Morgunblaðið - 02.12.1990, Page 6

Morgunblaðið - 02.12.1990, Page 6
6 FRÉTTIR/INNLENT MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 2. ÖESEMBER 1990 Pétur Pétursson kaup- maður, t.v., með sýnis- horn af íslenskum jóla- mat og Guðmundur Jú- líusson, starfsmaður í verslun hans, með pakka sem sendir verða utan. Morgunblaðið/RAX íslenskur matur fluttur út í sífellt meira mæli fyrir jólin: Vinsældir haiigikjötsins o g villta laxins mestar MIKIÐ er um að íslendingar sendi vinum og vandamönnum erlend- is matvæli fyrir jólin, og fyrirtæki gera einnig talsvert af því að gleðja erlenda viðskiptamenn með þessum hætti — senda þeim sýnishorn af íslenskum mat, að sögn Péturs Péturssonar, kaup- manns í Kjötbúri Péturs á Laugavegi 2. Hann sér um að senda mat utan fyrir fólk og segir óskir um slíkt færast mjög í aukana ár frá ári. Við gerum þetta allt árið en jólavertíðin hefst um 15. nóvember og stendur þar til um miðjan desember," sagði Pétur í samtali við blaðamann. Það sem mest er sent utan er hið „rómaða hangikjöt sem við íslendingar eig- um“, en fyrirtæki Péturs sendir um fimm tonn af hangikjöti utan nú. „Þá sendum við mikinn harð- fisk, reyktan villilax sem orðinn er mjög eftirsóttur, niðursoðin svið í dósum, bjúgu, vínarpylsur og ýmislegt annað." Mest er um að íslendingar láti senda fyrir sig mat úr landi, en einnig er nokkuð um að Pétri ber- ast pantanir erlendis frá, og segir hann það aukast með hvetju ár- inu. „Aðal sóknin er í villta lax- inn, útlendingar biðja sérstaklega um hann. Eldislax fæst nánast alls staðar en sá villti er víða munaðarvara." Pétur sagði fyrir- tæki á Ítalíu og í Frakklandi til dæmis panta lax til að gefa starfs- mönnum fyrir jólin. Hann sagðist telja hangikjötið aðal jólamat Islendinga erlendis, og margir gætu hreinlega „ekki lifað jólin af ef ekki er hangikjöt á borðum. Fólki fínnst meiriháttar að fá hangikjötsilminn í íbúðina fyrir jólin og við höfum, í gegnum árin, fengið mörg bréf frá fólki sem fær kjöt frá okkur; ekki að við séum að gefa því kjötið, heldur er það að þakka fyrir þá þjónustu sem við erum að veita öldruðum foreldrum þess hér heima. Það eru talsverðir snúningar fyrir einstakl- inga að senda mat úr landi en við sjáum um allt sem þarf að gera.“ Pétur segist senda mat út um allan heim, en hömlur séu sums staðar á innflutningi og til dæmis þýði ekki að senda kjöt til Ástr- alíu og Nýja Sjálands og ekki sé heldur leyfilegt að senda hangikjöt til Noregs. „Við fengum und- anþágur fyrir þremur árum fyrir visst magn til Noregs en nú hefur innflutningur þangað verið stöðv- aður aftur.“ Pétur sagðist eflaust geta orðið vel stæður á því að senda Islendingum í þessum lönd- um hangikjötslykt í úðabrúsum — svo stór þáttur í jólahaldinu virtist hún vera hjá mörgum! Þess má geta að ef pakkar eiga örugglega að berast viðtakendum í Evrópu fyrir jól þurfa þeir að fara í póst ekki síðar en 5. des- ember, sömu sögu er að segja um pakka á áusturströnd Bandaríkj- anna, en síðasti æskilegi skiladag- ur vegna sendinga á vesturströnd- ina er 2. desember. Skipulagsbreytingar Sambandsins: Iceland Seafood selt hluta- félagi um sjávarafurðadeild RÁÐGERT er að Sambandið selji dótturfyrirtæki sitt, Iceland Seafood, nýju hlutafélagi um sjávarafurðadeild Sambandsins sem stofnað verður 14. desember. Verið er að stofna fimm hlutafélög sem yfirtaka rekstur helstu deilda Sambandsins. Iceland Seafood