Morgunblaðið - 17.10.1990, Síða 19

Morgunblaðið - 17.10.1990, Síða 19
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 17. OKTÓBER 1990 19 Páll Guðbrandsson í Hávarðarkoti við kartöflusekki sem fara eiga á haugana. MorKunblaðlð/Sl&urður J6nsson Þykkvibær: Milljónatjón hjá kartöflubændum Eiga á hættu að öll uppskeran eyðileggist Selfossi. VERULEGT magn kartöfluuppskerunnar í Þykkvabænum er ónýtt vegna skemmda af völdum myglu sem gerði vart við sig í görðum kartöflubænda þar og i Árnessýslu. Bændur í Þykkvabænum vinna við að fínkemba kartöflugeymslurnar og greina í sundur kartöflurn- ar. Miklu magni af ónýtum kartöflun hefur verið hent, hátt í 100 tonnum hjá einum bónda. Páll Guðbrandsson formaður Landssam- bands kartöflubænda sagði líklegt að 2.000 tonn af kartöflum skemmd- ust en það væri 'A uppskerunnar í Þykkvabæ. Það magn mætti meta á 110 milljónir króna. Kartöflubændur lentu milli steins og sleggju þegar myglunnar varð vart. Lyf var sótt til útlanda til þess að úða garðana. Síðan þurfti að bíða í rúma viku eftir að það verkaði og dræpi grösin. Loks frysti áður en hægt var að taka upp og það eyði- lagði líka hluta uppskerunnar. í kartöflum sem sýkjast af mygl- unni nær að myndast votrot og það smitar út frá sér á milli kartaflna í sekkjum. Auk þessa er um frost- skemmdir að ræða og annað sem alltaf hefur heijað á kartöflur, stöngulsýki og fleira. Kartöflubændur telja ekki hægt að fullyrða neitt um það hversu mikið af uppskerunni er ónýtt en margir verða fyrir verulegu tjóni vegna skemmdrar uppskeru sem rekja má til myglunnar í görðunum. Mikil vinna er við að greina í sund- ur kartöflurnar og ógerningur að grandskoða allt það magn sem í geymslunum er. Margir eru hættir að selja kartöflur á meðan ekki er vitað um það hversu mikið er um skemmdir. Þessar skemmdir í kart- öfluuppskerunni skapa óvissu um það hvort innlenda framleiðslan nægir fyrir ársneysluna innanlands en um helmingur kartöfluuppskeru landsmanna er talinn koma frá Þykkvabænum. Getur farið á versta veg áður en myglunnar varð vart þá eru þetta um 2.000 tonn sem er '/s af uppskerunni hérna. Þetta eru þá um 110 milljónir sem menn tapa og það er mikið tjón fyrir þetta byggðarlag. Annars verður þetta að koma í ljós eftir því sem líður á haustið. Þetta getur farið á versta veg, að allt eyðileggist en ég held nú samt að það gerist ekki,“ sagði Páll Guð- brandsson. Dettur ekki í hug að reikna út tjónið „Maður lætur sér ekki detta í hug að reikna út tjón í þessu sambandi," sagði Hafsteinn Einarsson í Sigtúni. Hann er búinn að henda 27 600 kílóa sekkjum og á von á að 40 fari örugglega sömu leið, samtals 40 tonn. Hann sagði að nokkuð væri um frostskemmdir vegna þess að þegar grösin voru úðuð við mygl- unni hefðu þau ekki lengur verið vörn gegn fyrstu frostum. „Það er bölvað að setja þetta á markað og auðvitað verður fólk reitt yfir að fá þetta. Svo er maður hræddur um að það sem síðast var tekið upp sé illa haldið vegna mik- illa rigninga í september. Rigningin