Morgunblaðið - 02.12.1990, Síða 33
MORGUNBLAÐIÐ VELVAKANDIlÍlWNitlWateii, jPESEMBER 1990
CU 33,.
Jón Hjartarson fræðslustjóri.
Soffía Guðrún Kjartansdóttir
nemi.
sérstök nauðsyn á þessu vegna við-
skiptalífsins. Auglýsendur þurfa að
vita hveijir eru að hlusta. Það er
alveg pottþétt að ef sunnlenskt
landshlutaútvarp er í gangi þá eru
Sunnlendingar að hlusta, fólk sem
maður vill ná til með auglýsingum,"
sagði Valtýr Pálsson bakari og mál-
ari.
„Það er vitað að auglýsingafé
Sunnlendinga er að hluta til kastað
á glæ með því að auglýsa í útvarp-
inu. í þessu efrii gjöldum við nálægð-
ar við Reykjavík. Útvarpið í heild
sinni er ein allsherjar auglýsing.
Heimafréttir eru nauðsynlegar
„Mér finnst að landshlutaútvarpið
þurfi að vera sem mest sér ef það
verður sett upp og ekki að útiloka
rás tvö á meðan það er í gangi. Það
er nauðsynlegt að fá fréttir úr sinni
heimabyggð og það er alltaf spenn-
andi að heyra til þeirra sem maður
þekkir til,“ sagði Sofía Guðrún
Kjartansdóttir nemi.
„Ég myndi örugglega hlusta á
landshlutaútvarp, í það minnsta at-
huga hvað væri í boði. Ég hlusta
mest á Bylgjuna en landshlutaút-
varpið mundi toga mig frá henni.“
Vil fréttir úr kjördæminu
„Það væri sjálfsagt allt í lagi með
landshlutaútvarpið ef það skemmdi
ekki vinsælustu þættina á rás tvö.
Ég tel slíkt útvarp mjög gott til
þess að koma fréttum á milli byggð-
arlaga innanhéraðs. Það getur virk-
að þannig að fólk viti meira um það
sem er að gerast á svæðinu,“ sagði
Helga R. Einarsdóttir afgreiðslu-
stúlka.
„Ég hlusta mikið á rás tvö og
mundi örugglega leggja eyrun við
ef sunnlenskt efni væri í boði. Ég
vil fá fréttir af því sem er að gerast
í öllu kjördæminu en ekki bara frá
þeim stað þar sem fréttamaðurinn
býr. Fréttir koma öllum við og eru
fyrir alla.“
Hlusta betur á þá sem ég þekki
„Það væri mjög æskilegt að fá
landshlutaútvarp hingað því á öllum
stöðvunum sem senda út þa ' miðast
allt við Reykjavík. Ég mundi örugg-
lega hlústa á landshlutaútvarpið.
Það er mjög gaman að hlusta á fólk
úr sinni heimabyggð. Það er þannig
með mig að ef ég heyri í einhveijum
frá Selfossi þá legg ég við hlustirn-
ar. Maður hlustar til dæmis betur á
þá fréttamenn hjá Ríkísútvarpinu
sem ættaðir eru héðan,“ sagði
Sigríður Björnsdóttir afgreiðslu-
stúlka.
„Það gildir alveg það sama með
héraðsblöðin að maður les þau með
meiri athygli en hin. Landshlutaút-
varpið á alvegjafn mikinn rétt á sér
og þau blöð. Eg vil heyra fréttir af
Suðurlandi og héðan frá Selfossi
einnig létta tónlistarþætti og viðtöl
við Sunnlendinga. Það er örugglega
af nógu að taka.
Annars er það nú svo með útvarp-
ið að þar finnst mér aldrei almenni-
legt efni fyrir börnin. Það eina sem
er fýrir þau er sagan á morgnana á
rás eitt. Það er aldrei tónlist fyrir
þau sem þau geta hrifist af og sung-
ið með. Þetta er athugunarefni fýrir
útvarpsmenn því það er nauðsynlegt
að kenna börnunum að hlusta.“
— Sig. Jóns
Islenskt
mál
Umfjöllun um íslenskt mál og
ekki hvað síst um daglegt
mál í dagblöðum og öðrum fjöl-
miðlum þykir mér bæði fræðandi
og skemmtileg. Um það efni fjalla
oftast prýðismenn en nokkra vil
ég þó sérstaklega nefna en það
eru Gísli Jónsson, Helgi Hálfdan-
arson, Sigurður G. Tómasson og
nú sá yngsti, Mörður Árnason.
Mjög þótti mér vænt um að Mörð-
ur skyldi taka til meðferðar
ávarpsorðið „þú“, sem tröllríður
mæltu og rituðu' máli, bæði í fjöl-
miðlum og auglýsingum. Þá er
sagt „þú“, enda þótt ávarpið eigi
við fjölda fólks. Veit ég vel að
þetta er komið úr ensku en ég
spyr, samrýmist þetta íslensku
máli?
