Morgunblaðið - 02.12.1990, Page 43
43
18.18 Að utan. (Einnig útvarpaö eftir fréttir kl.
22.07.)
18.30 Auglýsingar. Dánarfregnir.
18.45 Veðurfregnir. Auglýsingar.
19.00 Kvöldfréttir.
19.35 Um daginn og veginn. Jóna Höskuldsdóttir
hjúkrunarfræðingur talar.
19.50 islenskt mál. Gunnlaugur Ingólfsson flytur.
TONLISTARUTVARP KL. 20.00 - 22.00
20.00 i tónleikasal. Frá tónleikum Tríós Reykjavíkur
og félaga þeirra Ronalds Neals, Gayane Mana-
sjans og Unnar Sveinbjarnardóttur i Hafnarborg
2. september siðastliðinn. Seinni hluti.
- Kvintett i C-dúr ópus 163, eftir Franz Scbu-
bert.
21.00 Sungið og dansaö í 60 ár. Svavar Gests
rekur sögu íslenskrar dægurtónlistar. (Endurtek-
inn þáttur frá sunnudegi.)
KVOLDUTVARP KL. 22.00 - 01.00
22.00 Fréttir.
22.07 Að utan. (Endurtekinn frá 18.18.)
22.15 Veðurfregnir.
22.20 Orð kvöldsins. Dagskrá morgundagsins.
22.30 Árdegisútvarp liðinnar viku. (Endurtekið efni.)
23.10 Á krossgötum. Þegar alvara lifsins tekur við,
þéttur fyrir ungt fólk. Umsjón: Þórarinn Eyfjörö.
24.00 Fréttir.
0.10 Miðnæturlónar.
1.00 Veöurfregnir.
1.10 Næturútvarp á báðum rásum til morguns.
RÁS2
FM 90,1
7.03 Morgunútvarpiö. Vaknað til lifsins. Leifur
Hauksson og félagar hefja daginn með hlustend-
um. Upplýsingar um umferð kl. 7.30 og litið í
blöðin kl. 7.55.
8.00 Morgunfréttir. Morgunútvarpið helduráfram.
„Útvarp, ÚWarp", útvarpsstjóri: Valgeir Guðjóns-
son.
9.03 Niu fjögur. Dagsútvarp Rásar 2, fjölbreytt
dægurtónlist og hlustendaþjónusta. Umsjón:
Jóhanna Harðardóttir og Magnús R. Einarsson.
11.30 Þarfaþing.
12.00 Fréttayfirlit og veður.
12.20 Hádegisfréttir.
12.45 Niu fjögur. Dagsútvarp Rásar 2 heldur áfram.
14.10 Gettu beturl Spurningakeppni Rásar 2
með verðlaunum. Umsjónarmenn: Guðrún Gunn-
arsdóttir, Eva Ásrún Albertsdóttir og Gyða Dröfn
Tryggvadóttir.
16.03 Dagskrá. Starfsmenn dásgurmálaútvarpsins
og fréttaritarar heima og erlendis rekja stór og
smá mál dagsins.
18.03 Þjóðarsálin — Þjóðfundur í beinni útsend-
ingu, simi 91 - 68 60 90.
19.00 Kvöldfréttir.
19.32 Gullskifan.
20.00 Lausa rásin. Útvarp framhaldsskólanna. Aðal
tónlistarviðtal vikunnar. Umsjón: Hlynur Hallsson
og Oddný Eir Ævarsdóttir.
21.00 Rokkþáttur Andreu Jónsdóttur.
22.07 Landiö og miðin. Sigurður Pétur Harðarson
spjallar víð hlustendur til sjávar og sveita. (Úr-
vali útvarpað kl. 5.01 næstu nótt.)
0.10 I háttinn.
1.00 Næturútvarp á báðum rásum til morguns.
NÆTURÚTVARPIÐ
1.00 Sunnudagssveiflan. Endurlekinn þáttur
Gunnars Salvarssonar.
2.00 Fréttir. Sunnudagssveiflan Þáttur Gunnars
Salvarssonar heldur áfram.
3.00 í dagsins önn - Bókasöfnin, hugans auð-
lind. Umsjón: Hallur Magnússon. (Endurtekinn
þáttur frá deginum áður á Rás 1.)
