Morgunblaðið - 02.12.1990, Page 32

Morgunblaðið - 02.12.1990, Page 32
32 MORGUNBLAÐIÐ ATVINNA/RAÐ/SMA SUNNUDAGUR 2. DESEMBER 1990 ATVINNI UAl JC^I Ý^IKICÍAR HDææíos KRÓKHÁLSI 6 Plastos hf. óskar að ráða vanan prentara til starfa í plastpokaprentun. Umsækjandi þarf að geta byrjað fljótlega. Nánari upplýsingar gefur Gunnar Eymars- son, verkstjóri, milli kl. 13.00 og 15.00 í síma 671900. FJÖLBRAUTASKÓLINN VIÐ ÁRMÚLA ARMULA 12 108 REYKJAVIK SIMI 84022 Frá Fjölbrautaskólanum við Ármúla Kennara vantar til sérkennslustarfa. Óskað er eftir sérkennara eða reyndum íslensku- kennara. Um er að ræða 1/2 til 2/3 stöðu. Umsóknarfrestur er til 12. desember. Nánari upplýsingar eru veittar í skólanum í síma 84022. Skólameistari. Ríkismat sjávarafurða Ríkismat sjávarafurða óskar að ráða í tvær stöður yfirmatsmanna Æskilegt er að annar yfirmatsmaðurinn hafi búsetu á Stór-Reykjavíkursvæðinu, en hinn á Suðurnesjum. Starfið felst í: ★ Eftirliti með hreinlætis- og búnaðarþátt- um fiskvinnslustöðva og fiskiskipa. ★ Fiskmati. Starfið krefst: ★ Reynslu úr fiskiðnaði. ★ Matsréttinda í sem flestum greinum fisk- mats. ★ Þekkingar og áhuga á gæðamálum sjáv- arútvegsins. ★ Nokkurrar tungumálakunnátu. ★ Frumkvæðis og stjórnunarhæfileika. Umsækjendur með menntun í fisktækni eða sambærilegu, ganga að öðru jöfnu fyrir um starfið. Umsóknarfrestur er til 12. desember 1990. Umsóknareyðublöð og starfslýsingar liggja frammi á skrifstofu Ríkismatsins, Nóatúni 17, 105 Reykjavík. Launakjör eru samkvæmt launakerfi ríkisins. Nánari upplýsingar fást hjá Sveinbirni Strandberg, starfsmannastjóra, sími 627533. Hlutverk Ríkismats sjávarafurða er að stuðla að auknum hráefnis- og vörugæðum i'slenskra sjávarafurða. LANDSPITALINN Reyklaus vinnustaður frá 1. jan. 1991 Kvennadeild - sérfræðingur Hér með er auglýst staða sérfræðings (100%) í kvensjúkdómum og fæðingarhjálp við Kvennadeild Landspítalans frá 1. janúar 1991. Um er að ræða klíníska stöðu m.t.t. vinnu á sviði perinatologíu (burðarmáls- fræði). Er þess sérstaklega óskað að viðkom- andi hafi góða innsýn í starfsemi vökudeild- ar. Ætlast er til að viðkomandi geti tekið að sér umsjón með almennri starfsemi á fæð- ingargangi og hafi einnig góða reynslu í að- ferðum erfðarannsókna á fyrri hluta með- göngu. Umsóknir á umsóknareyðublöðum lækna, ásamt prófskírteini, upplýsingum um starfs- feril og meðmælum, skal senda Stjórnar- nefnd Ríkisspítala fyrir 28. desember 1990. Upplýsingar gefa: Gunnlaugur Snædal, próf- essor, í síma 601180 og Jón Þorgeir Hall- grímsson, sviðstjóri Kvenlækningasviðs, í síma 601183. Reykjavík 2. desember 1990. Endurskoðun Við auglýsum hér með eftir starfsmönnum til starfa í eftirtalin störf á skrifstofum okkar í Reykjavík og Hafnarfirði. Endurskoðunarstörf Leitað er að löggiltum endurskoðendum, við- skiptafræðingum og öðrum starfsmönnum með starfsreynslu í bókhaldi og gerð reikn- ingsskila. Viðskiptafræðinemar á endurskoð- unarsviði koma einnig til greina. Ritarastarf Leitað er að starfsmanni, vönum ritvinnslu á skrifstofu okkar. Reynsla í almennum skrif- stofustörfum og bókhaldskunnátta einnig