Morgunblaðið - 12.10.1990, Síða 46

Morgunblaðið - 12.10.1990, Síða 46
46 MOK(;UNftIAPH> FfoSTUDAGUR 1% OKTÓRKR 19j)0 mmmn ,, é(j hetc/aá/>á s'ert báihn.A& fcL nóg ! A ebJei ah bringja. á biL -pyrir- þig ? " TM Reg. U.S. Pat Off —all rights reserved ° 1990 Los Angeles Times Syndicate Nei, þú ert ekki sver, óneit- anlega feitur ... HÖGNI HREKKVlSI Vanhæfni og kunnáttuleysi Til Velvakanda. Mánudaginn 8. október var á dagskrá útvarpsstöðvarinnar Stjörnunnar þáttur, sem bar heitið „A bakinu með Bjama“. Stjórnandi þáttarins, Bjarni Haukur Þórsson, leiddi þar umræður um það sem hann kallaði kynþáttamisrétti. Hlustendum Stjörnunnar var boðið upp á að hringja inn og_ lýsa yfir skoðun sinni á því hvort íslending- ar ættu að leyfa fólki af öðrum lit- arhætti, trúarbroti eða menningar- heimi að flytja til landsins og hvort slíkt gæti haft ófyrirsjáanleg vandamál í för með sér. Þátturinn var kynntur sem umræðuþáttur, þar sem öllum var heimilt að láta í ljós skoðanir sínar. Stjórnandi þáttarins tíundaði það í þættinum að skoðanir hans væru ekki til umfjöllunar. Ég vona að þeir, sem láta sig ábyrga fjölmiðlun varða, láti ekki framkomu Bjarna Hauks Þórssonar hjá líða athugasemdalaust. Það segir sig sjálft að þegar umræðu- efni sem þetta er annars vegar, verður stjórnandi að sýna nær- gætni og varkárni þegar hann varpar fram sínum spurningum eða athugasemdum til hlustenda. Það er skemmst frá því að segja, að þættinum var stjórnað af stór- felldri vanhæfni og kunnáttuleysi, þar sem kynþáttafordómar og hlut- drægní stjórnanda virtust ráða ferðinni. Tæpast var hægt að álykta annað, af máli Bjarna Hauks, en að hann væri mótfallinn öllum búferlaflutningum annarra kynstofna eða þjóðarbrota til lands- ins. Af orðum hans mátti t.d. ráða, að múhameðstrúarmenn „væru hundruðum ára á eftir okkur“ og stórfelldir kvenhatarar. Hann sagði að Grænlendingar á öldurhúsum borgarinnar væru „óþjóðalýður“ og lét þá skoðun þráfaldlega í ljós að „þessu fólki“ (þ.e. lituðum eða fólki framandi trúar) fylgdi ógrynni „fé- lagslegra vandamála", sem íslend- ingar gætu ekki tekið á sig. Þetta eru aðeins nokkur dæmi um orðav- al hans í þættinum. Aðfarir hans við stjórnun þáttar- ins voru slíkar að ómögulegt var að skilja afstöðu hans á annan veg. Hann gagnrýndi ekki þá, sem á einhvern hátt voru sammála honum en mótmælti og „rökræddi“ með útúrsnúningum við þá, sem voru honum ekki sammála. Hugtök eins og „trúfrelsi“, „lýðræði“ og „vest- ræn menning" fengu nýja merk- ingu í meðförum hans, sem ég hef aldrei heyrt áður. Raunar væri það of langt mál að tíunda allt það bull, sem upp úr Bjarna Hauki vall, en áhugasam- ir geta snúið sér til Stjörnunnar og beðið um afrit af þessum merka þætti. Enda eru umdeilanlegar skoðanir Bjama Hauks ekki kjami málsins. Bjami Haukur Þórsson er ungur og hress piltur, sem hefur sinn rétt til fijálsrar skoðanamynd- unar, rétt eins og allir þegnar landsins. Ef hann vill loka eyrum og augum fyrir áhrifum framandi menningarheima (sem hann aug- Ijóslega skilur ekki), þá er það hon- um einum viðkomandi. En ef Bjarni Haukur Þórsson kemur fram sem dagskrárgerðarmaður Stjörnunnar í þætti, þar sem frjáls skoðana- skipti eiga sér stað milli hlustenda, þá ber honum sem hlutlaus stjórn- .andi þáttarins, að halda sínum skoðunum fyrir utan þáttinn. Ef hann vill flíka sínum fordómum, þá verður hann að láta öðrum eftir stjóm þáttarins. Þetta er grundvall- arregla fjölmiðlunar, sem Bjarni Haukur virðist ekki þekkja. Til Velvakanda. Ágætu bændur. í guðanna bæn- um finnið aðra lausn á rúllubagga- notkuninni en að drita þessum hvítu böggum um allar jarðir. Er ekki hægt að koma böggunum í hús eins og heyinu forðum? Eða að minnsta kosti að fjarlægja það af túnunum þar sem baggarnir eru bara látnir liggja þar sem vélin skildi þá eftir. Þetta er hirðuleysi og tillitsleysi í hámarki. Menn mega kalla þetta fallegu nafni eins og sjónmengun, en þetta er hreint út sagt algjör hryllingur. Og fáein orð til seljenda plasts- ins, hvort sem það er nú framleitt hér á landi eða innflutt. Er ekki hægt að framleiða plastið í grænum l't? Það væri þó skárra að sjá bögg- unum staflað við hlöðuvegginn til bráðabirgða ef þeir væru samlitari umhverfinu. En