Morgunblaðið - 17.10.1990, Side 43

Morgunblaðið - 17.10.1990, Side 43
KORFUKNATTLEIKUR MORGUNBLAÐIÐ IÞROTTIR MIÐVIKUDAGUR 17. OKTÓBER 1990 Anna María til lids við Brunell á írlandi ANNA María Sveinsdóttir, landsliðskona í körf uknattleik frá Keflavík, hefur gengið til liðs við írska liðið Brunell frá Cork. Eg mun kveðja Keflvíkurliðið með söknuði, en það verður skemmtilegt að breyta til að leika körfuknattleik í öðru landi,“ sagði Anna María Sveinsdóttir, sem hefur verið lykilmaður hins sigursæla Keflavíkurliðs undanfarin ár. Hún heldur utan á föstudaginn. Anna María sagðist lítið vita um írskan körfuknattleik annað en það að öll liðin nema Brunell væru með stúlku frá Bandaríkjunum í herbúð- um sínum. „Ég mun leika með Brunell út þetta keppnistímabil og síðan er óvíst um framhaldið," sagði Anna María. Tvær umferðir eru búnar í 1. deildarkeppni kvenna á írlandi og hefur Brunell tapað báðum leikjum sínum. Það var Ungverjinn Lazlo, fyrrum þjálfari KR og íslenska landsliðsins, sem kom Önnu MarítK. í samband við írska félagið. Anthony King sendur heim Fjórði Bandaríkjamaðurinn sem er rek- inn frá Grindavík á rúmu ári Grindvíkingum, sem leika í úivalsdeildinni í körfuknattleik, liefur haldist illa á útlendendingunum sem þeir hafa fengið til liðsins tveimur keppnistímabilum. í iyrra ráku þeir tvo leikmenn og nú í upphafi keppnistímabils hafa þeir rekið aðra tvo. Bandankjamaðurinn Gus Santos kom til Grindavíkur Frimann í sumar, en var rekinn í september, eftir aðeins þriggja Ólafsson vikna dvöl. Þá fengu þeir annan Bandaríkjamann, Ant- skrifar licmy King, og hann var látinn taka pokann i gær- kvöldi eftir leik UMFG og Vals. „Anthony King leikur ekki þann körfuknattleik sem við viijum spila. Hann hefur ekki enn getað sett sig inn í leikkerfin eftir mánaðai’tima og því best að láta hann t'ara,“ sagði Gunnar Þoi’varðarson, þjálfari Grindvíkinga, eftir leik UMFG og Vals í gærkvöldi. „Það er skynsam- legra að senda mann út til að velja lleikmann, eftir að hafa séð hvaði^r í honum býr.“ UMFG-Valur 91 : 81 íþróttahúsið t Grindavík, íslandsmótið í körfuknattleik, úrvalsdeild, þriðjudaginn 16. okt. 1990. Gangur lciksins: 8:6, 14:11, 24:27, 29:31, 39:39, 47:47, 53:47, 57:57, 67:57, 78:62 83:81, 91:81. Stig UMFG: Anthony King 24, Stcinþór Helgasón 22, Guðmundur Bragason 20, Jóhann- es Kristbjörnsson 14, Marel Guðlaugsson 7, Ellert Magnússun 4. Stig Vals: Magnús Matthfasson 31, Svali Björgvinsson 17, Helgi Gústafsson 16, David Grissom 9, Aðalsteinn Jóhannsson 4 og Ragnar Jónsson 4. Áhorfendur: 260. Dómarar: Kristinn Albertsson og Helgi Bragason og sluppu vel frá leiknum. Dýrmætur sigur Grindvíkinga Grindvíkingar náðu í gærkvöldi að vinna fyrsta leiks sinn á keppn- istímabilinu er þeir Iögðu Valsmenn að velli, 91:81, á heimavelli sínum. Valsmenn voru sterkari í fyrri hálfleik, en Grindvíkingar í þeð?Fr síðari. Grindvíkingar náðu góðri forystu um miðjan seinni hálfleik, en Valsmenn náðu að minnka muninn í tvö stig. Lengra kom- Frímann ust þeir ekki og heimamenn skorðu síðustu 8 stigin og Ólafsson tryggðu sér dýnnætan sigur. Ellert Magnússon var besti leikmaður Grindvíkinga og hélt David Grissom niðri. Hjá Val var Magnús Matthíasson í sérflokki. skrifar HAIMDKNATTLEIKUR Egill Már hættur að dæma Egill Már Markússon dæmdi síðasta leik sinn í 1. deild karla í handknattleik á sunnudag. „Ég hef verið að hugsa um þetta lengi," sagði Egill Már. „Ég hef dæmt í knattspyrnu og handknattleik sam- fellt í þtjú ár og finn nú, þegar greinarnar skarast, að ég er orðinn þreyttur og leiður á handboltanum og ætla því að einbeita mér að knattspyrnunni." Egill Már sagði að margt fleira ýtti undir þessa ákvörðun. „Hand- böltadeildirnar einblína eingöngu á leikmenn og þjálfara, en sinna ekki skyldum sínum gagnvait dómurum — sum sýna jafnvel engan áhuga á að eignast dómara. Niðurrifs- starfsemin er algjör og ef ástandið batnar ekki verða fáir dómarar eíx- Frá Bob Hennessy í Englandi mm FOLK ■ STEVE Nicol, leikmaður Li- verpool, var í gær kallaður inn í skoska landsliðshópinn sem mætir Sviss í Glasgow