Morgunblaðið - 02.12.1990, Síða 12

Morgunblaðið - 02.12.1990, Síða 12
MORGUNiBLAÐiE) r SUNNUDAGUR- 2.-.DESBMBER- •1990'« íar fyrirtækinu meira hráefni. Við þurfum 3000 tonn að lágmarki,“ segir hann. Allar áætlanir á haustvertíðinni brugðust vegna viðskiptastöðvun- ar á saltsíld til Sovétríkjanna. „Við reiknuðum með miklum tekj- um af söltuninni. Framtíð Dverga- steins er undir því komin að fá hráefni. Það er í athugun hvort réttast væri að kaupa skip en til þess þarf að auka hlutafé," segir hann. 35 þúsund á viku „Það hefur verið næg atvinna síðan þetta fyrirtæki tók til starfa í haust. Við erum vön því hér að hafa nóg að gera i síldinni á þess- um árstíma. Nú er öll söltun búin fyrst ekkert er saltað fyrir Rússa. Það eru ábyggilega um 100 manns sem eiga atvinnu sína undir þessu,“ segir Sigurbjörg Jónsdótt- ir sem við hittum að máli í síldar- flökuninni í Dvergasteini. Hún Hólmatindur landar bolfiski á Eskifirði. Á Austfjörðum hafa menn þó mestar áhyggj- ur af loðnuveiðunum, mikilvægustu undirstöðu atvinnulífsins. í barattu við máttar- völdin á Neskaupstað Tveir ungir saltf iskverkendur bygg ja upp einkafyrirtæki i ii „Þ AÐ hefur verið rekin undarleg stefna í atvinnumálum í þessu bæjarfélagi. Hér er búið að byggja upp eitt stórt ráðandi fyrirtæki, Síldarvinnsluna hf., og Alþýðubandalagið og Síldarvinnslan hafa komið á rótföstu kerfi í bænum. Ný fyrirtæki í sjávarútvegi eða öðrum atvinnugreinum þurfa að fá samþykki þessara máttarvalda til að þau geti gengið á Neskaupstað og fái hreinlega að starfa eðlilega," segir Kristinn Guðmundsson, annar tveggja eigenda Salt- fangs hf. á Neskaupstað. „Þetta er afleiðingin af fjörutiu og tveggja ára heilaþvotti," bætir Höskuldur, bróðir hans og meðeigandi, við. B I ræðumir stofnuðu fisk- vinnslufyrirtækið Saltfang hf. fyrir þremur árum og einskorða sig við saltfiskverkun. Þeir hafa smátt og smátt verið að byggja fyrirtækið upp og eru að ljúka við nýbyggingu sem kostar þá um 40 milljónir fullgerð. „Við erum eiginlega að þijóskast við og reyna að sýna Norðfirðingum fram á að menn þurfi ekki og geti ekki verið eingöngu á spena hjá Síldar- vinnslunni og Alþýðubandalaginu," segir Kristinn. Þeir byijuðu í 200 fermetra hús- næði haustið 1987. Áttu tværtrillur og ætluðu að láta sér nægja afla þéirra en smám saman jókst fram- leiðslan. „í ágúst í fyrra fórum við að byggja við húsnæðið og stefnum á að ljúka því um áramót," segir Kristinn. „Viðbyggingin er um 600 fermetrar að stærð. Á þessu ári keyptum við líka 63 tonna bát, Hlíf- ar Pétur, sem kom í ágúst. Nú eru 24 starfsmenn. hjá fyrirtækinu." Það hefur geng- ið þokkalega hjá þeim síðan línu- vertíðin byijaði í haust. Þeir byijuð- um að salta í októ- ber og hafa tekið á móti 200 tonn- um. „Við fáum nægilegt hráefni til að þetta geti gengið og höfum að markmiði að afkasta þúsund tonnum á ári. Ný- byggingin gefur Höskuldur og okkur kost á betri nýtingu, hag- kvæmni og meiri gæðum,“ segir Höskuldur. Þeir stinga óneitanlega í stúf við „máttarvöldin á Norðfirði,“ sem þeir kalla svo. Þeir áttu frumkvæði að stofnun félags ungra