aðeins meðan verið er að koma böggunum í hlöðu. Vonandi hefur honum gengið það eitt til, í einfeldni sinni, að skapa „krassandi" og „umdeilt" útvarpsefni með furðulegri stjórn- un sinni. Það vekur þó mesta undr- un mína, að útvarpsstjóri og for- svarsmenn Stjörnunnar hafi falið dagskrárgerðarmanni það verk- efni, að stjóma umræðuþætti um jafn viðkvæmt mál og kynþáttamis- rétti er, án þess að tryggja það að hann væri til þess hæfur. Kannski höfðu þeir ekki hugmynd um efni þáttarins. eða tilgang Bjarna Hauks. Ég vona þó að þeir sjái sóma sinn í því, sem fagmenn og merkisberar „fijáls útvarps", að láta það ekki henda Stjörnuna aft- ur að verða áróðurstæki óhæfs dagskrárgerðarmanns. Hver svo sem ætlun Bjarna Hauks Þórssonar hefur verið með þætti sínum „Á bakinu með Bjarna“, þá tókst honum að sann- færa mig og vonandi fleiri gagn- rýna hlustendur Stjörnunnar um eitt. Að hann hafi ekki nógu breitt bak til að axla þá ábyrgð, sem hvílir á herðum stjómanda mál- efnalegs umræðuþáttar. Þorsteinn H. Gunnarsson Þeir eiga hvergi heima utandyra. Ég skora á bændur og seljendur plastsins að nota nú veturinn til að finna aðra lausn á þessu máli. Forðið okkur frá því að sjá þessa bagga út um öll tún næsta sumar. Að nokkrum heilvita manni skuli detta í hug að skilja þetta bara eftir á víðavangi og það svo vikum skiptir. Ekki bara á einu túni eða í einni sveit, nei, út um allt land, takk fyrir. Það hljóta að vera tak- mörk fyrir því hve langt má ganga í hirðuleysinu. Sjá menn virkilega ekki fram fyrir nef sitt? Og eru engar nefndir í sveitarfélögunum sem eiga að fjalla um mengun af þessu tagi, umhverfísnefndir, heil- brigðisnefndir eða hvað þær gætu nú heitið? Ég ætla bara að vona að úr þessu verði bætt hið snar- asta. Burt með rúllubaggana af túnunum! Samferðamaður Hvítir plastbaggar „ H ANN El? HÉR INNI, AO FÁ SéR 00LLA Ar riSKi." Yíkveiji skrifar Heimsókn Landsbergis forseta Litháens til Islands hefur vakið verðskuldaða athygli. Það er tilbreyting að fá til landsins þjóð- höfðingja sem hefur boðskap að flytja. Ávarp Landsbergis til íslenzku þjóðarinnar er stórmerki- legt. Ástæða er til að hvetja alla íslendinga til þess að lesa ávarpið, en það birtist í heild á miðsíðu Morgunblaðsins í gær. í ávarpinu segir Landsbergis að fjölmargar þjóðir hafí tekið sér stöðu í biðröð- inni í von um að verða næstfyrstar að viðurkenna Litháen sem sjálf- stætt ríki. ísland hefur óumdeilan- lega verið í forystu á alþjóðavett- vangi í sjálfstæðisbaráttu Litháa. íslendingar eiga að taka á sig rögg og verða fyrstir þjóða til að viður- kenna sjálfstæðí Litháens. Þannig myndi ísland veita Litháum ómet- anlegan styrk um leið ogþað.fengi sess í heimssögunni. Islandsmótið í handknattleik er hafið fyrir nokkru. Leikjum í 1. deild hefur verið fjölgað stórlega og reynslan verður að skera úr um hvort þetta nýja iýrirkomulag er til bóta. Hinn nýi landsliðsþjálfari, Þor- bergur Aðalsteinsson, hefur verið hvetjandi þess að fjölga leikjunum. Hann segir það nauðsyn ef landslið íslands á að geta haldið sér í hópi þeirra beztu. Mikilvæg verkefni bíða landsliðsins og samið hefur verið um marga landsleiki fram að næstu B-heimsmeistarakeppni. Landsliðsþjálfarinn glímir við sama vanda og forverar hans, þ.e. að flestir beztu landsliðsmenn okkar Ieika í útlöndum. En Víkvetji hefur tröllatrú á Þorbergi Aðalsteinssyni og efast ekki um að hann eigi eftir að koma Islandi í A-heimsmeistara- keppnina. Þar á ísland heima og hvergi annars staðar. xxx Ríkissjónvarpið hefur verið sein- heppið með tvær síðustu út- sendingar frá landsleikjum íslands í Evrópukeppninni. Ekki náðust nema síðustu mínúturnar í leiknum gegn Tékkum og í fyrradag leit út fyrir að ekkert yrði af útsendingu frá landsleiknum við Spán vegna deilna milli sjónvarpsstöðva í Evr- ópu. Var frá þessu skýrt í fréttum fram eftir degi. Víkveiji taldi víst að leikurinn yrði ekki sýndur og ráðstafaði tíma sínum í annað. Von- brigðin urðu því mikil þegar hann frétti seinna um kvöldið að hann .hefði misst af útsendingunni. Næsti leikur verður gegn Albaníu næsta vor og vonandi verður RUV búið að kippa málunum í liðinn þegar að honum kemur!

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.