Morgunblaðið - 17.10.1990, Side 18

Morgunblaðið - 17.10.1990, Side 18
18 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 17. OKTÓBER 1990 Morgunblaðið/Sigurður Jónsson Unnið við gróðursetningu á lóð Fjölbrautaskólans. Fjölbrautaskóli Suðurlands: Nemendur dagskóla 620 í hálfbyggðu húsnæði Selfossi. NEMENDUR Fjölbrautaskóla Suðurlands eru nú 620 í dagskóla og 150 í öldungadeildum. Þessi fjöldi í dagskólanum er jafn mikill og gert er ráð fyrir að verði í skólahúsnæðinu fullbyggðu en eftir er að byggja síðari áfanga skólans. Nemendafjöldinn hefin- sprengt utan af sér húsnæðið sem kemur fram í stærri námshópum en ann- ars væri og að kennt er í aukastof- um á lóð skólans og í aðalkennslu- húsinu, Odda, er hver kimi nýttur til kennslu. Umræður eru hafnar um stækk- un skólans og hefur staða mála í skólanum verið kynnt þingmönnum og sveitarstjómamönnum á Suður- landi. Framkvæmdir við frágang lóðarinnar í kringum skólann hófust í sumar. í því efni hafði starfsmann- afélag skólans vaðið fyrir neðan sig og setti niður 3000 græðlinga fyrir nokkrum árum. Þessir græðlingar komu sér vel á dögunum þegar starfsfólk og stúdentsefni skólans tóku sig til og gróðursettu stóran hluta þessara græðlinga sem voru orðnir mann- hæðar háir. Sig. Jóns. Aðalfundur smábátaeigenda: Brýnt að standa vörð um banndagakerfið „BRÝNA nauðsyn ber til þess að standa vörð um banndagakerfið í fiskveiðilöggjöfinni, sem kemur til framkvæmda 1. janúar 1991, þannig að ekki komi til þess að bátarnir í því kerfi verði reiknaðir inn í kvótakerfið 1. september 1994. Sjávarútvegsráðuneytið hefur nú þegar lýst yfir vilja sinum til að stuðla að því að svo megi verða og lýsir Landssamband smábátaeigenda fullum vilja til samstarfs í því máli,“ segir í ályktun sjávarútvegsnefndar á aðalfundi Landssam- bands smábátaeigenda (L.S.), sem haldinn var fyrir skömmu. í ályktuninni segir einnig að ýmsar aðferðir séu hugsanlegar til að viðhalda banndagakerfinu og megi til dæmis benda á þá leið að setja þak á banndagabátana miðað við stærð þeirra og gera kvóta þeirra óframseljanlegan með öllu ef til uppreiknings kæmi árið 1994. Landssamband smábátaeigenda telur banndagakerfið nauðsynlegan þátt í smábátaútgerð. Það hefur þungar áhyggjur af röskun á sókn- armunstri flotans miðað við stærð- arsamsetningu skipanna. Á sama tíma og öflugustu skipum sé leyft að skarka innan landhelgi og uppi í fjörum alls staðar í kringum Vsk á erlend- um náms- og fræðibókum HÁSKÓLARÁÐ hefur samþykkt einróma að erlendar náms- og fræðibækur verði undanþegnar virðisaukaskatti. í samþykkt háskólaráðs segir að allt prentað mál sé nú undanþegið virðisaukaskatti nema bækur á er- lendri tungu. Nær allar náms- og fræðibækur sem notaðar eru við Háskóla Islands og aðra skóla á háskólastigi eru á erlendri tungu. Háskólaráð telur brýnt að erlendar náms- og fræðibækur séu undan- þegnar virðisaukaskatti. landið sæki smábátarnir æ lengra á haf út. „Þessari þróun mótmælir Lands- sambandið kröftuglega og bendir á þversögnina, sem i henni felst gagn- vart