Morgunblaðið - 17.10.1990, Qupperneq 14

Morgunblaðið - 17.10.1990, Qupperneq 14
14 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 17. OKTOBER 1990 KORNI HRÖKKBRAUÐ SÉRTILBOÐ Á STÓLUM Módel Diskó Sterkur og þægilegur stóll fyrir kaffistofur, eldhús o.fl. Króm, hvítir og gróir Kr. 5.000,- stgr. Módel 100 Þægilegur og vandaður stóll. Grind króm eða hvít. Leður svart eða hvítt. Kr. 8.000,- stgr. Á VEGGI, LOFT OG GOLF TRAUSTARI HUÓÐEINANGRUN, ÞYNGRI OG STEINULL ÞVÍ ÓÞÖRF. A FLOKKUR ELDTRAUSTAR VATNSHELDAR ÖRUGGT NAGLHALD KANTSKURÐUR SEM EGG HOLLENSK GÆÐAVARA Þ.ÞORGRlMSSON&CO ÁRMÚLA 29, SÍMI 38640 Koma orgelsnillingsins Louis Thiry í dag, miðvikudag, 17. október, kemur hingað til lands á vegum Söngmálastjóra Þjóðkirkjunnar franski orgelsnillingurinn Louis Thiry. Thiry hefur mikla sérstöðu meðal orgelleikara vegna þeirrar fötlunar sem hann varð fyrir sem barn, en hann er bæði blindur og ennfremur vantar framan á fingur vinstri handar. Fyrir nokkrum árum heyrði ég frásagnir af Thiry og hafði þá þegar mikinn áhuga á að kynnast hljóðfæraleik hans. Eins tel ég að fordæmi hans hvað dugnað og þrautseigju snertir geti verið öllum fyrirmynd, bæði tónlistarfólki og ekki síst þeim sem við einhverja erfiðleika eiga að stríða. Margir telja eflaust að fötlun hans muni að einhveiju leyti heyrast á ieik hans, en svo er þó ekki. Fyrstu tónleikar L. Thiry verða laugardaginn 20. október kl. 17.00 á Akureyri. Næstu tónleik- ar verða síðan þriðjudaginn 23. október kl. 21.00 í Fríkirkjunni í Reykjavík og þar mun hann m.a. leika verk eftir César Franck. Þá verða þriðju tónieikar hans í Dóm- kirkjunni í Reykjavík föstudags- kvöldið 26. október kl. 21.00 og verða þá á efnisskránni m.a. hinar undurfögru fantasíur í f-moll eftir W.A. Mozart. Það sem gerði það fjárhagslega kleift að Louis Thiry kemur hing- að til lands er sérstakur fjárhags- legur stuðningur frá Óryrkja- bandalagi íslands og Landssam- tökunum Þroskahjálp, en þar að auki hefur hótelstjóri Hótels Holts, Skúli Þorvaldsson, veitt sérstakan styrk í formi gistingar. Björn Steinar Sólbergsson sem er organisti Akureyrarkirkju er einn af þeim sem hlýtt hafa á leik Thiry og varð vitni að hinum glæsilega leik hans án þess þó að vita um fötlun hans. Björn Steinar skrifaði niður nokkur æviatriði hans og fara þau hér á eftir: „Sem bam lenti Louis Thiry í þeirri erfiðu lífsreynslu að sprengja sem hann var að leika sér að, sprakk í höndum hans. Louis missti þá bæði sjónina og framan af þrem fingrum vinstri handar. Þetta kom samt ekki í veg fyrir áhuga hans á tónlist- arnámi. Sjö ára gamall fór hann til pían- ókennara í heimaborg sinni og óskaði eftir að komast í tíma til hans. Kennarinn sagði honum að miðað við fötlun hans væri slíkt nám vonlaust. Drengurinn gafst ekki upp og ári síðar kom hann aftur til kennarans og spurði hann hvort hann mætti sýna honum Louis Thiry hvað hann hefði verið að gera. Þegar kennarinn heyrði hversu langt drengurinn hafði komist án kennslu, féllust honum hendur og bauðst til að taka hann í tíma. Seinna fór svo Thiry í blindra- skólann í París og komst þá að hjá hinum frábæra orgelkennara André Marchal, sem var einn af upphafsmönnum endurvakningar orgeltóniistar í Frakklandi. Thiry stundaði einnig nám við tónlistar- skólann í París, þar sem hann fékk síðar fyrstu verðlaun í orgel- leik hjá Rolande Falcinelli. Störf Thiry eru mjög fjölþætt, og skiptast þau á milli kennslu, tónleikahalds, útvarpsþátta og hljóðritana bæði í Frakklandi og erlendis. Einnig hefur hann tekið þátt í íjölda tónlistarhátíða víða um Evrópu. Verkefnaval hans nær frá 18. öld og fram á okkar daga. Hann er þekktur fyrir mjög góða