Morgunblaðið - 05.12.1990, Blaðsíða 38
38
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 5. DESEMBER 1990
Hjörtur Oddsson
læknir - Minning
Fæddur 31. ágúst 1962
Dáinn 26. nóvember 1990
í dag er til hinstu hvfldar borinn
Hjörtur Oddsson sem lést þann 26.
nóvember síðastliðinn eftir hetju-
lega baráttu við erfiðan sjúkdóm.
Kynni okkar Hjartar hófust þeg-
ar við stunduðum nám við lækna-
deild Háskóla íslands. Það tókust
fljótt náin kynni með okkur. Hjörtur
var afburða námsmaður og virtist
hafa lítið fyrir náminu. Hann var
og mikill íþróttamaður og samfara
námi lék hann körfubolta með úr-
valsdeildarliði ÍR. Hann lék jafn-
framt nokkra leiki með landsliðinu
í körfubolta. Hjörtur var traustur
félagi og hógværð og prúðmennska
einkenndu hann.
Hjörtur veiktist skömmu áður en
við hófum nám á 5. ári í læknis-
fræði. Veikindin virtust í fyrstu
sakleysisleg en ágerðust eftir því
sem leið á haustið. Rétt fyrir jólin
1986 greindist hann með illkynja
sjúkdóm. Það var öllum sem hann
þekktu mikið reiðarslag. Skömmu
áður hafði hann hafið sambúð með
Siggu kærustu sinni og tekið að sér
fósturdótturina Hrafnhildi. Hjörtur
tók Hrafnhildi sem sinni eigin dótt-
ur og varð hún mjög hænd að hon-
um enda hafði hann sérstakt lag á
því að nálgast fólk á vingjamlegan
hátt. Samband þeirra gaf Hirti mik-
ið.
Veikindin og erfið meðferð sem
fylgdi í kjölfarið reyndi mikið á
Hjört og hans nánustu en það var
aðdáunarvert hve mikinn kjark og
æðruleysi Hjörtur sýndi. Vonir
vöknuðu um að sjúkdómurinn hefði
látið undan. Hjörtur náði sér ágæt-
lega, en veikindin höfðu þó greini-
lega markað djúp spor. Frítíma sinn
mat hann mun meira en áður. Hann
fékk áhuga á stangaveiði og eyddi
miklum tíma í það áhugamál sitt.
Hafði hann gjarnan Hrafnhildi með
sér við veiðar.
Hjörtur hafði tafíst um eitt ár í
námi vegna veikindanna en settist
aftur á skólabekk og útskrifaðist
úr læknadeild vorið 1989. Hann hóf
störf sem læknir á ísafirði þá um
haustið. Þar hafði hann aðeins
starfað í fáa mánuði þegar veikindi
hans tóku sig upp, einmitt þegar
framtíðin virtist blasa við honum á
ný. Aftur tók við strangt meðferð-
artímabil sem var jafnvel erfiðara
en hið fýrra. Hjörtur fékk mikinn
stuðning frá sínum nánustu og þrátt
fyrir erfíð tímabil var alltaf til stað-
ar von um að sigrast á sjúkdómnum.
í september sl. fór Hjörtur til
Svíþjóðar þar sem gera átti úrslita-
tilraun til að fá lækningu. Þegar
við kvöddumst í síðasta sinn áður
en hann lagði upp í þá ferð fann
ég vel hversu náinn vinskapur okk-
ar var. Þrátt fyrir langa og stranga
baráttu fór svo að lokum að sjúk-
dómurinn hafði yfirhöndina.
Glæsilegur drengur er látinn
langt um aldur fram. Hans mun
verða sárt saknað. Betri vin og fé-
laga get ég ekki hugsað mér.
Ég sendi foreldrum hans og
systkinum, Siggu og Hrafnhildi,
mínar innilegustu samúðarkveðjur.