3.30 Glefsur. Urdægurmálaútvarpimánudagsins.
4.Ó0 Vélmennið. leikur næturlög.
4.30 Veðurfregnir. Vélmennið heldur áfram leik
sínum.
5.00 Fréttir af veðri, færð og flugsamgöngum.
5.05 Landið og miöin. Sigurður Pétur Harðarson
spjallar við hlustendur til sjávar og sveita. (Endur-
tekið úrval frá kvöldinu áður.)
6.00 Fréttir af veðri, færð og flugsamgöngum.
6.01 Morguntónar.
LANDSHLUTAÚTVARP Á RÁS 2
8.10-8.30 og 18.35-19.00. Útvarp Norðurland.
AÐALSTÖÐIN
FM 90,9 / 103,2
7.00 Á besta aldri. Umsjón Ólafur Tr. Þórðarson.
Kl. Létt tónlist i bland við gesti í morgunkaffi.
7.00 Morgunandakt. Sérs Cesil Haraldsson.
9.00 Morgunverk Margrétar. Umsjón Margrét
Hrafnsdóttir. Kl. Heiðar, heilsan og hamingjan.
9.30 Húsmæðrahorniö. Kl. 10.00 Hvað gerðir
þú við peningana sem frúin í Hamborg gaf þér.
Kl. 10.30 Mitt útlit - þitt útlit. Kl. 11.00 Spak-
mæli dagsins. kr. 11.30 Slétt og brugðið.
12.00 Hádegisspjall. Umsjón Helgi Pétursson.
13.00 Strætin úti að aka. Umsjón Ásgeir Tómas-
son.
Kh 13.30 Gluggað í síðdegisblaðið. Kl. 14.00 Brugð-
ið á leik j dagsins önn. Kl. 14.30 Saga dagsins.
15.00 Topparnir takast á. Kl. 15.30 Efst á baugi
vestanhafs. Kl. 16.15 Heiðar, heilsan oghamingj-
an. (Endurtekið frá morgni).
16.30 Akademian.
Kl. 16.30 Mitt -bjartans mál. Kl. 18.30 Smásögur.
Inger Anna Aikman les valdar smásögur.
19.00 Kvöldtónar. Umsjón Halldór Baokman. Ljúfir
kvöldtónar.
22.00 í draumalandi. Umsjón Ragna Steinun Ey-
jólfsdóttir. Draumar hlustenda ráðnir.
24.00 Nærurtónar Aðalstöðvarinnar. Umsjón Rand-
ver Jensson.
ALFA
FM 102,9
8.45 Morgunbæn. Tónlist.
10.00 ísrael - landið. Ólafur Jóhannesson.
13.30 Alfa-fréttir. Tonlist.
16.00 „Svona er lifið" Ingibjörg Guönadóttir.
17.00 Dagskrórlok.
BYLGJAN
FM 98,9
7.00 Eirikur Jónsson og morgunvakt Bylgjunnar.
9.00 Páll Þorsteinsson. Starfsmaður dagsins val-
inn kl. 9.30.
11.00 Valdis Gunnarsdóttir. Afmæliskveðjur og
óskalögin. Hódegisfréttir sagðar kl. 12.
14.00 Snorri Sturluson. Vinsældarlistapopp.
17.00 ísland í dag. Jón Ársæll Þórðarson. Viðtöl
og simatímar hlustenda. Kl. 17.17 Siðdegisfréttir.
18.30 Hafþór Freyr Sigmundsson og kvöldmatar-
tónlistin.
22.00 Kristófer Helgason. Oskalög og kveðjurnar.
MOHGCJNULAÐID xmiARPisiómAÉfmméVÆ i DESEMBERI >1990
23.00 Kvöldsögur. Siminn er opinn og frjálst að
tala um allt milli himins og jarðar.
24.00 Kristófer Helgason áfram á vaktinni.
2.00 Þráinn Brjánsson á næturvakt.
EFF EMM
FM 95,7
7.30 Til í tuskið. Jón Axel Olafsson og Gunnlaug-
ur Helgason.
8.00 Morgunfréttir. Gluggað í morgunblöðin. Kl.
8.20 Textabrotið. Kl. 8.40 Frá hinu opinbera.
Kl. 8.£0 Stjörnuspá. Kl. 8.55 Frá hinu opinbera.
