Morgunblaðið - 02.12.1990, Page 11
L
MORGUNBLAÐIÐ MANNLIFSSTRAUMAR SUNNUDAGUR 2. DESEMBER 1990
C 11
ur og lífi og heilsu konunnar sé
stefnt í því meiri hættu með lengri
meðgöngu eða fæðingu. Samkvæmt
núgildandi reglum eru fóstureyð-
ingar aðeins heimilaðar af nánar
tiigreindum ástæðum. Þar er greint
á milli félagslegra ástæðna, læknis-
fræðilegra ástæðna og þess þegar
þungun konu er afleiðing af nauðg-
un eða annarri refsiverðri háttsemi.
Þá má heimila fóstureyðingu eftir
16. viku ef miklar líkur eru á van-
sköpun, erfðagöllum eða sköddun
fósturs.
Um hinar félagslegu ástæður
segir nánar í 1. mgr. 9. gr. lag-
anna. Þar kemur fram að fóstureyð-
ingu megi framkvæma þegar ætla
má að þungun konu og tilkoma
bams verði konunni og hennar nán-
ustu erfið vegna óviðráðanlegra
félagslegra aðstæðna. Það er sér-
staklega að kona hafi alið mörg
börn með stuttu millibili og skammt
sé liðið frá síðasta bamsburði. Þá
er nefnt ef kona býr við bágar fé-
lagslegar aðstæður vegna ómegðar
eða alvarlegs heilsuleysis annarra
á heimilinu eða ef kona vegna æsku
eða þroskaleysis getur ekki annast
barnið á fullnægjandi hátt.
í 2. mgr. 9. gr. er fóstureyðing
heimiluð ef ætla má að heilsu kon-
unnar sé hætta búin af áframhald-
andi meðgöngu og fæðingu. Sama
á við ef ætla má að bam sem kon-
an gengur með eigi á hættu að
verða vanskapað eða haldið alvar-
legum sjúkdómi vegna erfða eða
sköddunar í fósturlífí. Þá er nefnt
að fóstureyðingu megi heimila þeg-
ar sjúkdómur, líkamlegur eða geð-
rænn, dregur alvarlega úr getu
konu eða manns til að annast og
ala upp barn. Þetta em hinar lækn-
isfræðilegu ástæður sem taldar eiu
réttlæta fóstureyðingu.
Þær reglur sem hér hafa verið
raktar byggja á því að vernda þurfí
fóstrið sérstaklega, án tillits til vilja
konunnar sem ber það undir belti.
Segja má að afstaða löggjafans feli
í sér málamiðlun milli andstæðra
viðhorfa til fóstureyðinga yfírleitt.
Annars vegar þess sjónarmiðs að
líta á fóstureyðingu nánast sömu
augum og manndráp, þ.e. að hún
sé siðferðilega óréttlætanleg nema
í algjömm undantekningartilfellum
og hins vegar þess sjónarmiðs að
fóstureyðing sé aðgerð á líkama
konunnar sem eigi að vera undir
hennar eigin fijálsu ákvörðun kom-
in. Fyrra sjónarmiðið kemur fram
í þeirri sérstöku vemd sem fóstri
er þrátt fyrir allt veitt í íslenskum
lögum. Hið síðara kemur hins vegar
fram í því að fóstri er veitt mun
minni vemd en þeim sem lifandi
em fæddir, bæði í með því að refs-
ingar fyrir fósturdráp eru vægari
en fyrir manndráp og því að heim-
ila fóstureyðingu að uppfylltum
vissum skilyrðum.
SÁLARFRÆÐI/Er leidin
Framrás lífsins
— Ein kynslóð
kemur og önnur fer.
til
hamingjunnar ekki eins torfarin og vid
höldumf
Ufiðerstutt
MANNSÆVIN er stutt. Ein kynslóð kemur og önnur fer. Framrás
lífsins heldur áfram. Og eins og fyrrum var sagt: stofninn er sami,
þótt laufið sé annað en forðum.
Sá sem hefur það að atvinnu að skoða og fylgjast með lífssögu og
ferli fólks, horfir utan frá á hinar innri hræringar, áhyggjur, vanda-
mál og togstreitu, sút og seyru, sem oft virðist yfirgnæfa allt ann-
að, svo að ekki sér til sólar, — hann hlýtur stundum að spyrja sjálf-
an sig að því hvernig það megi vera að maðurinn, sem sögð er skyns-
amasta skepna veraldar, skuli plaga sig svo mjög sem oft má sjá.
