Morgunblaðið - 17.10.1990, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 17.10.1990, Blaðsíða 28
28 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 17. OKTÓBER 1990 ATVINNUA! JCil YSINGAR Lyfjaverksmiðja Starfsmenn óskast til pökkunar og ræstinga- starfa í verksmiðju okkar í Hafnarfirði. Vinnutími frá kl. 8.00-16.00. Upplýsingar í síma 53044. I Delta hf., ! Reykjavíkurvegi 78. Frábær aukavinna Sölufólk óskast til starfa strax. Vinnutími frá kl. 18.00-22.00. Nánari upplýsingar veitir Bryndís Guðmunds- dóttir milli kl. 10.00 og 16.00 í síma 82300. FRÓDI BOKA I ■ Bl AOAI.J’I t'iAf \ Afgreiðsla - skóverslun Yfirvélstjóri Yfirvélstjóri óskast á skuttogara. Þarf að hafa ótakmörkuð réttindi. Upplýsingar í síma 98-11277. Framreiðslumenn Óskum að ráða framreiðslumenn nú þegar. Upplýsingar gefur hótelstjóri. Hótel Borg Vélfræðingur með háskólapróf í tölvustýringum, óskar eft- ir atvinnu á Reykjavíkursvæðinu. Tilboð merkt: „T - 9322“ sendist auglýsinga- deild Mbl. Vantar starfskraft til afgreiðslu í skóverslun hálfan daginn. Upplýsingar veittar í síma 74566, Hrafnhildur í dag og á morgun milli kl. 13.00 og 15.00. Laus staða Við embætti bæjarfógetans á Akureyri og Dalvík og sýslumannsins í Eyjafjarðarsýslu er laus til umsóknar staða löglærðs fulltrúa. Umsóknir sendist til undirritaðs. Bæjarfógetinn á Akureyri og Daivík, sýslumaðurinn í Eyjafjarðarsýsiu, 16. október 1990. Elías I. Elíasson. BÁTAR-SKIP Kvóti - kvóti Okkur vantar kvóta fyrir togarana okkar, Arnar og Örvar. Upplýsingar í símum 95-22690 og 95-22620. Skagstrendingur hf., Skagaströnd. TIL SÖLU Hlutabréf í Eimskip Til sölu hlutabréf í Eimskipafélagi íslands, að nafnverði nokkur hundruð þúsund. Tilboð óskast send í pósthólf 1593, 121 Reykjavík. * Hey til sölu Hef til sölu vélbundna súgþurrkaða töðu. Hef leyfi sauðfjárveikivarna til að selja hey hvert á land sem er. Upplýsingar í símum 96-21956 og 91-17097 á kvöldin. Ingimar Brynjólfsson, Ásláksstöðum. ÝMISLEGT 80 manna veislusalur Traustur aðili óskast til að sjá um rekstur á nýjum veislusal á Stór-Reykjavíkursvæðinu. Lysthafendur vinsamlegast leggið inn um- sóknir á auglýsingadeild Mbl. merktar: „Veislusalur - 8144“. Beitusíld - beitusmokkur Ný, ódýr beitusíld fyrirliggjandi. Einnig Falk- landseyjasmokkur. Allt til línuveiða, svo sem línuábótin með kínversku taumunum og Mustad önglum. Jón Ásbjörnsson, heildv., símar 91-11747 og 11748. Afgreiðsla á beitu í Fiskkaup hf., Grandagarði. Námskeið í raddlosun Erik Fuhlendorff heldur námskeið í raddlosun helgarnar 26.-28. okt. og 2.-4. nóv. Þú getur virkjað rödd þína til að: - Losa um fyrirstöður í huganum, tilfinningalíf- inu og líkamanum. - Breyta neikvæðu hugsanamunstri og sjálfsmynd þinni þér í hag. - Koma á jafnvægi í líkama, huga og sál. - Auka sköpunarkraft og árangur í lífi þínu. Verð: Fyrri helgin kr. 9.000, báðar helgarnar kr. 14.000. Nánari upplýsingar hjá Gitte, s. 2 99 36, og Önnu Maríu, s. 1 57 66. Vinsamlega hafið samband fyrir 19. okt. FUNDIR — MANNFAGNAÐUR Útvegsmenn Suðurnesjum Munið aðalfund Útvegsmannafélags Suður- nesja, í kvöld, miðvikudaginn 17. október í Samkomuhúsinu í Garði kl. 20.00. Gestur fundarins verður Kristján Ragnars- son, formaður LÍÚ. Mætið stundvíslega. Stjórnin. Garðabær Stuðningsmenn Ólafs G. Ein- arssonar í prófkjöri Sjálf- stæðisflokksins í Reykjanes- kjördaemi minna á fundinn með Óláfi í dag, miðvikudag- inn 17. október, kl. 18.00 í Café Garði við Garðatorg. SJÁLFSTIEDISFLOKKURINN F É L A G S S T A R F Garðabær Fulltrúaráð sjálfstæðisfé- laganna í Garðabæ Aðalfundur fulltrúaráðsins veröur haldinn 22. október kl. 18.15 í Sjálfstæðishúsinu, Lyngási 12. Dagskrá: 1. Venjuleg aðalfundarstörf. 