Morgunblaðið - 02.12.1990, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 02.12.1990, Blaðsíða 5
X J-. l ‘*L ~ j ~ Morgunblaðið/Emilía Þór Magnússon erindreki Slysavarnafélagsins um borð í Henry Hálfdan- arsyni, við miðunartæki, samskonar og sett hefur verið upp í Grímsey. Miðunarstöð fyrir VHF-fjarskipti tekin í notkun í Grímsey SLYSAVARNAFELAG Islands hefur nýlega tekið í notkun í Grímsey miðunarstöð sem miðað getur út stefnu neyðarsendinga og fjarskipta á VHF-tíðni. Kiw- anisklúbburinn Esja gaf stöðina sem kostar um 300 þúsund krón- ur. Slysavamafélagið stefnir að því á næstu ámm að koma upp 10-12 stöðvum víðs vegar um landið þann- ig að hvarvetna sé hægt að miða út neyðar- og fjarskiptasendingar nauð- staddra skipa. Að sögn Þórs Magnús- sonar erindreka Slysavarnafélagsins er áætlun þar að lútandi er ekki að fullu mótuð en fyrir nokkru hefur verið tekin í notkun sams konar stöð á Garðskaga. Þá eru allmörg nýrri skipa og báta búin tækjum sem þessu. Miðunarstöðin í Grímsey er stað- sett á heimili björgunasveitarform- annsins Hennings Jóhannessonar, og Póstur og sími: Þjónustu- kerfi boðkerfis stækkað ef neyðarkall verður sent út eða er unnt að miða út stefnuna og þar með liggur strax fyrir hvert beina skal kröftum leitarmanna. Stöðin verður þá jafnframt vöktuð og með því að fylgjst með breytingum á stefnu sendingarinnar fást góðar vísbendingar um nákvæma staðsetn- ingu. Langdrægni miðurarstöðvar- innar takmarkast af sjónlínu þannig að í í fjöllóttu og vogskomu lands- lagi er afar mikilvæggt að staðsetja miðunartæki á fjöllum þannig að þau komið að gagni á sem stærstu svæði. Stöðin á Garðskaga nær yfir stóran hlut Faxaflóa en stöðin í Grímsey er það nýkomin i gagnið að um lagn- drægni hennar er ekki enn unnt að fullyrða. Um væntanlega útbreiðslu þjón- ustu þessarar við landið sagði Þór Magnússon að þetta mál væri ekki enn komið það vel á veg að það væri komið efst á verkefnalista Slysavamafélagsins enn væri eftir að finna út hagkvæmustu staði fyrir stöðvar af þessu tagi. Einnig ætti eftir að ná samningum við ýmsa sem málið kynni að varða, til dæmis væri til skoðunar hvort ljósleiðara- kerfi Pósts- og síma gæri nýst til að samtengja stöðvamar þannig að í gegnum það kerfi mætti nálgast upplýsingar frá stöðvunum, sem margar hveijar verða væntanlega staðsettar á fjöllum fjarri byggð. mnegí ■ II 'i HELGARRISPUR I NOVEMBER OG DESEMBER Þjónustukerfi boðkerfis Pósts og síma verður stækkað um næstu áramót, er radíósendum verður komið fyrir á níu svæðum til viðbótar við þau svæði sem boðkerfið nær þegar til. Símboð- arnir hafa verið í notkun í eitt ár og eru notendur þeirra nú um 1100 talsins. * Utbreiðslusvæði radíósenda boð- kerfisins nær nú yfir höfuð borgarsvæðið, Keflavík, Akranes, Akureyri og Selfoss og er hægt að hringja inn í það frá öllum símum sem eru án langlínuláss eða farsím- um. Boðtækin eru af tveim aðalgerð- um: tónboðstæki, sem gefur frá sér hljóðmerki þegar hringt er í boð- kallstækið og talnaboð, sem jafn- framt gefur frá sér hljóðmerki en birtir auk þess númerið sem sent var á skjá. Nýjung í þessari þjónustu Póst og síma eru svokölluð talhólf, sem eru eins konar símsvarar. Hringt er og töluð inn stutt skilaboð og innan skamms heyrast hljóðmerki í boðtækinu, sem gefa til kynna að skilaboð séu fyrirliggjandi í talhólf- inu. Boðtækisnotandinn getur þá hringt í talhólfið og hlustað á skila- boðin, eftir að hafa valið aðgangs- númer. Skemmtilegasta borg Skandinavíu. Verslanir eru opnar á laugardögum. Góðirveitingastaðir, jass og bjórstofur. Kaupmannahöfn er París Norðurlandanna. Þar er sagan, ævintýrin, menningin, mannlífið og náttúrufegurðin. Frábær hótel á vægu verði. FLUGLEIDIR Þegarferðalögin liggja í loftinu ADMIRAL FRÁ KR. 26.060,- IMPERIAL FRÁ KR. 30.792,- SHERATON FRÁKR. 31.086,- COSMOPOLE FRÁ KR. 27.558,- ABSALON FRÁ KR. 27.470,- *Miðað við gistingu í tvíbýli í 3 nætur. Söluskrifstofur Fluleiða: Lækjargötu 2, Hótel Esju og Kringlunni. Upplýsingar og farpantanir í síma 690 300. Allar nánari upplýsingar færðu á söluskrifstofum Flugleiða, hjá umboðsmönnum og ferðaskrifstofum. NÝR DAGUfí AUGLÝSINGASTOFA

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.