Morgunblaðið - 12.10.1990, Side 47
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 12. OKTÓBER 1990
47
í»essir hringdu .. .
Tannlækningar
Borgari hringdi:
„I skrifum um tannlækningar
í Búlgaríu sem birst hafa að und-
anförnu er klifað á því að þar séu
tannlæknastofur 10 til 20 árum á
eftir því sem hér gerist. Ég skil
satt að segja ekki alveg hvað
höfundar þessara greina eiga við.
Aðstæður á tannlæknastofum
hafa ekkert breyst hér á síðustu
árum og engar nýjungar komið
til og satt að segja gildir það líka
þó maður tali um tuttugu ár. Það
er kjánalegt að halda allt sé betra
nú en fyrir stuttum tíu árum.
Ekkert veit ég um tannlækningar
í Búlgaríu enda aldrei komið til
þess ágæta lands. En hitt veit ég
Tannlækningar í Búlgaríu
Til Velvakanda.
Fyrir stuttu skrifaði Jóhanna
Guðmundsdóttir í Velvakanda um
hrakfarir sínar hjá tannlækni í
Búlgaríu. Af því tilefni langar mig
að leggja tva-r spurningar fyrir
Jóhönnu. 1) Hve langur tími leið
frá því að hún fékk brúna sína
þangað til hún fékk tannrótarbólgu?
2) Hvar í Búlgaríu fékk hún sína
brú?
Ég er mjög forvitin vegna Jh*ss
að ég var í Búlgaríu í byijun sept-
ember, á stað sem heitir Eleníte,
og fékk brýr á aðeins 19 þúsund
krónur eða 33 dollara stykkið. Eg
er sammála þér, Jóhanna, að tann-
lu'knastofan var 10 til 20 árum á
eftir þvf sem við erum vön í snyrti-
mennsku og útliti. Minn tannlæknir
hendurnar og notaði hrein áhöld.
Við höfðum indælan túlk sem heitir
Ægir. Hann aðstoðaði okkur öll
eins og þörf var á. Þeir sem þurftu
að láta taka úr sér tennur voru
deyfðir en við hinir sem ætluðum
að fá brýr fengum frekar ruddalega
meðferð. Hjá okkur var jaxlinn
hreinsaður, þ.e. allt silfur í burt,
þar sem brúin átti að fara yfir.
Þetta þýddi kul í 3 til 4 daga þar
lil brýrnar voru tilbúnar.
Jóhanna, mér þykir leiðinlegt að
heyra hvernig fór fyrir brúnni þinni.
Er það örugglega tannlækninum í
Búlgaríu að kenna? Við vitutn báðar
að tannlæknar á íslandi eru mis-
jafnir og þannig er það einnig með
tannlækna f öðrum töndum. Einn
Íslendingurinn hjá okkur var alltaf
sem var rótfyllt á íslandi). Þegar
okkar tannlæknir úti fór að athuga
málið kom f Ijós úldin bómull í tönn-
inni. Læknirinn reyndi að bjarga
tönninni en það tókst ekki. Verkur-
inn vildi ekki fara svo að endalokin
voru þau að tönnina varð að fjar-
lægja.
Okkar lækni fannst við öll hafa
alltof gamlar fyllingar. Skýringin
er auðvitað sú að tannviðgerðir eru
alltof dýrar á íslandi. Eitt var ég1
ekki ánægð með f Búlgaríu. Tann-
la*knirinn tók engar röntgenmynd-
ir. Tannskemmd getur leynst í tönn-
inni, sem brúin ódýra er látin yfir,
og fer hún þá fyrir Iftið. Jóhanna,
ég vona aö þú sjáir þér fa*rt að
fra*ða mig og fieiri, sem völdum
|H‘Ssa leið.
að tannlækningar eru alltof dýrar
hér á íslandi, svo dýrar að lág-
launafólk hefur alls ekki efni á
þeim.“
Næla
Silfumæla, smíðuð hjá Jens,
tapaðist fyrir nokkru, sennilega á
Laugarvegi. Finnandi er vinsam-
legast beðinn að hringja í síma
676901.
Ulpa
Ljósbrún úlpa með tveimur
hettum tapaðist á Hótel Borg 29.
október. Finnandi er vinsamlegast
beðinn að hringja í síma 33161.
Viðkvæmar félagsverur
Til Velvakanda.
Eg er gamall skáti og eins og
máltækið segir: Eitt sinn skáti
ávallt skáti. En ég er líka hundaeig-
andi og dýravinur og þessvegna
finn ég mig knúða til þess að láta
frá mér heyra.
Hingað til hef ég notað hvert það
tækifæri sem gefist hefur til þess
að styrkja skátahreyfinguna og þá
bæði í orði og verki. En nú bregður
svo við að ég get með engu móti
gert það. Sú hugmynd þeirra að
vera með lifandi dýr, þ.e. hunda sem
happdrættisvinninga, brýtur svo í
bága við siðferðiskennd mína sem
manneskju, dýravinar og síðast en
ekki síst gamals skáta. Því skáti
er dýravinur — það er eitt af því
sem Baden-Powell, stofnandi skáta-
hreyfingarinnar, kenndi og hafði í
hugmyndafræði sinni þegar hann
mótaði starfsemi hreyfingarinnar.