getur hafa fært myglusmitið ofan í jörðina,“ sagði Hafsteinn Einarsson sem vann ásamt syni sínum Tyrfingi við að flokka kartöflur. Bölvað að sjá uppskeruna fara í súginn „Ég er búinn að henda í kringum 50 tonnum og reikna með að sleppa vel ef ég held eftir 'A af upp- skerunni," sagði Hörður Júlíusson I Önnuparti. „Það er alltaf að koma meira og meira í ljós af skemmdum vegna myglunnar og svo er líka mikið skemiht vegna frosts." Hörður var hálfnaður við að taka upp þegar myglunnar varð vart og öll sú uppskera er ónýt. Hann sagð- ist vera að reyna að vinna sig í gegn- um pokastæðurnar. Það væri auðvit- að bölvað að sjá á eftir upp ske- runni fara svona í súginn. Kartöflu- geymslan var full út úr dyrum en megnið er ónýtt og Hörður sagðist allt eins geta átt von á því að upp- skeran færi öll í súginn. Við eðlileg- ar aðstæður ætti nýtanlegt magn af henni að vera 175 tonn. Miðað við að hvert kíló sé á 56 krónur til bóndans þá nemur tjónið tæpum 10 milljónum króna hjá Herði, fari upp- skeran öll í súginn. „Það er svo alveg á hreinu að ég verð að kaupa hveija einustu útsæði- skartöflu næsta sumar,“ sagði Hörð- ur. Hann sagði eðlilegt að miða við það að kostnaður við útsæði og áburð á vorin væri nálægt 2 milljón- um króna. - Sig. Jóns. Kvikmyndagerðarmenn vara við ótryggri stöðu SAMEIGINLEGUR fundur Félags kvikmyndagerðarmanna, stjórnar Kvikmyndasjóðs og úthlutunarnefndar Kvikmyndasjóðs, haldinn 13. október sl., ályktar eftirfarandi: „Ofan á mygluna kemur að það er mikil stöngulsýki í kartöflunum og svo skemmdi frostið líka mikið,“ sagði Páll Guðbrandsson í Hávarðar- koti. Hann var nýbúinn að setja út fyrir dyr kartöflugeymslunnar 34 sekki af ónýtum kartöflum, um 19 tonn. „Það er öll uppskeran komin í hús og þessa dagana er verið að tína út það sem er skemmt eða vafa- samt. Það er allt reynt til þess að halda þessu í lagi og koma í veg fyrir að meira skemmist. Það er aft- ur á móti engin hætta á ferðinni þó fólk fái eina og eina skemmda kart- öflu. Við erum að byija að selja aft- ur og ætlum að sjá hvort við getum ekki verkað góðar kartöflur. Þetta á ekki að vera neitt vandamál ef allir vanda sig. Ef ekki skemmist meira en það sem tekið var upp „Vegna síendurtekins niðurskurð- ar til Kvikmyndasjóðs hefur undan- farin ár aðeins verið hægt að styrkja framleiðslu einnar leikinnar íslenskr- ar kvikmyndar á ári. Þessi staðreynd hefur haft mjög alvarleg áhrif á ís- lenska kvikmyndagerð. Kvikmyndagerðarmönnum er eins og öðrum listamönnum nauðsyn að fá að vinna að staðaldri við sína list til að þróa hæfileika sína en við nú- verandi aðstæður er þetta ógerlegt og hæfileikar fara í súginn. Einnig glatast mikilvæg tækifæri til að efla þann þátt íslenskrar menningar, sem hvað öflugast getur kynnt Island á alþjóðavettvangi. Á næstunni verður væntanlega lagt fram nýtt frumvarp til laga um kvikmyndamál. Fundurinn skorar á alþingismenn að kynna sér ítarlega stöðu íslenskrar kvikmyndagerðar, þegar nýja frumvarpið kemur tií umræðu. Þegar íslenska kvikmyndavorið hófst, 1979, voru veittir framleiðslu- styrkir til 3 fslenskra bíómynda. Á næstu árum var það regla að 2-3 bíómyndir fengu framleiðslustyrki á ári. Til að íslensk kvikmyndagerð eigi lffsmöguleika þarf að tryggja að a.m.k. 3 bíómyndir séu framleidd- ar árlega. Við óbreytt ástand mun fslensk kvikmyndagerð trúlega líða undir lok.