Morgunblaðið - 05.12.1990, Blaðsíða 21
21
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 5. DESEMBER 1990
Athugasemd:
Islandslax ekki dreift
skemmdum laxi
MORGUNBLAÐINU hefur borist
eftirfarandi yfirlýsing frá ís-
landslaxi hf.:
„Að marggefnu tilefni vilja for-
ráðamenn fyrirtækjanna íslandslax
hf. við Grindavík og íslenskra mat-
væla hf. í Hafnarfirði taka eftirfar-
andi fram:
íslandslax hf. hefur allt frá upp-
hafi lagt þunga áherslu á vöruvönd-
un og stöðugleika í afhendingu. Þá
hefur fyrirtækið kappkostað að
skipta einungis við ábyrga útflytj-
endur. íslandslax hf. er í dag stærsta
starfandi fískeldisstöð landsins.
Framleiðsla þessa árs nemur tæpum
400 tonnum af laxi og áætluð fram-
leiðsla næsta árs rúmum 600 tonn-
um.
Karlar ráða
peninga-
stofnunum
í svari viðskiptaráðherra tíl
janréttisráðs um skipan manna í
stjórnir og ráð peningastofnanna
ríkisins og 10 stærstu sparisjóða
landsins kemur fram að 9% aðal-
og 20% varamanna eru konur.
! stjórnum þessara stofnana eru
226 einstaklingar. Þar af eru 152
aðalmenn og 74 varamenn. í hópi
aðalmannanna eru 13 konur eða 9%
en í hópi varamanna er hlufall kven-
fulltrúa 20%. Tekið skal fram að
ekki voru tilgreindif varamenn í
stjórnum sparisjóða. Af 226 fulltrú-
um eru 28 konur eða 12%.
Forráðamönnum íslandslax hf.
þykir það miður, að í umræðu undan-
farinna daga í fjölmiðlum um dreif-
ingu á skemmdum laxi, að ruglað
hefur verið saman nöfnum fyrirtækj-
anna íslandslax hf. annars vegar og
íslandsfisks hf. hins vegar, sem tal-
inn er eigandi hins skemmda lax.
íslandslax hf. hefur aldrei staðið
fyrir dreifingu á skemmdum laxi,
né heldur flutt út slíkan lax.
Jafnframt viljum við benda á að
engin tengsl eru á milli fyrirtækj-
anna íslax hf. við ísafjarðardjúp og
íslandslax hf. við Grindavík.
íslandslax hf. hefur algjöra sér-
stöðu meðal íslenskra fiskeldisstöðva
hvað varðar hráefni, vöruvöndun og
stöðugleika í afhendingu. Jafnframt
hefur fyrirtækið kappkostað að eiga
sem best samstarf við heilbrigðis-
og fisksjúkdómayfirvöld.
Árangur þess er m.a. mikil eftir-
spum eftir laxi frá íslandslax hf.
og jafnframt hærra skilaverð til ís-
landslax hf. en til annarra fiskeldis-
stöðva hérlendis.
Einn helsti viðskiptavinur íslands-
lax hf. á innanlandsmarkaði, íslensk
matvæli hf., hafa kappkostað að
taka einungis til vinnslu besta fáan-
lega hráefni hérlendis. Er nú svo
komið að íslensk matvæli hf. kaupa
nær einungis hráefni til vinnslu á
laxi frá íslandslax hf.
Neytendur þurfa því ekki að ótt-
ast laxaafurðir sem unnar eru undir
vörumerkjum íslenskra matvæla hf.,
Icefood.
Friðrik Sigurðsson,
framkvæmdastjóri
íslandslax hf.
Sigurður Björnsson,
framkvæmdastj ór i
íslenskra matvæla hf.“
Naustið býður jólahlaðborð
Veitingahúsið Naust við Vesturgötu mun eins og undanfarin ár
bjóða gestum sínum upp á jólahlaðborð í hádeginu og á kvöldin fram
til jóla. Að sögn Sveins Hjörleifssonar veitingamanns í Naustinu
hafa vinsældir jólahlaðborðsins aukist ár frá ári og er þegar upppant-
að suma daga til jóla og uppantað er að verða aðra daga.
„Það er mjög algengt að hópar
panti hjá okkur, til dæmis vinnufé-
lagar, og margir hópar hafa verið
hjá okkur fyrir hver jól undanfarin
ár. Enda næst upp mikil og góð
jólastemning í þessu gamla og
sögufræga húsi,“ gagði Sveinn.
Á jólahlaðborðinu eru um 40 rétt-
ir, heitir og kaldir, fiskur og kjöt.
„Danska jólahlaðborðið er fyrir-
myndin að borðinu okkar en við
höfum bætt við mörgum séríslenzk-
úm réttum, svo að við viljum frekar
nefna þetta íslenzkt jólahlaðborð,“
sagði Sveinn.
Salur Naustsins hefur verið
skreyttur í tilefni jólanna og undir
borðum eru leikin jólalög. Verðið
fyrir manninn er 1490 krónur.
Nauðsynlegt er að panta borð með
fyrirvara vegna þess hve aðsóknin
er mikil, að sögn Sveins.
Naustkráin er í sama húsi og er
hún leigð hópum, sem vilja halda
jólaglögg.
■ FÉLAGIÐ Verkefnastjórnun
heldur fund um undirbúning heims-
meistarakeppninnar í handknattleik
1995 í dag, miðvikudag, í veitinga-
salnum í Tæknigarði við Dunhaga,
klukkan 16.30. Framsögumenn
verða Jón Hjaltalín Magnússon,
Gunnar Torfason, Baldur Jó-
hannesson og Gunnar Birgisson.
Morgunblaðið/RAX
Gestir fá sér mat af jólahlaðborðinu og þeir Rúnar Guðmundsson yfirmatreiðslumaður og Þorkell
Eiríksson yfirþjónn aðstoða.
Okkar glæsilega
LAHLAÐBORÐ
Verö kr. 1.19U
í hádeginu og á kvöldin
alla daga.
Tilvaldir staðir
fyrir jólaglögg
fyrirtækjanna í
desember.
antiö borö tímanlega í síma 17759
& 'ds C >•.'%'
MÍ mm H i6Ti
% v > ** ■wfíIIUÍéS Hl