Morgunblaðið - 02.12.1990, Qupperneq 2
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 2. DESEMBER 1990
Og 7. apríl 1906 stóð þessi 21 árs gamla
s|ómannskona með 7 mánaða gamla telpuna
sína í fanginu og beið. Allt í einu kom
gömul kona upp á stigaskörina og sagði:
„Ingvar er strandaður í Viðey og mennirnir
hanga í reiðanum. „Mamma fékk svo mikið
áfall að treyjan sprakk utan af henni,“ segir
Bergþóra þegar hún er að lýsa þessu.
HVEL
eftir Elínu Pálmadóttur
ALLT er í heiminum hverfult,
er haft fyrir satt. Það getur
hún Bergþóra Júlíusdóttir tekið
undir ef hún gengur þessa dag-
ana með norðurströnd Reykja-
víkur. Þar rísa nú hallir með
burstum og bílar aka á breið-
götum; þar sem áður fóru bátar
á sjó. Oðru vísi var þar um-
horfs þegar Bergþóra var að
alast upp í Skuggahverfinu og
horfði úr fjörunni á strákana
draga fisk af bryggjunni við
Klapparvör. Og karlarnir voru
að róa úr vörinni eða draga
bátana sína upp eftir róður og
koma fiskinum til þurrkunar í
hjallinn ofan við fjöruna. í stað-
inn er komið gríðarmikið stál-
skip, þeirrar náttúru að fljóta
ekki á sjó. Svo fjarlæg virðist
lýsing Bergþóru, þegar hún
segir okkur frá tíma fjörunnar
og klappanna þar sem aldan
gjálfraði, að það er eins og hún
horfi til tveggja heima.
Bergþóra og móðir
hennar, Ingveldur
Jóhannsdóttir,
fæddust báðar í
sama bænum í
Skuggahverfinu, á
ofanverðu horni
Lindargötu og
Klapparstígs. í þessum myndarlega
bæ bjuggu Jóhann afí hennar, sem
stundaði sjóinn eins og aðrir á þeim
slóðum, óg Bergþóra amma hennar
með börnum sínum fimm. í raun-
inni voru ættingjar þarna allt í
kring, því langafi hennar og faðir
Bergþóru, Einar Arason, hafði átt
Tóftarlóðirnar svokallaðar og
byggði vestar litla snotra húsið, sem
sta.ðið hefur fram undir þetta sem
bakhús neðan Lindargötu á móts
við Smiðjustíginn. Ómmubróðir
hennar byggði t.d. bæinn á horninu
handan Klapparstígsins og á hinu
horninu handán Lindargötunnar
reisti föðurbróðir hennar stóra
timburhúsið, sem þar stendur enn
ofan við nýbyggingarnar við Skúla-
götuna. En árið 1905 þegar Berg-
þóra fæddist voru bræðumir Guð-
mundur og Júlíus Arason, faðir
hennar, að byggja reisulega timbur-
húsið númer 20 við Lindargötu,
næst fyrir innan bæinn þeirra.
Harmurinn sprengdi treyjuna
Júlíus Arason var ættaður úr
Ólfusinu, en var nú stýrimaður á
þilskipinu Ingvari. Nýja húsið var
ekki tilbúið, en ungu hjónin voru
samt flutt á efri hæðina, þar sem
vel sást út á sjóinn úr stofuglugg-
anum og hliðarherbergjunum
tveimur, enda ekki risin húsin þar
fyrir neðan. Og 7. apríl 1906 stóð
þessi 21 árs gamla sjómannskona
með 7 mánaða gamla telpuna sína
í fanginu og beið. Ofsaveður hafði
skollið á og skútumar allar á sjó.
Vitað var að einhver skip voru kom-
in inn undir Viðey, sem blasti við
úr gluggunum. Allt í einu kom göm-
ul kona upp á stigaskörina og sagði:
„Ingvar er strandaður í Viðey og
Morgunblaðið/Þorkell
mennirnir hanga í reiðanum." Ekk-
ert var hægt að gera nema horfa
á mennina tínast í sjóinn. „Mamma
fékk svo mikið áfali að treyjan
sprakk utan af henni,“ segir Berg-
þóra þegar hún er að lýsa þessu.