sjálfstæðis- manna í bænum á síðasta ári og eru óragir við að gagnrýna skipulag Alþýðubandalagsmanna á atvinn- ulífí bæjarins. Þeir segja að menn séu gjaman flokkaðir í „æskilega og óæskilega“ þegar kemur að því að hafa frumkvæði að nýjungum í bænum. „Við sóttum um að fá að byggja fyrirtækið niðri á hafnar- svæðinu en var neitað um það og þurftum þess vegna að byggja tals- vert dýrara og óhagkvæmara hús- næði hér upp í brekkunni. Bæjar- yfírvöld skýldu sér á bak við að frárennsli frá þessu svæði væri meiriháttar verkfræðilegt vanda- mál,“ segir Höskuldur. „Þegar við byijuðum haustið 1987 var gullaldartími í saltfíski en það snérist fljótlega við og erfíðleikar hafa óneitanlega verið miklir í sjáv- arútvegi síðan. Nú fyrst virðist bjartara framundan. Okkur hefur þótt nóg að beijast í þessum erfíð- leikum en höfum samhliða þurft að beijast við að fyrirkomulag sem ríkir hér í bænum. Ég veit svei mér ekki hvort hefur verið erfíðara að eiga við,“ segir Kristinn. „Það er langur vegur frá því að stutt sé við bakið á mönnum sem vilja gera eitt- hvað á Norðfirði. Það er frekar á hinn veginn. Ráðamönnum hér fínnst það sambærilegt ef einstakl- ingar fara út í fískvinnslurekstur og ef afgreiðslumaður í kaupfélag- inu tæki upp á að opna deild á eig- in vegum inn á borði í kaupfélag- inu,“ segja þeir. Þeir viðurkenna þó að Síldar- vinnslan á Norðfirði standi undir traustu atvinnulífí í bænum, en það réttlæti ekki að staðið sé í vegi fyrir framtaki annarra. „Það er engan bilbug að fínna á okkur. Við erum bjartsýnir og höldum ótrauðir áfram,“ segja þeir. Morgunblaðið/Sverrir Kristinn Guðmundssynir, eigendur Saltfangs hf. á Neskaupstað. vildi engu spá um gengi hins nýja fyrirtækis en sagði að óneitanlega væri ástandið betra en í fyrra. Engin bolfisk- vinnsla hefur verið á Seyðis- firði allt þetta ár en allir binda vonir sínar við að takist að afla Dvergasteini hráefni eftir áramót. Það hefur oft verið líflegra yfírbragð á ver- búðinni þar sem Norðursíld var áður til húsa. Fjórir starfs- menn hafast þar við á síldarver- tíðinni í vetur en alls eru 12 her- bergi í húsinu. Amar Valgeirssön og Jóhannes Larsen segjast lítið aðhafast annað en sleitulausa vinnu - til níu á kvöldin og alla laugardaga. „Maður hefur svona 35 þúsund krónur á viku þegar mest er,“ segir Amar. „Og þá er eftir að draga frá skatta og gjöld. Þetta gerir um 20 þúsund sem maður fær í hendurnar eftir vik- una.“ Hann kom til Seyðisfjarðar um seinustu mánaðamót til að afla sér tekna í síldinni. „Þetta var engin söltun - hún stóð bara yfír í örfáa daga en það er næg vinna við frystingu og ég á von á að vera hér út vertíð- ina,“ segir hann. „Það er reyndar ekki við neitt annað að vera hér í bæn- um, voðaleg deyfð yfír öllu. Þó á víst að halda ball á laugardaginn. Ég hef verið að bíða eftir því frá því ég kom. Það era ekki einu sinni sýnd- ar bíómyndir," segir Arnar. Jóhannes tekur undir þetta. Hann hefur búið á Seyðisfírði í nokk- ur ár og starfaði hjá Norðursíld en segist hafa fylgt með í sölunni, til Dvergasteins. Vantar stóru Síldin hafí veiðst of langt í burtu. „Á undanförnum árum höfum við þurft að grípa inn aukamannskap á haustinn. í öllu atvinnuleysinu undanfama mánuði hefur þó í flestum tilfellum tekist að veita einni fyrirvinnu hverrar fjölskyldu atvinnu. Atvinnuleysið hefur fyrst og fremst bitnað á konunum.