Morgunblaðið - 17.10.1990, Síða 17

Morgunblaðið - 17.10.1990, Síða 17
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 17. OKTOBER 1990 17 HVER Á ÍSLAND? eftirHrafnkel Á. Jónsson Ríkisstjórn íslands framkvæmir í dag fiskveiðistefnu sem er beint framhald gamla lénsfyrirkomulags- ins. Það byggðist á því að örfáir jarðeigendur, lénsherrar, áttu jarð- eignir og landseta með húð og hári. Hið nýja lénsfyrirkomulag byggir á því að örfáir stórir aðilar eignist allar veiðiheimildir og þar með land- setana, það er að segja sjómenn og fiskverkafólk sem lifir á auðlindinni. Mér er það ljóst að þeir sem mótað hafa fiskveiðistefnuna, hafa reynt að gera það með heildarhags- muni í huga. Afleiðingin er þrátt fyrir það skelfileg. Svo slæm að ef ekki verður. snúist til varnar munu mörg byggðarlög leggjast af. Auk þess sem fólkið sem mest á i húfi, sjómenn og fiskverkafólk, deilir hart um skiptingu arðsins af auð- lindinni. í mínum huga er það nauð- synlegt hinum dreifðu sjávarpláss- um með ströndum landsins að það takist fullar sættir með sjómönnum og landverkafólki um nýtingu þess- arar undirstöðuauðlindar íslend- inga. En hvað er þá til bragðs að taka? Það þarf að upplýsa hvers vegna óunninn ferskur fiskur er fluttur út Hrafnkell Á. Jónsson „Kaup og sala á óveidd- um fiski í sjó stríðir gegn minni réttlætis- kennd.“ í vaxandi mæli. Svarið er augljóst segja menn. Það fæst einfaldlega hærra verð fyrir fiskinn á mörkuð- um erlendis. Svona einfalt er þó svarið ekki. Það er nefnilega ekki nema hluti fisksins seldur óunninn til neytandans. Það er staðreynd að stór hluti þess afla sem fluttur er út fer í vinnslu þar og síðan á markað í samkeppni við fisk sem unninn er á íslandi^. Þetta segir mér að verð- lagning aflans innanlands er röng. Ef erlend vinnsla getur greitt tvö- falt og jafnvel þrefalt verð fyrir afla, sem síðan er seldur unninn erlendum neytanda á sama verði og íslensk vara, segir það mér eitt, að einhvers staðar eru maðkar í mysunni. Ef til vill er lausnin fólgin í því að gera það að skyldu að allur afli fari í gegnum íslenskan markað. Kaup og sala á óveiddum fiski í sjó stríðir gegn minni réttlætis- kennd og þeim kaupskap verður einfaldlega að linna. Ef fram fer sem horfir endar það á einn hátt. Undirstaða heilu byggð- arlaganna verður seld í burtu og eftir situr fólk án atvinnu með verð- lausar eignir. Verndun og skipu- legri nýtingu fiskistofna verðum við að ná fram með öðrum hætti. Höfundur er formaður vmf. Arvakurs á Eskifirði og tekur þátt íprófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Austurlandskjördæmi. LÁRA MARGRÉT RAGNARSDÓTTIR hagfræðingur Stuðningsmenn Kosningaskrifstofa Láru Margrétar er í Hafnarstræti 20, 4. hæð (lyfta). Skrifstofan er opin virka daga frá kl. 16:00—22:00 og kl. 14:00—20:00 um helgar. Símar 27804, 27810, 28817 og 28847. Frumkvæði og fyrirhyggja — ráða úrslitum Metsölubloð á hverjum degi! Sameinum Sjálf- stæðisfiokkinn Nokkur orð um prófkjör eftirHelenu Albertsdóttur Kæru vinir á gamla góða Fróni, nú er prófkjör stendur fyrir dyrum reikar hugurinn til ykkar. Óneitan- lega væri gaman að vera með í þessari tímamóta prófkjörsglímu. Ég segi tímamótaglímu, því mikið vatn hefir runnið til sjávar frá kosn- ingunum 1987. öll gerum við okkur grein fyrir, að íslenskt þjóðfélag þolir ekki meiri sundrung. Með Inga Björn Albertsson, bróður minn, í huga, rita ég þessi orð, en hann hafði kjark, manndóm og síðast en ekki síst forsjá, til þess að stíga það skref að ganga til liðs við sjálf- stæðismenn og þar með að stuðla að sameiningu flokksins. Ég get mælt með Inga Birni, ekki vegna þess að hann er bróðir minn, því oft erum við ekki á eitt sátt, heldur vegna kosta hans, trygglyndis, heiðarleika og hjarta- gæsku. Ingi Björn kom að mestu óreyndur inn á völl stjórnmálanna fyrir þremur árum og ekki þarf að tíunda frammistöðu hans þennan tíma, sem er honum til sóma og hveijum flokki heiður og styrkur að eiga slíkan mann innan sinna raða. Sameiginlegt markmið okkar hlýtur að vera að fá fólk til að taka þátt í íslenskum stjórnmálum, sem er með hugsjónir fyrir land og þjóð, fólk sem vill og getur þjónað af hreinlyndi og vilja. Fólk sem þekkir hjartslátt þjóðfélagsins og þegna Helena Albertsdóttir þess, því stjórnmál eru þjónustu- starf og enginn hægðarleikur og oft og tíðum sár. Ingi Björn hefur ekki farið varhluta af þessu. Hann er allur af vilja gerður til að þjóna landi og þjóð og búa komandi kyn- slóð betri tíma. Sjálfstæðismenn, treystum Inga Birni sem nú þegar hefur sýnt hvað í honum býr. Sam- einumst um Inga Björn Albertsson í komandi prófkjöri. Baráttukveðja. Höfundur er búsettur í Bandaríkjunum. NOTAÐU HEILANN BETUR Laugavegi 163 Föstud. 19.okl. kl.19.00. Kvöldnámskeið sem byggir á nýjuslu rannsóknum í dáleiðslu, ' djúpslökun, Hugefli og Neuro Linguistic Programming aðferðafræðinni (NLP). "Opnar aðgang að feiknarmiklum ónotuðum hæfileikum." Námskeiðið er haldið á hverju föstudagskvöldi í 4 vikur. Leiðbeinandi er Garðar Garðarsson. Hann útskrifaðist með practitioners gráðu í NLP frá Grinder, DeLozier & Associates í Bandaríkjunum árið 1988. Skráðu þig NÚNA og fáðu nánari uppl. hjá Betra Líf, sími: 62 33 36. Libby’/ Stórgóða tómatsósan AUK hf. 103.2/SlA

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.