Morgunblaðið - 02.12.1990, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 2. DESEMBER 1990
C 15
Á gangi í Reykjavík. Þar bjuggum við
hjónin í þrjú ár en fórum þá aftur norð-
ur. Og ósköp vorum við fegin að kom-
ast aftur í sveitina.
Hér flyt ég eitt af málum mínum fyrir hæstarétti í maí
1982.
dæmalausa frumvarp, hefðu átt
heima á tunglinu.
Ég nefndi líka fiskvinnsluna og
síldina, sem unglingar og fátækt
skólafólk sæktist eftir að fá að
starfa við; og þegar vel aflaðist
þyrfti að vinna þar til seint á kvöld-
in. _
Ég vék máli mínu til Bjarna
Benediktssonar og spurði hann,
hvort hann teldi hægt að sam-
þykkja lög, sem bönnuðu þetta.
Endirinn varð sá, að frumvarpið
dagaði upp.
Svo máttu unglingarnir ekki
elskast, fyrr en þeir væru orðnir
átján ára; það var tveggja ára tugt-
hús, ef þeir gerðust sekir um að
fikta við slíkt fyrr.
Ég hafði ekkert nema gott um
það að segja, að unga fólkið hegð-
aði sér skikkanlega; en ég gat ekki
stillt mig um að spyija Gylfa, hvort
hann ætlaði að passa allar stelpur,
þangað til þær væru orðnar átján
ára; og stráka kannski líka!
Þingfréttaritararnir höfðu gam-
_ an af þessari deilu.
Það var þá, sem þeir fundu upp
á því að kjósa skemmtilegasta þing-
mann ársins, og ég fékk öll atkvæð-
in.
Ég hélt þessum virðulega titli ár
eftir ár, einu sinni ætlaði reyndar
þingfréttaritari Morgunblaðsins að
kjósa Pétur Ben, en hætti við það.
Eftir að ég lét af þingmennsku
kusu þeir ekki skemmtilegasta
manninn; líklega hafa þeir ekki
fundið neinn.
I staðinn fóru þeir að kjósa
heimskasta þingmanninn og þann
næstheimskasta, svo að kvíði hefur
líklega gripið þingheim og ótti við,
að menn yrðu númeraðir með
greindarvísitölu.
Það hefði getað orðið hættulegt
fyrir suma, ef slíkt fréttist út í kjör-
dæmin!
Iðulega á Björn í útistöðum við
yfirvöld og lætur engan kúga sig
eða kúska — hvorki bankastjóra,
sýslumenn né ráðherra. Um það
vitnar eftirfarandi kafli:
Kænskubragð í kláðafári
Kláði í sauðfé er það fyrirbæri í
íslenskum landbúnaði, sem jafnan
hefur valdið deilum og erfiðleikum,
og ég hef orðið að glíma við þá
eins og aðrir bændur.
Á fyrri búskaparárum mínum,
þegar Hermann Jónasson fór með
landbúnaðar- og dómsmál, var fyr-
irskipuð tvíböðun vegna kláða, vaf-
alaust að undirlagi dýralækna.
Látið er skoða á bæjunum, en
þannig vill til, að ég er ekki heima,
þegar embættismaður kemur að
Ytri-Löngumýri. Drengirnir, sem
heima eru, sýna honum ekki tilhlýð-
ilega virðingu, svo að hann reiðist
og lýgoir því upp í hefndarskyni,
að fundist hafi kláðavottur hjá mér
í haus á hrúti, sem ég hafði keypt.
Mér er því skipað að tvíbaða.
Ég vissi, að enginn kláði var hjá
mér, og var því ekki fús til að elt-
ast við slíka fávisku; ég hef nú
ævinlega verið liðfár í búskap mín-
um, en haft margt fé, svo að mér
hefur reynst óþægilegt að baða
mörgum sinnum, þetta er líka erfið
vinna.
Þó baða ég einu sinni, og ætla
að láta þar við sitja; þykist hafa
gert þessum herrum meira en nóg
til geðs.
En kvartanir yfir skynsemi minni
gerast háværar; menn hafa jafnan
haft ánægju af að abbast upp á
mig; það er einkennilegt, eins og
ég er friðsamur maður!
Jón á Þingeyrum átti að hafa
yfirumsjón með böðuninni; hann
biður mig að heimsækja sig og vill
gefa mér brennivín, en ég erá bíl
og get ekki þegið það.
„Þú verður að baða aftur, Björn,“
segir hann við mig. Það þurfti að
baða með ákveðnu millibili, að því
er talið var, þannig að seinni böðun-
in mátti ekki dragast of lengi; þess
vegna var leikurinn farinn að æs-
ast; en það þurfti alls ekkert að
baða á Ytri-Löngumýri, því að eng-
in óþrif voru í mínu fé.
Ég gef Jóni engan
ádrátt um, að ég ætli
að baða öðru sinni; við
skiljum, og ég sé, að
honum mislíkar, þótt
hann reyni að láta ekki
á því bera; hann fyrtist
svo, að hann neitaði
að reyna við mig aftur.
Þá fær Guðbrandur
ísberg sýslumaður fyr-
irmæli frá dómsmála-
ráðuneytinu fyrir
sunnan þess efms, að
hann verði að baða hjá
mér; hann boðar mig
á fund sinn og tjáir
mér þetta og er hinn
almennilegasti.
