Morgunblaðið - 02.12.1990, Qupperneq 12

Morgunblaðið - 02.12.1990, Qupperneq 12
12 C MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 2. DESEMBER 1990 G u ð r ú n eftir Guðrúnu Guðlaugsdóttur Árið 1955, þegar Guðrún Jónsdóttir varð stúdent frá Menntaskólanum í Reykja- vík, heyrði það fremur til undantekninga að stúlkur tækju sig upp og legðu í langskólanám utanlands. Það er upplag sumra að leita á móti straumnum þó miklu einfaldara sé jafnan að láta berast með honum. Þeir sem taka sig útúr mæta ævinlega ýmsum erfiðleikum á ferð sinni sem þeir hefðu getað forðast hefðu þeir aðeins haldið sig innan þess ramma sem ríkjandi leikreglur setja hverju sinni. En þegar betur er að gáð eru það þessir ein- staklingar, sem leita á móti straumnum, sem ráða miklu um þá framþróun sem verð- ur í hverju þjóðfélagi. Morgunblaðið/Sverrir uðrún Jónsdóttir er einn af frumkvöðlum í hópi ís- lenskra kvenna sem hefur lagt fyrir sig arkitektúr. „Eg ætlaði mér upphaf- lega ekki að verða arki- tekt,“ segir Guðrún þegar ég heimsæki hana á vinn- ustofu hennar í Tjamar- götu 4 í Reykjavík. Guð- rún er dóttir hinnar þekktu skóla- stýru Huldu Á. Stefánsdóttur og eiginmanns hennar, Jóns Pálmason- ar fyrrum stórbónda á Þingeyrum í Húnavatnssýslu. Á Þingeyrum ólst Guðrún upp til sjö ára aldurs en þá varð móðir hennar skólastýra Hús- mæðraskólans í Reykjavík. Guðrún fylgdi móður sinni en Jón varð eftir á Þingeyrum. Fyrstu sumrin á eftir voru þær mæðgur á Þingeyrum svo Guðrún átti sterkar rætur í íslenskri sveit. „Eg ætlaði mér líka fyrst að læra eitthvað í sambandi við land- búnað eða þá að verða dýralæknir. Seinna fékk ég áhuga fyrir innan- hússteikningu en Gunnar Hansson arkitekt hvatti mig heldur til að læra arkitektúr. Næsta skrefíð var að fá leyfi til að þreyta próf inn í arkitektadeildina við Listaháskólann í Kaupmannahöfn. Á þeim árum var heimild fyrir einn íslending til að þreyta inntökupróf inn í þann skóla. En fyrst þurfti ég að fá leyfi mennta- málaráðuneytisins hér. Það tókst í annarri atrennu. Ég fór svo út og tók prófið en féll. Fólkið sem var með mér þarna var flest úr efnuðum menntafjölskyldumog hafði allt ann- an bakgrunn en ég, sem kom úr ís- lenskri sveit og hafði ekki kynnst mikilfenglegri byggingarlist. Ég hafði þó haft áhuga á húsagerðarlist frá því ég man eftir mér. I ritgerð sem ég skrifaði í upphafí námsferils míns ræddi ég um byggingarlist í sveit og lýsti áhuga mínum á að vinna þar eitthvert gagn og sú rit- gerð varð til þess að kennarinn sem las ritgerðina hvatti mig til að reyna aftur við prófíð. Ég gerði það og náði þá. Það dróst þó um eitt ár að ég færi í prófið því ég varð ófrísk og eignaðist telpu. Ég var þá nýgift Ómari Ámasyni tryggingarfræðingi sem líka var þama í námi einsog ég. Ég var því með bam á brjósti þegar ég hóf arkitektanámið. í deild- inni voru miklu fleiri karlmenn en konur og voru sumir þeirra mjög vel undirbúnir. Einn var t.d. sonur þekkts arkitekts. Hann kunni allt námsefnið sem við fórum í fyrst. En þó hann hefði svona gott forskot þá gekk honum ekkert mjög vel seinna og varð hreint ekki neinn framúrskarandi nemandi. Fórnaði of miklu Til þess að verða góður arkitekt þarf til vinnusemi, mikinn viljastyrk og hugmyndaflug. Einnig þarf til einhveija skapandi hæfileika. En það erfiðasta í vinnu arktitektsins er togstreitan á milli sköpunarlöng- unarinnar og raunveruleikans, milli hugmynda arkitektsins og fólksins sem borgar brúsann. Til þess að vinna hugmyndum sínum brautar- gengi þarf arkitektinn að búa yfír sannfæringarkrafti. En sá þáttur í starfi arkitektsins er mjög lýjandi og stundum gefst hann upp eða fólk- ið gefst upp á honum. Síðast en ekki síst þarf arkitektinn að vera vandaður og hafa metnað í sínu starfí. Eftir að ég var komin inn í skól- ann þá gekk mér ljómandi vel. Venj- ulega var fólk sex til sjö ár að Ijúka þessu námi, en ég lauk mínu námi á fímm árum. Þegar telpan mín var ársgömul urðum við foreldar hennar ásátt um að við vildum ekki búa saman lengur. Við skildum góðir vinir og höfum verið það síðan. Nokkru seinna giftist ég dönskum manni, Knud Jeppesen, sem líka er arkitekt eins og ég. Hann kom seinna með mér til íslands og star- far hér enn í dag. Meðan ég var í skólanum eignuðumst við Knud telpu. Eldri telpan var þá komin til mömmu. Þegar ég skildi við fyrri manninn varð ég að biðja mömmu að taka hana. Ég réð ekki við að hafa hana hjá mér þegar ég var; orðin einstæð. Ég var illa fjáð um tíma, enda voru þá ekki námslán eins og nú er. Ég fékk raunar styrk frá íslandi fyrst, en eftir að ég var gift dönskum manni þá féll sá styrk- ur niður. Þá hugkvæmdist mér að tala við forráðamenn skólans og at- huga hvort ég gæti fengið styrk þar. Niðurstaðan varð sú að ég fékk hæsta styrk, en þá var telpan komin til mömmu. Um tíma, í mjög erfiðum áfanga í náminu, hafði fósturbróðir .minn, Þórir Jónsson, og kona hans yngri telpuna fyrir mig. Þegar ég lít til liðins tíma finnst mér nú að ég hafí þarna fórnað of miklu. Það var mjög sárt að sjá á bak börnunum þennan tíma. Yngri telpan kom að vísu fljótlega til mín aftur en sú eldri var orðin níu ára þegar hún kom til mín á ný. Þetta var stór fórn, en ég átti ekki annarra kosta völ. Ég varð að velja á milli þess að hafa þetta svona eða að hætta námi. Það hefur sjálfsagt ráðið ein- hveiju um val mitt að ég hef alltaf verið metnaðargjörn og svo var hitt að ég taldi að ég gæti orðið að gagni með því að ljúka námi. Mömmu var líka kappsmál að ég gerði það og hvatti mig til þess. Ég var einkabarn og ég hafði alltaf hugsað mér að geta stutt foreldra mína þegar þau yrðu eldri og geta séð fyrir mér og mínum. Ég sá ekki fram á að geta þetta nema hafa einhvetja menntun.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.