æskileg. Um hlutastarf getur orðið að ræða. Umsóknir með upplýsingum um aldur, menntun og starfsreynslu sendist Endur- skoðun hf., Suðurlandsbraut 18, 108 Reykjavík, fyrir 10 des. Endurskoðun hf. löggiltir endurskoðendur. Nudd Nuddfræðingur, menntaður í USA, óskar eftir atvinnu hið fyrsta (landshluti ekki aðal- atriði). Upplýsingar í síma 91-10065. BORGARSPÍTALINN Öldrunardeild B-5 Hjúkrunarfræðingar óskast á kvöld- og næt- urvaktir. Starfshlutfall samkomulag. Einnig eru lausar stöður sjúkraliða. Upplýsingar veitir Auður Harðardóttir, deild- arstjóri, í síma 696559. Öldrunardeild B-6 Staða aðstoðardeildarstjóra er laus til um- sóknar. Einnig eru lausar stöður hjúkrunar- fræðinga á kvöld- og næturvaktir. Upplýsingar veitir Sesselja Þ. Gunnarsdóttir, deildarstjóri, í síma 696567. Bæklunarskurðlækningadeild fyrir aldraða B-4 Hjúkrunarfræðingar óskast frá 1. jan. nk. Ýmsir vaktamöguleikar og starfshlutfall sam- komulag. Upplýsingar veitir Ingibjörg Hjaltadóttir, deildarstjóri, í síma 696546. Hjúkrunar- og endurhæfingadeild E-63 Staða aðstoðardeiidarstjóra er laus nú þeg- ar. Um er að ræða dagvinnu og unnið er þriðju til fjórðu hverja helgi. Einnig eru lausar stöður sjúkraliða. Upplýsingar um ofangreindar stöður er einn- ig að fá hjá Önnu Birnu Jensdóttur, hjúkrunar- framkvæmdastjóra, í síma 696358. Líndeild Starfsmaður óskast í 100% starf á líndeild. Upplýsingar gefur línstjóri í síma 696585 milli kl. 13-15. Hárgreiðslusveinn eða meistari óskast sem fyrst. Þorgerður Tryggvadóttir, heimasími 42823. Reykjavík Fóstra Óska eftir að ráða fóstru eða starfsmann með starfsreynslu á notalegt dagheimili, sem staðsett er við Kleppsveg. Um er að ræða 50% starf eftir hádegi. Upplýsingar í síma 688816. ÞJONUSTA Ættarmót - afmælisfagn- aðir - áningarstaður Vantar ykkur góðan stað í fögru umhverfi á komandi sumri? Laugagerðisskóli við Haf- fjarðará á sunnanverðu Snæfellsnesi, 160 km frá Reykajvík, býður upp á gistingu í góð- um herbergjum og skólastofum, góða að- stöðu í mötuneyti, tjaldstæði og aðstöðu fyrir hjólhýsi, sundlaug og íþróttahús; stutt er í veiðivötn, fjöru, hella, ölkeldu og fleiri áhugavprða staði. Nánari upplýsingar í síma 93-56607. Vesturborgin - Hringbraut Til leigu bjart og gott verslunarhúsnæði 500 fm salur á jarðhæð,sem auðvelt er að hólfa niður í smærri einingar. Ennfremur 200 fm skrifstofuhúsnæði á jarðhæð, hólfað niður í 5 samliggjandi herbergi ásamt sal og skjala- geymslu, hentugt fyrir arkitekta, endurskoð- endur og/eða heildsölu. Einnig 250 fm geymslupláss - vörugeymsla. Næg bílastæði. Upplýsingar veittar í síma 613127. Arkitektar, verkf ræðingar, auglýsingastofur! Til leigu er ca 312 fm húsnæði á 2. hæð á besta stað í Reykjavík. Innréttuð kaffistofa, teppalagt, mikil lofthæð. Allt klætt með greni panel. Frábærlega skemmtilegt húsnæði. Bílastæði fylgja. Leigist frá áramótum. Ennfremur er til leigu 150 fm geymsluhús- næði í kjallara með hárri lofthæð (3,90) í sama húsi. Laust nú þegar. Upplýsingar í síma 32190 í dag sunnudag og næstu kvöld eftir kl. 18.00.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.