Morgunblaðið - 02.12.1990, Síða 16
16 C
MORGUNBLÁÐÍÐ SUNNUDAGUR 2. DESEMBER 1990
-
efíir Vernharó Linnet
ÞAÐ ríkti mikil gleði í hugum
djassuiinenda þegar tilkynnt var
að danski djassbassasnillingur-
inn Niels-Henning 0rsted Ped-
ersen hefði fengið Tónlistarverð-
laun Norðurlandaráðs fyrstur
rýþmískra tónlist armanna og
fyrstur einleikara. Þegar til-
kynnt var að Niels-Henning hefði
verið útnefndur til verðlaunanna
af hálfu Dana var ég nokkuð
efins um að hann hlyti verðlaun-
in, þó að ég teldi að enginn nor-
rænn hljóðfæraleikari ætti frek-
ar skilið að fá þau. Hinir æðri
unnendur tónlistar, einsog Jon
Múli kallar þann hóp er skipar
tónlist til hásætis eftir tegund
en ekki innihaldi, hefur löngum
ráðið slíkum verðlaunum víða um
heim en nú er öldin önnur — í
það minnsta á Norðurlöndum.
Danir veittu Miles Davis Sonn-
ingtónlistarverðlaunin, þeir út-
nefndu Palle Mikkelborg til Tón-
listarverðlauna Norðurlandaráðs
í fyrra og nú hefur Niels-Henn-
ing hlotið þau.
að hafa skipst
skin og skúrir í lífi
Niels-Hennings
þennan mánuð.
Fyrst var einka-
vini hans og
tryggum förunaut
stolið á Kastr-
upflugvelli. Bass
anum 150 ára sem hann hefur ekki
skilið við sig í tuttuguogsjö ár. Síðan
kom bassinn í leitirnar tveimur dög-
um áður en kappinn fékk Tónlistar-
verðlaun Norðurlandaráðs.
Ég spjallaði við Niels daginn sem
tilkynnt var um verðlaunaafhending-
una og hann var svo glaður í rödd-
inni að það fyrsta sem ég spurði
hann um eftir að hafa óskað honum
til hamingju með heiðurinn var hvort
hann hefði fengið bassann aftur.
Eftir að hafa játað því sagði hann
mér alla sólarsöguna.
„Það var starfsmaður á Kastrup-
flugvelli sem stal bassanum og þeg-
ar ég gerði mér grein fyrir að bass-
anum hefði verið stolið leið mér eins-
og ég hefði misst annan handlegg-
inn. Við höfum þolað sætt og súrt
saman í tuttuguogsjö ár og þetta
var einsog að missa náinn vin. „Ég
hljóma einsog þessi bassi og það
hefði verið mjög erfítt að endurskapa
tóninn á annað hljóðfæri. Trygging-
arféð hefði engu breytt þar um. Eg
Morgunblaðið/Einar Falur
Niels-Henning Orsted Pedersen, fyrstur rythmiskra tónlistarmanna og einleikara til að hljóta Tónlistar-
verðlaun Norðurlandaráðs.
á að vísu annan bassa sem er tvö-
hundruðogfimmtíu ára, en hann er
svo veikburða að ég get ekki ferðast
með hann.
Þjófurinn reyndi að selja bassann
en væntanlegur kaupandi hafði sam-
band við sérfræðing sem þekkti grip-
inn samstundis og hringdi í lögregl-
una.
Það er fleira á himni og jörð en
apdann grunar og eftir að bassanum
var stolið sótti að mér mikið þung-
lyndi, en að fá hann aftur og tónlist-
arverðlaunin í kjölfarið var einsog
að fara frá helvíti til himna. Ég er
bæði stoltur og glaður, hrærður og
fullur auðmýktar er mér var tilkynnt
að ég hefði þótt þess verður að fá
Tónlistarverðlaun Norðurlandaráðs,
en ég lít einnig á þau sem mikla
viðurkenningu fyrir þá tónlist sem
ég leik og hef mesta ánægju af.“
Niels-Henning er trúlega vinsæl-
astur allra djassleikara hér á íslandi
þegar gömlu meisturunum sleppir.
Hann kom hingað fyrst 1977 og
hélt þrenna tónleika í Norræna hús-
inu ásamt Ole Kock Hansen og Aleks
Riel. Síðan hefur hann leikið hér
með Philip Catarine og Billy Hart,
dúó með Tönju Maríu, Tete Montoliu-
og Philip Catarine. Tríó með Ole
Kock og Pétri Östlund og léku þeir
einnig með söngkonunni Ettu Cam-
eron og íslenskum strengjakvartetti.
Síðast kom hann 1986 og lék þá
með Palle Mikkelborg og Kenneth
Knudsen.
Níels er nú ijörutíuogfjögurra ára
gamall og fæddist í smábænum
Osted fyrir sunnan Hróarskeldu. Þar
ólst hann upp við hefðir hins grundv-
íska lýðháskóla og lærði dönsku
söngbókina utanað. Hann hóf ungur
píanónám, en þegar bræður hans
ásamt Ole Kock Hansen og bræðrum
hans stofnuðu hljómsveit vantaði
bassaleikara og Niels var skipað að
læra á það hljóðfæri. Snemma bar
hann af öðrum og fjórtán ára hljóð-
ritaði hann með Bent Axen.
„Það var dálítið merkilegt að
standa þarna í hljóðverinu og leika
með atvinnumönnum. Ég hafði
hugsað mér að taka magisterpróf í
dönsku og sögu en þarna flaug mér
í hug að trúlega yrði ég atvinnuhljóð-
færaleikari.“
Ári síðar hljóðritaði Niels með Bud
Powell og síðan hefur hann hljóðrit-
að plötur í hundraðavís með flestum
höfuðsnillingum djassins.
„Mér finnst dálítið gaman að
hlusta á útvarpsupptökur með Dext-
er Gordon og Ben Webster sem hafa
verið að koma út undanfarin ár og
ég er bassaleikari á. Sérstaklega
skífurnar með Ben sem Sonet hefur