Morgunblaðið - 02.12.1990, Síða 13

Morgunblaðið - 02.12.1990, Síða 13
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 2. DESEMBER 1990 C 13 Ég var líka alin upp við þann hugs- unarhátt að menntun þyrfti maður að hafa. Margir hafa eflaust haldið að ég væri á einhverjum lúxuskjör- um þarna úti, en það var ekki rétt, ég var meira að segja talsvert aum á tímabili. Ég var alin upp á hús- mæðraskóla, meðal kvenfólks og þangað komu konur, sem voru stór- veldi í Reykjavík á þeim tíma, svo sem Ragnhildur í Háteigi, Guðrún Pétursdóttir, Guðrún Jónasson, Vig- dís Steingrímsdóttir og og Laufey Valdemarsdóttir. Þessar konur voru í skólanefnd o.fl. Sigríður Eiríks kenndi þarna við skólann á tímabiii. Satt að segja fannst mér þessar konur mun áhugaverðari en aðrar konur sem ekki höfðu slíkan metnað til að bera. Mér fannst því sjálfsagt að reyna að feta í fótspor þeirra. Fordæmi mömmu hefur líka haft sitt að segja, ég hugsaði aldrei þann- ig að ég yrði kona einhvers sem sæi um mig, en það var viðhorf margra kvenna þegar ég var ung stúlka. Ekki „praktísk“ um eigin hag Ég var ekki hagsýn í ýmsu tilliti þegar ég var í skólanum. Prófverk- efni mitt var t.d. að teikna hús fyrir listaverkasafnára sem bjó út 'við Rungsted, þar sem Karen Blixen átti heima. Þetta var einbýlishús sem líka gat þjónað sem safn fyrir al- menning. Þetta var ekki „praktískt" ef miðað var við íslenskar aðstæður, enda hef ég ekki verið „praktísk" hvað snertir eigin hág. Um sama leyti og ég voru nokkrir karlmenn frá íslandi í arkitektúrnámi við sama skóla. Þeir reyndust miklu hagsýnni hvað snertir framtíðarvinnu hér heirna. Þeir fylgdust vel með hér meðan ég sökkti mér ofan í húsa- gerðarlistina úti. Sumir höfðu haft samband við Peter Bredstorff, sem þá var byijaður að vinna við skipu- lagsmál hér í Reykjavík, og fóru beint í vinnu í sambandi við það þegar þeir luku námi. Svo sem Stef- án Jónsson, Bárður Daníelsson, sem kom að vísu frá Svíþjóð, og Þor- steinn Gunnarsson, sem ásamt Herði Agústssyni gerði húsakönnun í Reykjavík og tengdist þannig skipu- lagsmálum þar. Þessir menn höfðu hugsað fyrir því hvað þeir ætluðu að gera á íslandi þegar námi lyki og komust þannig í þessi stóru verk- efni. Ég hafði hins vegar ekkert hugsað um þetta. En ég fékk strax vinnu úti. Ég tók gott próf og fékk góða. vinnu hjá prófessornum mín- um. Starfaði m.a. við verkefni á Grænlandi og fór svo að kenna við arkitektaskóiann. Knud kenndi einn- ig við þann skóla. Ég vann einnig með og var orðin svo vel stæð áður en ég flutti heim að ég gat leyft mér að hafa stúlku á heimilinu. Meðan við bjuggum í Danmörku fórum við alltaf heim á sumrin til þess að hitta dóttur mína og mömmu og pabba. Dóttir mín vildi ekki fara frá mömmu, enda gat hún illa af henni séð.' Þessi staðreynd ýtti á mig að komast heim. Loks kom að því að við fengum tilboð sem okkur þótti álitlegt. Okkur var boðið að gerast aðilar að teiknistofu sem hét Höfði. Teiknistofan var í Höfða sem nú er móttökustaður fyrir Reykja- víkurborg. Stefán Jónsson rak þá stofu og hann bað okkur að koma því hann var með stór verkefni og vantaði fólk. Við tókum þessu til- boði. Við sögðum upp vinnu og hús- næði og brenndum þannig allar brýr að baki okkar. Áður en við fluttum heim fórum við í mikla ferð um Norðurlöndin og Pólland, sem við höfðum fengið styrk til að fara í. Þraukuðum hér saman í þijú ár Við komum til íslands um haust og fórum að vinna með Stefáni. En ýmislegt reyndist öðruvísi en okkur hafði verið lofað. Það var að vísu nóg vinna fyrir okkur bæði, en eng- ir peningar til að greiða nema öðru okkar kaup. íbúðin, sem okkur hafði verið lofað, var í því ástandi að það var aðeins búið að steypa undir hana sökklana. Við fengum inni i einu