Morgunblaðið - 17.10.1990, Qupperneq 26

Morgunblaðið - 17.10.1990, Qupperneq 26
26 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 17. OKTÓBER 1990 Stjórnarskrárbreytingar til athugnnar; Forsetar þingsins vilja láta á það reyna hvort samstaða er um afnám deildaskiptingar Alþingis ÞINGFUNDIR voru bæði í neðri og efri deild síðdegis í gær. í neðri deild var til umræðu þingmannafrumvarp til breytinga á stjórnskipun- arlögum og I þeirri efri voru endurflutt tvö stjórnarfrumvörp sem ekki fengust útrætt á síðasta þingi, frumvarp til laga um vernd barna og ungmenna og frumvarp til laga um mannanöfn. í neðri deild mælti Kristín Einars- dóttir fyrir frumvarpi til breytingar á stjórnskipunarlögum sem hún leggur fram ásamt öðrum þing- mönnum Samtaka um kvennalista, Önnu Ólafsdóttir Björnsson, Málm- fríði Sigurðardóttur og Þórhildi Þor- leifsdóttur. Flutningsmenn leggja til að 28. grein stjórnarskrárinnar falli út. 28. gr. er heimildarákvæði til forseta um útgáfu bráðabirgðalaga þegar brýna nauðsyn ber til. „Heimild til bráðabirgðalaga túlkuð frjálslega" Flutningsmaður rakti nokkuð <^ögu þessa heimildaákvæðis allt frá árinu 1874. Hún sagði m.a. að í ljósi breyttra þjóðfélagsaðstæðna væri 28. gr. óþörf, hægt væri að kalla Alþingi saman til aukafunda ef brýna nauðsyn bæri til. Hún lét þess einnig getið að í stjórnaskrám Svíþjóðar og Finnlands væru ekki að finna heimildir til útgáfu bráða- birgðalaga. Kristín sagði að hún og flutnings- menn tillögunnar teldu að heimild til útgáfu bráðabirgðalaga hefði ver- ið túlkuð mjög fijálslega og fjöldi uráðabirðalaga yrði að teljast óhóf- legur. Kristín rakti nokkur umdeild dæmi um beitingu þessarar heimild- ar og greindi fyrst frá bráðabirðalög- um um sölu mjólkur og ijóma árið 1934 og endaði með setningu bráða- birðalaganna um launamál nr. 89. frá 3. ágúst í ár og taldi að þar hefði verið beitt sérlega ólýðræðis- legum vinnubrögðum. Kristín 3agði ljóst að heimild 28. greinar hefði oft verið misnotuð sagði að það bæri við að ríkisstjórn notuðu heimilda til setningar bráða- birðarlaga til þess að forðast umijöll- un Alþingis. Hún sagði þingmenn oft hafa verið andvararlausa gegn beitingu þessarar heimildar sem væri nú óþörf og óeðlileg. Ólafur G. Einarsson (S/Rn) tók undir orð Kristínar um misnotkun á heimildinni tii útgáfu bráðabirgða- laga. Hann sagði m.a. að í aprílmán- uði 1989 hefði verið til umræðu að þrengja þess heimild verulega en hann hefði þá verið því fylgjandi og væri það enn frekar nú að afnema hana með öllu. Löggjafarvaldið ætti aidrei að framselja en það hafí verið gert. Ólafur lýsti sig fylgjandi frum- varpinu. Alþingi verði ein málstofa Guðrún Helgadóttir (Ab/Rv.) for- seti sameinaðs Alþingis steig og ræðustól og sagði hvað eftir annað hafa komið til umræðu að breyta stjórnskipunar- og þingskaparlögum sem hún hugði flesta telja meingöil- uð. Forsetar Alþingis hefðu rætt þessi mál og talið eðlilegt að beita sér fyrir breytingum á þessu þingi nú þegar kosningar til Alþingis væru framundan. 