Morgunblaðið - 02.12.1990, Qupperneq 6
6 C
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 2. DESEMBER 1990'
eftir Önnu Bjarnodéttur
SKÝRSLA fulltrúa Ítalíu hjá Atlantshafsbandalaginu um
leynisveitina Gladio í byrjun þessa mánaðar kom samstarfs-
mönnum hans í opna skjöldu. Þeir vissu fyrst ekki um
hvað hann var að tala og einn þýskur diplómat hélt að um
nýja heræfingu væri að ræða. En það átti eftir að koma í
ljós að Gladio er leynileg andspyrnusveit sem var komið á
fót undir handleiðslu CIA, bandarísku leyniþjónustunnar,
í kalda stríðinu og var liður í vamaráætlun NATO eftir
1954. Hún átti að vera viðbúin innrás og valdaráni kommún-
ista og vinna gegn stjóm þeirra. Svipaðar sveitir starfa
eða störfuðu einnig í öðmm ríkjum Vestur-Evrópu. Starf-
semin á Ítalíu fór úr böndum og háttsettir embættis- og
stjórnmálamenn tengjast Gladio. Uppljóstmnin vakti því
mesta athygli þar en spuraingar vöknuðu annars staðar
og nú er grafist fyrir um starfsemi leynisveita í flestum
höfuðborgum vesturhluta álfunnar.
Forsíða á ítölsku tímariti þar sem greint er frá leynihernum Gladio.
Rannsóknar krafist á
leynisveitum annarra ríkja
ndspyrnusveitirnar
voru stofnaðár upp
úr 1951. Kóreu-
stríðið stóð sem
hæst og raunveru-
leg hætta þótti
steðja að Vestur-
-Evrópu úr austri.
Sveitimar áttu að vera um kyrrt í
löndunum sem komust í hendumar
á kommúnistum. Þær áttu að koma
stjómmálamönnum, vísindamönn-
um og öðm mikilvægu fólki undan;
vinna með útlagastjóm ríkisins og
vinna spellvirki til að grafa undan
nýju stjórninni. Hugmyndin var að
þær myndu sjá almenningi fyrir
vopnum svo að hann gæti barist
með andspyrnuhreyfingunni á með-
an hersveitir landsins væra upp-
teknar annars staðar.
Leynileg vopnabúr voru sett upp
í þessum tilgangi. Norskur lög-
regluþjónn rakst á eitt slíkt, þar
sem 60 skotvopn og 12.000 skot
vora falin, árið 1978. Eigandinn
fullyrti að hann væri njósnari og
norska leyniþjónustan hefði útveg-
að sér vopnin svo að hann gæti
vopnað andspyrnuhreyfinguna ef í
harðbakkann slægi. Norska ríkis-
stjórnin staðfesti sanngildi orða
mannsins á endanum. Og 1983
fannst vopnabúr í Velp í Hollandi.
Hollenska vamarmálaráðuneytið
sagði bæjarstjóranum að það væru
vopn fyrir andspymuhreyfinguna
gegn Sovétmönnum ef að því kæmi
að þeir hertækju landið.
Leyndarmál örfárra
í tæp fjörutíu ár
Annars var ekki haft hátt um
þessar sveitir. Þær féllu undir leyni-
þjónustur ríkjanna en ekki heri og
sárafáir vissu um tilvist þeirra.
NATO neitaði fyrst eftir að hulunni
var svipt af Gladio að kannast nokk-
uð við hana eða svipaðar sveitir og
áætlun um að þær yrðu um kyrrt
í löndunum í hernaðarátökum. En
vamarbandalagið varð að leiðrétta
yfírlýsingu sína síðar. Smátt og
smátt kom í Ijós að leynisveitum
hafði verið komið á fót í flestum,
ef ekki öllum, aðildarríkjum Atl-
antshafsbandalagsins og að svipað-
ar sveitir störfuðu í hlutlausu
ríkjunum. William Colby, fyrrver-
andi yfirmaður CIA, segir í ævi-
minningum sínum að sér hafí verið
falið á sínum tíma að koma upp
leynilegum neðanjarðarsveitum í
góram löndum Skandinavíu, en tvö
þeirra, Svíþjóð og Finnland, eru
hlutlaus ríki.
Kappinn Rico sá um sveitina í
Sviss. Þingnefnd sem kannaði
njósna- og leynivafstur varnarmála-
ráðuneytisins fletti ofan af starf-
semi hans. Efrem Cattelan, ofursti
og doktor í lögum, leyndist á bak
við Rico. Hann tók að sér rekstur
og þjálfun leynisveitarinnar P-26
árið 1979 og fór svo vel með það
að fjölskylda hans vissi víst ekki
hvað hann starfaði. Hann hafði
240.000 franka (10,3 milljónir ÍSK)
í árslaun og rak sveitina í nafni
fyrirtækisins Consec í Basel. ’400
háttsettir menn úr svissneska hern-
um voru í henni, hún hafði aðgang
að vopnum og neðanjarðarsjúkra-
húsi og milljónum franka var eytt
í efni fyrir hana á ári samkvæmt
fréttum. Henni var séð fyrir fé með
heimatilbúnum reikningum í varn-
armálaráðuneytinu. Hún starfaði
eittHvað með breska hernum en
ekki beint með Gladio-sveitum Atl-
antshafsbandalagsins. Ráðherra
fullvissar þingið um að svissneska
sveitin hafi hvorki verið ólögleg né
aðhafst neitt ólöglegt. Hún borgaði
sína skatta og greiddi í lífeyrissjóð
þjóðarinnar en verður nú lögð niður.
Belgíski varnarmálaráðherrann
var fyrstur samstarfsmanna sinna
í NATO til að viðurkenna að sams
konar sveit og Gladio starfaði enn
í Belgíu. Þar vaknaði strax granur
um að hún hefði verið að baki
óskiljanlegra morða í Brabant í
byijun níunda áratugarins en þá
myrti hópur hryðjuverkamanna
vegfarendur á götu úti án þess að
nokkur skýring fengist á því. Eng-
inn vildi kannast við Gladio til að
byija með í Þýskalandi en að lokum
kom í ljós að slík sveit starfaði þar
undir nafninu „Stay behind“. Fjöl-
miðlar fullyrða að nokkrir leiðtogar
hennar hafi verið fyrrverandi nas-
istar en vinstrisinnum hefur ekki
tekist að tengja hana við ódæðis-
verk öfgasinna þrátt fyrir ítrekaðar
tilraunir. Hún hefur verið óvirk
undanfarin ár og kemur stjórn
kristilegra demókrata, CDU, og
fijálslyndra, FDP, ekki I koll. Rann-
sóknar hefur verið krafist í þinginu
og kanslaraembættið segir að sveit-
in verði endanlega lögð niður á
næsta ári. I höfuðborgum annarra
ríkja er einnig talað um að leggja
sveitirnar niður eða draga mjög úr
starfsemi þeirra.
Afsagnar ítalska
forsetans krafist
Giulio Andreotti, forsætisráð-
herra Ítalíu, gerði ítalska þinginu
grein fyrir ítölsku leynisveitinni,
sem er nefnd eftir gladium, sverði
skylmingarþræla í Róm til forna,
fyrir rúmum hálfum mánuði. Hann
sagði að CIA hefði átt hugmyndina,
íjármagnað og þjálfað sveitina. 139