er físksölufyrir- tæki Sambandsins í Banda ríkj- unum og á Sambandið 60% hlut í fyrirtækinu og frystihús Sambands- ins 40%. Sigurður Markússon stjórn- arformaður Sambandsins sagði að gert hefði verið uppkast að samningi um að Sambandið selji sinn hlut í Iceland Seafood nýju hlutafélagi um sjávarafurðadeildina. „Þetta er í rauninni formbreyting, það má segja að fyrirtækið flytjist til innan fjölskyldunnar," sagði Sig- urður og bætti við að hliðstætt myndi gerast með önnur sambandsfyrir- tæki, að þau flyttust til þess hlutafé- lags sem hefði með hlutaðeigandi starfsemi að gera. Sigurður sagði að ekki hefði verið skráð söluverð á Iceland Seafood, og það yrði samningsatriði milli Sam- bandsins og sjávarafurðafyrirtækis- ins. Fyrirhugað er að stofnun hlutafé- laganna fímm verði lokið fyrir ára- mót. Fyrirtæki um búvörudeild verð- ur stofnað 11. desember og fyrirtæk- ið um sjávarafurðadeild 14. desemb- er en ekki eru komnar dagsetningar á stofnun hinna félaganna. • • ____________________ Ogmundur Jónasson formaður BSRB; Eftirsjá í hjúkr- unar fræðingum ÖGMUNDUR Jónasson, formaður Bandalags starfsmanna ríkis og bæja, segir að úrsögn hjúkrunarfræðinga í Hjúkrunarfélagi íslands úr BSRB veiki samtökin. „Hjúkrunarfræðingar hafa verið virkir í starfi innan BSRB og það er eftirsjá í þeim,“ segir hann. Alls voru 1.471 hjúkrunarfræð- ingur í BSRB en heildarfjöldi félaga í samtökunum er liðlega 17 þúsund. Aðspurður kvaðst Ögmund- ur engu vilja spá fyrir um hvort úr- sögn hjúkrunarfræðinga muni hafa það í för með sér að fleiri starfsstétt- ir fylgdu í kjölfarið. „Ursögn hjúk- runarfræðinga þarf ekki að vera vís- bending um slíkt. Þeirra mál eru sérstök að því leyti að hjúkruna- rfræðingar eiga aðild að tveimur stéttarfélögum og hyggja á stofnun sameiginlegs félags," sagði hann. Hann sagði að samtökin hefðu verið að breytast á seinni árum. Sjálf- stæði aðildarfélaganna hefði aukist Málið hefur fengið leiðinlegan svip og það væri rétt stefna, en jafnframt væri leitað eftir hagkvæmni í sam- eiginlegri þjónustu og BSRB hefði verið að efla þjónustu við félögin á borð við lögfræðiþjónustu, hagfræði- þjónustu og upplýsingaþjónustu. Þar að auki störfuðu heildarsamtökin að ýmsum sameiginlegum hagsmuna- málum launamanna og opinberra starfsmanna sérstaklega. Hann var spurður hvort úrsögn hjúkrunarfræðinga kæmi við fjárhag samtakanna. Sagði hann að úrsögnin skipti sjálfsögðu máli. Þá sagði hann að úrsögn hjúk- runarfræðinga myndi ekki, út af fyr- ir sig, kalla á breytingar innan sam- takanna en mikil umræða væri, í gangi innan BSRB um skipulagsmál samtakanna og sú umræða héldi áfram. -segir Halldór Blöndal, alþingismaður, um deilur um þingsköp á Alþingi Á fimmtudag kom til snarpra orðaskipta á Alþingi milli Halldórs Blönd- al, þingmanns, og forseta og varaforseta sameinaðs þings. Atvikið vakti athygli í fjölmiðlum en Halldór telur að ástæðuna megi rekja til þess að forsetar hafi ekki ræðst við fyrir umræðuna, sem hefði getað iokið á 15 mínútum. Halldór segir upphaf málsins að sjávarútvegsráðherra hafi neitað sér um lista yfir aflakvóta smábáta á næsta ári. „Ég bað um fund í sjvarútvegsnefnd og þar ítrek- uðu fulltrúar sjávarútvegsráðuneyt- isins neitun ráðherra. Um morguninn átti ég tal við Guðrúnu Helgadóttur, forseta sameinaðs þings, og skýrði henni frá að ég vildi taka þetta mál upp á þingi utan dagskrár. Hún úr- skurðaði að það