Morgunblaðið - 02.12.1990, Side 32

Morgunblaðið - 02.12.1990, Side 32
32 C . -r ^ T _■ _ ijyTf-f J8 íl g' g«i|r MORGUNBLAÐIÐ VELVAKANDI SUNNUDAGUR 2. DESEMBER 1990 H Félag harmóniku unnenda heldur skemmtifund íTemplarahöllinni 2. desember kl. 15.00. Bragi Hlíðberg, Gunnar Guðmundsson, Guðmundur Samúelsson og hljómsveit F.H.U. leika ásamt fleiri góðum harmónikuleikurum. Skemmtinefnd. Spennandi átaka-ogástarsaga eftir Andrés Indriðason Manndómur er nýjasta skáldsaga hins geysivinsæla höfundar Andrésar Indriðasonar. Sagan er sögð frá sjónarhóli unglings á tímum seinni heimstyrjaldarinnar. Hann lendir í hringiðu hins undarlega þjóðfélagsástands sem umturnaði gildismati fólks og lífsháttum. Næg vinna og nýir gróðamöguleikar skapa deilur manna á meðal og samskipti hermannanna við íslenskar stúlkur eykur enn á hið tilfinningalega umrót. í andrúmslofti átaka og spennu er þessi magnaða ástar- saga sögð. og menning Laugavegi 18. Sími 15199 - 24240. Síðumúla 7-9 Sími 688577. A FORNUM VEGI Selfoss: Míkíll áhugi fyrir landshlutaútvarpi NAUÐSYN öruggrar og skjótrar miðlunar upplýsinga í tilkynn- inga- og fréttaformi er alkunn. Með heppilegu og aðlaðandi menningarívafi spratt landshluta- útvarpið fram og er nú starfrækt í þremur landsfjórðungum, á Vestfjörðum, Norðurlandi og Austurlandi. Þeir sem ræða um landshlutaútvarpið benda á kosti þess að hafar fastráðinn starfs- mann sem sinnir upplýsingaöflun á svæðinu og annast þáttagerð. Þessir starfsmenn hafa nýst bæði fyrir landshlutaútvarpið sem að- aldagskrá Ríkisútvarpsins. Þeir sem mæla gegn útvarpinu segja að efnið fari ekki nógu víða og sé of afmarkað. Bæjarstjórn Selfoss ályktaði á sínum tíma um þetta málefni og hefur boðið fram húsnæði sem hýst gæti landshlutaútvarp. Á fundi sínum 14. nóvember síðastliðinn ítrekaði bæjarstjórnin fyrri afstöðu og fagnaði framkominni þingsálykt- unartillögu fjögurra þingmanna Sunnlendinga um staðsetningu svæðisútvarps á Selfossi. Af samtölum við fólk má ráða að það vill sjá landshlutaútvarp á Suð- urlandi verða að veruleika innan tíðar. Með tilkomu þess standi lands- hlutinn jafnfætis öðrum landshlutum hvað þetta varðar auk þess sem sjálfsvitund íbúanna gæti styrkst með að hlusta á útvarpsefni af heimaslóð. Þá eru ein rökin fyrir útvarpinu þau að með tilkomu fast starfsmanns á Suðurlandi aukist möguleikarnir á því að unnið efni frá landshlutann nái eyrum fólks annars staðar á landinu sem sé dýr- mætt í allri samkeppni um athygli. Vil efni sem ég þekki „Jú, ég vil landshlutaútvarp á Selfossi vegna þess að þá fær maður fréttir af einhveiju sem er nær manni og maður þekkir betur. Efnið nær betur eyrum manns ef það er nálægt manni. Ég hlixsta mest á fréttir í Ríkisútvarpinu og svo helstá rás tvö í annan tíma,“ sagði Ari Bergsteinsson sálfræðingur. „Ann- ars er rás eitt með mesta upplýs- andi efnið og þar er vönduðust með- ferð mála.“ Það eflir vitund íbúanna „Ég er mikill byggðamaður og auðvitað vil ég landshlutaútvarp. Ég vil nota það til að efla byggðarsjón- armið og vitund íbúa svæðisins fyrir sjálfum sér og þeim möguleikum sem eru fyrir hendi í landshlutan- um,“ sagði Jón Hjartarson fræðslu- stjóri. „Ég vil að slíkt útvarp flytji fréttir og menningarlegt efni, viðtöl og ýmsan fróðleik. Það er svo ótal- margt sem á erindi til hlustenda í svona útvarpi." Af samtölum við fólk má ráða að það vill sjá landshlutaútvarp á Suð- urlandi verða að veru- leika innan tíðar. Með