Morgunblaðið - 12.10.1990, Side 49
ocei HaaoT>i(7 sifauDMoa^ffiJlil il3W™“ (iuj/
MORGUNBLAÐIÐ IÞROTTIR FÖSTUDAGUR 12. OKTÓBER 1990
KNATTSPYRNA
Cruyff
„njósnaði
um Fram-
arana
Johann Cruyff, þjálfari Barc-
elona, sem mætir Fram í
Evrópukeppni bikarhafa, og að-
stoðarmaður hans Tony Bruins
Slot, fóru sér-
FráAtla staka ferð til
Hilmarssyni Cádiz og Sevilla
áSpáni til að „njósna“
um leikmenn
Fram, sem léku með 21 árs liði
íslands og a-landsliðinu.
Þeir félagar sáu þrjá Framara
leika með 21 árs landsliðinu -
Steinar Guðgeirsson, Anton
Björn Markússon og Ríkharð
Daðason og tveir léku með
landsliðinu í Sevilla, Kristján
Jónsson og Pétur Ormslev, sem
kom inná sem varamaður. „Það
er lítið hægt að leggja mat á
Framliðið með því að sjá leik-
menn þess leika með landsliðun-
um, en aftur á móti var gott
að sjá þá leikmenn sem koma
til með að leika gegn okkur -
kynnast hreýfingum þeirra á
veilinum,“ sagði Cruyff.
Mm
FOLX
■ GUÐMUNDUR Þorsteinsson
hefur verið ráðinn framkvæmda-
stjóri Blaksambands íslands.
Hann tekur við starfmu af Þor-
varði Sigfússyni.
■ HIBS í Skotlandi keypti í gær
skoska landsliðsmanninn Murdo
MacLeod frá Dortmund í V-
Þýskalandi á 350 þús. sterlings-
pund.
■ LAURENT Jaccard, fyrrum
landsliðsmaður Svisslendinga í
knattspyrnu, fékk í gær fjögurra
ára fangelsisdóm vegna þátttöku í
hátt í fimmtíu ránum sem voru
framin til að fjármagna eiturlyfja-
kaup. Jaccard, sem lék með Neuc-
hatel, er 29 ára. Hann varð að
leggja knattspyrnuskóna á hilluna
fyrir fjórum árum vegna meiðsla.
■ FRAMARAR fá senda mynd-
bandsspólu frá Spáni, sem hefur
að geyma leik Barcelona og Bilbao
um sl. helgi, sem Barcelona vann,
4:0.
■ MIKIÐ hefur verið skrifað um
Fram í blöðum á Spáni að undan-
förnu og í_ gær var opnugrein um
Fram og ísland í stærsta blaðinu
í Barcelona.
■ SAGT var sérstaklega frá
glæsilegnm árangri Asgeirs Elías-
sonar með Framliðið og knatt-
spyrnuferill hans rakinn. Sagt er
frá því að hann hafi leikið með
Fram gegn Real Madrid 1974.
Þorgrímur Þráinsson í leik gegn Frökkum á Laugardalsvellinum. Hann hefur gætur á Cantona, leikmanninum
sókndjarfa hjá Marseille.
Þorgrímur Þráinsson ætlar að taka sér árs frí:
Ætlar í brúðkaups-
terd til Indlands
„ÉG ákvað það í vor að taka
mér alfarið frí frá knattspyrn-
unni næsta sumar. Það er ág-
ætt að hætta núna eftir gott
tímabil," sagði Þorgrímur Þrá-
insson, hægri bakvörður lands-
liðsins og fyrirliði bikarmeist-
ara Vals, eftir leikinn í Sevilla.
Þorgrímur sgaðist ætla að taka
sér frí í eitt ár og svo væri
aldrei að vita nema að hann tæki
fram skóna á ný. „Ég er búinn að
vera í þessu á fullu
í fimmtán ár, þijú
ár með Víkingi 01-
afsvík og tólf ár með
Val. Þó ég hafi ofsa-
lega gaman af knattspyrnu þá verð-
ur ákvörðun minni ekki haggað.
Það er ágætt að skilja við Valsliðið
núna og ég veit að það kemur
maður í mann stað.
Það ec ekki þar með sagt að ég
sé alveg hættur í íþróttum - það
Valur
Jónatansson
skrifar
frá Spáni
get ég aldrei. Nú fer maður í líkams-
ræktina og spjótkastið og eitthvað
fleira skemmtilegt," sagði Þorgrím-
ur.
Þorgrímur gifti sig í sumar og
ætlar að fara í brúðkaupsferð til
Indlands á næsta ári. „Það verða
viðbrigði fyrir mig að eiga frí frá
knattspyrnunni um hveija helgi
næsta sumar.“
„Vona að Þorgrímur
leiki með okkur áfram“
orgrímur Þráinsson er góður félagsmaður. Ég vona að hann endur-
mÞ skoði ákvörðun sína og haldi áfram að leika með okkur,“ sagði
Helgi R. Magnússon, formaður knattspyrnudeildar Vals, þegar hann
var spurður um ákvöðun Þorgríms að leggja skóna á hilluna.