túlkun á barokk-tónlist og hefur hann leikið öll orgelverk Francois Cou- perin og Nicolas de Grigny inn á plötur.. Auk þess hefur Thiry hljóðritað „Kunst der Fuge“ og „das Wohltemperierte Klavier" eftir Johann Sebastian Bach. Einnig hefur hann leikið öll orgel- verk Olivier Messiaen inn á plötur en fyrir þær upptökur fékk hann sérstök verðlaun frá franska for- setanum. Auk þess að vera einleikari er Thiry virkur þátttakandi í kam- mertónlist bæði með hljóðfæra- leikurum og söngvurum. Einnig er hann heiðursorgelleikari við „la chapelle du centre hospitalier uni- versitaire Charles Nicolle" í Rou- en.“ Haukur Guðlaugsson Nýsjálenskir búfræðingar á íslandi: Islendingar geta skapað töluverð verðmæti úr vannýttum kjötafurðum TVEIR nýsjálenskir búfræðingar, sem hingað komu til þess að kanna hvort ekki sé hægt að nýta kjötafurðir betur en liingað til hefur verið gert, eru sammála um að íslendingar gætu á einfaldan máta nýtt kjöt- afurðir, sem annars er hent, og skapað þannig töluverð verðmæti. Afgangana segja búfræðingarnir, þau Lance W. Smith og Diane Fow- ler, að nota megi í þurrmat, lyf og smjörlíkisframleiðslu svo eitthvað sé nefnt. Diane Fowler og Lance W. Smith. Morgunblaðið/KGA „Áður en ég kom til íslands var ég fremur vondaufur um að hægt væri að nýta vannýttar íslenskar kjötafurðir svo einhveiju næmi enda var mér sagt að aðeins væri slátrað STÓRSÝNINGIN DYRID GENGUR LAUST RÍÓ TRÍÓ í 25 ÁR , ö! ásamt stórhljómsveit Gunnars Þórðarsonar Stórkostleg 18 manna sýning - Glæsilegur matseðill - Skemmtistaðurá heimsmælikvarða - Ges'tirá laugardagnin varsögðu: „ Þvílík skemmtun. Við höfum ekki skemmt okkur eins vel ífleiri ár. “ „Stemningin vurrosaieg. “ Borðapantanir í símum 77500 og 78900 Hljómsveit Gunnars Þórðarsonar leikur fyrir dansi ásamt söngvurunum Helgu Möller og Eyjólfi Kristjánssyni III li V ANM I SÍMIT7SOO í HICII e milli 500 og 600 þúsund skepnum árlega í landinu," sagði Lance W. Smith í samtali við Morgunblaðið. „Eftir að hafa kynnt mér aðstæður komst ég þó að raun um að íslending- ar geta skapað töluverð verðmæti, allt upp í 350 miljónir, ef þeir nýttu afganga sem hingað til hefur verið hent.“ Nýtingarmöguleikarnir eru á þremur mismunandi stigum. í fyrsta lagi er með einföldum hætti hægt að þurrka innmat og búa til úr hon- um dýrafóður. í öðru lagi má, með aðeins flóknari aðferðum, framleiða verðmætari vöru s.s. heilsufæði, lýsi og smjörlíki. Og að lokum má úr afgöngunum vinna efni til iðnaðar, farða og lyf svo eitthvað sé nefnt. Möguleikarnir eru eins og sjá má margir en í skýrslu, sem við höfum gert eftir heimsóknir okkar í slátur- hús, bendum við á að hagstætt væri að byija á því að framleiða þurrmat og nota dýrafitu en einnig er bent að framleiðslu blóðpróteins sem vinna má úr blóði kinda, nautgripa og hesta. Próteinið er dýr vara sem notuð hefur verið í meðöl af ýmsu tagi,“ sagði Lance W. Smith sem til gamans nefndi að Nýsjálendingar nýttu garnaenda sem smokka og seldu á‘ 8 dollara stykkið (450 ísl. kr.) út úr búð. Hann sagði að ákveðin tækniþekk- ing væri nauðsynleg til að nýta af- urðirnar en benti jafnframt á að kostnaður við starfsemina væri ekki mikill og aðstaða væri góð í flestum sláturhúsanna sem búfræðingarnir heimsóttu. Lance W. Smith sagði að hugmyndir búfræðinganna hefðu fengið góðan hljómgrunn meðal ráð- amanna sem þau Diane hittu á föstu- dag og bætti við að hann vonaðist til að hægt væri að koma á góðu samstarfi í landbúnaði og sjávarút- vegi á milli Nýja Sjálands og íslands þar sem Nýsjálendingar aðstoðuðu Islendinga í landbúnaði en íslending- ar Nýsjálendinga í sjávarútvegi.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.