Morgunblaðið - 17.10.1990, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 17.10.1990, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 17. OKTÓBER 1990 Viðræður Kóreuríkjanna: Hvatt til djörf- ungar og sáttfýsi Pyongyang, Panmunjon. Reuter. FORSÆTISRÁÐHERRA kommúnistastjórnarinnar í Norður-Kóreu, Yon Hyong-muk, hvetur til þess að samningamenn Kóreuríkjanna sýni „djörfung og sáttfýsi" í sögulegum viðræðum rikjanna sem hafnar eru. Forsætisráðherra Suður-Kóreu, Kang Young-hoon, sótti starfsbróður sinn í norðri heim í gær en fyrir skömmu funduðu þeir í Seoul, höfuðborg S-Kóreu. Ummæli Yons féllu í veislu til heiðurs Kang og sagði hinn fyrr- nefndi að fólk frá báðum ríkjunum hefði fagnað jafnt íþróttamönnum frá suður- sem norðurhlutanum á Asíuleikunum í Peking og nýlegur knattspyrnuleikur liða ríkjanna í Grænland: Sérstakur skattur á flugfar- höfuðborg N-Kóreu, Pyongyang, hefði sýnt að Kóreumenn vildu ein- dregið sameiningu, vildu „tengja þær æðar sem skornar vou í sundur fyrir 40 árum.“ Ekki mætti þó gleyma þeirri staðreynd að enn væru þúsundir ungra Kóreumanna á landamærunum sem beindu byss- um hver að öðrum. Kommúnistaforinginn Kim II- sung hefur stjómað Norður-Kóreu með harðri hendi síðan í stríðslok. Á sjötta áratugnum háðu ríkin tvö þriggja ára styrjöld og veittu Bandaríkjamenn S-Kóreu lið en Sovétmenn og Kínveijar studdu N-Kóreu. Tugþúsundir Jemena lýsa yfir stuðningi við Saddam íraksforseta: Reuter Kang Young-hoon (t.v.), forsætisráðherra S-Kóreu, heilsar fulltrúa stjórnvalda í N-Kóreu í landamæra- bænum Panmunjom á hlutlausa beltinu milli ríkjanna. gjöld Nuuk. Frá Nils Jörgen Bruun, fréttaritara Morgunblaösins. SÉRSTAKUR skattur verður lagður á flugfarseðla í innan- landsflugi í Grænlandi frá og með næstu áramótum og er til- gangurinn að afla sjóðum heimastjórnarinnar tekna. Haft í hótunum við Mubarak og viðskiptabann SÞ fordæmt Sanaa í Jemen. Frá Jóhönnu Kristjónsdóttur, blaðamanni Morgunblaðsins. MÓTMÆLI brutust út í Sanaa, höfuðborg Jemens, í gærmorgun er mikill mannfjöldi kom saman til að lýsa yfir stuðningi við málstað Palestínumanna og biðja þeim ríkjum bölvunar sem styðja viðskiptabann Sameinuðu þjóðanna gagnvart írökum. Þetta er í fyrsta skiptið frá því Persaflóadeilan blossaði upp sem alvarleg mótmæli með tilheyrandi fjöldahandtökum bijótast út hér í landi en stjórnvöld í Jemen treguðust lengi við að lýsa yfir andúð sinni vegna innrásar íraka í Kúvæt eins og kunnugt er. Skatturinn verður 230 krónur á hvem miða, jafnvirði 2.200 ÍSK, en hann verður þó ekki lagður á farmiða þar sem farþegar eru fluttir milli staða á þyrlum, enda hlutfallslega dýrara að ferðast með þyrlum en flugvélum. Einka- fyrirtækið Nuna Air hefur undan- farið veitt Gronlandsfly samkeppni á gjöfulustu flugleiðunum, þ.e. milli Nuuk og Syðri Straumfjarð- ar. Á þeirri leið notar Gronlands- fly DÁSH-7 flugvélar og til að mæta samkeppninni frá Nuna Air og halda í farþegana hefur félagið lækkað fargjöld á þeirri leið. Reiknað er með að skatturinn færi ríkissjóði 9 milljónir króna, jafnvirði 85 milljóna ISK. Ríki þau sem stutt hafa við- skiptabannið voru fordæmd með öllu auk þess sem haft var í hótun- um við Hosni Mubarak, forseta Egyptalands, en líkt og komið hefur fram í fréttum var forseti egypska þingsins myrtur í Kairó á föstudag í síðustu viku. „Þið látið böm svelta og veika þjást“ og „Þú verður næstur, Mubarak“ stóð á borðum þeim sem stuðn- ingsmenn Saddams forseta hlupu með um borgina. Jambia brugðið Göngumenn komu víða saman í borginni og