herbergi hjá Þóri Jónssyni, uppeldis- bróður mínum. Telpuna okkar urð- um við að senda á Blönduós til mömmu. Þar var hún í hálft ár þang- að til íbúðin var tilbúin. Við þurftum sjálf að koma henni í íbúðarhæft ástand. Víst var það amstur, en verra var með vinnuna. Aðstaðan í Höfða var mjög slæm, kuldinn svo mikill að maður varð stundum að sitja við vinnu í yfirhöfn og teikna krókloppin. Svo bættist það við að maðurinn minn mátti ekki vera í arkitektafélaginu hér af því hann var danskur, hann mátti af sömu ástæðum ekki taka þátt í sam- keppni. Hann heyrði líka illa og tal- aði enga íslensku. Ég fór í ýmis störf fyrir arkitektafélagið til þess að reyna að þoka málum hans eitthvað áleiðis, en það gekk seint. Við stóð- um stutt við í íbúðinni sem við inn- réttuðum. Þegar til kom var hún alltof lítil því mamma og pabbi fluttu til okkar um þetta leyti. Þá samein- aðist fjölskyldan loks. Við og telp- urnar og foreldrar mínir og ég. Skömmu síðar fæddist okkur hjón- unum drengur. Breytingin var mikil hjá okkur. Auk þess vorum við kom- in í samfélag þar sem við vorum einskis metin, vorum bara „einhver Dani“ og „einhver stelpa“ sem áttu varla bót fyrir rassinn á sér. Þetta vinir úr menntaskóla voru líka farn- ir hver í sína áttina og höfðu flestir gift sig. Mér fannst ég vera talsvert einangruð. Það er mikill munur á því að koma til íslands sem sumar- leyfisgestur með erlendan mann og þiggja heimboð, eða að setjast hér að. Þá fer fólk að spyija: „Hvað, gátu þau ekki bjargað sér þar sem þau voru, af hveiju voru þau að koma hingað." íslendingar dást allt- af að þeim löndum sínum sem gera það gott erlendis, en vilja svo lítið af þeim vita ef þeir snúa heim. Ég hefði auðvitað átt að kanna þetta allt áður en ég kom heim. Við Knútur skildum í góðu sam- komulagi. Ég hef verið svo lánsöm að hafa ekki þurft að ála börn mín . upp í skugga haturs og ósamlyndis. Samgangur þeirra við föðurfolkið hefur verið óþvingaður. Margir hneyksluðust á því að við Knútur héldum áfram að vinna saman eftir að við skildum. Og höfum unnið eignast mörg börn því ég saknaði þess alltaf að eiga ekki systkini. Fólskuleg árás Fram til 1979 unnum við saman, ég, Knud og Stefán Jónsson. Þá var mér boðið að taka við starfi forstöðu- manns borgarskipulags Reykjavík- ur. Það var mér kærkomið því um það leyti hafði gengið yfir okkur Pál mikil holskefla í sambandi við starf Páls. Hann missti vinnu sína, að mér fannst vegna ósanngjarnrar árásar. Auðvitað stendur maður allt- af með sínum, en mér fannst aðför- in að Páli fólskuleg. Ég hef ekki enn fengið nein þau gögn í hendurnar sem sýna mér annað. Mér fannst gert miklu meira úr ávirðingum hans en efni stóðu til. Menn vissu mæta vel af hveiju Páll lenti í vandræðum. Hann var vínhneigður á þessum tíma. Það var Páli þungbært að hverfa þannig úr starfi hjá Reykja- Hulda Á. Stefánsdóttir í septembér 1988 ásamt dótturbörnum sínum og tveimur langömmubörnum. Sinn hvorum megin við Huldu standa tvíburarnir Nikulás Árni og Steinunn Vala, en fyrir aftan þau, talið f.v.: Páll Jakob Líndal, Anna Salka Knútsdóttir, Hulda Sigríður Jeppesen og Stefán Jón Knútsson Jeppesen. víkurborg. Með tilliti til þess fannst mér ég ekki geta annað en tekið starfi forstöðumanns borgarskipu- lags árið 1979. Mér fannst það gefa mér öryggi sem ég þurfti á að halda þá. Þegar ráðningarsamningur minn rann út, fjórum árum seinna, fékkst hann ekki endurnýjaður. Það roold- viðri sem þá var þyrlað upp er senni- lega það versta sem ég hef lent í. Þá var vegið að því sem ég vildi ekki láta vega að, starfsheiðri mín- um. Það hefur komið hér fram hveiju ég þurfti að fórna til þess að öðlast menntun til að gegna slíku starfi. Mér var þetta því ákaflega sárt. Ég fékk engar