Morgunblaðið - 12.10.1990, Page 25

Morgunblaðið - 12.10.1990, Page 25
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 12. OKTÓBER 1990 Bandarískt tímarit: Kólumbus eigingjam þrjótur og landafundir hans glópalán? KRISTÓFER Kólumbus er án efa einn frægasti landkönnuður sög- unnar. Þótt Norðurlandabúar telji Leif Eiríksson hafa fundið Ameríku er ljóst að það var sigling Kólumbusar til Karíbahafsins árið 1492 sem varð til þess að Evrópumenn kynntust álfunni. Þrátt fyrir afrekið endaði lífsferill Kólumbusar ekki vel; hann dó fátæk- ur árið 1506 og hlaut aðeins skammvinna upphefð af hálfu spænsku konungslijónanna er gerðu leiðangur hans út. Tímaritið U.S. News and World Report í Bandaríkjunum fjallaði nýlega um Kólumbus og þar er ekki beinlínis varpað ljóma yfir hetjuna. í tímaritinu segir Kirkpatrick Sale, er kannað hefur heimildir um Kólumbus, m.a. að hann hafi verið rótlaus, óáreiðanlegur og ófyrir- leitinn. Höfundur segist hafa kom- ist að þeirri niðurstöðu að ástæðan fyrir því að enginn viti með vissu hvar Kólumbus hafí komið fyrst að landi sé að hann hafi viljað halda staðsetningunni leyndri í von um að geta einn haft stjórn á sigl- ingaleiðunum til Indlands, aðeins hann og konungshjónin myndu klófesta gullið í löndunum. Eigin frægð og frami hafí verið orðin að þráhyggju hjá könnuðinum síðustu ár hans. „Kólumbus var maður sem átti sér enga staðfestu," segir Sale, „hann gat aldrei dvalist lengi á sama stað. Gert er ráð fyrir að hann hafi fæðst í Genúa en hann minnist aðeins tvisvar lauslega á fæðingarborgina í ritum sínum. Hann minnist aldrei á æsku-sína eða fjölskyldu. ... Hann breytti margsinnis um rithátt á nafni sínu, var skírður Cristoforo Colombo en eftir að siglingafrægðinni var náð notaði hann oft gríska bókstafi er tákna nafn Krists. Það er ljóst að hann leit á sig sem arftaka heilags Kristófer Kólumbus. Kristófers, sem bar Jesúbarnið yfir fljót og varð verndardýrlingur ferjumanna; Kólumbus taldi sig hafa feijað kristnina yfir hafið til Vesturheims." Sale telur Kólumbus þrátt fyrir allt einn mikilvægasta mann sög- unnar. „Hann gerði Evrópumönn- um kleift að öðlast auðæfi og völd sem ollu því að þeir náðu undir sig öllum heiminum. Ferð hans hratt af stað stórkostlegum skiptum á plöntum og dýrum milli álfa. Maís og tómatar, hvorttveggja amer- ískar afurðir, eru ræktuð og neytt um allan heim. Síðast en ekki síst þá færði hann Nýja heiminum hið einstaka viðhorf Evrópumanna til náttúrunnar — að maðurinn ætti að ráða yfir henni — og þessi af- staða hefur síðan breiðst út um allan heim.“ Goðsagnir og upphaf þeirra Sale nefnir nokkrar goðsagnir sem reynst hafi þrautseigar, m.a. að Kólumbus hafi viljað sanna að jörð- in væri hnöttótt og viljað sækja krydd til Kína. „Staðreyndin er sú að sérhver menntaður Evrópumað- ur á þessum tíma, einkum þeir sem fengust við siglingar, vissi að jörðr in var hnöttótt. .. Kólumbus vildi finna ný lönd,-hélt að þau væru einhvers staðar í Asíu og væru óbyggð. Kannanir mínar benda til þess að fjórum eða fimm árum fyrir dauða sinn hafi hann vitað að löndin, sem hann uppgötvaði, voru ekki í Asíu. Hann notar jafn- vel orðasambandið „nýr heimur" og taldi sig hafa fundið nýtt megin- land þ.e. Suður-Ameriku. Það er einnig algeng trú að Kólumbus hafi verið mikill sigl- ingafræðingur og sjómaður. Hann var vissulega fær sjómaður en hann missti fimm skip í fjórum ferðum sínum yfir hafið, aðallega vegna kæruleysis. Margar ferðir hans voru hrein glópska; hann sigldi stundum rakleitt inn i verstu illviðri." Reuter N-Kórea sleppir njósnurum Norður-Kóreumenn reyna nú að blíðka Japani, hina voldugu nágranna í austri, og í því skyni slepptu þeir tveimur japönskum njósnurum sem þeir höfðu haldið í fangelsi í sjö ár. Mennirnir voru skipstjóri vöruflutn- ingaskips og einn undirmanna hans. Toshiki Kaifu, forsætisráðherra Japans, hrósaði Norður-Kóreumönnum fyrir vikið og háttsettir embætt- ismenn í Tókíó sögðu málið verða til þess að liðka fyrir nánara sam- starfi ríkjanna. Á myndinni veifa Japanirnir tveir til fréttamanna við komuna til heimalandsins. Hjónaskilnuðum fjölgar hratt hjá Norðmönnum Ósló. Frá Helge Sorensen, fréttaritara Morgunblaðsins. FJOLDI hjónaskilnaða er að verða meiri en nokkru sinni fyrr í sögu Noregs. Norska hagstofan gerir nú ráð fyrir að um 40% allra hjóna- banda geti endað með skilnaði en fyrir tíu árum var samsvarandi hlutfall 29%. Skilnaðir voru 9.238 í fyrra eða verið gift í minna en fímm ár og 480 fleiri en 1988. 12.529 skildu 26% verið gift í minna en níu ár. að borði og sæng og fjölgaði slíkum Því lengur sem fólk hefur verið gift tilvikum um 1.170 milli ára. því minni eru líkurnar á skilnaði; aðeins 10% höfðu verið gift í 25 Það er einnig .athyglisvert að ár. Um 14.400 börn þurftu að horfa hjónabönd endast æ skemur. Að upp á foreldra sína skilja, þar af jafnaði hafa þau hjón sem skilja voru nær 10.000 undir átján ára verið gift í rúm 13 ár. 17% hafa aldri. OPIÐ DAGLEGA FRÁ KL. LAUGARDAGA FRÁ KL 10.00 TIL 10.00 10.00 TIL 10.00 Snorrabraut 56,

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.