2. Kosning undirkjörstjórnar vegna prófkjörs 10. nóvember. 3. Önnur mál. Stjóm fulltrúaráðs sjálfstæðisfélaganna i Garðabæ. Samgöngu- og ferðamálanefnd Sjálfstæðisflokksins boðar til tveggja funda um samgöngu-, ferða- og fjarskiptamál. Dagskrá fundanna verður sem hér segir: Á Selfossi í Sjálfstæðishúsinu, Austurvegi 38,18. október kl. 20.00 Dagskrá: 1. Kynning á stefnu Sjálfstæðisflokksins í samgöngu-, ferða- og fjar- skiptamálum. 2. Ræða Þorsteins Pálssonar, formanns Sjálfstæðisflokksins, um þessi máj. 3. Almennar umræður. Á Akureyri í Kaupangi við Mýrarveg, 31. október kl. 20.00 Dagskrá: 1. Kynning á stefnu Sjálfstæðisflokksins í samgöngu-, ferða- og fjar- skiptamáium. 2. Ræða Halldórs Blöndal, alþingismanns, um þessi mál. 3. Almennar umræður. Markmið þessara funda er að fá viðbrögð flokksmanna við þeirri stefnumörkun, sem unnin hefur verið í samgöngu- og ferðamála- nefnd Sjálfstæðisflokksins. Á fundunum verður fjallað um áherslur þær sem flokksmenn telja að eigi að vera í þessum málum á næstu árum. Samgöngu- og ferðamálanefnd Sjálfstæðisflokksins. Prófkjör á Suðurlandi Utankjörstaðakosningar Utankjörstaðakosningar vegna prófkjörs sjálfstæðismanna í Suður- landskjördæmi, sem fara fram laugardaginn 27. október nk., hefjast miðvikudaginn 17. október. Utankjörstaðakosningarnar eru ætlaðar þeim, sem verða fjarverandi eða af öðrum ástæðum geta ekki kosið á prófkjörsdaginn. Þátttaka í prófkjörinu er heimil öllum þeim Sunnlendingum, sem orðnir verða 18 ára þann 27. október. Auk þess er 16 og 17 ára unglingum, sem flokksþundnir eru í sjálfstæðisfélagi, heimilt að taka þátt í prófkjörinu, enda séu nöfn þeirra skráð í prófkjörsskrá sem félög ungra sjálfstæðismanna í kjördæminu afhenda. Öllum þeim, sem þátt taka f prófkjörinu, er skylt að undirrita þátttökubeiðni á kjörstað. Á þátttökubeiðninni kemur fram í hvaða sjálfstæðisfélagi kjósandi er skráður eða hvort hann tekur þátt sem óflokksbundinn, en stuðningsmaður Sjálfstæðisflokksins. Kjósa skal minnst 5 og mest 8 frambjóðendur. Skal það gert með því að setja tölustaf fyrir framan nöfn framþjóðenda í þeirri röð, sem óskað er að þeir skipi endanlegan framboðslista. Þannig skal talan 1 sett fyrir framan nafn þess frambjóðanda, sem óskað er að skipi fyrsta sæti framboðslistans, talan 2 fyrir framan nafn þess frambjóð- anda, sem óskað er að skipi annað sæti framboðslistans o.s.frv. Utankjörstaðakosningarnar fara fram á eftirtöldum stöðum: - Reykjavík: Valhöll, Háaleitisbraut 1, sími 82900. Opið virka daga kl. 9.00-17.00 og laugardaga kl. 10.00-12.00. - Selfoss: Sjálfstæðishúsið, Austurvegi 38, sími 21004. Opið alla daga kl. 13.00-17.00. - Hella: Fannberg sf., Þrúðvangi 18, sími 75028. Opið virka dag kl. 9.00-12.00 eða eftir samkomulagi víð Fannar Jónasson, vinnusimi 75028, heimasími 75175. - Vestmannaeyjar: Ásgaröur við Heimagötu, sími 11344. Opið virka daga kl. 17.00-19.00 eða eftir samkomulagi við Sigur- björgu Axelsdóttur, heimasími 11996, vinnusími 11826 eða Georg Þór Kristjánsson, heimasimi 12332, vinnusimi 11053. - Vík: Vikurprjón, Smiðjuvegi 15, sími 71250. Opið virka daga á venjulegum opnunartíma eða eftir samkomu- lagi við Þóri Kjartansson, heimasími 71214. Yfirkjörstjórn Sjálfstæðisflokksins á Suðurlandi. +

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.