Daginn áður en
fresturinn rennur út,
er hann lagstur í
landnorðan bruna-
kulda, því að þetta var
á útmánuðum; frostið
er sautján stig og hann
er hvass.
Það stendur upp á
allar dyr hjá mér, þeg-
ar hann er á norðaust-
an, og einfalt járnþak
er á nær öllum fjárhús-
um mínum; einnig voru
opnar tóftardyr, því að
það var orðið svo álið-
ið; þannig að það er
kalt í húsunum, en
samt þolanlegt fyrir
þurrar kindur.
Hins vegar var stór-
hættulegt að baða við slík skilyrði,
að minnsta kosti eldri ær; en herr-
arnir fyrir sunnan létu sér það í
léttu rúmi liggja; þeir höfðu hita-
veituna til að ylja sér við.
Ég hafði talað við sveitunga mína
í Bólstaðarhlíðarhreppi, Svína-
vatnshreppi og víðar og beðið þá
að hjálpa mér, ef opinberir embætt-
ismenn kæmu og hygðust baða hjá
mér með valdi.
Ég ætlaði að stinga þeim sjálfum
í kerið, og þurfti kannski aðstoð
við það, ef þeir væru margir!
Allir tóku vel í þetta, og ég var
búinn að tryggja mér allt að fimm-
tíu vaská menn.
Einnig hafði ég samband við
verkalýðsfélagið á Blönduósi og
forráðamenn þess ætluðu að reyna
að- sjá til þess, að menn fengjust
ekki til að taka slíkt verk að sér.
Þá hringir ísberg; það er vont
veður og illfært út á Blönduós; en
hann ítrekar við mig, að ég verði
að baða; það sé skipun að sunnan.
Ég svara honum á þá leið, að ef
hann vilji ræða þetta mál, verði
hann að koma frameftir.
Og ísberg sýslumaður birtist;
hann varð að aka út af veginum,
en hafði góðan bílstjóra með sér,
kemst að lokum, en var víst óratíma
á leiðinni.
Ég býð honum að ganga í bæinn
og fá kaffi; hann afþakkar það, en
þiggur brennivínstár, því að honum
var svo kalt, að hann hríðskalf.
Þegar honum er farið að hlýna
um hjartaræturnar, biður hann mig
í öllum bænum að baða.
„Þú baðar, Björn minn,“ segir
hann.
Ég malda í móinn.
„Þú verður að baða,“ heldur hann
áfram.
Ég lofa hins vegar engu.
„Ja, það verður baðað hjá þér,
hvort sem þér líkar betur eða verr,“
segir hann enn.
En ég gef lítið út á það.
Að lokum kveður ísberg og skilur
eftir brúsa með baðlyfi, en það eru
mín síðustu orð, að ég lofi engu
um þetta; aftur á móti kveðst ég
ætla að hugsa málið eins vel og ég
geti.
Mér var kunnugt um, að ísberg
hafði iagt gott til málanna og gert
sitt ýtrasta til að leysa deiluna frið-
samlega; hann hafði sagt við Her-
mann, að ástæðulaust væri að láta
svona, því að enginn kláði væri hjá
mér.
Þess vegna hugsaði ég málið um
nóttina og reyndi að finna leið til
að leysa það, þannig að allir yrðu
ánægðir.
Ég gerði mér grein fyrir, að ís-
berg mundi taka nærri sér, ef áfiog
yrðu hjá mér, og hann þyrfti að
koma með menn til að stimpast og
slást við mig.
Mér dettur því það snjallræði í
hug, að ég geri skriflegan samning
við góðan vin minn
um það, að ég selji
horium allar kind-
urnar mínar nema
hrútana; við undir-
ritum skjal varðandi
þetta og látum votta
skrifa líka.
Síðan blöndum við
í baðker, tökum
hrútana og böðum
þá.
Að því loknu
sendum við skeyti
þess efnis, að ég sé búinn að baða
allt mitt fé eins og satt var.
Gleðifregnin flýgur suður, að nú
sé búið að kúga karl; hann hafi að
lokum látið segjast og baðað.
ísberg verður feginn.
Jón á Þingeyrum lætur svo um-
mælt, að hann hafi alltaf vitað, að
hægt væri að láta mig hlýða.
Og ég veit, að Hermann hefur
fært sinn rass vel til í hásæti sínu
og notið þess, hve gríðarlega vold-
ugur maður hann var að geta látið
mig baða i sautján stiga frosti og
ofsastormi. En ánægðastar voru þó
rollumar mínar skraufþurrar inni í
húsi yfir því að-vera ekki kaffærðar
í fimbulkulda algerlega að þarf-
lausu.
Svo samdist nú um það, að ég
eignaðist kindurnar aftur eftir hæfi-
lega langan tíma; og aldrei var
haft hátt um þessa sölu.
Ég veit, að ég er sjálfumglaður
maður, en ég efast um, að unnt
hafi verið að leysa þetta vandamál
betur fyrir alla aðila.
Og þótt syndir mínar séu bæði
margar og stórar, er ég viss um,
að mér verður reiknað það til tekna
að hafa hlíft blessuðu sauðfénu
blásaklausu.