19. september síðastlið- inn skrifuðu forsetar Alþings for- mönnum þingflokkanna bréf og taidi Guðrún rétt að kynna þingheimi efni þess. Þar kom fram að forsetarnir vildu láta á það reyna hvort sam- stæða væri um að afnema deilda- skiptingu Alþingis þannig að það starfaði framvegis í einni málstofu. Forsetarnir telja sig hafa ástæðu til að ætla að afnám deildaskiptingar- innar hafi mjög mikinn hljómgrunn í öllum þingflokkum. Forsetarnir leituðu því til formanna þingflokk- anna með ósk um að þeir reyni að ná samkomulagi sín á milli um frum- varp sem fæli í sér nauðsynlegar breytingar á stjórnarskrá og þing- skapalögum til þess að slíkt mætti takast á þessu síðasta þingi kjörtímabilsins. í bréfinu kom fram að á Alþingi hefði verið tekist á um fieiri þætti sem vörðuðu störf Al- þingis, s.s. eftirlit þingsins með framkvæmdavaldinu, bráðabirðar- lög, þingrof o.fi. Um þessi atriði var að dómi forseta ekki eins mikil sam- staða og því mjög mikilvægt við meðferð málsins og gerð frumvarps- ins um það að afnám deildarskipt- ingarinnar strandi ekki á ágreiningi um önnur atriði sem varða störf Alþingis. í' bréfinu var bent á nú væri gott lag til bæta starfshætti Alþingis þar sem það þingrof sem fylgir í kjölfar stjórnarskrárbreyt- inga gæti fallið saman við eðlileg starslok þingsins að vori. Guðrún Helgadóttir sagði það frumvarp sem nú lægi fyrir vera einn þátt þessa máls. Guðrún lýsti því áliti sínu að ekki væri rétt að afnema heimildina til útgáfu bráða- birgðalaga með öllu því sú staða gæti komið upp að ríkisstjórninni væri nauðugur einn kostur að setja bráðabirgðalög en að sínum dómi ætti ekki að neyta slíks réttar nema UTANDAGSKRÁRUMRÆÐU um álmálið á sameinaðu Alþingi var framhaldið á kvöldfundi sem hófst kl. 21. á mánudag. Umræðu var frestað fram á fimmtudag er klukkan var nokkuð gengin í tvö. í neyðartilvikum. En rétt væri að að þrengja heimild til slíkar laga- setningar til mikilla muna. Guðrún bað þá formenn þingflokkanna sem hefðu verið beðnir um að fjalla um þetta mál athuga einnig þetta frum- varp og fór þess á leit við þingmenn að þeir íhuguðu vel þessi mál um breyta skipan og starfshætti þings- ins. „Stjórnskipunarlögin aldrei betri en þingmennirnir" Hreggviður Jónsson (S/Rn) sagði nauðsynlegt að taka til umræðu setningu bráðabirgðarlaga. Nú í sumar hefðu verið sett bráðabirðalög sem menn greindi á um að stæðust ákvæði stjórnarskrárinnar og væri hann einn af þeim sem hefði efa- semdir um að núverandi ríkisstjórn hefði farið rétt að og taldi að setn- ing þessara bráðabirgðalaga hefði brotið stjórnarskrána. Hreggviður lét þess getið hann teldi umræður um breytingar á stjórnskipunarlög- um stundum einkennast af sýndar- mennsku. Hann sagði sitt mat vera að stjórnskipunarlögin yrðu aldrei betri en þingmennirnir hveiju sinni. Hreggviður sagði bráðabirgðalög hafa verið gefin nær hömlulaust undanfarin ár. Hreggviður var ekki viss um að miklu breytti til batnaðar að Alþingi starfaði í einni deild það sem máli skipti væri að þingmenn ræktu þingskyldu sína og létu ekki nota sig sem handauppréttivélar. Hjörleifur Guttormsson (Ab/Al) sagði m.a. það