Davíð
Hjörtur Oddsson, læknir, lést í
Uppsölum í Svíþjóð þann 26. nóv-
ember síðastliðinn eftir hetjulega
baráttu við hvítblæði. Hann var
sonur hjónanna Odds Rúnars Hjart-
arsonar, dýralæknis, og Soffíu
Ágústsdóttur. Við hjónin kynnt-
umst Hirti fyrir fjórum árum, þegar
hann fór að vera með systurdóttur
konunnar, Sigríði Jónsdóttur. Við
urðum vitni að ástarsögu, sem var
í senn fögur og hrífandi, en tók svo
snemma á sig mynd sorgar. Sorgin
spyr ekki um stund og stað og hún
er gjaldið sem við greiðum fyrir það
að elska. Hitt er jafn víst að við
viljum öll fremur lifa í heimi þar
sem ástin og sorgin er veruleiki,
en að lifa í heimi þar sem kærleikur-
inn og sorgin eru ekki til staðar.
Hverfulleiki lífsins ögrar mennsku
okkar, en er jafnframt tákn
mennsku okkar. Án hverfulleikans
værum við allt aðrar manneskjur,
sem vissu ekkert um sorg og
skugga mannlífsins.
Sorgarsagan hófst þegar tíðindin
bárust um það mein sem Hjörtur
bar og hefur gengið mjög nærri
Sigríði, foreldrum hans og systkin-
um, og öðrum aðstandendum. Það
er án efa satt, sem sagt hefur ver-
ið, að krabbamein leggi undir sig
heilu fjölskyldurnar. En ástvinir
hans sýndu honum þá umhyggju
og þann kærleika, sem einn getur
snúið áföllum lífsins í sigur.
Hjörtur var efnispiltur og lauk
prófum í læknisfræði með miklum
ágætum. Hann var afar vel gerður
og viðmótsþýður ungur mður og
það er á engan hátt ofmælt, að
hann hafði til að bera alla þá kosti
sem prýða góðan lækni. Lífsviðhorf
hans bar þess merki að hann þekkti
enga uppgjöf. Það kom hvað eftir
annað fram í baráttu hans við sjúk-
dóminn. Þessa lífsafstöðu skilur
hann nú eftir hjá ástvinum sínum
og hún er um leið hvatning ungu
fólki sem fínnst anda kalt í fang.
Hann var nærgætinn og vildi ekki
íþyngja öðrum væri þess nokkur
kostur.
Haft er á orði að aldrei sé meira
á okkur lagt en við getum borið.
Það er hægt að draga í efa sann-
indi þeirra orða. Við finnum til
beiskju þegar ungt fólk deyr í blóma
lífsins, en við höfum þá trú að Krist-
ur beri þann kross fyrir okkur.
Hann bar ekki aðeins krossinn sinn
heldur kross okkar allra. Hann get-
ur hjálpað okkur að horfast í augu
við sáran missi og vinna okkur í
gegnum sorgina. Ef við gerum það
ekki kemur sorgin á hæla okkur
með öllum þeim kvillum og tilfínn-
ingalega umróti sem því fylgir. Við
hjónin samhryggjumst Sigríði, for-
eldrum Hjartar og systkinum. Við
fáum ekki skilið tilgang þessarar
sorgar, en við viljum deila sársauk-
anum með þeim og varðveita minn-
inguna um góðan dreng, sem verð-
ur frá engum tekinn.
Edda Björk Bogadóttir og
Ólafur Oddur Jónsson
Hann var sonur hjónanna Soffíu
Ágústsdóttur og Odds Rúnars
Hjartarsonar dýralæknis og var
þriðji í röð fjögurra systkina.
Ég hefí þekkt þennan bróðurson
minn frá fæðingu, hann var hár og
grannur, ljóshærður, glaðvær og
reglumaður í hvívetna.
Hann var mjög góður námsmað-
ur og átti auðvelt með lærdóm,
hann sýndi það best þégar hann tók
lokapróf úr læknadeild Háskóla ís-
lands með góðri einkunn en þá
nokkru áður hafði farið að bera á
þeim sjúkdómi sem bar hann ofur-
liði.
Hjörtur var góður íþróttamaður.
Á unglingsárum þegar hann bjó á
Hvanneyri æfði hann og keppti í
sundi og þegar fjölskyldan flutti til
Reykjavíkur og hann fór í mennta-
skóla og háskóla tók körfuboltinn
við en honum kynntist Hjörtur mjög
vel þegar hann dvaldist með foreldr-
um sínum í Bandaríkjunum. Keppti
hann þar með skólaliði og þegar
íjölskyldan flutti heim mátti þjálfar-
inn ekki missa hann úr liðinu og
bauð honum að búa hjá sér í nokkra
mánuði og vera lengur í skólanum
og keppa með liðinu.