9.00 Fréttayfirlit. Kl. 9.20 Textabrot. Kl. 9.30 Kvik-
myndagetraun. Kl. 9.50 Frá hinu opinbera.
Stjörnuspáin endurlekin. Kl. 10.00 Fréttir. KL
10.03 ívar Guðmundsson, seinnihálfleikur morg-
unsins. Kl. 10.30 Getraun. Kl. 11.45 Hvað er
að ske?
12.00 Hádegisfréttir. Kl. 13.00 Ágúst Héðinsson.
Kl. 14 Fréttayfirlit. Kl. 14.30 Getraun Kl. 15.00
Úrslit í getraun dagsins.
16.00 Fréttir. Kl. Anna Björk Birgisdóttir. Kl. 16.30
Fyrrum topplag leikið og kynnt sérstaklega. Kl.
17.00 Áttundi áratugurinn. Kl. 18.00 Fréttayfirlit
dagsin Kl. 18.30 Flytjandi dagsins. Hljómsveit
eða listamaður tekinn fyrir, ferillinn kynntur og
eitt vinsælt lag með viðkomandi leikið. Kl. 18.45
I gamla daga.
sérstaklega.
19.00 Breski og Bandariski listinn. Vilhjálmur Vil-
hjálmsson kynnir 40 vinsælustu lögin í Bretlandi
og Bandarikjunum.
22.00 Jóhann Jóhannsson á rólegu nótunum.
ÚTVARP RÓT
FM 106,8
10.00 Fjör við fóninn.
12.00 Tónlist.
14.00 Daglegt brauð. Birgir örn Steinarsson.
17.00 Tölvurót. Tónlístarþáttur.
19.00 Nýliðar. Umsjónarmenn að þessu sinni Vign-
ir og Kjartan.
20.00 Óreglan. Hljómsveitin Pandóra kemur i heim-
sókn og nýjasta plata þeirra verður kynnt. Um-
sjónarm. Friðgeir Eyjólfsson.
22.00 Kiddi i Japis með þungarokkið á fullu.
24.00 Næturtónlist.
STJARNAN
FM 102/104
7.00 Dýragarðurinn. Klemens Arnarson.
11.00 Bjarni Haukur með splunkunýja tónlist.
11.00 Geðdeildin II. Umsjón: Bjarni Haukur og Sig-
urður Helgi.
12.00 Sigurður Helgi Hlöðversson.
14.00 Sigurður Ragnarsson.
17.00 Björn Sigurðsson. Klukkan 18.00-19.00 á
bakinu með Bjarna!
20.00 Jóhannes B. Skúlason, Vinsældarpopp.
22.00 Arnar Albertsson.
ÚTRÁS
FM 104,8
16.00 MS
18.00 Framhaldsskólafréttir. 20.00 MH
18.00 FB 22.00 IR
Stöð 2=
Tony Campise
og félagar
■B Alt-saxófónleikarinn
00 Tony Campise var
unglingur þegar ferill
hans hófst. Hann er fæddur í
Houston, Texas og lék með
skólahljómsveitum meðan hann
var í menntaskóla auk þess sem
hann nam hjá Byron Hester.
Þjálfun og nám Tony í sígildri
tónlist og óslökkvandi áhugi
hans á jass tónlist urðu til þess
að hann hlaut mjög ijölbreytta
þjálfun með ýmsum ólíkum
hljómsveitum. Tony tókst að
vekja athygli Jimmy Ford sem mælti með honum við Stan Kenton.
í kjölfar nokkurra tónleika um heimsbyggðina ávann Tony sér að-
dáun gagnrýnenda sem og annarra tónlistarmanna í jassgeiranum.
Hann gaf út tvær plötur ásamt hljómsveit Stan Keatons auk þess
sem hann gaf út lagið „Hog Fat Blues“ á eigin vegum. Hann yfir-
gaf Stan Keaton-bandið og gerðist forstöðumaður jass-deildarinnar
við Houston háskólann. Þetta gaf honum tíma til að sinn sínum eig-
in lögum auk þess sem hann lék með Söruh Vaughan, Court Basie
og Ellis Marsalis.