Eg efast ekki um að þessi ákvörð-
un, að hafa hunda í happdrættis-
vinninga, er tekin í mikilli fljót-
fæmi og af vanhugsuðu máli og
væru skátarnir meiri menn ef þeir
tækju þessa hvolpa af vinninga-
skránni. I stað þess læði ég að þeim
þeirri hugmynd að þeir fái Hjálpar-
sveit skáta í lið með sér og hafi
helgarferð með hjálparsveitinni upp
á Langjökul í staðinn. Það væri
frumlegur og spennandi vinningur
því fáir hafa tækifæri til að veita
sér slíka upplifun. Og kostnaður
fyrir skátana væri sennilega minni.
Hvað hundana varðar eru þeir
viðkvæmar félagsverur og mjög
vandmeðfarnir. Þessir yndislegu
vinir okkar eiga svo sannarlega
betra skilið en að vera happdrættis-
vinningur sem getur lent hjá hveij-
um sem er. Því hvernig ætla skátar
að geta stjómað því hvar þeir lenda
og hvernig eigendur þeir fá ef vinn-
ingshafi vill taka við þeim en velur
ekki vöruúttektina?
Unglingar og áfengi
Að vera hundaeigandi er ábyrgð-
arfullt og vandasamt starf og sést
það best á eiganda þessarar tíkur,
móður væntanlegra happdrættis-
hvolpa, sem er annað hvort nýgotin
eða rétt ógotin að það er ekki á
hvers manns færi.
Mér þykir það miður en ég verð
að sleppa því að styrkja skátana í
þetta sinn — nema að þeir sjái að
sér og taki hvolpana af vinninga-
skránni. Og ég er sannfærð um að
þá muni fleiri en ég endurskoða hug
sinn og kaupa miða.
Solveig
Til Velvakanda.
Gera unglingar sér almennt grein
fyrir því hvað áfengi getur verið
hættulegt? Og hvar er fræðslan sem
ætti að vera til staðar? Nóg er af
fræðsluefni í sjónvarpi en kannski
ekki það rétta fyrir unglinga. Á
vissum aldri em þau mótanleg og
þann tíma ætti að nota til hins ýtr-
asta. Ég tel brýnt að einhver taki
af skarið og leiði þau í allan sann-
leikann um áfengi og önnur vímu-
efni.
Unglingar eru framtíð lands og
þjóðar. Ég segi ekki að allir ungl-
ingar kunni ekki að nota áfengi
rétt. En þau eru heldur of ung þeg-
ar þau byija að nota það. Það sem
fékk mig til að skrifa þessar línur
var það sem hent frænda minn á
unglingsaldri, hann var fiuttur ofur-
ölvi á gjörgæslu. Púlsinn var vart
merkjanlegur og varir og hendur
Urval af vinsælu barnaskón-
um frá portúgalska
fyrirtækinu
JIP
komnir aftur
Henta vel fyrir íslenska barnafætur,
enda mælum við með þeim heilshugar.
Skórnir, sem myndin er af, fást í hvítu,
dökk bláu, bleiku, rauðu og brúnu.
St. 18-24.
Póstsendum.
STEINAR WAAGE
SKÓVERSLUN
Kringlunni, sími 689212
Domus Medica, Egilsgötu 3,
sími 18519
TOPF
®*5SKÚR BÍN
VELTUSUNDI 1
21212
KVENKULDASTIGVEL
úrleðri með rennilás
Litur: Svartur
5% staðgreiðsluafsláttur
Verð 3.995,-
Póstsendum samdægurs
TOPP
Kringlunni,
sími689212
Oomus Medica
S. 18519.
---ŒORINN
VELTUSUNDI 1
21212
orðnar helbláar. Þetta skeði eftir
skóladag. Hann væri ekki á lífi í
dag nema fyrir tilstuðlan skóla-
hjúkrunarkonu í viðkomandi skóla.
Vií ég þakka henni fyrir allt sem
hún gerði til þess að aðstoða hann.
Kæru foreldrar. Leiðið börn ykk-
ar í allan sannleikann um Bakkus
og hversu hættulegur hann getur
verið. Þau hafa nægan tíma til þess
að komast í kynni við hann. Flestir
foreldrar hafa eflaust gert það sama
og unglingarnir í dag; prufa og
fikta.
Slökkvið þið nú á sjónvarpinu og
setjist niður með börnunum ykkar
eina kvöldstund. Þau eiga það inni
hjá ykkur. Og lítið í eigin barm
áður en þið dæmið þau. Við vorum
nú einu sinni unglingar sjálf.
Krakkar: Bakkus er böl.
3693-8544
Viðtalstími borgarfulltrúa
Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík
Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins
verða til viðtals í Valhöll, Háaleitisbraut 1,
á laugardögum í vetur frá kl. 10-12.
Er þá tekið á móti hvers kyns fyrirspurnum
ogábendingum.
Allir borgarbúar veikomnir.
Laugardaginn 13. október verða til viðtals Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, formaður skipulagsnefndar,
í borgarráði, hafnarnefnd, stjórn sjúkrastofnana, stjórn Sorpeyðingar höfuðborgarsvæðisins og
bygginganefnd aldraðra, og Hulda Valtýsdóttir, formaður menningarmálanefndar.