Morgunblaðið - 17.10.1990, Side 33

Morgunblaðið - 17.10.1990, Side 33
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 17. OKTÓBER 1990 33 Slátrun lokið á Húsavík: Slátursala meiri en áður Morgunblaðið/Silli F.v. Finnur Kristjánsson, fyrrverandi kaupfélagsstjóri, Þorgeir Hlöð- versson, sláturhússtjóri, Þormóður Asvaldsson, verkstjóri og Hreiðar Karlsson, kaupfélagsstjóri. Húsavík. í SLÁTURHÚSI Kaupfélags Þingeyinga á Húsavík lauk slátrun síðastliðinn fimmtudag og hafði þá verið slátrað í því húsi í 20 haust og nú rúmlega 42 þúsund fjár og meðalþungi dilka reyndist rúm 15 kg. Fyrir 50 árum varð mikil breyt- ing á slátrun sauðfjár á Húsavík, því um það leyti breyttist útflutn- ingsmarkaðurinn mjög og farið var að flytja út fryst kjöt en áður var ríkjandi saltkjötsmarkaður í Noregi og um það leyti opnaðist freðkjöt- markaður í Englandi og var hann mikill og góður um langan tíma. Þá varð einnig mikil breyting á sláturhúsamálum því þá komu frystihúsin í stað saltkjötstunnanna og byggði KÞ þá slátur- og fiysti- hús, sem tekið var til notkunar 1931 og var þá eitt af beztu húsum landsins og hefur KÞ ávallt verið í fremstu röð með verkun á kjöti og kjötafurðum. Fyrir rúmum 20 árum var eldra slátur- og frystihúsið orð- ið of lítið og sérstaklega vantaði frystigeymslur. Þá var hafist handa um byggingu nýs húss, sem þá var1 að nýjustu kröfum tímans og lauk nú í því 20. sláturtíðinni. Síðan hefur verið fylgst með öllum nýj- ungum og húsið endurbætt, svo það hefur um árabil verið í röð þriggja besþu sláturhúsa á landinu. Á þessu hausti hófst svokölluð grófstykkjun kjöts og það flokkað. Þetta gerir kjötið aðgengilegra í sölu, auk þess, sem það sparar nokkuð í rekstri, það frýs fyrr og sparar því rafmagn, tekur minna geymslurými, sparar umbúðir, því það er selt í stærri einingum. Að sögn sláturhússtjórans, Þor- geirs Hlöðverssonar, gekk slátrun vel í haust og var slátursala mikil, meiri en hún hefur áður verið. Nú er farið að undirbúa reykingu á Húsavíkurhangikjötinu frá KÞ sem hefur rutt sér mjög rúms á jóla- markaðnum á höfuðborgarsvæðinu. - Fréttaritari. 3M rWiiuiwiiiiiiinMu ÁRVÍK ÁRMÚLI 1 - REYKJAVÍK - SlMI 687222 -TELEFAX 687295 Rykgrímur fyrir allar aðstæður Dagsbrún vill endurskoð- un á gjald- þrotalögum STJÓRN og trúnaðarráð Dags- brúnar gerði nýlega eftirfarandi ályktun: „Viðgengist hefur árum saman að ýmsir aðilar í þjóðfélaginu leiki sér að því að velta skuldbindingum sínum yfir á almenning með því að gera fyrirtæki sín gjaldþrota. Ríkis- ábyrgð tekur þá við launaskuldum fyrirtækisins. Síðan stofna sömu aðilar annað fyrirtæki undir öðru nafni og halda jafnvel áfram að stofna fleiri fyrir- tæki, allt í skjóli hlutafélagaforms- ins. Engin haldgóð ákvæði virðast vera í lögum sem hindra þetta svívirðilega brask, sem að verulegu leyti fer fram á kostnað ríkisins, almennings, starfsmanna og við- skiptamanna þessara svikafyrir- tækja. Dagsbrún skorar á Alþingi að setja lög sem komi í veg fyrir að framhald verði á þessum gjörning- um.“ ■ ZEN-HÓPURINN mun standa fyrir námskeiði í hugleiðslu. Áhersla verður lögð á hugleiðslu í hóp. Zen-hópurinn hefur verið starfræktur í 5 ár hér á landi og hefur haldið námskeið og kynning- arfundi. Kennari hópsins, Jakusho Kwong, hefur heimsótt Zen-iðk- endur á íslandi árlega, einnig hafa einstakiingar úr hópnum dvalið á aðsetri hans í Sonoma í Kali- forníu. Námskeiðið hefst þriðju- daginn 23. október kl. 20.30. Leið- beinandi verður Vésteinn Lúðvíks- son. Námskeiðið verður þtjú þriðju- dagskvöld í röð en þátttakendur geta síðan stundað hugleiðslu með hópnum og fengið áframhaldandi leiðbeiningar. (Frcttatilkynning) mýTT SlMANlÚNAER PRENTMYNDAGERÐAR'. i^YMDAMOT) 6SM39 ftÚMFAT*- . MARGT A tZ If/ffipi <WNV£L muxúM, öoÉz IÓK mSSfFB/ -----. \FURU S7P. 70*J90ctt ~~-1 MAVen/þ 'S AKi mRtaem úf t MAWPRi sreRKieG Rúm .# __o KA55ARÚM ÚR, . . MA55/PR/ fURU ÚR m&pRi PURU r*— •l', MAHútt GERÐIR mm mm SPftT/óPiWW (Sggs& oGr ■' 13900 , Auöbrekku2, Skeifunni 1 Akureyri Kopavogi Reyk|avik

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.