Morgunblaðið - 17.10.1990, Page 1

Morgunblaðið - 17.10.1990, Page 1
56 SIÐUR B 235. tbl. 78. árg. MIÐVIKUDAGUR 17. OKTOBER 1990 Prentsmiðja Morgunblaðsins Persaflóadeilan: „Niimberg-réttar- höld“ yfir Saddam? Nikosíu. Reuter. GEORGE Bush Bandaríkjaforseti varaði í gær Saddam Hussein íraks- forseta og hershöfðingja hans við stríði og sagði að þeir ættu yfir höfði sér réttarhöld vegna grimmdarverka sem framin hefðu verið í Kúvæt. „Munið að þegar stríði Hitlers lauk hófust Nurnberg-réttarhöld- in,“ sagði Bush og vísaði til réttar- haldanna yfir þýskum stríðsglæpa- mönnum eftir heimsstyijöldina síðari. Nokkrir þeirra voru hengdir. Stjórnvöld í Bagdad sögðust ekki Nýstárleg ágræðsla París. Daily Telegraph. FRANSKIR skurðlæknar hafa beitt þeirri nýstárlegu aðferð að græða fót sjúklings við hönd hans til að þeir gætu gert að sködduðum fótlegg hans. Eftir sjö mánaða aðgerð saumuðu þeir síðan fótinn við fótlegginn. Læknarnir sögðu að þetta væri í fyrsta sinn sem þessari aðferð væri beitt og að sjúkling- urinn gæti gengið eðlilega á ný eftir ár. Sjúklingurinn hafði dottið af brautarpalli í neðanjarðarstöð í París og orðið fyrir lest með þeim afleiðingum að hann missti fótinn. Læknarnir töldu að fót- leggurinn hefði skaddast of mik- ið til að hægt væri að græða fótinn við hann þegar í stað. Þeir ákváðu þess vegna að græða hann við úlnliðinn. Þeir tengdu fótinn ,við blóðrás hand- arinnar og bættu skinni við hann til að koma í veg fyrir vefjaþorn- un. Þannig gafst þeim tími til að gera að fótleggnum og stækka hann um 15 sentimetra til að hægt yrði að sauma fótinn við hann. hræðast hótanir Bandaríkjaforseta og sögðu að írakar færu ekki úr Kúvæt þótt það kynni að kosta langvarandi styijöld. Bandarískir embættismenn sögðu að stjórn Bush væri, í sam- ráði við bandamenn sína í Persa- flóadeilunni, að búa sig undir að leggja fram tillögu um nýja ályktun fyrir Sameinuðu þjóðirnar þar sem grimmdarverk íraka í Kúvæt eru fordæmd og krafist er stríðsskaða- bóta. Jevgeníj Prímakov, sendimaður Míkhaíls Gorbatsjovs Sovétforseta, kom í gær til Rómaborgar til að ræða við Giuliano Andreotti, for- sætisráðherra Ítalíu, um Persaflóa- deiluna. Hann sagði að sovésk stjórnvöld væru vongóð um að unnt yrði að leysa deiluna með friðsam- legum hætti. Hann bætti við að „mögulegt og nauðsynlegt" væri að írakar færu úr Kúvæt. Prímakov fer einnig til Frakklands og Banda- ríkjanna til að ræða við þarlenda ráðamenn en áður hafði hann rætt við Saddam Hussein. Reuter Friðarverðlaunum Gorbatsjovs mótmælt íMoskvu Sovésk kona heldur á mótmælaspjöldum við múra Kremlar í gær. Á einu þeirra er mynd af syni hennar sem féll í Armeníu árið 1970. Á spjöldunum stendur: „Við getum ekki þagað öllu lengur" og „Éinn fær friðar- verðlaun, annar líkkistu á friðartímum“. Jeltsín hafnar áætlun Gorb- atsjovs um markaðsbúskap Segir að Rússar kunni að hafna samvinnu við Sovétstjórnina og stofna eigin her Moskvu. Reuter, Daily Telegraph. MÍKHAÍL Gorbatsjov, forseti Sovétrílyanna, kynnti í gær nýja áætlun um efnahagslegar umbæt- ur, þar sem stefnt er að því að I Áætlunin verður lögð fyrir þing innleiða markaðsbúskap í Sov- landsins, Æðsta ráðið, á fimmtu- étríkjunum innan tveggja ára. I dag eða föstudag. Borís Jeltsín, Verst er þessi endalausa óvissa og þetta stöðuga aðgerðarleysi - segir þýskur gísl Saddams Husseins íraksforseta í samtali við Morgunblaðið Bagdad. Frá Jóhönnu Kristjónsdóttur, bladainanni Morgunblaðsins. „ÞAÐ VÆRI ekki sannleikanum samkvæmt að segja að illa sé far- ið með mig. En þessi endalausa óvissa um hvar maðurinn minn