Skemmtileg þótti mér tilvitnun
Marðar 22. nóvember um frétta-
manninn og sýningarstúlkuna. Þá
hlýt ég að minnast á hve mér
hefur þótt einkennilegt ef ég hef
hlustað á orð kvöldsins sem eru:
Guð gefi þér góða nótt. Þá hefi
ég hugsað, hver væri sá eini sem
kost ætti á góðri nótt.
V.G.
Osamræmi
Til Velvakanda.
Svo sem flestir vita var það 1.
október síðast liðinn- að mönn
um var gert skylt að nota bílbelti
einnig í aftursætum. Vissulega
má segja að hér hafi verið gott
mál á ferðinni sem eykur öryggi
allra, en gleymdist ekki eitthvað?
Ekki minnist undirritaður þess að
hafa heyrt um beltaskyldu í fram-
sætum svokallaðra rútubíla sem
eru þó mjög hættuleg sæti svo sem
oft hefur komið í ljós. Ekki hefur
heldur verið minnst á farþegasæti
vörubíla, man ekki einhver eftir
stórslysi vegna árekstus rútu og
vörubíls í slæmu skyggni í Kolla-
firði hér um árið? Eða stúlku sem
kastaðist með framrúðuna á herð-
unum úr framsæti rútu sem hafði
ekið út í skurð austur í Flóa?
Og að lokum. Hver er ástæðan .
fyrir því að farþega í leigubílum
þarf ekki að binda? Það væri fróð-
legt að fá svör við framangreind-
um atriðum frá umferðaráði.
Jón Gunnarsson,
Þverá.
„ /AuL'mrt þinn' [\Jú hefurSu cxféur ■Plet/jb
íyizLunum ba&herberginu J "
Ég hreinsaði olíu úr fiðri
hans í síðustu viku ...
Með
morgimkaffmu
Hann er svo ánægður með
piparsveinagleðskapinn að
hann er hættur við gifting-
una ...
Ekkí hug'sað um þjóðarhag’
Til Velvakanda.
*
Eg vil þakka Þórami Sveinssyni
yfirlækni fýrir tímabært inn
legg í umræðuna um mengunar-
varnir, og fyrir bættum þjóðarhag
á íslandi, í grein sem birtist hér í
blaðinu 6. nóvember. Dregur hann
fram ýmsar gruggugar staðreyndir,
sem dyljast bakvið hið saklausa
nafn hins „íslenska" stálfélags. Við
lifum nú á þeim tímum, þar sem
þær raddir verða æ háværari, sem
kreíjast aðhalds, sparnaðar og auk-
inna mengunarvama hérlendis. Á
sama tíma er verið að kynda undir
bruðl manna á fjármagni þjóðarinn-
ar og jafnframt á náttúru landsins.
Stjórnvöld virðast kynda undir
þessa óráðsíu, a.m.k. mæla þau
ekki á móti. Því eins og Þórarinn
bendir á, þá mun ekki verða minni
mengun af málmbræðslu Stálfé-
lagsins, heldur en af fyrirhuguðu
álveri á Keilisnesi. Þar fyrir utan
sem ljöslega er bent á að framtíð
hins nýstofnaða félags og rekstrar-
grundvöllur er vægast sagt ótrygg-
ur. Auk þeirra staðreynda, að ra-
forkuverð sem félagið fær er það
lágt, að ekki mun einu sinni takast
að bdrga rafstrenginn fyrir þá upp-
hæð. Áf þessu ályktast, að það er
a.m.k. ekki þjóðarhagur sem hugs-
að er um hér í þessu dæmj. Og
Til Velvakanda.
Sunnudaginn 25. nóvember birt-
ist grein hér í blaðinu um nátt
úruvernd sem nefnist í skugga
geirfulgsins. Höfundur er Hulda
Valtýsdóttir. Eru þar taldir upp
þeir fuglar sem eru í útrýmingar-
hættu í nokkrum löndum Evrópu.
Á íslandi er einn fugl talinn í útrým-
ingarhættu, þ.e. örninn. Hér er
nokkuð vantalið, því ég veit ekki
betur en keldusvínið sjáist, varla
mun líklega draga dilk á eftir sér,
að við, hin íslenska þjóð, mun verða
látin borga upp þennan skrípaleik
aðstandenda hins „íslenska" Stálfé-
lags, sem er að meirihluta í eigu
erlendra aðila.
Ó.K.
núorðið og Ævar Petersen vill
meina að þessi fugl sé alveg hættur
að verpa hér á landi. Einnig mun
vera orðið lítið um þórshana. Orsak-
ir fækkunar þessara fugla eru að
mínu áliti tvær. Minkurinn og
gengdarlaus framræsla mýrlendis.
Eg hripa þessar líur til að minna
náttúruverndarmenn á að það þarf
að gæta að fleiri fuglum en emin-
um.
Gestur Sturluson
Fuglar í útrýmingarhættu
HOGNI HREKKVISI
„ éG GBT BKKI CSERT VIE> 0f?OST/E? HJAIZTA-"