Morgunblaðið - 17.10.1990, Síða 12

Morgunblaðið - 17.10.1990, Síða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 17. OKTÓBER 1990 Skátahreyfingin á Islandi: Ut í náttúruna góða ferð „Út í náttúruna" eru hvatning- arorð skátahreyfingarinnar til landsmanna á öllum aldri um að leggja meiri rækt við útivist og gönguferðir um íslenska náttúru, dýrmætustu eign ferðamannsins, þar sem góður undirbúningur og góð umgengni við landið er örugg- ur vísir að góðri ferð. Það er margt sem heillar Það er margt sem heillar í íslenskri náttáru. Flestir sækjast mest eftir þeirri friðsæld og kyrrð sem þar er að fínna, þeirri tilfinn- ingu að vera frjáls og komast í snertingu við landið og líf þess, upplifa eitthvað fallegt, hugsa um þetta smáa, ýmist plöntur eða fugla, eða það stæn-a eins og jökla, vötn og fjöll. Úti í náttúr- unni eru menn lausir við borgar- niðinn. Göngum vel um gróðurinn Náttúra landsins er viðkvæm, sérstaklega á vorin, og hún er lengi að ná sér sé henni mis- þyrmt. Því miður er víða að finna umhverfisspjöll vegna slæmrar umgengni. Látum slíkt heyra sög- unni til og berum virðingu fyrir gróðri og öðru lífríki náttúrunnar. Hendum ekki rusli á víðavangi RE YN SLUHORNIÐ Höskuldur Jónsson, forseti Ferðafélags íslands „Ég gekk í skátana 11 ára og mín fyrsta útilega var með skátun- um og þar lærði ég að bjarga mér úti í náttúrunni og umgangast landið rétt. Skátahreyfingin var inér góður og hollur skóli fyrir gönguferðir og útivist sem er fyrir löngu orðin eðlilegur þáttur í mínu lífi. Ég hvet alla til að leggja rækt við gönguferðir og útilif. Einkunn- arorðin kunnu Vertu viðbúinn eiga vel við á ferðalögum enda er allra veðra von í íslenskri náttúru og nauðsynlegt að búa sig samkvæmt því. íslensk náttúra er viðkvæin og ganga verður um hana með virðingu. Gæta verður að skilja ekki við landið brennimerkt heldur í því horfi sem allir vilja koma að því aftur. Það er mikilvæg regla. Útivist, hvort heldur dagsferðir eða nokkurra daga gönguferðir, er ekki aðeins holl hreyfing og góð fyrir skrokkinn. Sú sérstaka tilfinning að ganga um nánast ónumið land og víðáttur, án vélarhljóða borgarlífsins, tel ég ekki síður gefandi." Höskuldur Jónsson, for- stjóri Áfengis- og tóbaks- verslunar ríkisins og for- seti Ferðafélags íslands, er gamall skáti. „Út í náttúruna" eru hvatningarorð skátahreyfingarinnar til landsmanna á öllum aldri um að leggja meiri rækt við gönguferðir og útivist. Gefum okkur meiri tíma fyrir gönguferðir í friðsæld og kyrrð náttúrunnar. Það er gaman að ganga. Góða ferð. og fylgjum þeirri einföldu reglu að skilja við landið í sama horfi og við viljum koma að því. Það er bæði auðvelt og skemmtilegt að ganga vel um. Góðir skór og skjólfatnaður Góðir skór og traustur fatnaður er mikilvægasti búnaður allra úti- vistarmanna. Gott er að hafa skjólfatnað og nesti í bakpoka og fleiri en eina skó. Það er annað veður uppi á Esju en við Lauga- veginn og þeir sjá fljótt eftir því sem leggja af stað á nærbolnum og nestislausir. Annað og meira en fjallaferðir Ferðir út í náttúruna eru annað og meira en fjallaferðir þrautþjálf- aðra og harðsnúinna fjallgöngu- manna. Gönguferðir hluta úr degi eru nefnilega algengastar. Það er styttra út í friðsæla náttúruna en margur heldur og víða eru góðar og léttar gönguleiðir við þéttbýli. Heiðmörk er gott dæmi þar um. Góðar bækur eru til um göngu- leiðir og má þar nefna bækurnar Gönguleiðir á íslandi eftir hinn mikla ferðafrömuð Einar Þ. Guðjohnsen. Fjölskyldan saman úti í náttúrunni Það hefur brunnið við að þeir sem stunda útilif og gönguferðir af kappi á unglingsárum telji sig ekki hafa tíma fyrir slíkt þegar þeir gerast íjölskyldumenn og er- ill hvunndagsins verður meiri. Þetta er mikill misskilningur. Stuttar ferðir ijölskyldunnar þar sem foreldrar og börn eru saman á göngu og í leik eru bæði auð- veldar og gefandi. Gefum okkur meiri tíma fyrir gönguferðir í friðsæld og kyrrð náttúrunnar. Það er gaman að ganga. Góða ferð. Lögmál ferðamannsins 1. Göngum ávallt frá áningarstað eins og við viljum koma að honum. 