skýringar á því hvers vegna ég var látin hætta. Gegn slíku er erfitt að veija sig. Ég átti mér heldur ekki marga formælendur. Fyrir það fólk sem metur ósveigjanlegar leikreglur þjóðfélagsins meira en annað var ég sú sem tekið hafði manninn úr hjóna- bandi. Það fólk grét það ekki þó ég yrði fyrir mótlæti. Né heldur var þetta til leiðinda fyrir þau öfl sem áður höfðu gert atlögu að Páli manni mínum. Ég hef oft heyrt utan að mér að ég hafi alist upp við meira dekur en góðu hófi gegndi. Þeim sem voru þeirrar skoðunar var ósárt um þó næddi um mig. Þetta viðhorf hefur lengi loðað við. Til gamans get ég nefnt að ég fékk eitt sumar sem unglingsstúlka vinnu í Vatnsdal fyrir atbeina pabba. Bóndinn í Vatnsdal sagði mér seinna að hann hefði kviðið mjög að fá mig á heimil- ið því það var haft fyrir satt í þeirri sveit að ég væri alltaf mötuð á hafra- grautnum á morgnana. Þegar ég var látin hætta hjá Reykjavíkurborg var sagt að ég hefði unnið hjá vinstri meirihluta i Reykjavík. Þar af leiðandi væri ég mjög hættuleg. Einnig hafði ég tek- ið þátt í Torfusamtökunum og það var ekki síður hættulegt. Ég var sem sagt umdeild án þess þó að hafa nokkurn tíma starfað í pólitískum samtökum af neinu tagi. Það var ekki fyrr en núna fyrir skömmu að i ég ákvað að bindast pólitískum sam- saman annað slag- ið öll þessi ár sem liðin eru frá skiln- aði okkar. Hjónin Guðrún Jónsdóttir og Páll son sinn, Pál Jakob, ungan. allt saman urðu þvílík viðbrigði fyrir Knud að erfitt er að setja sig í þau spor. Vegna þess hve illa hann heyrði og talaði íslenskuna vildi hann að ég færi frekar í þau verkefni þar sem þurfti að tala við fólk,en sjálfur einbeitti hann sér að því að teikna. En honum féll þetta ekki. Ég varð kringumstæðnanna vegna of fyrir- ferðarmikil í sambandi okkar. Allir þessi örðugleikar riðu hjónabandi pkkar að fullu. Við þraukuðum þó í rúm þijú ár áður en við ákváðum að skilja. Við héldum í barnaskap okkar að þegar erfiðum námsárum væri lokið þá tæki eitthvað betra við, en það átti ekki við í okkar tilviki. Erfiðleik- ar okkar voru líka að sumu leyti tengdir því að ég hafði verið svo lengi að heiman að ég þekkti ekki lengur hið íslenska samfélag. Það hafði breyst svo mikið síðan ég var í menntaskóla. Kunningjar mínir og Mannréttindi að fólk ráði með hverjum það býr Ég var ein með börn mín og for- eldra í nokkurn tíma. Þá giftist ég Páli Líndal lög- fræðingi. Það gekk ekki átakalaust fyrir sig því hann var giftur þegar við kynntumst. • Sumum kann að finnast það orka tvímælis að leggja lag sitt við gifta menn. Ég lít á það sem mannréttindi að fólk ráði með Líndal með hveijum það býr. Sú ákvörðun er á ábyrgð hvers og eins. Það mál gerir hver upp fyrir sig. Við Páll höfum komist yfir alla þá erfiðleika sem yfir okkur hafa dunið. Ýmsir þeirra voru til staðar frá upphafi. Það var erfitt fyrir Pál að koma inn á mitt heimili. Koma hans var líka erfið fyrir. börn mín þijú. Nú veit ég að þetta var ekki nógu vel undirbúið frá minni hendi. En það er auðvelt að vera vitur eft- ir á. Ég var líka mjög áfram um að foreldar mínir gætu dvalið hjá mér. Þau höfðu verið mikið aðskilin og ég vildi að þau gætu verið saman hjá mér. Ég vildi gera mitt til að fjölskyldan sameinaðist. Það tókst og ég er ánægð með það. Ég hef gert einsog ég hef getað. Við Páll eigum saman einn son og Páll á þijú börn af fyrra hjónabandi. Knud á tvö börn í sínu síðara hjónabandi. Einkabarnið Guðrún Jónsdóttir frá Þingeyrum hefur því eigrtúst stóra íjölskyldu. Minn draumur var að tökum. Þegar því var beint til mína að taka sæti á lista hjá Nýjum vett- vangi þá sló ég til. Én það er ljóst að árið 1984 þóttu skoðanir mínar vera þannig að ég var staðsett sem róttæk. Ég er hins vegar á því að tað sé