Morgunblaðið - 02.12.1990, Qupperneq 24

Morgunblaðið - 02.12.1990, Qupperneq 24
24 C MORGUNBLAÐIÐ MENNIIMGARSTRAUMAR SUNNUDAÖÚR 2. DESEMBER 1990 MYNDLIST /Hver er dómbœr? Hin nýja „rit- skoðun“ á myndlist ÞAÐ VAR eitt sinn í sumar vikið að því á þessum vettvangi að í Bandaríkjunum væri um þessar mundir ofarlega á baugi hið fróðlegasta mál varðandi styrktarsjóð listanna þar í landi, National Endowment for the Arts (NEA). Ýmsum þótti sjóður- inn hafa veitt fé til vafasamra verkefna, sem ekki samræmd- ust almennri siðgæðisvitund manna um hvað væri við hæfi að birta fólki sem myndlist. Af þessu urðu háværar deilur, og a.m.k. einn öldungardeildarþingmaður gekk til kosninga í byijun nóvember undir því baráttumerki að hann væri harð- asti andstæðingur kláms í myndlist áþingi (og hlaut endurkosn- ingu). Nú virðist Bandaríkjaþing hafa fundið snilldarlega lausn á þessu viðkvæma vandamáli — að minnsta kosti frá pólitísku sjónarhorniséð. Aður höfðu verið ”settir (til bráðabirgða) skilmálar fyrir styrkveitingum á þessu ári sem voru þess eðlis, að styrkþegar lof- uðu að styrkirnir yrðu ekki notaðir til að greiða fyrir birtingu eða sýn- ingar á klám- fengnu eða ósið- legu efni. Vegna þeirra skilmála hafa ýmsar stofn- eftir Eirík anir, bæði bóka- Þorláksson útgáfur Og sýn- ingaraðilar, hafn- að styrkjum frá NEA, og hefur sá listi verið að lengjast eftir því sem liðið hefur á árið. Ymsir íhaldssam- ir þingmenn vildu láta þessa skil- mála gilda áfram og jafnvel herða á þeim fyrir komandi ár, en aðrir vildu fella þá úr gildi og ijármagna starfsemi sjóðsins undir fyrri stefnu um komandi ár. Um þetta var deilt nokkuð fram eftir hausti, en loks fannst lausn, sem báðir virðast geta fallist á. Samkomulagið gengur út á að sjóðnum verður heimilt að styrkja listræna starfsemi án þess að leggja nokkrar hömlur á listrænt innihald þeirra verka sem njóta styrkjanna. Við fyrstu sýn kann þetta að virðast stórsigur fyrir hin frjálslyndu öfl, en það fylgir bög- gull þessu skammrifi, og hann er eftirfarandi: Ef einhver dómstóll kemst að þeirri niðurstöðu að lista- maður eða sýningaraðili sem notið hefur styrks frá NEA hafi brotið gegn siðgæðislöggjöf viðkomandi staðar, skal sá hinn sami endur- greiða NEA styrkinn að fullu. Það hefur oft verið sagt um stjórnmálamenn, að þeirra helsta markmið í starfi sé að eigna sér heiðurinn af því sem vinsælt er, en öðrum skömmina fyrir það sem telst ámælisvert. Þegar haft er í huga að bandarískir þingmenn þurfa í þessu máli að höfða til við- horfa tveggja ólíkra fylkinga, þá verður að viðurkenna að þeim hef- ur tekist mjög vel upp að þessu sinni. Hinir frjálslyndu geta bent með stolti á að þeir hafi tryggt að sjóðurinn fær að starfa án tak- markana, en munu síðan harma ef löggjöf einstakra fylkja leiðir til þess að listamenn verða sektaðir fyrir verk sín; þar sé um að kenna fylkisþingum, sem þeir hafi því miður engin áhrif á. Þeir íhaldss- amari geta harmað að ákvæði stjórnarskrárinnar um tjáningar- frelsi gerir illmögnlegt fyrir þingið að setja takmarkanir á þessu sviði í lög, en munu jafnframt hrósa sér af því að hafa gert dómstólum heima í héraði mögulegt að fylgja eftir kvörtunum þegnanna á þessu sviði — og sjá til þess að listamenn muni bíða ijárhagslegt tjón af því að ögra almennri siðsemi á slíkan hátt. Hér er ekki um að ræða boð eða bönn. Listamenn geta eftir sem áður gert það sem þá lystir í verk- um sínum. En — og það er stórt en — þeir verða að vera tilbúnir til að taka afleiðingum gerða sinna, ef þeir makka ekki rétt. Hér er því einfaldlega verið að leiða í lög þvinganir, sem er ætlað að nægja til þess að listamenn hefti sjálfir sína listrænu tjáningarþörf; að öðr- um kosti hangi refsivöndur dóm- stólanna yfir þeim með hótun um að þeir þurfi að öndurgreiða fé, sem þeir hafa þá þegar notað. Það er því augljóst að listamönn- unum sjálfum er ætlað að stunda hina nýju „ritskoðun"; þeir eiga að hafa þann hemil á listsköpun sinni sem hæfir siðgæðisvitund al- mennings á hveijum stað. Annars ... En hver er dómbær á hvar mörkin skulu liggja? Héraðsdóm- ari? Saksóknari? Kviðdómari? Fé- lagsráðgjafi? Biblíusérfræðingur? Kynlífsfræðingur? Þannig