í tíð sósíalistastjómarinnar. Þau eru fyrmm flokkssystkin og
nýtur Mercouri stuðnings sósíalista og kommúnista en Tritsis hefur
söðlað um og er frambjóðandi hægri flokksins Nýja lýðræðisflokksins
sem tók við völdum í Grikklandi sl. apríl. Er litið á sveitarstjórnakosn-
ingarnar að vissu leyti sem prófstein á vinsældir ríkisstjórnar hægri
manna. Samkvæmt skoðanakönnunum nýtur frú Mercouri stuðnings
47% kjósenda en Tritsis 41%. Á myndinni má sjá fullorðna Aþenukonu
ganga fram hjá risastórri götuauglýsingu um framboð Mercouri.
Diskótekið, er nefnist Clangor,
var sneisafullt af fólki er sprengjan
sprakk en atburðurinn átti sér stað
klukkan 3:30 í fyrrinótt. Að sögn
lögreglu leikur grunur á að tvær
konur sem fómst í sprengingunni
hafi haft því hlutverki að gegna að
koma sprengjunni fyrir á bak við
hátalara í diskótekinu. Af þeim 50
sem slösuðust vom sjö enn í
lífshættu í gær.
Sprengjur spmngu á fímm öðrum
stöðum í Pontevedra-héraðinu í
Galisíu, í banka, kaffihúsi, bílasölu
og verksmiðju. Aðskilnaðarsamtök
Galisíumanna, Skæraliðaher hinna
fijálsu Gaiisíumanna (EGPCG),
lýstu ábyrgð á hendur sér á þeim
öllum nema sprengingunni í diskó-
tekinu.
Talsmaður lögreglunnar í Sant-
iago de Compostela sagði að ekkert
hefði komið fram sem bent gæti ti
þess að tengsl væru á milli spreng-
Dauðinn bíður mörg þúsund
munaðarleysingja í Rúmeníu
- segir í skýrslu EB-þingmanna er hvetja bandalagið til að bæta úr neyðinni
Strassborg. Reutcr
ÞING Evrópubandalagsins (EB) hvatti í gær til þess að þegar í
stað yrði skipulögð neyðarhjálp til handa þúsundum munaðar-
lausra barna í Rúmeníu.
í ályktun þingsins var fram-
kvæmdanefnd Evrópubandalags-
ins hvött til þess að leggja fram
fjármuni til að unnt yrði að koma
í veg fyrir meiriháttar harmleik í
Rúmeníu. í skýrslu sem nokkrir
þingmenn, er nýlega vom á ferð í
Rúmeníu, lögðu fram sagði að
þúsundir munaðarlausra barna
hefðust þar við í heilsupillandi
húsnæði og biði þeirra ekkert ann-
að en dauðinn ef ekki yrði þegar
í stað gripið til viðeigandi aðgerða.
Var framkvæmdanefndin hvött til
þess að leggja fram fjármuni til
að unnt yrði að bæta aðbúnaðinn.
Munaðarleysingjahælin væra
óupphituð og þrengslin óskapleg.
Allt að tíu þúsund börn kynnu að
deyja á næstu mánuðum af völdum
sjúkdóma, kulda og hungurs.
Constantin Parvutoiu, sendi-
herra Rúmeníu hjá Evrópubanda-
laginu, sagði að neyðaraðstoð
vegna munaðarlausra bama í
Rúmeníu, sem sögð em vera um
120.000, myndi ekki kosta minna
en 20 milljónir Bandaríkjadala
(tæplega 1,2 milljarða ÍSK). Níu
milljóna dala væri þörf til að bæta
húsnæðið en kostnaðurinn við að
leggja hitalagnir inn í munaðar-
leysingjahælin yrði um sex milljón-
ir dala. Við þetta bættist síðan
kostnaður vegna matvæla sem
nema myndi 4,6 milljónum dala á
mánuði.
Evrópubandalagið hefur alls
veitt Rúmeníu rúmar 15 milljónir
dala í aðstoð frá því að einræðis-
herranum illræmda Nicolae Ceau-
sescu og eiginkonu hans, Elenu,
var steypt af stóli í desember í
fyrra.
George Bush óánægður með fjárlagaumræðuna:
Segir þingmenn verða
að koma sér að verki
Washington. Reuter.
GEORGE Bush Bandaríkjaforseti segir að vinnubrögð við fjárlaga-
gerð á Bandaríkjaþingi séu fáránleg og vísar allri ábyrgð á hendur
meirihluta demókrata. „Það sem er að gerast á þingi er óþolandi,"
sagði forsetinn á styrktarfundi fyrir frambjóðanda repúblikana í
. Georgíu-ríki. Forsetinn tók hins vegar ekki af skarið í vangaveltum
um það hvort hann myndi sætta sig við hærri tekjuskatt á hátekju-
fólk, eitt helsta deiluatriðið í fjárlagaumræðunum.
Bush sagði að fjárlagaumrajðan
á þingi minnti á risastóra vél sem
framleiddi ekkert nema „hávaða,
reyk og hita en ekkert ljós.“ Á
þriðjudag sagði Bush að hann gæti
sætt sig við að hátekjuskattar yrðu
hækkaðir gegn því að skattar á fjár-
magnstekjur yrðu lækkaðir. Forset-
inn hefur lengi barist fyrir því að
skattar af síðastnefnda taginu yrðu
lækkaðir. Síðar sama dag sögðust
þingmenn repúblikana, sem eru
andvígir tekjuskattshækkun, hafa
talið forsetanum hughvarf á ný.
Er gengið var á Bush á fundi í
Florída og hann beðinn að gera
grein fyrir afstöðu sinni svaraði
hann. „Við skulum láta þingið gera
upp hug sinn. Við viljum að þingið
leggi fram heildarlausn og viljum
ekki heita neinu fyrirfram um
ákveðna þætti málsins."
Óljós afstaða forsetans er sögð
hafa valdið miklum erfiðleikum við
undibúning fjárlagatillagna á þingi
en þar er nú keppst við til að ekki
komi á ný til þess að stöðva þurfi
ýmiss konar opinbera starfsemi
vegna þess að fjárlög hafa ekki
verið samþykkt. Slík-stöðvun varð
um síðustu helgi er Bush neitaði
að undirrita bráðabirgðalög til að
hægt yrði að greiða laun en mála-
miðlun náðist í bili eða fram til 19.
þ.m. Fulltrúadeildin hafði þá fellt
tillögur forsetans sem náðst hafði
samkomulag um milli stjómvalda
og helstu þingleiðtoga. Bush vill að
hallinn á fjárlögum verði lækkaður
um samanlagt 500 milljarða dollara
á fimm ára tímabili. Hann segist
munu beita neitunarvaldi gegn
bráðabirgðafjárveitingum geti
þingmenn ekki komið sér gaman
um fjárlög er byggist í megindrátt-
um á hugmyndum stjórnarinnar um
áðurnefndan niðurskurð hallans.
Reuter
Hamskipti ítalskra
kommúnista
Líkt og margir bræðraflokkar
sínir hefur ítalski kommúnista-
flokkurinn nú fengið nýtt nafn:
„Lýðræðisflokkur vinstri
manna“.Á myndinni sem tekin
var í Rómaborg í gær sýnir
formaðurinn, Achille Occhetto,
hið nýja merki flokksins; eik
með hið gamalkunna tákn
kommúnista við rætur sér.