Þegar heim kom kepptu þeir
bræður Kristján og Hjörtur með 1.
deildarliði ÍR í körfubolta eftir því
sem tími gafst til frá námi, en þeir
luku prófí í læknisfræði saman árið
1989.
Það var sama hvað hann frændi
minn tók sér fyrir hendur hann
sýndi ávallt þol og kraft en mestan
keppnisanda sýndi hann þó í barátt-
unni við þann sjúkdóm sem lagði
hann að velli eftir fjögurra ára bar-
áttu.
Hann viðurkenndi ekki orðið upp-
gjöf, það fyrirfannst ekki í hans
orðaforða hvað sjúkdóminn varðaði,
það var ekki fyrr en allra síðast að
hann vissi og varð að viðurkenna
að baráttan var töpuð. En hann
frændi minn stóð ekki einn í barátt-
unni, foreldrar hans, unnusta og
systkini stóðu eins og klettar við
hlið hans, háðu baráttuna með hon-
um, hjálpuðu honum og styrktu á
allan þann hátt sem mögulegt var.
Það er sárt að sjá á bak ungum
efnilegum manni sem var að ljúka
við að búa sig undir ævistarfið sem
fólst í því að lina þjáningar og
hjálpa meðbræðrum sínum og ekki
var síður sárt-að vita af þeim miklu
þjáningum sem hann mátti sjálfur
þola á méðan baráttan um lífið stóð
yfír.
Hjörtur var í sambýli með Sigríði
Jónsdóttur, þau áttu ekki bam sam-
an, en Sigríður átti dóttur fyrir og
var samband hennar og Hjartar
mjög náið og gott.
Þessar fátæku línur eru frá afa
hans og ömmu^ föðursystkinum
hans og fjölskyldum þeirra, í minn-
ingu um góðan dreng sem féll frá
langt um aldur fram. Hafí hann
þökk fyrir samfylgdina.
Foreldrum hans, unnustu og
systkinum, sendum við innilegar
samúðarkveðjur og biðjum góðan
Guð að milda sorg þeirra.
Einar H. Hjartarson
Nú er Hjörtur dáinn. Fjögurra
ára hetjulegri baráttu er lokið. Um
skeið hafði verið ljóst að hjá úrslita-
orustunni yrði ekki komist. Þrátt
fyrir allt það þrek og þann mikla
styrk sem hann sýndi var hann ofur-
liði borinn.
Hjörtur var glæsilegur maður.
Hann var hár vexti, ljós yfirlitum
og laglegur. Hann var gæddur góð-
um gáfum, hafði sterka skapgerð
og ákveðnar skoðanir, Honum fór
því flest vel úr hendi. Hjörtur var
ákaflega næmur á tilfínningar ann-
ars fólks og lét sér annt um þá sem
minna máttu sín. Þrátt fýrir bága
heilsu gat hann alltaf gefíð svo
mikið af sér. Eigin vanlíðan skyggði
aldrei á umhyggju þá er hann bar
fyrir öðrum.
Hjörtur kynntist Sigríði unnustu
sinni aðeins hálfu ári áður en hann
kenndi þess meins er varð honum
að aldurtila. Mikið var því lagt á
þeirra unga samband, en gagn-
kvæm hrifning þeirra hélst óhögg-
uð. Baráttan gaf honum dýrmætan
tíma sem hann nýtti vel. Hjörtur
var bamgóður og naut Hrafnhildur
fósturdóttir hans góðs af samvist-
um við hann. Hann kenndi henni
margt, meðal annars að synda,
hjóla og veiða. Ófá voru kvöldin sem
Sigríður tók á móti tveim rennblaut-
um en ánægðum veiðimönnum eftir
góðan dag úti í náttúrunni.
Við áttum margar Ijúfar sam-
verustundir með Hirti og Siggu.
Kvöldin í Selvogsgmnni þegar setið
var fram á nótt við samræður og
dagarnir uppi-í sumarbústað þar
sem tíminn var ekki til. Hjörtur
hafði til að bera svo mikla hlýju
að tengsl við hann urðu fljótt náin,
hann varð sem eldri bróðir.
í hinuip erfiðu veikindum Hjartar
stóðu foreldrar hans, unnusta og
systkin þétt að baki honum, engin
fórn var of stór. Viljum við votta
þeim öllum okkar dýpstu samúð.
