Morgunblaðið - 02.12.1990, Side 7
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 2. DESEMBER 1990
G 7>
vopnabúr með vopnum eins og Var-
sjárbandalagslöndin notuðu hefðu
verið falin á öruggum leynistöðum.
Vopn úr 12 þeirra voru horfin þeg-
ar ítalska leynilögreglan safnaði
þeim saman árið 1972 eftir að eitt
búranna fannst. Andreotti gaf í
skyn að meðlimir sveitarinnar væru
nú allir komnir vel til ára sinna en
tveir þingmenn Kommúnistaflokks-
ins, sem komust inn í þjálfunarstöð
sveitarinnar fyrir utan Alghero á
Sardiníu, hittu fyrir unga, hrausta
og sterklega menn. Þeir komust
einnig að því að sveitin gæti talið
um 15.000 menn en Andreotti
nefndi töluna 622 í sinni ræðu. Það
er fjöldi þjálfaðra liðsforingja sem
eru vopnaðir og tilbúnir til átaka
gegn rauðu hættunni hvenær sem
er.
ráðinu í Róm hafi stjórnað og fjár-
magnað ítölsku leyniþjónustuna á
seinni hluta sjötta áratugarins. Það
kemur einnig fram að Ted Shac-
kley, varaforingi CIA-stöðvarinnar
í Róm á áttunda áratugnum, kynnti
Licio Gelli, foringja P2, fyrir Alex-
ander Haig þegar hann var starfs-
mannastjóri Richards Nixons í
Hvíta húsinu. Haig varð síðar yfir-
herforingi NATO. Fjárveitingar til
Gladio jukust eftir fundi Gellis og
æðstu manna ítalska hersins með
starfsmönnum CIA og eftir að Haig
og Henry Kissinger, sem þá var
formaður Öryggisráðsins, lögðu
blessun sína yfir sveitina. Þing-
nefndin mun meðal annars vilja fá
að vita í hvað þetta fé fór.
Nú er talið víst að Gladio hafi
ekki aðeins verið til taks ef Rúss-
Tilræðið í Bologna árið 1980.
Andreotti, forsæt-
isráðherra Italiu,
en krafist hefur
verið afsagnar
hans.
Vinstrimenn fullyrtu strax að
hægri klíka hefði unnið með CIA á
ólýðræðislegan hátt þegar Gladio
var komið á fót. Francisco Cossiga,
forseti landsins, starfaði þá í varn-
armálaráðuneytinu. Hann hefur
sagt að hann sé hreykinn og stoltur
af að hafa haft hönd í bagga með
stofnun sveitarinnar en andstæð-
ingar hans krefjast afsagnar hans.
Hægri öfgamenn beittu Gladio
Dómari í Feneyjum, Felice Cass-
on, fletti ofan af Gladio. Hann rakst
fyrst á nafnið í skjali frá 1959 þeg-
ar hann var að rannsaka sprengjut-
ilræði nýfasista sem hafa orðið
borgurum, lögreglu og hermönnum
að bana. Hann kynnti sér Gladio
frekar og yfirheyrði herforingja,
lögregluforingja og fyrrverandi ráð-
herra. Honum var meinað að yfir-
heyra forsetann, en Cossiga hefur
samþykkt að bera vitni fyrir rann-
sóknarnefnd þingsins. Casson hefur
sent þinginu og saksóknara ríkisins
afrit af sínum gögnum og segir að
takmarki sínu sé náð en hann hafi
viljað varpa ljósi á „ár lyga og leyn-
imakks“. Hann telur að ríkisstjórnin
geti fallið þegar upplýsingar sem
hann hefur aflað líta dagsins ljós.
Meðal upplýsinganna er vitnis-
burður Paolo Taviani, fyrrverandi
varnarmálaráðherra, sem segir að
starfsmenn CIA í bandaríska sendi-
arnir kæmu heldur einnig ef ítölsku
kommúnistamir kæmust til valda á
lýðræðislegan hátt. Sveitin átti að
gera usla í þjóðfélaginu og jafnvel
ryðja veginn fyrir herstjórn. Talið
er víst að hún hafi framið ódæðis-
verk undir stjórn öfgasinnaðra hæ-
grimanna í gegnum árin og átt
þátt í morðum á um 140 manns sem
létust milli 1969 og 1980. Hún er
nú nefnd í sambandi við sprenging-
una í Bologna-járnbrautastöðinni
1980, en það mál hefur aldrei verið
leyst, og einnig í sambandi við
morðið á Aldo Moro, forsætisráð-
herra. Þingmaður ítalska Komm-
únistaflokksins telur að Gladio hafi
átt þátt í því að Rauða herdeildin
rændi honum. Hann telur að her-
deildin hafi myrt Moro af því að
hann var tilbúinn að starfa með
Kommúnistaflokknum og hefði þar
með leitt flokkinn til liðs við kapítal-
ista og Gladio hafi verið tilbúið að
fórna Moro til að koma í veg fyrir
að kommúnistar fengju sæti í ríkis-
stjórninni. Þeir hefðu þá getað kom-
ist á snoðir um leynisveitina, ljóstr-
að upp um hana og stöðvað starf-
semina eins og nú er að gerast -
ekki bara á Ítalíu heldur í flestum
ríkjum Vestur-Evrópu þar sem
sveitanna er ekki lengur talin þörf
eftir að kommúnisminn féll um
sjálfan sig.
