Morgunblaðið - 17.10.1990, Page 16

Morgunblaðið - 17.10.1990, Page 16
16 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 17. OKTÓBER 1990 Skoðanakönnun um fyrirhugað álver eftir Gunnlaug Jónsson Nýlega voru birtar niðurstöður skoðanakönnunar um viðhorf al- mennings til fyrirhugaðrar álvers- byggingar og staðsetningar þess. Skoðanakönnun þessi var pöntuð af iðnaðarráðuneytinu og fram- kvæmd af Félagsvísindastofnun. Sem dæmi um þá áherslu sem lögð hefur verið á niðurstöður könnunarinnar, má nefna að fimmtudaginn 4. okt. var hennar getið í þrígang til stuðnings við byggingu álvers, þ.e. af utanríkis- ráðherra í morgunútvarpi, af iðnað- arráðherra í síðdegisútvarpi og af talsmenni Atlantsál-hópsins í kvöldfréttum sjónvarps. Því er enn meiri ástæða til að skoða nákvæm- lega niðurstöður könnunarinnar og forsendur þeirra ályktana sem af henni hafa verið dregnar, þegar svo mikið er gert úr gildi hennar sem raun ber vitni. Dagblöð slógu upp feitum fyrir- sögnum um þessi mál þar semfjall- að var um niðurstöður könnunar- innar. „Landsbyggðin velur Keilis- nes“ stóð t.d. stóru letri á forsíðu Þjóðviljans þann 15. sept. sl. „Þjóð- arsamstaða um álver“ var fyrirsögn á leiðara Alþýðublaðsins þann 18. sept. Eins og þessi dæmi gefa til kynna, hafa'niðurstöður könnunar- innar verið notaðar af mikilli ákveðni bæði til að gefa til kynna að lansmenn væru sammála um ágæti fyrirhugaðs álvers, svo og að landsbyggðin veldi Keilisnes frekar en aðra þá valkosti sem hafa verið inn í umræðunni (Eyja- fjörður og Reyðarfjörður). Einnig var rýnt í afstöðu fylgismanna ein- stakra stjómmálaflokka til málsins og hefur verið fullyrt að meirihluti innan allra stjómmálaflokka sé fylgjandi álveri. T.d. segir Þjóðvilj- inn að meirihluti kjósenda Alþýðu- bandalagsins styðji álver á Keilis- nesi, vilji Atlantshál einungis byggja þar. Hér á eftir verður rýnt aðeins nánar í þær niðurstöður skoðana- könnunarinnar sem eru gmnnur að fyrir fyrrgreindum fréttum og fullyrðingum. Skoðanakönnun og svörunarhlutfall Það vakti athygli að í þeim frétt- um sem fjölluðu um fyrmefnda skoðanakönnun, var aldrei getið um hve há svarprósentan hafði verið. Það vakti grunsemdir, því varla hefði verið þagað yfir því ef hún hefði verið mjög há, og þar með aukið _ trúverðugleika niður- staðnanna. í skýrslu Félagsvísinda- stofnunar kemur hins vegar fram að úr 1.000 manna úrtaki fengust svör frá 67,5% þeirra sem í úrtak- inu lentu. Það er að segja að ekki fengust svör frá 32,5% úrtaksins. Þar af em „látnir, sjúkir og erl. ríkisborgarar" 5,1%. Látnir eru því kannske um 15 manns af þessum þúsund. Þetta er gmndvallaratriði hvað varðar trúverðugleika niður- staðnanna. Í fræðum um skoðana- kannanir eða úrtök er eitt gmnd- vallaratriði sem ekki verður fram hjá gengið, eða svöranin. Eitt er að velja úrtakið á viðunandi hátt, hitt er að fá viðunandi hlutfall svara. Til þess að svör úrtaksins teljist marktæk fyrir heildina verð- ur svarprósentan að vera yfir 80%. Það er sú viðmiðun sem höfð er til viðmiðunar um trúverðugleika skoðanakannana. Úrtak eitt þús- und manna, sem er vandlega valið og með 80—90% svömn, gefur t.d. allt áðra og betri mynd af skoðun- um Bandaríkjamanna í einhveiju ákveðnu máli en tveggja milljón manna úrtak, þar sem fæst 50% svömn (ein milljón sem svarar). Því gefa niðurstöður skoðanakönn- unar með um 68% svömn einungis tiltölulega veika vísbendingu um afstöðu almennings, en þær eru langt frá því að hægt sé með ör- yggi að fullyrða eitt eða annað út frá niðurstöðunum. Það stór hluti úrtaksins svarar ekki, að hann skiptir sköpum um endanlega nið- urstöðu. Alls