vera vonbrigði að ekki yrðu gerðar ýtrustu kröfur um mengunarvarnir og taldi að gera yrði kröfur um vothreinsibúnaði í álverinu. Guðmundur G. Þórarins- son og Birgir ísleifur Gunnarsson sagði þetta frumvarp taka á stóru máli og lýsti sig sammála efni frum- varpsins. Hann sagði þingmenn hafa verið að færast nær þeirri skoðun að þrengja bæri réttinn til útgáfu bráðabirgðalaga. Hann taldi ekki ástæðu til að flækja þetta mál með því að taka það upp í víðara sam- hengi því nú væri stutt þing og oft erfitt að fá vinufrið þegar kosningar væru í aðsigi. Hjörleifur ítrekaði stuðning sinn við þetta mál og vænti þess að það yrði lögfest fyrr en seinna. Kristinn Pétursson (S/A) sagði þetta frumvarp ekki ná þeim til- gangi sem því væri ætlað það væri ekki nóg. Eitthvað meira þyrfti til að reisa skorður við útgáfu bráða- birgðalaga. Kristinn taldi vanta stjórnlagadómstól sem gæti úr- skurðað í álitamálum. Flutningsmaður Kristín Einars- dóttir þakkaði að endingu góðar undirtektir. Hún benti m.a. á að í stjórnlagarétti væri ýmis önnur sjón- armið eða úrræði en setning bráða- birgðalag. Kristín lagði loks til að frumvarpinu yrði vísað til allsheijar- nefndar og annarrar umræðu og var það samþykkt. Mannanöfn og vernd barna og unglinga í efri deild voru tvö mál til um- ræðu. Frumvarp til laga um vernd barna og ungmenna og frumvai-p til laga um mannanöfn Gildandi lög um mannanöfn eru að stofni til frá árinu 1925. Það frumvarp sem nú er flutt gerir m.a. ekki ráð fyrir því að heim- ilt verði að taka upp ný ættarnöfn en töluvert er komið til móts við óskir um heimildir til nokunar ættar- nafna á íslenskum börnum erlendra ríkisborgara. Meðal nýmæla í frum- varpi til laga um vernd barna og ungmenna er m.a. að yfirstjórn barnaverndarmála færist úr mennta- málaráðuneyti til félagsmálráðu- neytis. Leitast er við að setja skýr- ari ákvæði og skilgreina betur rétta- stöðu barna og ungmenna. Bæði frumvörpin voru rætt og vísað til menntamálanefndar og annarrar umræðu. deildu nokkuð um afstöðu Sjálf- stæðismanna m.a. í stjórn Lands- virkjunnar. Valgerður Sverrisdóttir taldi nú þyrftu að koma til aðgerð- ir til að hindra byggðaröskun sem leiddi af staðsetningu álversins. Mál lögð fram Langar umræður -^JÓRUM málum var útdeilt til skoðunar og síðari umfjöliunar á fundi sameinaðs Alþingis á mánudaginn. Þingmenn Kvennalista flytja þingsályktunartillögu þess efnis að félagsmálaráðherra og menntamál- ráðherra verði falið að beita sér fyrir átaki gegn einelti meðal barna og unglinga. Tíu þingmenn sjálf- stæðismanna flytja tillögu til þings- ályktunar um viðurkenningu á full- veldi Eistlands, Lettlands og Litá- ens og sjórnmálasamband við þessi ríki. Ríkisstjórninni skuli falið _að árétta formlega viðurkenningu ís- lands á fullveldi Eystrasaltsríkjanna og taka tafarlaust upp stjórnmála- samband við þessi ríki. Ingi Björn Albertsson (S/Rv.) leggur fram frumvarp til breytinga á tollalögum, frumvarpið felur í sér að flutnins- kostnaður skuli ekki hækka toll- gjöld heldur verði tollur einungis reiknaður af innkaupsverði vörunn- ar. Stefán