Morgunblaðið - 17.10.1990, Side 15

Morgunblaðið - 17.10.1990, Side 15
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 17. OKTOBER 1990 15 Uppsagnarbréf sem aldrei hefur verið skrifað eftir Svavar Gestsson Ragnar Björnsson tónskáld fjall- ar um fyrstu tónleika Sinfóníu- hljómsveitar íslands á nýju starfs- ári í Morgunblaðinu 13. október sl. og nefnir jafnframt að framkvæmd- astjóri hljómsveitarinnar hafi ekki verið viðstaddur til að taka á móti gestum. Ragnar telur ástæðu fyrir ijarveru þessari geta hafa verið nýmóttekið uppsagnarbréf frá menntamálaráðherra. Hér er um einhvern misskilning að ræða af hálfu Ragnars, því slíkt bréf hefur aldrei verið skrifað. Skv; lögum um Sinfóníuhljóm- sveit Íslands nr. 36/1982, 4. gr., er stjórnin skipuð fimm mönnum, einum tilnefndum af Reykjavíkur- borg, einum tilnefndum af starfs- mannafélagi hljómsveitarinnar, ein- um tilnefndum af fjármálaráðu- neytinu og einum tilnefndum af Ríkisútvarpinu. Menntamálaráðu- neytið skipar formanni án tilnefn- ingar. í 5. gr. sömu laga segir svo: „Stjórn Sinfóníuhljómsveitarinnar ræður sér framkvæmdastjóra og ber hann ábyrgð á störfum sínum gagnvart henni. Hann skal ráðinn til 4 ára í senn en endurráðning er heimil." í lögunum er ekki kveðið á um að stjórnin þurfi að bera ákvarðanir sínar varðandi ráðningu framkvæmdastjóra undir mennta- málaráðherra. Núverandi stjórn hefur ákveðið að endurnýja ekki samning við framkvæmdastjóra. Sú ákvörðun var samþykkt samhljóða í stjórninni. Menntamálaráðherra situr ekki í þeirri stjórn. Það er því alrangt að framkvæmdastjórinn hafi fengið uppsagnarbréf frá menntamálaráðherra og það hefði Ragnar Björnsson átt að vita. Það er útbreidd skoðun að ævi- ráðning í æðsta embætti stofnana ríkisins sé óheppileg. Sérlega mikil- vægt hefur þótt að tryggja end- Ævar Petersen fuglafræðingur: Friðun þyrfti að fylgja eftir með rannsóknum ÆVAR Petersen fuglafræðing- ur segir að rjúpnastofninn hafi verið í lægð að undanförnu og nái botni á næsta ári eða jafnvel í ár. Héðinn Ólafsson á Fjöllum í Kelduhverfi, sem talið hefur rjúpu i landareign sinni í fjöru- tíu ár, hefur lagt til að stofninn verði friðaður í tíu ár. Ævar segir að ef friða eigi rjúpuna, þurfi að gera það í að minnsta kosti tíu til fimmtán ár og fylgja friðuninni eftir méð vel undirbúnum rannsóknum. Ævar sagði að fyrr á öldinni, þegar lítið hafi verið af íjúpu, hafi stofninn oft verið friðaður. Þá hafí farið að fjölga en tjúpunni hafi fjölgað hvort sem var vegna sveiflna í stofninum. Menn væru engu nær um ástæður sveiflnanna. Sagði Ævar því að ekki þýddi að friða ijúpnastofninn nema hefja viðamiklar rannsóknir. Hann sagði að litlar rannsóknir væru nú í gangi. Reynt væri að telja ijúpu á afmörkuðum svæðum á hveiju ári til að mæla breytingar á stofn- stærð. Ævar sagði að samkvæmt taln- ingum fyrr á öldinni hefði stofninn verið í lágmarki þegar 90 karrar voru í Hrísey. í vor hefðu fundist 140 karrar og benti það til þess að botninum yrði náð á næsta ári. Sagði Ævar hugsanlegt að breyt- ingar á gróðurfari í Hrísey hefðu þau áhrif að eyjan bæri fleiri fugla en áður þegar stofninn hefur verið í lágmarki og að stofninn væri þá jafnvel í lágmarki í ár. urnýjun yfirmanna menningar- stofnana. Þess vegna eru svipuð ákvæði í lögunum um Þjöðleikhúsið og um Listasafn íslands, þar er að vísu einungis heimilt að endurráða forstöðumann einu sinni, þannig að 10 ár er hámarkstími. Æðstu menntastofnanir landsins hafa hliðstæða reglu, þannig að rektorar Háskóla íslands og Kenn- araháskóla íslands eru kjörnir til fárra ára. í Kennaraháskóla íslands er endurkjör einungis heimilt einu sinni án lotuskila. í frumvarpi til laga um Ríkisút- varpið sem lagt hefur verið fram á Alþingi eru sams konar reglur um ráðningu yfirmanna og eins í frum- varpi til laga um Kvikmyndastofnun íslands. Þess má geta að Reykjavík- urborg' hefur sett sér slíkar reglur „Það er útbreidd skoð- un að æviráðning í æðsta embætti stofnana ríkisins sé óheppileg“ um forstöðumann listasafna Reykjavíkurborgar, hann er ráðinn til sex ára í senn og heimild til endurráðningar. Tilhneigingin er því greinileg í þessa átt og hingað til hafa ekki heyrst hávær mótmæli. í lögunum um Listasafn íslands og Þjóðleikhúsið er tekið fram að menntamálaráðherra ráði forstöðu- mann/leikhússtjóra að fengnum umsögnum safnráðs/þjóðleikhúss- ráðs. I lögunum um Sinfóníuhljóm- sveit íslands eru hins vegar engin slík ákvæði. Menntamálaráðherra Svavar Gestsson hefur hreinlega ekkert um málið að segja. Akvörðun um ráðningu framkvæmdastjóra liggur algjör- iega hjá stjórninni. í greininni segir Ragnar: „Ráð- herra segir ástæður sér ókunnar, hafi aðeins framkvæmt ákvörðun annarra, óvenju ráðþæginn ráð- herra, en kannski gildir annað þeg- ar um uppsagnir er að ræða en þegar skipað er í stöður?“ Hér hlýt- ur Ragnar að misminna, ráðherra hefur einfaldlega ekkert „fram- kvæmt“ í þessu máli og ber heldur ekki að gera það. Ummæli Ragnars um afskipti ráðherra af málum framkvæmdastjóra Sinfóníunnar í annars ágætri umfjöllun um fyrstu tónleika hljómsveitarinnar á nýju starfsári eru því á misskilningi byggð. Höfundur er menntamálaráðherra. Ströng þjálfun krefst kalks og próteins MUNDU EFHR OSTINUM Hann er kalk og próteinríkur °c

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.