ekki er hægt að full- yrða að skoðanir þeirra sem ekki svara skiptist eins og hjá þeim sem svömðu. Þetta verður sérstaklega áberandi þegar farið er að biðja fólk um flokkspólitíska afstöðu, þá fer svömnin undir 50%, og eru því niðurstöður þeirra spuminga al- gjörlega ómarktækar. Sem viðmið- un má nefna að í alþingiskosning- um kjósa yfirleitt milli 85 og 90% kjósenda. Frekari sundurliðun í leiðara Þjóðviljans frá því 18. sept. er farið nánar yfir ýmsa þá þætti sem koma fram í fyrr- greindri skoðanakönnun. Þar er meðal annars sagt í (fullyrðingast- íl) að 46,2% stuðningsmanna Al- þýðubandalagsins vilji nýtt álver. Þegar þessi liður er skoðaður nánar kemur í ljós að sá fjöldi sem liggur að baki þessarar fullyrðingu er 39 manns, eða um 3,9% afþeim 1.000 aðilum sem lentu með í úrtakið. Af þeim 668 sem svara, gefa 237 ekki upp flokkspólitíska afstöðu þannig að einungis 431 (43%) svar- ar þessum lið. Niðurstaðan er því algjörlega ómarktæk. í leiðara Al- þýðublaðsins frá 18. sept. segir að: „Nær einróma meirihluti vill nýtt álver...“. Samkvæmt skoðana- könnuninni eru 67,7% af 668 hlynntir nýju álveri eða 452, eða undir 50% af úrtakinu. í málflutn- ingi Alþýðublaðsins em þessi 45,2% af 1.000 „nær einróma meirihluta" og síðar: „Skýr mynd af vilja þjóð- ar, Íslendingar vilja álver...“. Hér virðist tilgangurinn helga meðalið í framsetingu og túlkun, svo vægt sé til orða tekið. Þegar spurt er á hvaða stöðum nýtt álver eigi að rísa, fást einung- is svör frá 436. Þegar óskað er eftir upplýsingum um flokkspóli- tíska afstöðu taka einungis 296 (úrtakið var upp á 1.000 manns) afstöðu undir þessum lið eða 29,6% af þeim sem komu með í upprana- legu úrtaki. Þegar aðspurðum gefst kostur á að velja milli staða fæst eftirfar- andi niðurstaða: Af aðspurðum taka 436 afstöðu. Þegar óskað er eftir upplýsingum um flokkspólit- íska afstöðu taka einungis 296 (úr- takið var upp á 1.000 manns) af- stöðu undir þessum lið eða 29,6% af þeim sem komu með í upprana- legu úrtaki. Þegar aðspurðum gefst kostur á að velja milli staða fæst eftirfar- andi niðurstaða: Af aðspurðum taka 436 afstöðu. Þar af er 51,5% af velja Keilisnes eða 223. Þessi hópur, 223 einstaklingar eru 22,3% af 1.000. Á máli Alþýðublaðsins heitir þessi niðurstaða: íslendingar Gunnlaugur Jónsson „Því lægra sem svörun- arhlutfallið er við ein- stökum spurningum, því minna er að marka niðurstöðurnar.“ vilja álver (45,2% og að það rísi á Keilisnesi (22,3%). Spurningin um Keilisnes Síðasta spurningin í skoðana- könnuninni gefur sterklega til kynna fyrir hvern könnunin er gerð. Spurt er hver sé afstaða manna til Keilisness, sé það eini valkosturinn. Þetta er gert löngu áður en formlega hefur verið tekin ákvörðun um staðarval. Þetta þýðir að öðmm stöðum er ekki gefinn kostur á að vera eini valkosturinn. Þarna er gefið tilefni til að slá upp álíka fullyrðingum og gert er í Þjó- ðviljanum þann 15. nóv.: „Lands- byggðin velur Keilisnes". Því þorðu menn ekki að fá fram afstöðu að- spurðra gagnvart Eyjafirði og Reyðarfirði, ef annar hvor þessara staða hefði verið lagður fram sem eini valkosturinn? Hér taka 427 afstöðu. þar af era 74,2% sem em hlynntir Keilisnesi eða 316 manns eða 31,6% úrtaksins. Þegar beðið er um flokkspólitíska afstöðu undir þessum lið era einungis 291 (29,1% úrtaksins) sem gefa sig upp. í blöð- um segir að 57,9% Alþýðubanda- lagsins velji Keilisnes undir þessum kringumstæðum. Undir þessum lið gefa sig upp 19 aðilar sem alþýðu- bandalagsmenn eða 1,9% af 1.000 manna úrtaki. 