Nú er komið að kveðjustund.
Hjörtur þráði lífið svo heitt, hann
skilur eftir sig margar fallegar
minningar. Fyrir þær viljum við
þakka.
Elín og Magnús
Kveðja frá FUL
Þann 26. nóvember lést félagi
okkar Hjörtur Oddsson eftir fjög-
urra ára baráttu við illvígan sjúk-
dóm.
Hirti kynntumst við í námi við
læknadeild Háskóla íslands. Þar
lærðum við um sjúkdóma og með-
ferð þeirra af bókum og við fyllt-
umst bjartsýni og trú á lækna-
vísindin. Fjarri flestum okkar var
þó nálægð alvarlegra sjúkdóma og
dauðans. Um það leyti sem við
kynntumst raunveruleika sjúkra-
húsa veikist félagi okkar af alvar-
legum sjúkdómi. í nálægð og fjar-
lægð fylgdumst við með baráttu
Hjartar og kynntumst um leið ann-
arri hlið sjúkdóma, hlið sem við
lærum aldrei af bókum. Þrátt fyrir
mikið líkamlegt og andlegt álag
lýkur Hjörtur erfíðu námi og út-
skrifast vorið 1989 frá læknadeild
Háskóla íslands með góðum vitnis-
burði. Á þessum tímum vonuðum
við að tekist hefði að ráða niðurlög-
um sjúkdómsins og framundan
væru bjartari tímar og nú hæfíst
ævistarfið sem Hjörtur hafði valið
sér. En reyndin varð önnur. Meðal
félaga sinna í námi og starfi naut
Hjörtur vinsemdar og virðingar. Því
í honum kynntumst við manni sem
var heilsteyptur. Manni sem var
skynsamur. Manni sem var hlýr.
Fallinn er frá góður drengur. Við
söknum hans og minnumst með
hlýju. Aðstandendum vottum við
samúð okkar.
F.h. Félags ungra lækna,
Lúther Sigurðsson.
Mig langar í fáum orðum að
minnast vinar míns Hjartar Odds-
sonar. Kynni okkar hófust í lækna-
deild fyrir átta árum. Ég fann strax
að hér fór einstakur og góður
drengur. Hann var hlýr í viðmóti,
hress, einlægur og skemmtilegur.
Þó svo að kynni okkar takmörkuð-
ust að miklu leyti við veru okkar í
læknadeild fannst mér ég þekkja
hann vel. Nú þegar hann er ekki
lengur á meðal okkar, sakna ég
þess að hafa ekki átt meiri tíma
með honum. Styrkur Hjartar og
einstæður perónuleiki kom berlega
í ljós þegar hann þrátt fýrir erfið
veikindi lauk glæsilegu læknaprófí
aðeins ári síðar en hann upphaflega
ætlaði. íslenska læknastéttin hefur
misst góðan mann. Á námsárunum
kynntist Hjörtur unnustu sinni,
Sigríði Jónsdóttur. Alltaf var gam-
an að koma í heimsókn til þeirra
Hjartar og Siggu, góðar veitingar
og skemmtilegar umræður.
Elsku Sigga, Guð gefí þér styrk
á þessum erfiðu tímum. Fjölskyldu
og öllum ástvinum Hjartar votta
ég mína dýpstu samúð.
Guðmundur Daníelsson
Hjörtur Oddsson fæddist í
Reykjavík 31. ágúst 1962, sonur
hjónanna Soffíu Ágústsdóttur og
Odds R. Hjartarsonar dýralæknis.
Hann andaðist í Uppsölum í Svíþjóð
26. nóvember sl. 28 ára að aldri.
Hjörtur ólst upp með foreldrum
sínum í glaðværum systkinahópi á
Hvanneyri í Borgarfírði. Ungur fór
hann til skólavistar á Reykjum í
Hrútafirði ásamt Kristjáni bróður
sínum. Fylgdust þeir bræður síðan
mjög að á námsbrautinni. Þegar
kom að menntaskóla fluttist hann
með fjölskyldu sinni til Banda-
ríkjanna og bjó þar um tveggja ára
skeið. Þar stundaði hann nám og
íþróttir, en stúdentsprófíð lauk
hann við í Menntaskólanum við
Hamrahlíð í árslok 1981. Næsta
ár hóf hann nám í læknisfræði við
Háskóla íslands og lauk þaðan prófí
með góðum vitnisburði vorið 1989.