í þessum þætti leikur Tony Campise af fingrum fram ásamt þeim
Bill Ginn á píanó, Evan Arredeondo á bassa og AlBuffMannion á
trommur. Seinni hluti er á dagskrá mánudagskvöldið 17. desember.
Öllum þeim, sem komu til okkar eða sýndu
okkur hlýhug á annan hátt í tilefni áttrœbisaf
mœlisins, sendum við bestu þakkir og kveÖjur.
GuÖ blessi ykkur öll um ókomna tíð.
Karl ogAnna, Giljaseli 5.
Gerist sjálfboðaliðar hjá UFF í Skandinavíu
„U-landshjælp fra Folk til Folk"
stuðlar að atvinnu, heilbrigði og menntun í sunnanverðri
Afríku
UFF í Danmörku, Noregi, Svíþjóð og Finnlandi leitar að:
★ Vöruflutningabílstjórum til að safna saman gjafafötum.
★ Fólki til að flokka föt til Afríku. ★ Fólki til að flokka föt
í verslanir UFF með notuð föt og fl. ★ Umboðsmönnum
til að kynna UFF. ★ Fólki til viðgerða á fatasöfnunargám-
um. ★ Fólki til afgreiðslu íverslunum með notuð föt og fl.
Gerist sjálfboðaliðar í ár. Skrifaðu á ensku eða dönsku
og sendu með upplýsingum um nafn, heimiiisfang, síma-
númer, aldur, menntun, reynslu og hversvegna þú vilt
gerast sjálfboðaliði hjá UFF, til: Frivillig i UFF, Manufaktur-
gatan 2, 417 07 Göteborg, Sverige.
Gárur
eftir Elínu Pólmadóttur
Barist við
tölvumyllur
„Byrjar nú þessi andskoti aft-
ur?“ varð norskum skósmið að
orði er hann sá að hann hafði
fengið stóra vinninginn í happ-
drættinu. Slíkan vinning hafði
hann hlotið einu sinni áður. Þá
lagt frá sér leista og hamar og
tekið til við að eyða og njóta
lífsins. Eftir eitt allsheijar kallass
um langan tíma var féð uppurið
og skósmiðurinn gat aftur tekið
í rólegheitum til við sína iðju.
„Byijar nú þessi andskoti aft-
ur“, hraut nú af vörum Gáruhöf-
undar. Af allt öðru tilefni.
Ánægjan er þó blandin, eins og
hjá skó-
smiðnum.
Kitlai; obbo-
lítið hégóma-
taugina þeg-
ar óvænt
kemur fram
að gömul af-
rek reynast
ógleyman-
leg. Mættu
þó vel geym-
ast í minn-
ingargreinina eða sjálfshólið í
ævisögunni. Þótt bardagi Donkí-
kóta við vindmyllur sé skemmti-
legur aflestrar, þá skortir þennan
skrifara hugsjónaeld og úthald
þess mæta riddara til ámóta
gagnslausrar viðureignar við
tölvumyllurnar.
Hremmingin hófst líklega á
árinu 1983 eða 1984. Þá tók að
berast í háhýsið við Aðalstræti
6, þar sem auk Morgunblaðsins
eru til húsa aðskiljanleg stórfyrir-
tæki, gluggapóstur frá skatt-
stjóra einum í nágrannabyggðar-
lagi. Hann var merktur Reykja-
nesfólkvarigur. Ekki kannaðist
Sölumiðstöð hraðfrystihúsanna
við að reka slíkt frystihús. Heldur
ekki saltfiskframleiðendur. Og
ekki fundu tryggingarfélagið eða
lögfræðiskrifstofan slíkan við-
skiptavin. Þegar bréfin komu til
Morgunblaðsins könnuðust menn
við að einn af starfsmönnum fyr-
irtækisins, Elín Pálmadóttir,
hafði í mörg ár staðið í stórræð-
um við að stofna fólkvang með
því heiti og verið þar um árabil
stjórnarformaður. Þar lentu bréf-
in. Upplýstist semsagt að
Reykjanesfólkvangur er rekinn í
samvinnu 13 sveitarfélaga á
Reykjanesskaga og á ábyrgð
jafnmargi'a sveitarstjórna. Ekk-
ert þeirra með heimilisfang í
Aðalstræti. Og Morgunblaðið
hafði aldrei tekið áð sér rekstur
hans, þótt seinna væri farið að
merkja póstinn blaðinu — engum
ákveðnum aðila þar.