57,9% af 19 eru 11. Það er stungin tólg þegar svo fá- mennur hópur er talinn vera full- gildur fyrir skoðanir meirihluta al- þýðubandalagsfólks. Hver er eiginlega lágmarkskrafa um svörun til að riiðurstaðan sé marktæk? Að endingu Hér að framan hefur verið skyggnst inn í ýmsa þætti skoðana- könnunar um afstöðu íslendinga til bygginga og staðsetningar nýs álvers. Ég hef lagt rök að því að ýmsar fullyrðingar sem slegið hefur verið upp í framhaldi af því að nið- urstöður könnunarinnar voru lagð- ar fram, byggja á harla veikum grunni; Að ekki fengust svör frá nema 67,5% við gmndvallarspurningunni um álver eða ekki álver gerir það að verkum að ekki er hægt að draga af niðurstöðunni óyggjandi ályktun. Það gefur til kynna ákveðnar líkur en ekki meir. Því lægra sem svörunarhlutfallið er við einstökum spurningum, því minna er að marka niðurstöðurnar. Ég hélt satt að segja að ef svörunin fer undir ákveðið hlutfall, þá væri spurningin dæmd úr leik, vegna þess að • svörin væm ómarktæk. Ástæða er til að gera sérstakar kröfur til vandaðara vinnubragða við skoðanakannanir vegna jafn mikilvægra og afdrifaríkra mála og álversmálið er. Ég hef hér að undan sett svörin upp sem hlutfall af heildarfjölda sem kom með í úrtakið. Nú geri ég mér mæta vel grein fyrir því að sú aðferð gefur alls ekki rétta mynd. Ég nota hins vegar þessa aðferð til mótvægis við þá fram- setningu sem notuð hefur verið í umræðunni að undanförnu að ákveðið hlutfall af 67,5% svömn sé fyllilega marktækt fyrir skoðan- ir heildarinnar. Þá kröfu verður að gera að ljóst liggi fyrir hver er lágmarkssvörun úrtaks svo niðurstöðumar séu marktækar, ég hef sett markið við 80%. Síðan verður að skilgreina á hvaða bili svömnarhlutfallið gefur ákveðna vísbendingu, en eru ekki öruggar niðurstöður. Þar má nefna bilið 50-80% svörun. Þegar svörun- in er svo undir 50% er ekkert hægt að lesa út úr svörunum og niður- stöður því ómarktækar. Þegar farið er að nota niðurstöður skoðana- kannana í svo stórpólitískum til- gangi eins og hér hefur verið gert, þá er algjör krafa að lagt sé fag- legt gæðamat á framkomnar niður- stöður, svo að ljóst sé hveiju treysta má, og á hveiju er ekki mark takandi. Höfundur er hagfræðingur í landbúnaðarráöuneytinu. MEÐAL ANNARRA ORÐA Staðir eftir Njörð P. Njarðvík Til em á íslandi staðir sem hafa mikil áhrif á menn og snerta þá djúpt vegna hlutverks síns eða sér- stöðu. Þessi áhrif geta verið með ýmsum hætti eftir eðli staðarins. Sögustaðir tala til okkar vegna atburða úr fortíð þjóðarinnar, staks atburðar en þó oftar vegna sögu- legs hlutverks í langan tíma. Ég á til dæmis erfítt með að ímynda mér að Islendingur geti staðið á Þingvöllum með öllu ósnortinn af þeirri miklu sögu sem þar hefur gerst, þar sem mætast blómaskeið og hnignun, glæsiieiki og niðurlæg- ing. Ég trúi því að þeir sem vom á Þingvöllum 17. júní 1944 í „sól- skinsörmum regnsins" (eins og segir í undurfögra ljóði Jóns Óskars: Vorkvæði um ísland), geymi þá stund innra með sér ævilangt. Fegurð landslags er að sönnu mikil á Þingvöllum og það má einnig segja um suma aðra mikilsverða sögustaði eins og Skál- holt og Bessastaði. En skyldi ekki fegurð þeirra aukast við sögulegt gildi þeirra? Eða réttara sagt: Er það ekki fyrst og fremst vitneskjan um liðna atburði sem vaknar í huga okkar, þegar við komum á sögu- staði? Sjálft orðið sögustaður seg- ir okkur í raun og vem að atburð- ur sem hefur gerst, geymist og heldur áfram að gerast eins lengi og minningin um hann lifír í huga þjóðarinnar. Og þegar hann fellur í gleymsku, rofna tengslin milli manns, lands og sögu. Virðing og bannhelgi Svipaðs eðlis er sú virðing sem fólk hefur borið fyrir stöðum, sem em tengdir þjóðtrú, þótt