mætti spyija áfram, en niðurstaðan yrði líkast til ætíð sú, að í þessum málum hefur hver einstaklingur sín viðhorf, og það er ólíklegt að sjónarmið allra hér að ofan séu samræmanleg. Þeir sem muna eftir því þjóðfé- lagi sem birtist í bók Orwells, 1984, kannast við aðferðina sem beitt er. Þetta þrautskipulagða þjóðfélag Jólafundur Kvenfélagið Heimaey heldur sinn jólafund fimmtudaginn 6. des. kl. 19.30 í Holiday Inn. Jólahlaðborð, happdrætti og fleira. Þátttaka tilkynnist ekki seinna en þriðjudaginn 4. desember. Sísí sími 73967, Björk 52134 og Halla 656242. Stjórnin Bmvuómm Snyrti- og tískuhús/Image Design Studio Vesturgötu 19, 101 Reykjavík, tel: 623160 GJAFAKORT Á Inni eftirfarandi þjónustu Gefandi: Greitt Opiöfrákl. 15.00-18.00 virka daga frá og meófimmtudeginum 6. desember 1990. First Impressions snyrtivörur Elisabeth Arden snyrtivörur. Litgreining, snyrtinámskeib, fatastíls- & framkomunámskeib. Hóp- og einkatímar. LEIKLISTY/zvv eru helstu stíleinkenni Pinu Bausch? Ókrynd dwttning dansleikhússins í SÍÐASTA pistli var sagt frá uppruna dansleikhússins í Þýska- landi fyrr á öldinni og hvaða áhrif það hafði á þróun danslistarinnar bæði þar í landi og annars staðar í Evrópu. Helsta dansleikhúsi Þýskalands í dag er stjórnað af danshöfundinum Pinu Bausch, sem liefur rekið danshópinn í Wuppertal fráárinu 1973. Undir handlciðslu hennar hefur dans- lcikhúsið, sem sjálfstætt fyrir- bæri, öðlast nýjan sess og danslist- in sjálf aðra og dýpri merkingu, sem hefur haft gífurleg áhrif á alla skapandi leikhúslistamenn. Pina Bausch er fædd 1940 og hlaut dansmenntun sína hjá Kurt Jooss í Folkwang-skólanum á árunum 1955-59 og starfaði með danshópi hans frá 1961 eftir stutta dvöl í Bandaríkjun- um. 1967 gerði hún sína fyrstu dans- leikhússýningu og tveimur árum seinna vann hún til fyrstu verðiauna í eftir Hlin alþjóðlegri keppni Agnarsdóftur dansskálda í Köln með sýningunni „I stormi tírnans" („Im Wind der Zeit“). Á árunum 1969-1973 varð hún síðan listrænn stjórnandi Folkwang Tanz- studio, sem áður hefur verið sagt frá. I dag er Pina Bausch án efa ókrýnd drottning í dansleikhúsinu. Ferðin á tindinn var ekki átakalaus, því viðbrögðin við fyrstu sýningum hennar í Wuppertal voru mjög nei- kvæð bæði hjá áhorfendum og gagn- rýnendum. Stundum gekk helmingur áhorfenda úr salnum á sýningum hennar. Pina fór nefnilega sínar eig- in leiðir bæði hvað varðaði innihald og form og mætti alls ekki þeim væntingum og kröfum sem fólk gerði til slíkrar starfsemi. Hún gekk í ber- högg við allar viðteknar skoðanir á hlutverki danslistarinnar. En enginn er spámaður í sínu föðurlandi. Pina Bausch hlaut fyrst viður- kenningu í heimalandi sínu, eftir að hafa sigrað áhorfendur og gagnrýn- endur erlendis. Dans-leikir Pinu Bausch eru „montage" verk, sem samanstanda af mislöngum atriðum, sem eru ekki endilega í samhéngi eða rökréttu framhaldi hvert af öðru. Þau eru því alls ekki hefð- bundin að nokkru leyti og hafa ekki endilega ákveðið upphaf eða endi. Við tengingu atriðanna beitir hún tækni sem einna helst minnir á klippitækni kvikmyndarinn- ar. Hún endurtekur gjarnan sömu atriðin og innihald þeirra er oft stækkuð mynd af hversdagslegum hugsýnum og fyrirbærum, félagsleg- um „helgisiðum" nútímamannsins. í atriðunum, sem verða smám saman flóknari, gætir tilhneigingar til að sýna ákveðið tilgangsleysi og þannig er áhorfandinn vakinn til meðvitund- ar um hið fáránlega og fjarstæðu- kennda í athöfnum manneskjunnar. Pina Bausch Með þessari tækni er áhorfandinn vissan hátt tældur til að íhuga mögu- Ieika breytingar og gleðina sem fólg- in er í henni. Pina Busch kafar með þijósku og einbeitingu undir yfirborð mannsins og bakvið grímur áhorf- enda sinna og kemst þannig í beint taugasamband við þá. Skyldi því engan undra, þótt þeim hafi ekki lík- að þessi áleitni hennar í byijun. Viðbörgð áhoi'Wftla við sýningum hennar segja í reynd mest um þá sjálfa, t.d. hvað þeir kjósa að muna, gleyma eða lesa út úr einstaka atrið- um sýninganna. Sýningarnar spytja Úr einni af sýningum Pinu Bausch

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.