öryggissjónarmiðum," segir orðrétt í ályktuninni. „L.S. vill benda á að svo virðist sem að hinn upprunalegi tilgangur kvótakerfis- ins sé gleymdur og grafinn. Allt tal um fiskfriðun og vernd er horfíð í skuggann af karpi manna um upp- skiptingu veiðiheimilda og verð- mæti þeirra. L.S. beinir þeim til- mælum til félaga og hagsmunasam- taka innan sjávarútvegsins að þau taki upp opna umræðu um árangur kvótakerfísins og hvert það er að skila þessari mikilvægust atvinnu- grein þjóðarinnar." Aðalfundurinn samþykkti einnig eftirfarandi: „Mikil og almenn óánægja er með gegndarlausa of- notkun dragnótar. Nær sú óánægja langt út fyrir raðir smábátaeigenda. Meðal annars er það álit margra að dragnót hafí skaðvænleg áhrif á hrygningu staðbundinna fiski- stofna.“ Landsambandið leggur því til að engar dragnótaveiðar verði leyfðar innan fjarða og aðeins minni bátar frá viðkomandi svæði fái að veiða innan landhelgi að grunnlínu. Möskvastærð dragnótar skuli þó aldrei vera minni en 155 mm. Enn- fremur leggur L.S. til að dragnóta- veiðar verði einungis leyfðar á kola á þeim svæðum, þar sem þessar veiðar skaða á engan hátt lífríki sjávar og klak fískistofna, sam- kvæmt óyggjandi niðurstöðum rannsókna. Sjúkrahúsið á Húsavík 20 ára: Starfsfólkið bauð bæjar- búum að skoða starfsemina Frá vinstri: Gunnar Rafn Jónsson, yfirlæknir, Aldís Friðriksdóttir, hjúkrunarforsljóri og Gísli G. Auðunsson, svæfingarlæknir. verandi Sjúkrahúss á Húsavík, bauð starfsfólki þess bæjarbúum að kynnast starfseminni og þró- un á liðnum árum. Þessu var vel fagnað og fjölmenntu bæjarbúar til þeirrar skoðunar síðastliðinn laugardag. í þessu sambandi er vert að rekja í stórum dráttum sögu þess þáttar heilbrigðismái- anna, sem hjúkrun sjúkra hefur verið á Húsavík frá upphafi. Árið 1912 gerðist það á Húsavík, að ekkja í þorpinu, María Guð- mundsdóttir í Vallholti, „tók að sér geymslu á nokkrum sjúklingum, er þurftu nauðsynlega hér að vera til lækninga" en treystist síðan ekki til að halda þeirri starfsemi áfram „fyrir það gjald eitt er hægt var að leggja á sjúklingana". Varð þetta til þess, að á næsta ári veitir sýslunefnd SuðUr-Þingeyjarsýslu 100 kr. styrk til þessarar starfsemi gegn jafnháum styrk samanlagt frá næriiggjandi hreppum. Þetta verður upphaf sjúkrahúshalds á Húsavík, sem síðan varð framhald á. í Vall- holti, en svo hét hús ekkjunnar, var þetta sjúkraskýli rekið með 5-6 sjúkrarúmum í rúman áratug eða til ársins 1924. Vallholt var byggt um aldamótin og er eitt fárra gam- alla sögufrægra húsa, sem enn stendur á Húsavík og nú nýuppgert. Vorið 1924 höfðu læknishjónin á Húsavík, Lovísa Sigurðardóttir og Bjöm Jósefsson komið sér upp veg- legu íbúðarhúsi og svo rúmgóðu, að þau sáu sér fært að taka að sér að reka á heimili sínu 8 rúma sjúkr- askýli fyrir sýsluna og var svo um samið, að þau tækju þetta að sér næstu 10 árin, „eða á meðan verið væri að koma upp varanlegu sjúkra- húsi“. Að þeim tíma liðnum hafði ekkert áunnist í byggingamálunum, svo þau hættu þeim rekstri og leigðu það húsnæði, sem sjúkraský- lið