Af alkunnri stillingu trítlaði
undirrituð í fyrstu jafnóðum með
póst Reykjanesfólkvangs inn í
Skúlatún, til Björns Höskulds-
sonar verkfræðings hjá borgar-
verkfræðingi, sem sá óg sér enn
um umsýslu fyrir téðan fólkvang.
Fyrstu árin var haft fyrir því að
hringja og leiðrétta þessa villu
og loks að skrifa i viðkomandi
stofnanir. Þeim óstýrilátu appír-
ötum tölvum um kennt og lofað
leiðréttingu. Loks með hvassyrtu
bréfi með endursendingu á
gluggabréfunum. Iuoks virtust
tölvustjórar hafa lært að taka
út úr tölvum það sem þeir einu
sinni höfðu fundið af hugviti sínu
upp á að setja inn í þær.
Loks linnti í nokkur ár. Þar
til einn morgun í sumar að bunki
af stjórnunartímariti einu lá á
skrifborðinu, merkt Reykjanes-
fólkvangur. Því var komið til
skila, þótt eigandi skrifborðsins
sé löngu hættur formennsku
stjórnar í téðum fólkvangi. Með
skammdeginu æstist leikurinn.
Reynslunni ríkari varð nú við-
bragðið strax harðara. Enda
riddarinn ákveðinn í verða ekki
ævilangt bréfberi aðskiljanlegra
opinberra stofnana. Fyrsta eða
öðru bréfínu í bréfaröðinni var
því ekki ekið inn í Skúlatún held-
ur endursent til skattstjóra í
Reykjavík með heldur hvassyrtri
nótu. En það reynist bara byijun-
in. Á eftir koma bréf frá Hita-
veitu, Landssíma og guð má vita
hvað, öll send í húsið þar sem
vinnuveitandi löngu fráfarins
formanns er til húsa og ratar
þaðan leið til hans. Nú mun þeim
bréfum, hótunarbréfum sem öðr-
um, verða stungið í umslag og
send Birni Höskuldssyni, hótun-
arbréfunum vísast allt of seint
eftir allan flækinginn á þeim. En
þótt það hlýi obbolítið um hjarta-
rætur að öll þessi fyrirtæki skuli
ekki geta gleymt því að á því
herrans ári 1973 beitti þessi
skrifari sér fyrir stofnun Blá-
fjallafólkvangs og í kjölfarið að
ná sveitarfélögunum saman um
stofnun Reykjanessfólkvangs, þá
stígur riddarinn hérmeð af hest-
inum og hættir að beijast við
vindmyllur. Birtist fleiri slík bréf
fara þau í bréfakörfuna.’ Þessi
skrifari er lagstur í jólabækurnar
hveija lausa stund. Það er svo
miklu skemmtilegra.
í fyrstu jólabók þessa hausts
var ekki í kot vísað. Byijað var
á bókinni hennar Fríðu Á. Sigurð-
ardóttur, „Meðan nóttin líður“,
sem segir_ frá fimm kynslóðum
kvenna á íslandi. Sagan svo vel
ofin og vel skrifuð að ég vil kalla
hana mefstaraverk. Sem minnir
á annað verk þessa hausts, leik-
rit Hrafnhildar Hagalín Guð-
rnundsdóttur, Meistarann. Þótt
lítt miði íslenskum konum á öðr-
um vettvangi í samkeppninni, þá
er óneitanlega gaman að í bók-
menntunum skuli koma fram eft-
ir konur á íslandi slík verk, sem
gnæfa upp úr. Þótt höfundar
flokki verk sín sjálfsagt ekki sem
kvennabókmenntir, sem þau
raunar eru ekkert endilega, þá
sýna þær báðar hávaðalaust og
væluláust betur en flest önnur,
innlend og erlend verk, hvernig
staða kvenna verður alltaf ein-
hvern veginn undir, hvernig sem
aðstæður þeirra og viðbrögð voru
eða eru í nútímanum. Svo heldur
maður áfram að ráðast á bun-
kann. Og horfir með tilhlökkun
fram á að tvær heilar helgar
hanga á jólum og áramótum með
góðum tíma til lestrar jólabók-
anna.