“ Rífandi atvinna Á tilkynningatöflu í Hraðfrysti- húsi Eskifjarðar hangir uppi svo- hljóðandi tilkynning: „Vegna yfir- vofandi verfalls yfirmanna á fiski- skipum þá neyðumst við til að til- kynna vinnslustöðvun verður í frystihúsinu frá og með 3. desem- ber. Verði verkfalli aflýst fellur þessi tilkynning úr gildi.“ Allir eru hættir að gefa þessu gaum. „Það var mikill léttir þegar sjómenn sömdu við útgerðina og verkfalli var afstýrt en það hefur enginn gefíð sér tíma til að taka tilkynn- inguna niður. Hér er rífandi at- vinna og um 80 manns í vinnu. Það verður áreiðanlega nóg að gera til áramóta," segir Benedikt Jóhannsson, frystihússtjóri. Unnið er á tvískiptum vöktum við flökun og frystingu og byijar morgun- vaktin kl. 4. Okkur var tjáð að atvinnuástandið væri að venju gott á Eskifírði. Mikið hefði verið, unnið af rækju í sumar og nú keppast allir við í síldinni. Þess era jafnvel dæmi að Reyðfirðingar leiti inn á Eskifjörð í vinnu. Loðnu- verksmiðjur ganga dag og nótt. síldina „Ég er eiginlega of fáliðaður í dag til að geta bæði flakað og fryst sfld,“ segir Sigfínn- ur Mikaelsson, fram- kvæmdastjóri ‘ hjá Strandarsíld. Á síðustu vertíð var saltað í 12 þúsund tunnur hjá Strandarsíld en nú aðeins í 3600 tunnur. Við höfum verið í frystingu undanfarið og eram búnir með um 100 tonn,“ segir hann. Um 30 manns era starfandi hjá fyrirtækinu. Sigfinnur kvaðst eiga von á að geta veitt öllum atvinnu til jóla. „Það er hins vegar vanda- mál að það hefur ekkert veiðst af stórsfld inn á fjörðunum sem hefði gefíð okkur meiri möguleika því það eru töluverðir samningar í stórflökum." Ekki hefur áður verið fryst síld í fyrirtækinu og kveðst Sigfinnur snúa sér að henni af fullum krafti á næsta ári ef ekk- ert verður úr söltun. Það var líka dauft hljóð í neta- gerðarmönnum á Seyðisfírði. Jó- hann Hansson, einn eigenda Fjarð- ameta hf. segir haustið lélegt. Sigfinnur Mikaelsson í Strandarsíld á Seyðisfirði á allt undir sildarsöltuninni komið. Hann segist ætla að snúa sér að frystingu á næsta ári ef ekki tekst að fá Sovétmenn til að kaupa frekari saltsíld. Eskifjörður og Norðfjörðureiga reyndar löndunarmetið yfir landið allt í haust. Ráðherrar til Rússlands Hrafnkell A. Jónsson segir að stöðvun á síldarsölu til Rússlands hafí verið geysilegt áfall. „Það hefur haft alvarlegar afleiðingar fyrir nokkur fyrirtæki, sérstaklega á Seyðisfírði og Fáskrúðsfírði. Þetta kom líka niður á sveitarfé- lögunum í tekjumissi en mörg fyr- irtæki hafa mætt þessu með því að snúa sér að flökun og fryst- ingu. Því er atvinnuástandið víðast hvar gott þrátt fyrir allt.“ Hrafnkell segir að stjómvöld hafí átt að beita sér meira til að opna aftur fyrir viðskiptin við Sov- étríkin. „Ráðherrar hefðu átt að halda í Rússlandsreisu. Þeir eru

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.