hafði. En tóku eitt herbergi íbúð- ar sinnar fyrir sjúklinga, sem bráða sjúkrahúsvistar þurftu, til dæmis vegna botlangabólgu eða slíkrar uppákomu. Þetta varð til þess að þegar var hafist handa um byggingu sjúkra- húss og var mjög ötullega að því unnið af öllum héraðsbúum, undir kjörorðinu „berið hvers annars byrðar". I suðausturhomi túns Húsavíkur- prestakalls, var svo vígt hinn 17. nóvember 1936, nýtt og þá talið nokkuð fullkomið sjúkrahús, sem rúmaði 14 sjúklinga og starfsfólkið þá var ein lærð hjúkrunarkona, gangastúlka, ráðskona, þvottakona og læknir, sem jafnframt var hér- aðslæknirinn og aðstoðarlæknir hans 'við stærri aðgerðir var héraðs- læknirinn á Breiðumýri, sem er í um 40 km 'fjarlægð frá Húsavík. Með stækkun þorpsins kom í ljós knýjandi þörf fyrir stærra og full- komnara sjúkrahús og árið 1964 var hafíst handa um smíði nýs sjúkrahúss, sem fyrst átti að rýma 30 sjúklinga og vera tvær hæðir og kjallari. En á byggingartímanum var ákveðið að bæta þriðju hæðinni við svo að þá það var tekið í notkun 1970 rúmaði það 62 sjúklinga og er skipun nú þessi: Á efstu hæðinni er öldrunardeild eða hjúkrun lang- legusjúklinga. Önnur hæðin er fyrir bráðaveikindi og þar leggjast inn sjúklingar til lyflækninga, hand- lækninga, skurðlækninga og þar er fæðingardeild. Á fyrstu hæðinni er skurðstofa, skiptistofa, röntgen og heilgugæslustöðin, — læknamið- stöðin, sem svo var kölluð þá hún tók til starfa fyrir 24 ámm og var sú fýrsta í landinu, stofnuð fyrir forgöngu tveggja þá ungra lækna, sem starfa þar enn. í kjallara er svo eldhús, matstofa og ungbarna eftirlit, sem býr við mjög þröngan kost, en úr verður bætt, þá hin nýja heilsugæslustöð, sem er í smíð- um, verður tekin til afnota en gert er ráð fyrir að það verði gert á næsta ári. Skrifstofur og ýms önnur þjónusta er svo í gamla sjúkrahús inu, sem til stendur að skipuleggja til nýrrar þjónustu. Þegar heilsugæslustöðin er full- gerð og nýtt skipulag komið á húsa- kost þann, sem hún nú er starfandi í, má segja að húsakostur heilbrigð- isþjónustunnar sé mjög góður á Húsavík. - Fréttaritari. aáau. Morgunblaðið/Sigurður Jónsson Bátaflokkurinn við nýja gúmmíbátinn sem ber nafn Arnar heitins. Bj örgnnar s veitinni Tryggva á Selfossi gefírni nýr gúmmíbátur Selfossi. Björgunarsveitinni Tryggva á Selfossi var fyrir nokkru afhent- ur nýr gúmmíbátur til minningar um Orn Arnarson, ungan mann sem fórst í Ölfusá fyrr á þessu ári. Gjöfina afhentu aðstandendur Arnar og vinir. Báturinn kemur sér mjög vel fyrir björgunarsveitina sem átti einn bát fyrir. Með þessari viðbót segjast þeir Tryggvamenn geta einbeitt sér meira og betur að því að þjálfa upp mannskap á bátana. Það þarf töluverða þjálfun og kunnáttu til að vinna í gúmmíbát- unum við leit og önnur verkefni sem til falla. Ennfremur gefur þetta björgunarsveitinni tækifæri til að öðlast þekkingu á Ölfusánni og öllum aðstæðum við hana. Slíka þekkingu er dýrmætt að hafa ef til leitar kemur við ána eða í henni. - Sig. Jóns.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.