er og stöðugt aðgerðarleysi er að gera mig ruglaða," sagði þýsk kona í samtali við Morgunblaðið, en hún og eiginmaður hennar eru í hópi þeirra fjölmörgu útlendinga sem stjónvöld í írak halda í gíslingu þótt viðbáran sé jafnan sú að þeir séu „gestir" Saddams Husseins íraksforseta. Konan bað þess lengstra orða að nafn hennar yrði ekki birt og hið sama gerði breskur hagfræð- ingur sem hefur unnið í Kúvæt í þrjú ár. Hann var fluttur til Bagdad, höfuðborgar íraks, fyrir þremur vikum, kona hans er farin úr landi og hann sagði að sér hefði verið sagt að hann yrði síðar færð- ur á „hernaðarlega mikilvægan stað“, en hann vissi ekki hvenær. Líkt og fram hefur komið í fréttum hafa írösk stjórnvöld sagt að er- lendir karlmenn, sem haldið er í gíslingu verði fluttir á þá staði sem taldir eru líkleg'skotmörk í hugs- anlegum ófriði og segja írakar að með þessu móti geti „gestir" Sadd- ams forseta tryggt friðinn. Þeir gíslanna sem ekki hafa verið fluttir til hugsanlegra skot- marka dveljast á hótelum í Bagdad. Þeir hafa mjög takmarkað frelsi til að fara út og reynt er að fylgjast með því að þeir hafi ekki samband við erlenda blaðamenn. Oft tekst það þó á einn eða annan máta og blaðamennirnir taka bréf frá þeim til ættingja í Evrópu eða Bandaríkjunum. Þýska konan kvaðst hafa sent bréf með hollenskum blaðamönn- um nokkrum dögum áður, en hún hefði aðeins viljað láta vita af sér og gætt þess að segja ekkert sem hefði komið viðkomandi blaða- mönnum í koll ef bréfið hefði fund- ist í fórum þeirra'. Hún sagði það vera mjög sér- kennilega reynslu að lifa í raun algeru lúxuslífi en geta ekki farið fijáls ferða sinna. Henni væri sýnd fyllsta kurteisi og starfsmenn þýska sendiráðsins fengju að hafa tal af henni í viku hverri í viður- vist fulltrúa iraska upplýsinga- máiaráðuneytisins. „Mér líður bet- ur á eftir þó við getum svo sem lítið talað,“ sagði hún og var hálfklökk í rómnum. „Veistu, hér áður fómm við maðurinn minn alltaf til Spánar í þijár vikur á hveiju sumri, sleiktum sólina og slöppuðum af. Það sérkennílega er að það er einmitt þetta sem ég er að gera núna. Munurinn er sá að ég get ekki farið þegar ég vil og ég er hrædd um manninn minn. Munað á borð við þennan vonast ég til að þurfa ekki að upplifa lengi enn og aldrei oftar.“ Sjá frétt á bls. 20. forseti Rússlands, stærsta lýð- veldis Sovétríkjanna, sagði að áætlun Gorbatsjovs væri dæmd til að mistakast. Rússar gætu þurft að bregðast við henni með því að stofna eigin her og hafna allri samvinnu við sovésk stjórnvöld. í áætlun Gorbatsjovs er gert ráð fyrir að komið verði á markaðskerfi í fjórum áföngum innan eins og hálfs árs til tveggja ára. Stefnt er að hraðri og viðamikilli einkavæð- ingu og „hámarks frelsi í efna- hagslífinu". Þá boðar forsetinn að einokun ríkisfyrirtækja verði afnum- in og einkaeign lögleidd. „Ástandið er orðið svo alvariegt að nauðsynlegt er að grípa tafar- laust til aðgerða,“ segir í formála áætlunarinnar, sem virðist samsuða úr róttækum tillögum hagfræðings- ins Stanislavs Sjatalíns og hófsam- ari tillögum Níkolajs Ryzhkovs for- sætisráðherra. Æðsta ráðið hafnaði báðum tillögunum og fól Gorbatsjov að leggja fram nýja áætlun. Jeltsín sagði að áætlunin væri til- raun til að „varðveita gamla skrif- ræðið“. Hann sagði það út í hött að ætla sér að blanda saman tillögum Sjatalíns og Ryzhkovs og líkti því við að para saman snák og brodd- gölt. Rússar kynnu að koma eigin efnahagsáætlun í framkvæmd 1. nóvember, innleiða markaðsbúskap á 500 dögum og stofna eigin her.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.