Morgunblaðið - 02.12.1990, Side 8

Morgunblaðið - 02.12.1990, Side 8
& W6I ÍJ M0RGUNBLADID DAGBOK luNNL'DAGUR 2. DE5EMBER Í99Ö \ /^sunnudagur 2. desember, fyrsti sunnudagur í i UlWJ jólaföstu/aðventa. Árdegisflóð í Reykjavík kl. 5.49 og síðdegisflóð kl. 18.12. Pjara kl. 12.10. Sólarupprás í Reykjavík kl. 10.47 og sólarlag kl. 15.46. Myrkurkl. 16.57 Sólin er í hádegisstað í Reykjavík kl. 13.17 og tunglið er í suðri kl. 0.56 (Almanak Háskóla íslands.) Gnótt friðar hafa þeir er elska lögmál þitt, og þeim er við engri hrösun hætt. (Sálm. 119,165.) ÁRNAÐ HEILLA HJÓNA- BAND. Gefin hafa verið saman í hjóna- band í Víði- staðakirkju Rannveig Grétarsdóttir og Sigmund- ur Jóhannes- son. Heimili þeirra er í Breiðvangi 5, Hafnarfirði. Sr. Sigurður Heigi Guð- mundsson gaf þau saman. (Ljósm. Sigr. Bachmann) FRÉTTIR/MANNAMÓT í DAG er fyrsti sunnudagur i jólaföstu/aðventu. Jóla- fastan eða aðventan hefst með 4. sunnudegi fyrir jóla- dag, þ.e. 27. nóv. — 3. des. segir í Stjömufræði/Rím- fræði. Þar segir að nafnið aðventa sé dregið af latneska orðinu adventus: koma Krists, og skírskotar til jólanna, sem framundan eru. LAUNASJÓÐUR rithöf- unda. Hinn 31. desember rennur út umsóknarfrestur um starfslaun úr Launasjóðí rithöfunda, segir í frétt frá sjóðsstjóminni í Lögbirtinga- blaðinu. Sjóðurinn er í tengsl- um við menntamálaráðuney- tið og þar eru eyðublöðin sem umsækjendur eiga að fylla út. Rétt til greiðslu úr sjóðn- um eiga íslénskir rithöfundar og höfundar fræðirita. Heim- ilt er að greiða laun fyrir þýðingar á íslensku segir í tilkynningu sjóðsins. Starfs- laun era sömu og byijunar- laun menntaskólakennara og veitt frá 2 og lengst 9 mán- uði í senn. FÉLAG eldri borgara. í dag er opið hús í Goðheimum við Sigtún kl. 14. Frjáls spila- mennska og tafl, og dansað kl. 20. Mánudag er opið hús í Risinu, Hverfisgötu 105, frá kl. 14. Skáldakynning kl. 15. Nokkur skáld lesa úr verkum sínum, sem út koma um jólin. Miðvikudagskvöldið kemur verður umræðufundur í Ris- inu. Rætt verður um lífeyris- málin og almannatryggingar. Benedikt Davíðsson mun svara fyrirspumum varðandi málið. SKJÖL í 800 ár, sem er sýn- ing Þjóðskjalasasfnsins í Bogasal Þjóðminjasafnsins, er opin um þessa helgi kl. 11-16 og á sama tíma þessa daga til 9. des: þriðjud. fimmtud. og um næstu helg- ar, laugard. og sunnud. BÚÐARDALUR í tilkynn- ingu í Lögbirtingi frá heil- brigðis- og tryggingaráðu- neytinu segir að Sigurbirni Sveinssyni lækni, hafí verið veitt lausn frá störfum heilsu- gæslulæknis i Búðardal frá næstu áramótum að telja, að eigin ósk. KROSSGATAN LÁRÉTT: — 1 hremmum, 5 hús 8 hafa orð á, 9 álíti, 11 kistan, 14 þegar, 15 fúi, 16 bein, 17 sefa, 19 mergð, 21 hina, 22 sælgæti, 25 bekk- ur, 26 aula, 27 kyrri. LÓÐRÉTT: — 2 reykja, 3 sár, 4 álítur, 5 hrygla, 6 ílát, 7 þreyta, 9 drembilætis, 10 era falin, 12 undirokaðir. 