2. Skiljum ekki eftir rusl á víðavangi né urðum það. 3. Kveikjum ekki eld á grónu landi. 4. Rífum ekki upp grjót, né hlöðum vörður að nauð- synjalausu. 5. Spillum ekki vatni, né skemmum lindir, hveri eða laugar. 6. Sköðum ekki gróður. 7. Truflum ekki dýralíf. 8. Skemmum ekki jarðmyndanir. 9. Rjúfum ekki öræfakyrrð að óþörfu. 10. Okum ekki utan vega. 11. Fylgjum merktum göngustígum þar sem þess er óskað. 12. Virðum friðlýsingarreglur og tilmæli landvarða. Þetta er boðskapur náttúruverndarlaganna um um- gengni. En við vitum öll, að þetta er nauðsynlegt að hafa hugfast, ef við viljum eiga áfram hreint land og fagurt. Myndræn viðhorf Myndlist BragiÁsgeirsson Myndlistarmaðurinn Ásgeir Lárusson hefur haldið margar sýningar, sem hafa haft það helst sameiginlegt, að vera látlausar og smáar í sniðum. Sýning hans þessa dagana í Galleríi einn einn á Skólavörðu- stíg 4a, er hér engin undantekn- ing, en þó sýnir hann mun fleiri verk á veggjum listhússins en margur hefur gert á undan hon- um. En flestir hafa haft þann háttinn á að sýna lágmark mynda. Ásgeir er - líka frábrugðinn mörgum, sem sýnt hafa hafa þar áður, að hugsa heilmikið um myndrænu hlið málverksins, samræmi línu, litar og forms, en það hefur ekki þótt alltof fínt af yngri listamönnum á síðasta áratug. Sýningin er þannig meira fyr- ir augað en flestar hinna og minna hreint hugmyndafræði- legs eðlis, né gerð samkvæmt einhverri viðurkenndri alþjóð- legri formúlu, sem í gangi kann að vera. En þó má að sjálfsögðu finna áhrif að utan í þeim, en það sem meira er um vert einnig úr hug- arheimi listamannsins og demp- að Iitavalið kannast maður við frá fyrri sýningum. Þessar myndir eru flestar litlar og af meðalstærð og sveija sig í ætt við það sem hann hefur áður gert. Sumar hafa yfir sér súrrealískan blæ, en flestar hafa þær það sameiginlegt að stað- festa myndræna kennd gerand- ans, sem kemur einna helst til skila í myndunum „Kona við spegil“ (7), „Nóvember" (9), „Álfakóngur" (12) og „Gata“ (18). Ekki er hægt að segja, að mikil átök séu merkjanleg í myndum Ásgeirs, frekar að í Eitt verka Ásgeirs Lárussonar þeim sé skáldleg og ljóðræn æð og að myndirnar streymi eftir frekar lygnum farvegi án flúða, rasta og fossa. Sýningin virkar þannig vel á skoðandann eins og fleiri sýning- ar gerandans hafa gert um dag- ana og myndirnar gefa sem fyrr fyrirheit um _að eitthvað mun meira búi í Ásgeiri Lárussyni, sem bíði þess að þrengja sér fram. Arbok Lands- bókasafnsins ÁRBÓK Landsbókasafns 1988 er komin út. í hennir eru nokkrar greinar. Andrés Björnsson skrifar um Grím Thomsen og Uppsalamótið 1856. Finnbogi Guðmundsson fjallar um tvennar smíðalýsingar í verkum Snorra Sturlusonar. Hann hefur og búið til prentunar nokkur bréf skáldanna Benedikts Gröndals og Einars Benediktssonar til Willards Fiskes. Nanna Ólafsdóttir ritar rækilega greina um Halldóru Bjarnadóttur og hefur að auki búið til prentunar kafla úr fjölmörgum bréfum til hennar. Seinast í Árbók- inni fer svo skýrsla landsbókavarðar um Landsbókasafnið 1988. ■JÝTT SÍMANÚMER AUGLÝ5INGADBLDAN onn

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.