Morgunblaðið - 17.10.1990, Page 41

Morgunblaðið - 17.10.1990, Page 41
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 17. OKTÓBER 1990 41 VELVAKANDI SVARAR í SÍMA 691282 KL. 10-12 FRÁ MÁNUDEGI TIL FÖSTUDAGS ABYRGÐ HESTAMANNA! Til Velvakanda. Nú er mál að linni. Mér er líka (mikið) mál að segja við ykkur nokkur orð. Við (hjón með 3 börn, 12, 9 og 5 ára gömul) lentum í þeim ósköp- um að keyra inn i hóp hesta sem verið var að reka eftir þjóðvegin- um, nánar tiltekið í Skagafirði rétt við Varmárhlíð þann 12. sept- ember sl. Rigning var og komið myrkur og skyggni því frekar slæmt. Bíll var að koma á móti okkur svo við höfðum lækkað ljósin áður en hestarnir komu inn í geislann af háu Ijósunum. Skipti það engum togum að hestarnir koma á harða- stökki upp á bílinn og gátum við ekkert aðhafst. Höggið var gífurlegt og valt bíllinn á hliðina. Það var okkar lán að við vorum á sterklegum jeppa, ekki á mikilli ferð og öll njörvuð niður með öryggisbeltum, annars hefði þetta getað kostað stórslys eða jafnvel mannslíf, svo mikið er víst. Ekki voru vesalings hest- arnir jafnheppnir og var aiveg hræðilegt að horfa upp á dauð- astríð þeirra og mun seint gleym- ast. Fékk þetta alveg ofboðslega mikið á börnin sem eru eins og barna er siður miklir dýravinir. Augljóst er að þetta mun kosta okkur töluverða peninga fyrir utan óþægindi þar sem bíllinn er ónýtur og slysið var algjörlega á okkar ábyrgð — hestaeigandinn ber enga ábyrgð á hestum sínum eða slys- um sem þeir valda — ótrúlegt en satt. Það hlýtur að teljast vítavert gáleysi að vera að reka hesta eft- ir jafnfjölförnum þjóðvegi sem þarna er í slíku skyggni. - Það er sannarlega mál til komið Verkstjórar - verkamenn Notkun hjálma við hvers konar störf hefur komið í veg fyrir hina alvarlegustu höfuðáverka. Því er notkun þeirra sjálfsögð. Wordnámskeið • Macintosh Word er fjölhæfasta ritvinnsluforritið fyrir Macintosh! © 12 klst námskeið fyrir byrjendur og lengra komnal Tölvu- og verkfræöiþjónustan Grensásvegi 16 - fjögur ár í forystu . #> LAUSBLAÐA- MÖPPUR frá Múlalundi... ... þær duga sem besta bók. Múlalundur SlMI: 62 84 50 að endurskoða þessi mál þar sem hestaeign landsmanna hefur farið stói’vaxandi undanfarin ár og slys- um vegna þeirra fer alltaf fjölg- andi. Hestamenn, ég skora á ykk- ur að setja a.m.k. endurskinsborða á hesta ykkar sem ganga úti. Það hlýtur að mega koma því við, ef ykkur er annt um hestana ykkar og mannslífin sem þeir stofna í hættu. Einnig finnst mér að at- huga ætti hvort hestaeigendur (bændur o.fl.) ættu ekki að hafa skyldutryggingu á þessum skepn- um sínutn. Það sem hvatti mig til að láta verða af því að skrifa þessa grein (mér hafði nú dottið það í hug áður) var fréttin um að gamall vinur minn og skólafélagi hefði látist í umferðarslysi þ. 30. sept- ember sl. Hann var á hestbaki í myrkri og lélegu skyggni og varð fyrir bíl. Bílstjórinn sá hann ekki. Sú spurning hefur síðan gerst æ áleitnari við mig. Hveiju hefðu t.d. endurskinsmerki getað breytt í báðum þessum tilfellum? Og reyndar ótal ótal mörgum öðrurn. Mér finnst of mikhi fórnað. Tökum á þessu máli í samein- ingu. Þorbjörg ESScholtes Ofn Yfir-undirhiti, blástur og grill, fituhreinsun, svart eða hvítt glerútlit, tölvukiukka meðtímastilli. TH 483 B Helluborð Keramik yfirborð, svartur eða hvítur rammi, fjórar hellur, þar af tvær halogen, sjálfvirkur hitastillir og hitaljós. Innilegar þakkir kingar mig að flytja öllum þeim, er minntust afmœlis míns 2. okóber sl. með nœrveru sinni, kveðjum ýmiskonar, gjöf- um og sœmdarvottum. Þvílík samúð bregður bjarma d veg og er ómetanleg öldruðum manni og veröur aðeins þökkuð. Verið öll blessuð og sœl. Halldór Kristjánsson frá Kirkjubóli. Skrifstofa stuðningsmanna HREINS LOFTSSONAR á Laugavegi 47,4. hæð, er opin virka daga frá kl. 17.00-21.00 og um helgar frá kl. 14.00-19.00. Sjálfstæðismenn í Reykjavík! Kjósum Hrein Loftsson í 6.-8. sæti. Stuðningsmenn Símar 29397 - 29392 - 27943 - 27936 - 27933 FALKON {fabfiionfotmen Smoking- fötin komin aftur Yerð aðeins kr. 15.950,- Ath.: Greitt er fyrir við- skiptavini í bifreiða- geymslu Vesturgötu 7 GEKSiB H DJASSHLJÓMSVEIT REYKJAVÍKUR Jóel Pálsson sax, Heimir Helgason píanó, Gunnlaugur Guð- mundsson bassi, Móeiður Júníusdóttir söngur, Páll Óskar Hjálm- týsson söngur, Einar Scheving trommur Um hljómsveitina segir i nýjasta hefti Mannlífs; „Fyrstu hljómleik- arnir voru haldnir í vor fyrirvini og vandamenn. Svo vel tókst til að þeim var boðið að spila í útigarði Kaffi Hressó á vegum Listahátiðar. í framhaldi af því var þeim boðið að gerast húshljómsveit á Hótel Valhöll á Þingvöllum og leika kvöldverðartónlist fyrir gesti. Þar hafa þau spilað í sumar en þess á miili á Blúsbarnum við Laugaveg, þar sem djassinn þeirra hefurvægast sagt slegið i gegn." Sérstök kynningardagskrá fyrir fulltrúa Warner Champpell, sem hér er staddur til að kynna sér Djasskvartett Tómasar R. Einarssonar og félaga (sem byrja kvöldið stundvislega kl. 21.00) og Gammar, en hljómsveitina skipa: Björn Thoroddsen gitar, Bjarni Sveinbjörnsson bassi, Halldór G. Hauksson trommur, Stefán S. Stefánsson sax, Þórir Baldursson píanó, Marteen van der Valk slagverk AÐGANGUR ÓKEYPIS Púlsinn - Staður með sveiflu!

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.