í dag. Hann kem- ur inn í hópinn fyr- ir Maurice Malpas, Dundee United, sem fékk flensu. Talið er líklegt að Nicol verði í byijunarliðinu. ■ TERRY Yorath, framkvæmda- stjóri Swansea City, hefur talað við Terry Butcher, fýrrum fyrir- liða enska landsliðsins, um að hann gangi til liðs við Swansea. Butcher er nú hjá Glasgow Rangers í Skot- landi, en hefur ekki komist í byrjun- arliðið að undanfömu. Hann héfur áður lýst því yfir að hann hafi áhuga á að koma til Englands. ■ HARRY Redknapp, fram- kvæmdastjóri Bournemouth, tók formlega við framkvæmdastjóra- stöðu sinni aftur eftir að hafa verið frá vegna meiðsla í 15 vikur eftir bílslys í Róm á Ítalíu í sumar. Bíll sem Redknapp var farþegi í, lenti í hörðum árekstri fyrir utan Róm eftir HM-leik Rúmena og Ira í sumar þar sem íjórir menn létu lífið. ■ ENGLENDINGAR mæta Pól- verjum á Wembley í kvöld í fyrsta leik undankeppni Evrópumótsins. Uppselt er á völlinn, sem tekur nú 75.000 áhorfendur í sæti. Gary Lineker verður fyrirliði enska landsliðsins í fyrsta sinn og Gra- ham Taylor stjórnar enska liðinu í fyrsta alvöruleiknum. Lineker á góðar minningar frá leikjum sínum gegn Pólverjum því hann hefur gert fjögur mörk í þremur leikjum, þar af þrennu í leik liðanna á HM í Mexikó 1986. U ANDRZEJ Strejlau, þjálfari Pólverja, er bjartsýnn fyrir leikinn í kvöld. „Enska liðið er mjög gott, en eins og öll önnur lið hefur það veika hlekki sem við ■ reynum að notfæra okkur,“ sagði Strejlau. Hann hefur kallað í níu leikmenn sem leika erlendis í hópinn. Framm- heijinn Dariusz Dziekanowski, sem leikur með Celtic, getur ekki leikið með Pólverjum í kvöld vegna þess að hann er nefbrotinn. URSL.IT Körfuknattleikur ÍS-UMFG 63:19 íþróttahús Kennaraháskóla íslands, fs- landsmótið í körfuknattleik, 1. deild kvenna, mánudaginn 15. október 1990. Stig ÍS: Vanda Sigurgeirsdóttir 18, Vigdís Þórisdóttir 10, Hafdís Helgadóttir 9, Kristín Sigurðardóttir 7, Elisabet Guðnadóttir 7, Þórdis Hrafnkelsdóttir 4, Díana Gunnars- dóttir 4, Kolbrún Leifsdóttir 4. Stig UMFG: Kristjana Jónsdóttir 6, Stef- ania Jónsdóttir 6, Marta Guðmundsdóttir 4, Anna Dís 4. Handknattleikur Bikarkeppni karla, 2. umferð: Fjölnir - Njarðvik...........28:27 fYamb-ÍH.....................24:21 KRb-FHb......................21:26 Leiftri - Selfoss.......... 19:30 Þór Ak. - Völsungur..........26:15 Ármann b - Breiðablik........12:29 ÍRb-KR.......................20:37 Knattspyrna Evrópukeppni og undankeppni ÓL, U-21 árs: London: England - Pólland...'..........0:1 Dublin: írland - Tyrkland............ 3:2 Duníermibner. Skotland - Sviss...............4:2 Wierner Neudorf. Austurríki - Lichtenstein.....10:0 Ploiesti: Rúmenía - Búlgaría.............0:1 í kvöld HANDBOLTI Bikarkeppni HSÍ: Digranes, HK-Valur...........20 Digranes, UBK b-Grótta....21:15 Garðabær, Stjarnan b-Víkingur.,.18:30 Garabær, Stjarnan - KA....20:00 Keflavik, ÍBK-l’H.-..........20 Strandgata, ÍH b-ÍR.......18:30 Strandgata, Haukar-Fram......20 Strandgata, Haukar b-Ármann....21:15 Valsheimili, Valurb-ÍBV...18:30 Anna María Sveinsdóttir ! leik mcð Kefiavíkurliðinu. KNATTSPYRNA / SVIÞJOÐ Gunnar Gísla- sonmeðáný? Allt bendir til þess að Gunnar Gíslason verði með Hácken gegn GIF Sundsvall í fyrri úr- slitaleik sænsku 1. deildarinnar í knattspyrnu á laugardaginn. Hann hefur ekkert leikið síðan hann meiddist á læri á æfingu daginn fyrir landsleikinn við Frakka í byij- un september. Gunnar lék í sumar í stöðu aft- asta varnarmanns hjá Hácken, og var fyrirliði liðsins. Fleiri lykilmenn hafa verið meiddir, en Gúnnar sagðist þó þokkalega bjart- sýnn. Hann fór á fyrstu æfinguna á sunnudag, en endanlega verður ákveðið eftir æfingu á morg- un hvort hann verður með. Lið Sundsvall er talið sigurstranglegra, en að- eins annað kemst upp í úrvalsdeildina. GIF vann riðil sinn örugglega, hafði 12 stiga forskot á næsta lið, Vasalund. Síðari leikur GIF og Hácken fer fram í Sundsvall um aðra helgi, og verður honum sjónvárþáð béiht um Svfþjóð. Gunnar G. Þorsteinn Gunnarsson skrifarfrá Svíþjóð

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.