Hjörtur lagði alla tíð rækt við
íþróttir, einkum sund og körfu-
knattleik, þar sem hann náði einkar
góðum árangri.
Starfsferill hans varð ekki lang-
ur. Aðeins fáa mánuði auðnaðist
honum að sinna læknisstörfum að
ríámi loknu, á Vífílsstaðaspítala og
við heilsugæslustöðina á Isafírði.
Nú eru liðin tæp 5 ár síðan við
kynntumst Hirti. Hann kom þá til
okkar í fylgd Sigríðar dóttur okkar.
Tvennt vakti strax athygli, gagn-
kvæm hrifning þeirra og glæsileiki
þessa unga manns. Hann var hár
og grannvaxinn, ljós yfirlitum.
Þau Sigríður efndu til sambúðar
með Hrafnhildi dóttur hennar. Við
nánari kynni birtust okkur mann-
kostir hans. Hann bjó að góðum
námsgáfum og líkamlegu atgervi
og því eðlilegt að hann væri kapp-
samur. En þess gsétti lítt, því hann
var stilltur í framkomu og hógvær
í tali. Stutt var í glettni, einkum
er hann sagði frá liðnum árum
æsku og skólavistar. Reglusemi var
honum eiginleg og einstök var alúð
hans við börn og unglinga. Sam-
band hans við Hrafnhildi litlu bar
vott um það. Með honum fór hún
í sund og fimleika og hann var sá,
er hljóp á eftir, þegar hún lærði á
hjóli.
Hjörtur hafði yndi af ferðalögum
og útivist. Þær mæðgur nutu góðs
af því og með vinum sínum fór
hann í veiðiskap. Héruð Borgar-
fjarðar voru honum einkar kær.
Framtíðin var björt og markið
sett hátt, en skjótt skipast veður í
lofti. Áður en árið var liðið frá okk-
ar fyrstu kynnum hafði greinst hjá
honum alvarlegur sjúkdómur.
Hjörtur var neyddur í ójafna viður-
eign við skæðan ofjarl. Sú barátta
stóð í 4 ár. Hann náði að vísu stund-
arbata, sem varði nokkur misseri
og þá gat hann lokið síðustu áföng-
um læknanámsins. En hann gekk
ekki heill til skógar. Skapgerð hans
kom enn ákveðnar fram í þessum
raunum, stillingin, umhyggjan fyrir
öðrum og viljinn til að vera með
og taka þátt í lífi fjölskyldunnar.
Jafnvel ferðir til veiða stundaði
hann, þó af minni mætti en manni
var þá ljóst og meiri vilja. Þegar
kom að lokahríðinni voru kraftar
hans á þrotum.
Skilningur manna hrekkur
skammt, þegar ungur maður er á
brott kvaddur í upphafi manndóms-
ára. Það er eins og guðdóminum
hafí snúist hugur, þótt það sé raun-
ar um seinan.
Birting afmælis-
og minningargreina
Morgunblaðið tekur afmælis- og minningargreinar til birting-
ar endurgjaldslaust. Tekið er við greinum á ritstjórn blaðsins á
2. hæð í Aðalstræti 6, Reykjavík og á skrifstofu blaðsins í Hafn-
arstræti 85, Akureyri.
Athygli skal á því vakin, að greinar verða að berast með góðum
fyrirvara. Þannig verður grein, sem birtast á í miðvikudagsblaði-að
berast síðdegis á mánudegi og hliðstætt er með greinar aðra daga.
í minningargreinum skal hinn látni ekki ávarpaður. Ekki eru tek-
in til birtingar frumort ljóð um hinn látna. Leyfílegt er áð birta til-
vitnanir í ljóð, tvö erindi, eftir þekkt skáld, og skal þá höfundar
getið. Sama gildir ef sálmur er birtur. Meginregla er sú, að minning-
argreinar birtist undir fullu nafni höfundar.
Við birtingu afmælisgreina gildir sú regla, að aðeins eru birtar
greinar um fólk sem er 70 ára eða eldra. Hins vegar eru birtar afmæl-
isfréttir með mynd í dagbók um fólk sem er 50 ára eða eldra.
Mikil áhersla er á það lögð að handrit séu vel frá gengin, vélrituð
og með góðu línubili.