Hvers vegna gengur honum svo erfiðlega að muna það sem hann
sífellt er þó minntur á, hversu stutt mannsævin er og gæfan hverf-
ul? Og hví reynir hann ekki allt hvað hann getur að gera sér Iífið
ánægjufullt og innihaldsríkt? Þetta líf, dagstundina í dag, er það
eina sem hann á. Er leiðin til hamingjunnar svona torfarin? Hvers
vegna sjáum við hana alltof sjaldan, þó að hún sé við fætur okkar?
Það fer ekki hjá því að of oft
notum við hið mikla ímyndun-
arafl okkar ekki rétt. Okkur hættir
til að láta það mikla fyrir okkur
erfiðleika, sjá vofur og skrípamynd-
ir í hveiju horni
og skekkja sjálfs-
mynd okkar og
sjálfsmat til hins
verra. Víst má
einnig nota ímynd-
unaraflið á annan
veg, til þess að
„skapa hlátra-
heim“.
eftir Sigurjón
Bjömsson
Lífíð er svo sannarlega stutt og
dýrmæt hver stund. Hún kemur
aldrei aftur. Því er hollt að hafa
orð Jónasar í huga: „ef vér sjáum
sólskinsblett í heiði þá setjumst all-
ir þar og gleðjum oss“. Því fer
víðsfjarri að glaðlegt og lifandi líf
sé það sama og andvaraleysi, ef
einhver skyldi halda það. Sá sem
er glaður og fullur af h'fsþrótti get-
ur vissulega verið jafn ábyrgur og
aðrir, stundum er jafnvel að fínna
í þessum hópi traustustu og ábyrg-
ustu einstaklingana.
Oneitanlega kemur manni stund-
um í hug þegar horft er á hina innri
vanlíðan fólks að líkast því sé sem
það sé í álögum, svo að notað sé
hið gamalkunna þjóðsagnastef.
Viðkomandi er annar maður en
honum er eiginlegt og eðlilegt að
vera. Yfír hann hefur lagst einhver
þoka sem villir um fyrir honum og
hann kemst ekki nálægt sjálfum
sér, sínu eigin heimkynni. Á stund-
um rofar til og þá fínnur einstakl-
ingurinn hvernig það er að lifa eðli-
legu lífi.
Sem betur fer má í vissum tilvik-
um, þegar aðstæður eru ákjósanleg-
ar, ryðja burt þessum þokubökkum
og þá er gaman að sjá hvemig
lífsgleðin og þrótturinn sprettur
fram. Þá tekur fólk að skynja líf
sitt sem dýrmæta gjöf sem er feng-
in því til að njóta og varðveita.
STEINAR WAAGE
SKÓVERSLUN
Komnir
aftur
Rúmgóðir, vandatir og
falleglr skói frá JIP
Litir: Grænt - rautt
Brúnt - svart
Svart - grótt
Stærðir: 21-35.
Verd frá kr. 3.890,-.
Domus Medica
Egilsgötu 3,
sími 18519.
Kringlunni,
Kringlunni 8-
sími 689212.
12,
TOPP
»9»—'SKORHfN
d&Z VHLTUSUNDI 1
21212
FORLAGIÐ
LAUGAVEGI18, SÍMI91 -25188
Blóðbrúðkaup
VAiMM ruTrruÉ'T vr i
YANN QUEFFELEC
Spennandi og tilfinningaþrungin saga um ungan dreng - óvel-
komið líf sem kviknar í kviði þrettán ára móður. Fyrstu ár ævinnar
er hann geymdur uppi á háalofti svo ekki falli blettur á heiður
fjölskyldunnar. Síðan hefst hraksaga hans um heiminn. ‘
Hér er lýst fordómum smáborgara sem umhverfið og fáfræðin gera
heimska og grimma. En þetta áhrifamikla skáldverk fjallar ekki um þá,
heldur um fórnarlamb þeirra - eitt af hinum ástlausu og óvelkomnu
börnum á jörðinni. Blóðbrúðkaup hefur verið lesin í Ríkisútvarpið og
hlotið frægustu og eftirsóttustu bókmenntaverðlaun Frakka, Goncourt-
verðlaunin. Guðrún Finnbogadóttir þýddi. isbn 9979-53-004-9 innb.
ISBN 9979-53-005-7 kilja.
f iotpí tttl >
1 o* i á hverjum degi!
AUK k507-38