sameinuðust síðan á aðaltorgi Sanaa en þar trónir skriðdrekinn sem fyrstur réðst inn fyrir múra hallar Ahmeds imams er honum var velt úr valdastóli í byltingunni árið 1962. Giskað var á að tugir þúsunda manna hefðu tekið þátt í mótmælunum. Margir veifuðu jambia - jemenska rýt- ingnum íbjúga til að leggja áherslu á hróp sín og varð ekki betur séð en mikill hiti væri í mönnum. Forseti Jemens, Ali Saleh, hefur ekki dregið úr þeim siðferðislega stuðningi sem hann hefur veitt Yasser Arafat, leiðtoga Frelsis- samtaka Palestínu (PLO) en hann er tíður gestur hér þessar vikurn- ar. Með þessum stuðningi eiga Jemenar þó á hættu að missa fjár- stuðning þann sem þeir hafa þeg- ið frá Saudi-Aröbum. Að mótmæl- unum loknum sagði embættismað- ur í innanríkisráðuneytinu í sam- tali við Morgunblaðið að nokkur olíuvinnsla væri nú hafin í landinu. „Jemenar eru ekki jafn háðir Saudi-Aröbum og fyrr og var tími til kominn,“ bætti hann við. Ljóst hvar Jemenar standa Ólíklegt er talið að stjóm Ali Salehs forseta sé í fallhættu því það virðist ekki fara á milli mála hvar Jemenar standa þótt Saleh hafi orðið að láta undan ákveðnum þrýstingi Arabaþjóða einkum ríkjanna við Persaflóa. Þannig var öllum hátíðarhöldum hér á bylting- ardaginn 14. október frestað vegna fjöldamorðanna í Jerúsalem í síðustu viku. Þrír Bandaríkjamenn deila Nóbelsverðlaunum í hagfræði Stokkhólmi, Chicago. Reuter. SÆNSKA vísindaakademían skýrði frá því í gær að þrír Bandaríkjamenn fengju Nób- elsverðlaunin í hagfræði á þessu ári. Mennirnir eru Harry Markowitz, prófessor við Baruch College í borgar- háskólanum í New York, Will- iam Sharpe, prófessor við Stanford-háskóla í Kaliforníu og Merton Miller, prófessor við Chicago-háskóla. Bengt Naslund, prófessor og talsmaður akademíunnar, sagði að hagfræðingamir hefðu fengið verðlaunin fyrir framlag sitt til fjármálahagfræði og hefðu rann- sóknir þeirra og kenningar haft mikil áhrif á þróun fjármála- markaða. Ingemar Stahl prófess- or sagði kenningar þremenning- anna hafa bætt starfsemi nútíma markaða og gert mörgum ein- Keuter Nóbelsverðlaunahafar í hagfræði árið 1990. Frá vinstri Harry Markowitz, fæddur 1927, William Sharpe, fæddur 1934, og Merton Miller, fæddur 1923. Mennirnir eru allir bandarískir prófessorar. staklingum og fyrirtækjum kleift að minnka áhættuna sem tekin væn við fjárfestingar. í tilkynningu akademíunnar sagði að Markowitz hefði sett fram snjalla kenningu er notuð væri til að velja á milli íjárfest- ingarmöguleika. Hún væri byggð á þeirri grandvallarforsendu að fjárfestar skyldu reyna að dreifa áhættunni sem mest. „Helsta framlag Markowitz er að hann setti fram skýrt afmarkaða og nýtanlega kenningu um fjárfest- ingarmöguleika við aðstæður þar sem óvissa er mikil.“ Hagfræðingurinn Assar Lind- beck sagði verk þeirra Sharpe og Millers byggjast á kenningum Markowitz, þeir hefðu þróað þær en störf allra þriggja væru nauð- synlegir hlutar af heildinni. Sharpe setti fram svonefnda CAPM-kenningu um verðmynd- un á fjármálamörkuðum en Mill- er aðra kenningu um tengslin milli eiginfjármyndunar fyrir- tækja og stefnu í arðsgreiðslum annars vegar og áhrif þessara þátta á gengi hlutabréfa fyrir- tækisins á markaði hins vegar. Sænski þjóðbankinn kom hag- fræðiverðlaununum á laggirnar árið 1968 til að minnast Alfreds Nobels, er fann upp dýnamítið og arfleiddi sjóð, sem við hann er kenndur, að eignum sínum. Nóbelsverðlaunin eru fjármögn- uð með vöxtum sjóðsins og nema nú um 40 milljónum ÍSK.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.