Valgeirsson (SJF/Ne.) flytur tillögu til þingsályktunar um skipun nefndar til að rannsaka ál- málið. Flutningsmaður telur margt varðandi ál og álmálið svonefnda ekki vansalaust og og þarfir þjóðar og þings krefjist rannsóknar. Varamenn á þing TILKYNNT var í upphafi fundar í sameinuðu þingi á mánudaginn að fjórir þingmenn væru fjarver- andi og varamenn tækju nú þeirra sæti. Fjarverandi eru þingmennimir Guðmundur Bjarnason (F/Ne.), Páli Pétursson (F/Nv.), Friðjón Þórðarson, (S/V.) og Ásgeir Hann- es Eiríksson (B/Rv.) og Jóhann Einvarðsson (F/Rn.). í þeirra stað taka sæti á Alþingi varamennimir, Jóhannes Geir Sigurgeirsson (F/Ne.), Sverrir Sveinsson (F/Nv.), Valdimar Indriðason (S/V.), Hulda Jensdóttir (B/Rv.) og Níels Árni Lund (F/Rn.). Hulda Jensdóttir hefur ekki fyrr tekið sæti á þingi á kjörtímabilinu og var þingbréf hennar rannsakað og gilt tekið og samþykkt af þing- heimi. Hulda Jensdóttir Það var Friðrik Sophusson (S/Rv.) sem fór fram á utandags- skrárumræðuna síðdegis á mánu- dag. Kl. 17. höfðu sex þingmenn tekið til máis og frestaði forseti þingsins, Guðrún Helgadóttir þing- haldi fram til kvölds. Um kvöldið tóku tíu þingmenn til viðbótar til máls, Guðmundur G. Þórarinsson (F/Rv.), Steingrímur J. Sigfússon (Ab/Ne.), Stefán Valgeirsson (SJF/Ne.), Egili Jónsson (S/Al.), Birgir ísleifur Gunnarsson (S/Rv.), Þorvaldur Garðar Kristjánsson (S/Vf.), Jón Kristjánsson (F/Al.), Ánna Ólafsdóttir Björnsson (SK/Rn.), Valgerður Sverrisdóttir (S/Ne.) og Halldór Blöndal (S/Ne.). Áð lokum taldi þingforseti þann kost vænstan að fresta umræðunni fram á fimmtudag. Skoðanir þingmanna voru skiptar um málið, Steingrímur J. Sigfússon Minnst látins þingmanns Forseti sameinaðs Alþingis Guð- rún Helgdóttir minntist Alfreðs Gislasonar fyrrverandi alþingis- manns í upphafi þingfundar síðastliðinn mánudag. Alfreð Gíslason læknir var fædd- ur í Reykjavík 12. desember 1905. Hann lauk læknisfræðiprófi frá Háskóla íslands 1932. Alfreð sinnti ýmsum félagsmálastörfum og var í stjórn fjölmargra félaga. Hann var formaður Málfundafélags jafnaðar- manna frá stofnun þess 1954. 1956 hlaut hann sæti iandskjörins þing- manns fyrir Alþýðubandalagið og 1959 var hann kjörinn þingmaður Reykvíkinga og sat á Alþingi til 1967. Alfreð andaðist síðastliðinn laugardag 13. október. Alfreð Gíslason Efri deild Litlar breytingar í iðnaðar- o g landbúnaðarnefndum Tilnefningar stjórnarliða í iðnað- ar- og landbúnaðarnefnd eru óbreyttar frá síðasta þingi. En á deildarfundi á fimmtudaginn varð að fresta nefndarkjöri að ósk aðþýðubandalagsmanna. Á fundi efri deildar síðastliðinn mánudag urðu ekki aðrar breyting- ar við kjörið í fyrrnefndar nefndir en sú að Guðrún J. Halldórsdóttur (SK/Rv.) tekur sæti Guðrúnar Agn- arsdóttur í iðnaðarnefnd. Nokkur óvissa hafði ríkt um tilnefningu Alþýðubandalagsins í þá nefnd en raunin varð sú að Margrét Frímannsdóttir situr það áfram fyr- ir hönd bandalagsins enda hafði hún m.a. í samtali við Morgunblaðið lýsti yfir fullum hug á að sitja þar áfram.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.