hún sé að vísu staðbundari en tilfínningin fyrir sögustöðum. Álagablettur í túni, hóll sem ekki má slá, klettur sem ganga skal framhjá hljóðlega og ekki fara með dár og spé. Stundum fylgir þessum stöðum bannhelgi og beygur, tengdur hugboði um ófarir, að álfar og huldufólk muni hefna sín ef menn gerast of nærgöngulir og virða ekki tilverurétt ósýnilegra ná- granna. Nú þykjast sumir þess umkomnir að geta hlegið að slík- um hindurvitnum, en þeir ættu að hugsa sig um, og ef til vili mun þeim svelgjast á hlátrinum. Þessi óttablandna virðing er nefni- lega ekki bara spuming um tilvist álfa, huldufólks og dverga. Hún er kannski fyrst og fremst hugboð um að í sjálfri náttúmnni búi innra líf sem beri að umgangast með varúð af fullri tillitssemi. Það mun vera evrópsk hugsun að maðurinn eigi að ráða yfír náttú- mnni. Sú hugsun kann að vera orsök þess að Evrópumenn lögðu undir sig meginhluta heimsins með ofbeldi og eyddu því menn- ingarviðhorfí sem byggðist á auð- mjúkari afstöðu til alls sem lifír. Þessi yfírgangur hefur að vísu fært sumum heimshlutum þæg- indi og efnahagslega velmegun um sinn, en sýnist þó bera í sér þær afleiðingar sem bannhelgi náttúmnnar hefnir sín með. Skömm er óhófs ævi, stendur í Hrafnkels sögu, og virðist vera að sannast á mannkyni í heild. Við emm farin að skynja þær ófarir sem bíða okkar, af því að við virtum ekki álagabletti þeirrar jarðar sem við byggjum. Eðlislæg tengsl Svo em líka til staðir sem búa yfír miklum áhrifamætti, þótt þeir séu hvorki tengdir sögu né þjóð- trú. Sá áhrifamáttur byggist á eðlislægum og oft ósjálfráðum tengslum manns og náttúra. Til em ýmsir staðir á Íslandi sem geisla frá sér þvflíkum andblæ, að maður verður líkt og högg- dofa. Oftast eru þessir staðir bundnir ósnortinni náttúru: strönd, fjall, foss, jökull. Aðdrátt- arafl þeirra er kynngimagnað og ferðamenn flykkjast hingað hvað- anæva að til að hlýða hinu hljóða kalli þess. Margir nefna Snæfells- jökul í þessu sambandí og telja hann jafnvel vera einhvers konar andlega orkustöð. Ég held að það sé á misskilningi byggt. Ég held að hin andlega orka búi innra með okkur sjálfum en áhrifamáttur ákveðinna staða kalli hana auð- veldlegar fram en aðrir staðir. Ég er viss um að margir íslend- ingar þekkja slíka staði sem þeir líkt og eigni sér og kalli sína. ,Ég á mér slíkan stað í þjóðgarð- inum austur á Skaftafellsheiði. Eg geng frá tjaldstæðinu upp Austurbrekkur um Austurheiði og Leynidal, upp Flárnar að Glámu undir Kristínartindum, þar sem Skaftafellsjökull teygist niður úr Vatnajökli og Hrútsfjall, Öræfa- jökull og Hvannadalshnúkur blasa við. Frammi fyrir þegjandi óhagg- anleika þessa mikla jökuls hljóðn- ar persónuleikinn, egóið, ósjálfrátt og maður skynjar í mikilfengleik hins skínandi bjarta umhverfís, hversu fráleitt það er að maðurinn eigi að ráða yfír náttúranni. Mað- ur skynjar líkt og á mýstískan hátt samrana við umhverfið, að maður er sjálfur hluti umhverfís- ins og það á sama hátt hluti af manni sjálfum. Um leið og persón- uleikinn hljóðnar, flæðir fram hin djúpa, ópersónulega andlega orka, sem býr innra með öllum mönn- um. Á sömu stundu færist maður- inn nær því að skynja sinn innsta kjarna, því að leiðin til að skynja umhverfí sitt liggur inn í manninn sjálfan, og leiðin til að skilja sjálf- an sig er að verða eitt með um- hverfi sínu. Þessi þversögn gagn- stæðra átta í senn skapar heild sem laðar fram andlega orku, og maðurinn gengur endurnærður fram á vettvang dagsins. Höfundur er rithöfundur og dósent í íslenskum hókmcnntum við Háskóla íslands.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.