Heimild: The Observer og Der Spiegel.
Bragð er
að þá Sera
fim finnur
Margir geta
ekki byrjað
daginn án
þess að fá
sér kaffi-
sopa og því
eins gott, að
það sé
ósvikið.
FLESTIR drekka kaffi eingöngu
ánægjunnar vegna en hann Jose
de Almeida Serafim hefur það
hins vegar fyrir lifibrauð. Sera-
fim, sem er 77 ára að aldri, til-
heyrir litlum hópi kaffismakk-
ara, sem hafa það í sínum hönd-
um eða munni,-að gæði brazilíska
kaffisins séu ávallt eins og best
verður á kosið.
Brazilíumenn eru mestu kaffi-
ræktendur í heimi og kaffi
smakkararnir, sem eru 500 talsins,
vinna langflestir hjá stóru útflutn-
ingsfyrirtækjunum. Til að standa
sig í starfi verða þeir að hafa nefið
og bragðlaukana í lagi og þessir
eiginleikar hafa gert Serafim að
auðugum manni. Kaffismakkaram-
ir hafa um 180-200.000 ísl. kr. í
laun á mánuði og það er mikið á
brazilískan mælikvarða.
Serafim vinnur hjá stórfyrirtæki
í Rio de Janeiro og smökkunin fer
fram í þar til gerðri rannsóknar-
stofu. Hann byijar á því að brenna
og mala baunirnar, setur síðan kaff-
ið í litla bolla og hellir vatni upp
á. Því næst andar hann að sér kaffi-
ilminum og að því búnu hrærir
hann upp í bollanum og bíður þess,
að kaffið setjist. Þá er komið að
sjálfri smokkuninni en hún fer
þannig fram, að fyrst er froðunni
fleytt af og síðan smakkað á einni
matskeið af sjálfri guðaveiginni.
Serafim drekkur ekki kaffið,
heldur lætur hann það leika um
munninn til að bragðlaukarnir
kynnsit því vel og spýtir því síðan
út úr sér^ Þegar hann hefur endur-
tekið þetta tvisvar kveður hann upp
dóminn. Ef kaffið stenst ekki kröf-
umar fær kaffibóndinn alla send-
inguna í hausinn aftur.
Serafim hefur stundað þetta
starf frá árinu 1929 en þá höfðu
Brazilíumenn 70% heimsmarkaðar-
ins í sínum höndum. Á næsta ári,
1930, dróst salan hins vegar mikið
saman og þá sátu landsmenn uppi
með 80 milljónir kaffísekkja, sem
enginn vildi kaupa. Var þá gripið
til þess að kynda undir kötlunum í
eimvögnum með kaffibaunum og
einnig keyptu stjórnvöld allt kaffi,
sem þau komust yfir, til að draga
úr framboðinu. Var jafnframt lögð'
mikil áhersla á, að aðeins besta
kaffið væri selt úr landi og við það
jókst mjög vegur kaffismakkar-
anna. Hafði þetta hvorttveggja þau
áhrif, að verðið og eftirspumin þok-
uðust upp á við.
Kaffiræktendur, sem hafa dálitl-
ar áhyggjur' af gæðum framleiðsl-
unnar, hafa oft bmgðið á það ráð
að múta smökkurunum og langt er
síðan IBC eða Brazilíska kaffistofn-
unin fékk á sig spillingarorð. Það
kom því engum á óvart, að Fem-
ando Collor de Mello forseti skyldi
láta það verða eitt af sínum fyrstu
verkum þegar hann tók við fyrir
nokkru að leggja hana niður.
Brazilíuménn em enn mesta
kaffiræktarþjóðin og fluttu út á
síðasta ári rúmlega eina milljón
tonna. Fyrir það fengu þeir rúma
100 milljarða ísl. kr.
-KATRIN OLIVEIRA
ÞAÐ ER LÍTIÐ MÁL
ab útbúa dýnur eftir þínum óskum.
Hjá Lystadún færbu
dýnuna og svampinn
mótaban eftir þínu höfbi
- og líkama.
Vib mótum svamp
í allar gerbir og stærbir
af rúmum, sófum, stólum,
púbum, jafnvel leik-
föngum og allt annab
sem þér dettur í hug.
Einnig eigum vib vöndub
áklæbi í fallegum litum
og mynstrum.
Sendum í póstkröfu
um land allt.
LYSTADUN
COTT FÓLK/SlA