„Ég hefi lesið um það í fornsögun-
um að fötin hafi sprungið utan af
fólki af harmi. Og þarna gerðist
það sama. Mamma var í hnepptri
dagtreyju eins og konur voru hvers-
dagslega þegar þær voru ekki í
peysufötum sínum. Hún þrútnaði
svo skyndilega að treyjan rifnaði
utan af henni. Hún bar þessa aldrei
bætur. Hún gat ekki grátið eða
sofið og álagið varð svo mikið á
taugakerfið að það fór úr skorðum.
Olli heilsuleysi upp frá því. Bjarg-
aði bara málum að hún hafði að
eðlisfari svo létta lund. Hún var svo
illa á sig komin að hún var send
til sumardvalar með mig hjá ætt-
ingjum austur á Tannastöðum í
Ölfusi. Fimm mánuðum eftir sjó-
slysið, á eins árs afmælisdaginn
minn, sat hún þar með mig á rúm-
inu og var að klæða mig. Þá sá
fólkið að hún lagði mig allt í einu
frá sér, rauk á fætur og sagði:
„Hann Júlíus var að koma inn. Nú
er hann horfinn." A þeirri stundu
fannst lík pabba rekið í Viðey. Það
hafði legið í sjó í 5 mánuði, en
þekktist af hringnum sem hann
hafði á hendinni innan í vettlingn-
um. Og hún sá hann aðeins í þetta
eina skipti."
Þarna í Skuggahverfinu ólst
Bergþóra upp í vemduðu umhverfí
og var alltaf lítil í sér, að hún seg-
ir, því hún ,var eina barnið í stórri
fjölskyldu. Afinn og amman bjuggu
með sínum fímm börnum í húsinu
sem reist var í stað gamla bæjarins
á horninu, nú Klapparstígur 13a.
Yngsti bróðirinn, Benedikt, dó 21
árs gamall af slysförum á togaran-
um Rán, en hin lifðu til elliára.
Asmundur var löggiltur vigtarmað-
ur, vóg kol og salt. Og systurnar,
Guðrún og Kristín, ráku lengi mat-
sölu með kostgöngurum í húsinu,
eftir að Guðrún kom heim frá Dan-
mörku, þar sem hún hafði unnið á
hótelum og var lærð smurbrauðs-
dama, sem kallað var. Hún sá líka
um veislur fyrir fólk í bænum. Kost-
gangararnir voru margir árum sam-
an þar í fæði og man Bergþóra t.d.
eftir börnum Steingríms Thor-
steinssonar, listamanninum Haraldi
Hamar og Steinunni ljósmyndara.
Konur og karlar borðuðu ekki við
sama borð, konurnar snæddu í ann-
arri stofunni og karlarnir í hinni.
Enn standa húsin þrjú ó
horni Lindargötu og
Klapparstígs, þar sem
Bergþóra ólst upp og bjó
sér heimili. Húsin eru öll
byggð af fjölskyldu hennar.
Lengsf til hægri mó greina
Lindargötu 20, þar sem
móðir hennar só úr
kvistglugganum
Ingvarsslysið og mann sinn
farast. Á horninu
Klapparstígur 13a, þarsem
afi hennar og móðursystkini
bjuggu, og til hægri
stórhýsið ó Klapparstíg 13
sem þau byggðu fyrir stríð.
Rétt fyrir stríð, byggðu systkinin á
lóðinni fyrir ofan húsið stórhýsið á
Klapparstíg 13, þar sem Bergþóra
bjó svo sjálf alla tíð með sinni fjöl-
skyldu á allri efstu hæðinni. Öll
þessi þijú hús, tvö á Lindargötunni
og forskalaða fjögurra hæða húsið
við Klapparstíg standa enn
óskemmd.
„Ég var semsagt eini afkomandi
afa og ömmu, alin upp af fimm
systkinum og samt ekki vitlausari
en ég er,“ segir Bergþóra og hlær.
Virðist hafa erft létt skap móður
sinnar. „Það var mikið af krökkum
í götunni. Ég sótti eins og hinir
krakkarnir niður að sjó, enda ör-
stutt niður Klapparstíginn. Þá var
nýbúið að byggja Völund. Fjaran
náði alveg upp að húsunum, aðeins
hægt að ganga þar meðfram og sú
slóð var upphafið að Skúlagötunni.