Helgi sagði að viðræður stæðu yfir við Inga Björn Albertsson um
að hann verði áfram þjálfari Vals. „Ég sé ekki annað en svo verði.“
Gunnlaugur Einarsson, leikmaður 21 árs landsliðsins, sem lék með
Grindavík í sumar, hefur ákveðið að ganga aftur til liðs við Val og
einnig Jón Helgi Sigurðsson, sem lék með Leiftri. Valsmenn vona einn-
ig að Jón Grétar Jónsson, sem hefur leikið með KA tvö sl. keppnistíma-
bil, komi á ný til Vals.
Færeyingar fjölmenntu
til Kaupmannahafnar
GÍFURLEGT knattspyrnuæði
braust út í Færeyjum eftir hinn
frækilega sigur, 1:0, Færeyinga
yfir Austurríkismönnum í Evr-
ópukeppni landsliða. Þegar
Færeyingar léku gegn Dönum
í Kaupmannahöfn
Alls voru 6600 Færeyingar á
meðal áhorfenda. Um 1600
Færeyingar flugu og fóru með
Smyrli til Danmerkur, en um 5000
Færeyingar sem eru búsettir í Dan-
mörku voru á leiknum.
Ferðaskrifstofa Færeyjar sá um
skipulagðar flugferðir frá Þórshöfn
til Kaupmannahafnar með Atlantic
Airways og má segja að loftbrú
hafi myndast milli Færeyjar og
Danmörku. Reiknað er með að
Færeyingar hafi borgað rúmlega
60 millj. ísl. kr. í ferðakostnað og
uppihald í Kaupmannahöfn. Þess
má til gamans geta að rúmlega tvö
prósent Færeyinga búsettum á eyj-
unum, hafi farið til Kaupmanna-
hafnar til að sjá leikinn.
Færeyingar töpuðu, 1:4, og voru
þeir ánægðir með leik sinna manna.
„Að leika gegn Dönum var eins og
að glíma við stóra bróðir," sagði
Joanne Jakobsen, leikmaður Færey-
inga. „Þetta voru ekki slæm úrslit
fyrir okkur. Grikkir töpuðu hér,
1:7, og Svíar máttu þola skell, 0:6,
fyrir stuttu. Þrátt fyrir þetta tap
er ég stoltur af frammistöðu minna
manna. Við náðum að bijóta niður
sóknarleik danska liðsins og þá
sköpuðum við okkur mörg góð
marktækifæri," sagði Páll Guð-
laugsson, þjálfari landsliðs Færey-
inga.
GOLF / LEK
Bændaglíma
Bændaglíma Landssambands
eldri kylfinga verður haldin á
golfvellinum á Hellu á laugardag-
inn. Ræst verður út frá kl. 10-12.
LEK er eitt fjölmennasta íþrótta-
samband aldraðra og þar eru allir
gjaldgengir sem orðnir eru 55 ára.
Stefnt er að því að sem flestir kylf-
ingar af öllu landinu mæti til
Bændaglímu, það eykur kynni
manna á milli og eflir samstöðuna.
Bændur verða: Guðmundur
Ófeigsson, GR, og Gísli Halldórs-
son, Nes. Mótstjóri er Eyjólfur
Bjarnason.
■Fjórða og síðasta Aloha-styrktar-
mót GK verður haldið á laugardag-
inn. Ræst verður út frá kl. 9. Skrán-
ing í síma 53360. Þetta er síðasta
opna mót sumarsins.
Sigtryggur. Halldór.
Ufðm
FOLK-
■ HALLDÓR Ingólfsson, örv-
henta skyttan í liði Gróttu, er einn-
ig illa fjarri góðu gamni og munar
um minna. Halldór er handarbrot-
inn.
■ SIGTRYGGUR Albertsson,
einn efnilegasti markvörður lands-
ins, leikur ekki með Gróttu um
þessar mundir. Hann er á sjó.
KARFA
LétthjáKR
ÆT
Islandsmeistarar KR áttu ekki í
vandræðum með ÍR-inga í úr-
valsdeildinni í körfuknattleik í gær-
kvöldi - lokatölur urðu, 80:67, eft-
ir að staðan hafði verið, 45:23, í
leikhléi. KR-ingar notuðu ekki sína
sterkustu menn stóran hluta leiks-
ins. Um 30 áhorfendur sáu leikinn,
sem fór fram í Laugardalshöllinni.
í kvöld
Handknattleikur:
Þrir leikir verða leiknir í handknattleik
í kvöld. ÍBV fær Val í heimsókn í 1.
deild karla. Selfoss leikur gegn iBV í
1. deild kvenna og Grótta b - HK leika
í bikarkeppni karla. Leikimir hetjast
kl. 20.
Deildarbikarkeppnin
Dregið var í ensku deildarbikarkeppninni í
knattspyrnu, en ekki bikarkeppninni, eins og
sagt var frá í blaðinu í gær. Beðist er velvirð-
ingar á mistökunuin.