13 synjaði, 18 beltið, 20 svik, 21 árið, 23 á fæti, 24 frumefni. LAUSN SÍÐUSTU KROSSGÁTU: LÁRÉTT: — 1 ágæta, 5 sálar, 8 íraks, 9 öldum, 11 raska, 14 ala, 15 vogar, 16 1 ærir, 17 ill, 19 náin, 21 efað, 22 náttaði, 25 aka, 26 átt, 27 nýr. LÓÐRÉTT: - 2 gil, 3 tíu, 4 armari, 5 skrall, 6 ása, 7 ask, 9 örvænta, 10 döggina, 12 skrefin, 13 afræður, 18 létt, 20 ná, 21 eð, 23 tá, 24 at. KVENFÉLAG Laugarnes- sóknar. Jólafundur fyrir fé- lagsmenn og gesti þeirra verður annaðkvöld og hefst með helgistund í kirkjunni kl. 20. Bjöllukór kirkjunnar kem- ur fram, undir stjóm Ronalds Turnes. Félagskonur skipt- ast á dálitlum jólapökkum. TVÍBURAMÖMMUR ætla að hittast á mánudaginn með börn sín í félagsmiðstöðinni Fjörgyn í Grafarvogshverfi kl. 15-17. Guðfinna Eydal mun ræða um málefni- tvíbura. Þessi samverastund er öllum opin sem áhuga hafa. Kaffi verður borið fram. BREIÐFIRÐINGAFÉL. Fé- lagsvist verður spiluð í dag í Breiðfirðingabúð, Faxafeni 14, kl. 14.30. TANNLÆKNAR. í tilkynn- ingu heilbrigðis- og trygg- ingamálaráðuneytisins í Lög- birtingablaðinu segir að tann- læknamir Guðbjartur Hólm Guðbjartsson og Kristín J. Geirmundsdóttir hafi fengið leyfí til að stunda tannlækn- ingar. KÓPAVOGUR. Kvenfélaga- samband Kópavogs heldur jólakökubasar í dag í Hákoti, sem er í félagsheimili Kópa- vogs. Jafnframt verður á samatímakl. 15-18 jólakaffí- sala. Ágóðinn rennur til lista- verks eftir Gerði Helgadóttur, en nú er verið að vinna við það. HVÍTABANDSKONUR halda árlegan jólafund nk. miðvikudagskvöld kl. 19.30 á Hallveigarstöðum. Félags- konur eru beðnar að tilkynna þátttöku til: Kristínar s. 17193, Elínar s. 615622 eða til Rutar s. 76719. GARÐABÆR. Kvenfél. Garðabæjar heldur jólafund- inn nk. þriðjudagskvöld kl. 20.30 í Garðaholti. HÁTEIGSSÓKN. Kvenfél. Háteigssóknar heldur jóla- fund nk. þriðjudagskvöld í Sjómannaskólanum og hefst kl. 20 með því að jólamatur verður borinn á borð. Félags- konur ætla að skiptast á jóla- pökkum. Stjórnarkonur gefa nánari upplýsingar. FRÍKIRKJAN, Reykjavík. Jólafundur Kvenfélags Fríkirkjunnar í Reykjavík verður haldinn í Lækjargötu 14 nk. fímmtudagskvöld kl. 19.30 og hefst með borð- haldi. Þar verður skipst á jóla- pökkum og fram fer skyndi- happdrætti. SJÁLFSBJÖG. í dag kl. 14r17 verður jólabasar í Há- túni 12. HAFNARFJÖRÐUR. Kven- fél. Fríkirkjunnar heldur jóla- fundinn í kvöld kl. 20 í Skút- unni. Jólakaffí, jólahapp- drætti og skemmtiatriði. ITC-deildir. ITC-deildin íris, Hafnarfírði, heldur jólafund- inn mánudagskvöld kl. 20.15 á Hjallabraut 9. Skipst verður á jólapökkum. Fundurinn er öllum opinn og veitir Karen Gústavsdóttir s. 52574 nánari upplýsingar. ITC-deildin Ýr heldur jólafund í Síðumúla 17 mánudagskvöld kl. 20.30 og er hann öllum opinn. Nánari upplýsingar veita Anna s. 611413 eðaVigdís s. 667622. KVENFÉL. Heimaey heldur jólafundinn nk. fímmtudags- kvöld kl. 19.30 í Holyday Inn og hefst með jólahlaðborði. Efnt til skyndihappdrættis. Þær Sísí s. 73967, Björk s. 52134 eða Halla s. 656242 taka