Strákarnir voru alltaf að veiða fram
af Völundarbryggjunni, sem var
trébryggja er lá þarna fram í sjó
og ég hékk þar öllum stundum yfir
þeim, þar til ... Klappir voru þarna
út í sjóinn þar sem bensínstöðin
reis síðar og við gátum gengið út
á þær á fjöru. Vestar var Kolbeins-
haus. Ég sé eftir honum. Hann var
svo fallegur. Bátarnir réru úr vör-
inni og karlarnir settu bátana upp
á fjörukambinn milli Kolbeinshauss
og klappanna. Þar voru einhveijir
hjallar, þar sem þeir hengdu upp
fiskinn. Hvort við keyptum af þeim
fisk? Ég held að það hafi varla
þekkst að kaupa fisk í þá daga.
Þótti bara sjálfsagt að gefa í soðið.“
Þar til hvað sóttirðu niður að
sjónum? Bergþóra heldur áfram þar
sem hún hafði hætt í miðri setn-
ingu: „Eitt sirm-voru strákarnir að
veiða á Völundarbryggjunni og ég
hékk þar yfir þeim að venju. Þá
koma þeir auga á eitthvað sem flýt-
ur á sjónum. Þeir hlupu inn til
mannsins sem gætti vélanna í Völ-
undi og báti var hrint fram. Þetta
reyndist vera maður, sem flaut þar
á grúfu. Mér var svo mikið um
þegar þeir sneru honum við að ég
hljóp eins og fætur toguðu upp
götuna og heim. Og fór aldrei aftur
niður á bryggju. Ekki veit ég af
hveiju, en fólk notaði Völundar-
bryggjuna svo mikið til að fyrirfara
sér. Það var alltaf verið að aka með
líkin í kassakerru upp eftir og fram-
hjá húsinu okkar. Ég var orðin svo
myrkfælin og hrædd að ég forðað-
ist að fara niður að sjó.“
Kvennaskólagengin og sigld
Bergþóra gekk auðvitað í Mið-
bæjarskólann, eina barnaskólann í
bænum. Síðan lá leiðin í Kvenna-
skólann. Þá var svo mikil aðsókn
að skólanum, að stofnuð var sér-
deild fyrir stelpur úr Reykjavík, sem
alltaf var kölluð „aukabekkurinn".
Stelpurnar í þeim bekk höfðu ekki
eins mikla handavinnu. Ingibjörg
Bjarnason var skólastjóri. „Hún var
alltaf góð við mig, þótt ég væri
engin sérstök námsmanneskja og
ég kunni alltaf vel við hana. Hún
hefur verið á breytingaaldrinum þá.
Það fór auðvitað ekki fram hjá
stelpunum þegar hún tók allt í einu
að roðna í andlitinu og þær ruku
til og glenntu upp gluggana tii að
kæla hana, því þetta var hættu-
merki. Þá tók hún hveija upp á
fætur annarri, og sendi þær öfugar
til baka í sæti sitt. Ungar stelpur
tóku auðvitað upp á ýmsum hrekkj-
um. Borgarsystur, Anna og Emelía
Borg, voru í efri bekk, Þegar stelp-
unum þar var falið í stflæfingu að
skrifa sendibréf til vinkonu sinnar,
skrifuðu þær í það að íslenskukenn-
arinn þeirra, Jakob Smári, væri svo
hrumur að farið væri að keyra hann
í hjólbörum og annar kennari,
Magnús Björnsson, kominn upp-
stoppaður á safn. En Magnús var
alltaf að fara með okkur og sýna
okkur fugla á Náttúrugripasafninu.
Jakob Smári tók þessu ekki verr
en svo að hann dró upp bréfið,
kvaðst ekki geta setið á sér og las
það upphátt fyrir okkur. Hann gat
verið svo háðskur. Við skólastelp-
urnar vorum orðnar 14-15 ára og
komnar á skó með hælum. Af því
tilefni varð honum að orði:
Þar sem háir hælar
hálfan salinn fylla ...