vægast sagt umdeilanlegt að álíta það róttækni að vernda gömul hús, ég tel það þvert á móti íhalds- semi. Ég hef alltaf verið á móti því að skemma gömlu borgarmyndina. Mér finnst að byggðin í miðbæ Reykjavíkur eigi að að vera áfram lágreist. Ég vil tengja saman alla aldurshópa og blanda þeim saman, hef raunar verið að sanna gildi þess með mínu lífi. Karlmenn í minni stétt eru ólíkir konunum þar að ýmsu leyti. Þeir eru t.d. meira í því að byggja sér verðug minnismerki. Þess vegna þótti þeim t.d. borgarskipu- lagið ekki eftirsóknarvert þegar ég var ráðin til starfa. En mér fínnst lessar hugmyndir mínar ekki rót- tækar, þær eru hins vegar eðlilega meira í ætt við það sem konur hugsa en karlmenn. Konur hugsa meira um það en karlmenn að fólki líði vel í sínu umhverfi og geti komist sæmi- lega óhult á milli staða. Störf mín og þátttaka í félagsmálum innan arkitektafélagins leiddu til starfa minna hjá Torfusamtökunum. Síðan ég hætti starfi hjá Reykjavíkurborg árið 1984 hef ég starfað sjálfstætt á teiknistofu minni og mest sinnt skipulagsmálum af ýmsu tagi. Kosin svæðisstjóri 13. svæðis Zonta Ég er ekki í mörgum félögum. Auk þeirra sem ég hef þegar talið er ég í Zontaklúbbi Reykjavíkur. Ég gekk í hann skömmu eftir 1970. Eins og fram hefur komið fannst mér ég á vissan hátt einangruð fé- lagslega þegar ég kom heim. Þegar mér var boðin innganga í Zonta- klúbbinn sló ég til. Mér fannst hins vegar fyrst að ég ætti þangað ekki mikið erindi. En það breyttist þegar ég fór smátt og smátt að sinna ýmsum verkefnum fyrir félagið. Þar kom að ég varð formaður Zonta- klúbbsins í Reykjavík. Sá klúbbur hefur unnið þarft starf fýrir heyrn- arskerta á íslandi, einnig hafa hinir Zontaklúbbarnir lagt ýmislegt af mörkum til líknarmála. Ég hef gegnt ýmsum störfum fyrir Zontahreyfinguna. I sumar sem leið var ég kosin svæðisstjóri 13. svæðis Zonta. Zontafélagsskapurinn er upprunninn í Bandaríkjunum árið 1919 og hann starfar í 53 löndum. núna. Starfinu er skipt í 28 svæði og ísland er á þrettándasvæði ásamt Danmörku og Noregi. íslensk kona hefur ekki áður gegnt þessu starfi. Zontafélagið hefur frá upphafi stutt við bakið á konum í atvinnulífinu og einnig er góðgerðarstarfsemi fyr- irferðarmikill þáttur í félagsstarfinu. í upphafi voru það konur úr efri stéttum þjóðfélagsins sem áttu sæti í Zontaklúbbum, en það hefur breyst með árunum. Þetta er einnig mis- jafnt eftir löndum. í hveijum klúbbi eiga sæti einn eða tveir fulltrúar fyrir hveija starfstétt. Fólki til fróð- leiks get ég nefnt hér að Zonta eru alþjóðleg samtök sem eiga meðal annars áheyrnarfulltrúa hjá Samein- uðu þjóðunum. í samtökum þessum eru konur sem stunda viðurkennt sjálfstætt starf eða eru í ábyrgðar- stöðum. Zonta eru einnig alþjóðleg þjónustusamtök sem hafa m.a. það hlutverk að aðstoða konur og börn í þróunarlöndum. Markmið Zonta er að efla stöðu kvenna á ýmsan hátt og stuðla að persónulegum kynnum og skilningi. Einnig virðingu fyrir réttlæti, samheldni milli einstaklinga og þjóða og hvetja félaga til að láta gott af sér leiða. Þessi félagsskapur hefur verið mér mikils virði. Á erfið- leikatímum hefur starfið þar verið mér styrkur. Ég vona þess vegna að starfsemi Zonta eigi eftir að breiðast enn meira út, eins og nú er reyndar áformað með því að kynna starfsemina í Austur-Evrópu. Þar eru fyrirhugaðir landvinningar. Eftir að ég fór úr húsmæðraskólan- um, þar sem ég ólst upp, var ég ákveðin í að fara aldrei í kvenfélag. Ég hvarf frá þessari ákvörðun þegar ég gekk i Zontaklúbbinn sem er eina kvenfélagið sem ég hef starfað í. Með árunum fínnst mér kvenfélög æ merkilegri. Þau starfa mörg að merkum málefnum sem • aðrir láta sig litlu skipta.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.