til- komu þess standi lands- hlutinn jafnfætis öðrum landshlutum hvað þetta varðar auk þess sem sjálfsvitund íbúanna gæti styrkst með að hlusta á útvarpsefni af heimaslóð. Helga R Einarsdóttir afgreiðslu- maður. Vil fá fróðleik úr fjórðungnum „Ég er mjög fylgjandi því að fá landshlutaútvarp á svæðið og vísa í því efni til vina minna á Vestfjörðum sem fá alltaf nýjustu fréttir úr fjórð- ungnum frá Finnboga fréttamanni. Auk þess ýmsan fróðleik víða af svæðinu og þetta er góður fróðleik- ur,“ sagði Olafur Bjamason kennari. „Þetta þjappar fólkinu saman eða Ari Bergsteinsson sálfræðingur. Valtýr Pálsson bakari og málari. Sigríður Björnsdóttir afgreiðslu- maður. gæti gert það ef vel er á málum haldið. Ég hlusta aðallega á fréttirn- ar og svo þjóðarsálina og svo leggur maður snarlega við hlustir ef svo vill til að eitthvert efni sé frá Suðurl- andi.“ Þetta er meira en sjálfsagt „Mér fínnst það orðið meira en sjálfsagt að fá þetta hingað. Það er Víkveiji skrifar Víkveiji hefur stundum velt því fyrir sér hveiju sætti hinn mikli verðmunur, sem er á ýmsum innfluttum vörum hér á landi og erlendis. Flutningskostnaður, sem á vöruna leggst getur ekki skýrt þann mun, til þess er hann of mikill og 'ekki heldur það tiltölulega litla magn, sem við kaupum. Það sést meðal annars á því að smásöluverð í verslunum erlendis er oft tvisvar tii þrisvar sinnum Iægra en útsölu- verð hér. Kaupmaður, sem Víkveiji ræddi við, sagði að þegar býsnast væri út af háu vöruverði gleymdust skattar og tollar, sem á vöruna væru lagðar. Margir virtust álíta að kaupmaðurinn hirti þetta allt, en því færi víðsfjarri. Rikið heimt- aði sitt. Um það mætti svo deila hvort eitthvert hóf væri þar á. Auðvitað hækka tollar og önnur gjöld vöruna mikið, en ekki fer hjá því að álagningin hljóti að vega þungt. Kostnaður við verslunina er það mikill, m.a. vegna fjölgunar verslana, sem margar hveijar eru í rándýru húsnæði. Viðskiptavinun- um fjölgar aftur á móti ekki við það og heildarsalan er hin sama. Þrátt fyrir ríflega álagningu undrar því engan þótt ýmsir berjist í bökk- um á þeim vígstöðvum. xxx Núna síðustu daga hafa miklar umræður farið fram um tak- marka litla eyðslu í sambandi við utanferðir ráðherra. í þá hít hafa farið umtalsverðir fjármunir. Á al- menningur erfitt með að átta sig á að sú mikla eyðsla hafi verið nauð- synleg. Virðist á stundum sem orð- ið sparnaður sé ekki til í orðabók núverandi ráðamanna. Þeir leggjast undir feld, ekki til að íhuga sparnað heldur hvernig best verði hagað auknum sköttum á landslýðinn. Þegar þessi skattagleði kom til umræðu á Alþingi taldi fjármála- ráðherra, að ef ekki fengist aukinn skattpeningur þyrfti að byija á að „skera niður“. Og hann spyr: Hvar vildu þeir helst skera niður? Til skóla, aldraðra, spítala? xxx Það er ömurlegt til þess að vita að ráðherranum skuli fyrst koma skólar, aldraðir og sjúkrahús í hug, þegar rætt er um sparnað í þjóðfélaginu. Nær hefði verið að hann spyrði: Viljið þið skera niður útgjöld vegna utanferða ráðherra, til ráðningar aðstoðarmanna ráð- herra á aðstoðarmenn ofan, til gæluverkefna, sem einstökum ráð- herrum er sérstakt kappsmál að nái fram að ganga? Nei, þannig spyr ekki ráðherra, ef til vill af ótta við svarið. Kannski vildu einhveijir að þessi útgjöld yrðu skorin niður og forsenda fyrir aukn- um sköttum brysti. Skólar, aldraðir og sjúkrahús skulu það vera.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.