á móti þátttökutilkynn- ingum. HJÁLPRÆÐISHERINN heldur flóamarkað nk. þriðju- dag og miðvikudag, fata- markaður kl. 10-17 báða dag- ana. HEIMILISIÐNAÐARFÉ- LAG íslands heldur jólafund- inn í dag á Laufásvegi 2 og hefst hann kl. 14. SLYSAVARNAKONUR í Reykjavík ætla að hittast í húsi SVFÍ á Grandagarði mánudagas- og þriðjudags- kvöld kl. 19 til að baka laufa- brauð og til undirbúnings jólamarkaðar sem verða á um næstu helgi. KÖKU- og jólabasar Hringsins í Hafnarfirði er í dag í Góðtemplarahúsinu og hefst hann kl. 15. KIRKJA_______________ ÁRBÆJARKIRKJA: Æskulýðsfélagsfundur í kvöld kl. 20. _ Foreldrar ungra barna í Ártúnsholti. Opið hús þriðjudagsmorgna kl. 10-12 í safnaðarheimili Árbæjarkirkju. BÚSTAÐAKIRKJA: Æsku- lýðsfundur í dag kl. 5. GRENSÁSKIRKJA: Fundur í Æskulýðsfélagi Grensás- sóknar í kvöld kl. 20. NESKIRKJA: Æskulýðs- starf mánudag fyrir 13 ára og eldri kl. 19.30.Þriðjudag: Mömmumorgun. Opið hús fyrir mæður og börn þeirra kl. 10-12. Dóra Ingvarsdóttir ijallar um fjárhagslegt sjálf- stæði kvenna. Æskulýðs- starf fyrir 10-12 ára þriðju- dag kl. 17. FELLA- og Hólakirkja. Fundur í æskulýðsfélaginu mánudagskvöld kl. 20.30. SELJAKIRKJA: Mánudag: Fundur KFUK, yngri deild kl. 17.30, eldri deild kl. 18. Æskulýðsfundur kl. 20. SELTJARNARNES- KIRKJA: Opið hús fyrir 10-12 ára mánudag kl. 17. Opið hús fyrir foreldra ungra barna þriðjudag kl. 15-17. MIIMIMINGARSPJÖLD MINNINGARKORT Fél. velunnara Borgarspítalans fást í upplýsingadeild í and- dyri spítalans. Einnig eru kortin afgreidd í síma 696600. MINNINGARKORT Minn- ingarsjóðs sr. Páls Sigurðs- sonar til styrktar Hólskirkju í Bolungarvík eru til sölu hjá formanni Bolvíkingafél. í Reykjavík s. 52343. ORÐABOKIN Fótaferðartími Eftirfarandi má lesa í DV 18. okt. 90, þar sem segir frá innbrotum í mannlausár bifreiðir: „Ungur maður er talinn hafa brotið rúður og stolið úr sjö bílum sem stóðu við Skeifuna 17 um kvöld- matarleytið í gær.“ Frá- sögnin endar svo á þessum orðum. „Innbrotin eru flest framin á fótaferðartíma" — Ljóst er, að blm. á við þann tíma, sem menn eru al- mennt á ferli. Hins vegar hefur fótaferðartími verið skilinn sem sá tími, þegar menn faraá fætur að morgni, að vetrinum á sjö- unda eða áttunda tímanum, segir Guðbjörg Jónsdóttir í Broddanesi á Ströndum í minningum sínum. Elzta frá Fjölnismönnum 1835 og mörg eftir það. Dæmi era til um fótaferð = fótavist frá 17. öld og allt fram á hina 20., en einnig táknar orðið það að fara á fætur að morgni, enda segir svo beinlínis í OM. Þannig held ég líka flestir skilji þetta orð enn í dag. Þess vegna er ótækt, þegar fjölmiðlafólk fer að nota no. fótaferð í annarri merkingu en tíðkazt hefur. Hér hefði blm. t.d. hæglega getað sagt sem svo: Innbrotin eru flest framin á þeim tíma, sem fólk er á ferli, enda gerðist áðurgreindur atburður svo seint á degi sem um kvöld- matarleytið. — JAJ

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.