yrði umræða um þingsköp og var ákveðið að umræðan hæfist kukkan 12. Henni var kunn- ugt um að ég myndi hringja í sjávar- útvegsráðherra og Matthías Bjarna- son til að þeir yrðu viðstaddir umræð- una,“ segir Halldór. „Mér var loks gefið orðið þegar klukkan var tuttugu mínútur gengin í eitt.. Þá var Valgerður Sverrisdótt- ir, varaforseti, í stólnum, en Guðrún Helgadóttir hafði brugðið sér frá. Ég bað um að hún yrði sótt. Það er auðvitað ókurteisi af forseta að vera fjarverandi þar sem ég hafði óskað eftir umræðum um þingsköp, klukk- an hálf ellefu um morguninn, og for- seti mátti vita að ég ætlaði að eiga orðastað við hann, eðli málsins sam- kvæmt. Af óskiljanlegum ástæðum tók varaforseti þetta óstinnt upp. Senni- lega vegna þess að hún hefur talið að ég treysti sér ekki til að hafa stjórn á fundinum. I sömu svifum kom Guðrún Helgadóttir inn og sett- ist í sæti sitt út í sal. Eftir stutta stund tók varaforseti frammí fyrir mér og bannaði mér að halda ræðu minni áfram. Ég óskaði þá eftir að Guðrún stæði við sín orð og leyfði mér að halda ræðunni áfram en þá brást hún undarlega við, barði í borð- ið og óskaði eftir að fá að taka til máls síðar. Þegar svo var komið ósk- aði ég eftir því að hlé yrði gert á fundinum svo forsetar gætu ræðst við. Þegar forsetar höfðu gert það, tók Guðrún við fundarstjórn og ég hélt ræðu minni áfram á þeim for- sendum sem við höfðum talað um. Sjávarútvegsráðherra hafði þá brugðið sér frá enda hafði hann sagt mér að hann væri tímabundinn. Aðr- ir þingmenn, a.m.k. Matthías Bjarna- son, Stefán Guðmundsson, Skúli að- alsteinsson, Árni Gunnarsson og Kristinn Pétursson, tóku þátt í um- ræðunni. Mér gafst tækifæri til að biðja þingforseta um að skerast í málið og afla sjávarútvegsnefnda þeirra upplýsinga sem ráðherra hafði synjað um. Þar sem ráðherra var fjarverandi er nauðsynlegt að taka málið upp á nýjan leik á mánudag," segir Halldór. Hann sagði að þetta mál hefði fengið leiðinlegan svip og taldi ástæðuna þá að forsetar þingsins hefðu ekki talað saman áður en umræðan fór fram. „Ef þeir hefðu gert það hefði umræðan tekið 15 - 20 mínútur á fimmtudaginn með venjulegum þinglegum hætti,“ segir hann. ■ NÝJA björgunarmiðstöð Flug björgunarsveitarinnar við Flugvall- arveg verður opin almenningi til kynningar frá klukkan 13 til 17 í dag sunnudag. Flugbjörgunarsveitarmenn munu sýna björgunaræfingar og einnig fallhlífastökk, ef veður leyfir. ■ KOLAPORTIÐ verður opið í dag milli kl. 10 og 16 og er þetta í fyrsta skipti sem það er opið á sunnudegi. I dag verða aðrir aðilar með bása en á laugardögum. Borð- ið verður upp á skemmtiatriði fyrir börn. Morgunblaðið/Hallgrímur Býður bekknum sínum til Bandaríkjanna Mikil eftirvænting ríkti í íþróttasal grunnskólans í Grundarfírði þegar ljóst var að nemandi í skólanum hefði unnið aðalverðlaun í samkeppni íslensk ameríska félagsins og gæti því boðið öllum bekkjarfélög- um sínum með sér til Bandaríkjanna. Nemendurnir biðu spenntir og þegar Ólafur Stephensen formað- ur íslensk ameríska félagsins las upp nafn vinningshafans, Svanborgar Kjartansdóttur, Setbergi í Eyrar- sveit, ærðust bekkjarfélagar hennar úr fögnuði. Á minni myndinni veitir Svanborg viðtöku ferðatrygg- ingu fyrir hópinn úr hendi Svans Guðmundssonar frá Sjóvá-Almennum, en bak við hann sést í Olaf Stephensen, formann Íslensk-Ameríska félagsins.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.