“ Ríkissaksóknaraembættið: Beiðni um ákæru á Egg- ert Haukdal hafnað BRAGI Steinarsson, vararíkissaksóknari, hefur sent Jóni Odssyni, lög- manni sr. Páls Pálssonar, sóknarprests að Bergþórshvoli, bréf, þar sem ítrekaðri beiðni lögmannsins um málsókn á hendur Eggert Haukdal, alþingismanni, er hafnað. Lögmaður Páls hafði kært Eggert vegna ummæla, sem er að finna í óundirrituðu dreifibréfi, sem dreift hafði verið í Vestur-Landeyjum, og hann taldi ærumeiðandi fyrir um- bjóðanda sinn. Vararíkissaksóknari hafnaði beiðni lögmannsins um málssókn á Hendur Eggert með bréfi dagsettu 9. þ.m., en lögmaður- inn ítrekaði þá kröfur umbjóðanda síns um opinbera málssókn, og vís- aði þá til 2. töluliðar b og c í 242. gr. almennra hegningarlaga til við- bótar fyrri lagatilvitnun. í bréfi vararíkissaksóknara segir: „Af hálfu ákæruvaldsins er ekki fal- list á það mat yðar, að ummæli þau sem út af er kært séu þeirrar tegund- ar sem áskilið er í tilvitnuðum máls- liðum 242.gr. eða varði starf um- bjóðanda yðar sem sóknarprests á þann veg sem áskilið er í a.m.k. til- vitnuðum b lið, og er beiðni yðar um að ákæruvald standi að málssókn á þeim lagagrundvelli því einnig hafnað.“ Elías Baldvinsson, slökkviliðsstjóri í Vestmannaeyjum, fyrir framan bíl sömu gerðar og pantaður hefur verið. Öflugnr slökkvibíll í V estmannaeyj um SLöKKVILIÐIÐ í Vestmannaeyjum hefur pantað nýjan slökkvibíl hjá ístraktor hf. af Iveco Magirus gerð. Þetta er einhver öflugasti slökkvi- bíll sem til landsins hefur komið og bætir út brýnni þörf liðsins í Vest- mannaeyjum. Afhending bílsins er áætluð í janúar. í síðasta mánuði fór Elías Bald- vinsson slökkviliðsstjóri í Vest- mannaeyjum til Þýskalands að ganga frá þessum kaupum. Með í för voru Birgir Ólafsson, slökkviliðsstjóri á Reykjavíkurflugvelli, Þorleifur Ara- son slökkviliðsstjóri á Blönduósi og starfsmaður frá Istraktors hf. Bíllinn sem pantaður hefur verið er 256 hestölf með drifi á1 öllum hjólum. Bílinn tekur 7 menn þar af tvo reyk- kafara. Dæluafköst eru allt að 4500 lítrum á mínútu. Á þaki bílsins er vatns- og léttfroðubyssa. Tækja- geymslur og vatnstankur eru úr áli og plasti til að létta bílinn. Heildar- þungi bílsins er 14 tonn fullhlaðinn. KJOSEIMDUR í prófkjöri sjálfstæðismanna Hef opnað kosningaskrifstofu með stuðningsmönnum mínum, þarsem verður starfað fram á kjördag og við fögnum öllum sem vilja leggja okkur lið. Ég óska eftir stuðningi í 3.-5. sæti listans. Skrifstofan erá Laugavegi 170 (eldra Hekluhúsinu), 1. hæð og er opin frá kl. 14-21 á virkum dögum en 10-18 um helgar. Símar: 25820 og 25821. Björn Bjarnason.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.